Alþýðublaðið - 17.02.1990, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 17.02.1990, Qupperneq 10
10 Laugardagur 17. febr. 1990 RAÐAUGLYSINGAR Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Malbikun- arstöövar Reykjavíkur o.fl., óskar eftir tilboöum í eft- irfarandi: 1) 13870-16800 tonn af asfalti 2) 110-160 tonn af bindiefni fyrir asfalt (asphalt emulsion) Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboöin verða opnuð á sama staö þriðjudaginn 27. mars 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. gatna- málastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboöum í kaup á umferðarmerkjum og umferðarskiltum. Heildarmagn: Umferðarmerki Umferðarskilti 870 stk. 40 stk. Fyrsti skiladagur umferðarmerkja er 30 dögum eftir að tilboði er tekið og fyrsti skiladagur umferðar- skilta er 120 dögum eftir að tilboði er tekið. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 14. mars 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 Eigendur/stjórnendur fyrirtækja innan VI eru minntir á aðalfund Verslun- arráðsins næsta mánudag, 19. febrúar — frá kl. 11.15 í Vík (Víkingasal) Hotels Loftleiða. SÉREFNI: NÝ STAÐA ÍSLENSKRAR VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU ! ALPJÓÐLEGRI SAMKEPPNI — OG NÝ STEFNUSKRÁ VÍ. Mjög áríðandi er að skrá þátttöku í síma 83088 eða 678910 fyrir klukkan 16 í dag, föstudag, eða eld- snemma á mánudag. Atkvæði í stjórnarkosningu, skv. útsendum gögn- um, þurfa að berast skrifstofu Verslunarráðsins fyrir kl. 17 í dag, föstudag. Ræktunarstjóri Skógrækt ríkisins óskar að ráða ræktunarstjóra, er veiti forstöðu gróðrarstöð stofnunarinnar á Mógilsá í Kjalarneshreppi. Umsækjendur þurfa að kunna góð skil á ræktun trjáplantna. Búseta ræktunar- stjóra verður á Mogilsá. Umsóknirsendist skógræktarstjóra, Jóni Loftssyni, Skógarlöndum 3, 700 Egilsstaðir, fyrir 1. mars 1990. Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar á skrif- stofu Skógræktar ríkisins, Egilsstöðum, sími 97-12100, telefax 97-12172. Miðum hraða ávallt við aðstæður i í Reykjavík Auglýsir eftir starfsmönnum til starfa á næsta ári. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 20—28 ára, hafa iðnmenntun eða samsvarandi menntun og meira próf bifreiðastjóra. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu slökkvistöðvarinnar. Umsóknarfrestur er til 5. mars, eldri umsóknir ósk- ast endurnýjaðar. frá Tölvunefnd Pann 1. janúar 1990 tóku gildi lög nr. 121 frá 28. desember 1989 um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga, en lög þessi leysa af hólmi lög nr. 39/1985 um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni, Samkvæmt 30. gr. laga nr. 121/1989 hefur dómsmálaráðherra skipað nefnd fimm manna, tölvunefnd, til þess að hafa eftirlit með framkvæmd laganna og reglna settum sam- kvæmt þeim, veita leyfi þau og heimildirsem kveð- ið er á um í lögunum og úrskurða ágreiningsefni. I. Tölvunefnd vekur athygli á því, að samkvæmt hinum nýju lögum er starfsemi eftirtalinna aðila óheimil án sérstaks starfsleyfis, sem tölvunefnd veitir: a) Þeirra, sem annast söfnun og skráningu upplýs- inga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstakl- inga og lögpersóna í því skyni að miðla öðrum upplýsingum um það efni, sbr. 15. gr. laganna. b) Þeirra, sem selja úr skrám eða afhenda með öðr- um hætti nöfn og heimilisföng tiltekinna hópa, einstaklinga, stofnana, fyrirtækja eða félaga, sbr. 21. gr. laganna. c) Þeirra, sem annast um fyrir aðra áritanir nafna og heimilisfanga svo sem með límmiðaáritun eða aðra útsendingu tilkynninga til tiltekinna hópa einstaklinga, stofnana, félaga eða fyrirtækja, sbr. 21. gr. laganna. d) Þeirra, sem í atvinnuskyni annast markaðs- og skoðanakannanir um atriði, sem falla undir ákvæði laga nr. 121/1989, sbr. 24. gr. laganna. e) Þeirra, sem annast tölvuþjónustu fyrir aðra, sbr. 25. gr. laganna. Er öðrum en starfsleyfishöfum skv. 25. gr. óheimilt að varðveita eða vinna úr upplýsingum, sem falla undir ákvæði 1. mgr. 4. gr. laganna (viðkvæmar persónuupplýsingar); upplýsingum, sem falla undir ákvæði V. kafla laganna (fjárhagsmálefni og lánstraust) og upp- lýsingum, sem falla undir ákvæði 3. mgr. 6. gr. laganna (samtengingu skráa). Samkvæmt 37. gr. laga nr. 121/1989 getur það varðað refsingu að hafa með höndum slíka starf- semi, sem að framan greinir, án starfsleyfis frá tölvunefnd. Þeim sem nú hafa ofangreinda starf- semi með höndum er hér með veittur frestur til 7. mars nk. til þess að sækja um starfsleyfi til tölvu- nefndar. í umsókn skal greina nafn umsækjanda, starfsvið, starfsstöð og aðrar upplýsingar sem máli skipta. Umsóknir sendist til ritara nefndarinnar, Jóns Thors, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 609010. Þá vekur tölvunefnd athygli á því að samkvæmt lögum nr. 121/1989 er eftirtalin starfsemi almennt óheimil hafi ekki verið fengin heimild nefndarinnar til hennar: a) Að safna og skrá upplýsingar þær um einkamál- efni einstaklinga sem nánareru taldar í 1. mgr. 4. gr. laganna. Tekur þetta til upplýsinga sem m.a. varða heilsuhagi, trúarbrögð, stjórnmálaskoðan- ir, áfengis- og vímuefnanotkun og veruleg fé- lagsleg vandamál. b) Að skýra frá þeim upplýsingum sem nefndar eru í 1. mgr. 4. gr. laganna, og taldar eru í ll-a) hér að framan, sbr. 5. gr. laganna. c) Að tengja saman skrár, sem hafa að geyma per- sónuupplýsingar í skilningi laga nr. 121/1989 ef um er að ræða skrár sem ekki eru í eigu sama skráningaraðila, sbr. 6. gr. laganna. d) Að annast markaðs- og skoðanakannanir þegar um er að ræða aðila, sem ekki hafa fengið til þess starfsleyfi, sbr. l-d) hér að framan, sbr. 24. gr. laganna. e) Að safna og skrá kerfisbundið persónuupplýs- ingar til geymslu eða úrvinnslu erlendis svo og að láta af hendi til geymslu eða úrvinnslu erlend- is skrá eða frumgögn sem geyma upplýsingar þærsem taldareru í 1. mgr. 4. gr. sbr. Il-a) hérað framan, sbr. 27. gr. laganna. f) Að varðveita í skjalasöfnum, svo sem Þjóðskjala- safni, afrit eða útskriftir úr skrám.sem annars skal afmá þar eð þær hafa glatað gildi sínu„ ,sbr. 28. gr. laganna. Þeir sem óska eftir heimild til þeirrar starfsemi sem talin er í liðum a) — f) hér að ofan skulu sækja um það til tölvunefndar. III. Nefndin vekur athygli þeirra sem fengið hafa út- gefin starfsleyfi og aðrar heimildir samkvæmt lög- um 39/1985 að þau leyfi og heimildir féllu úr gildi um sl. áramót. Reykjavík, 14. febrúar 1990. Tölvunefnd, Þorgeir Örlygsson, formaður Jón Ólafsson, varaformaður Bjarni K. Bjarnason Bjarni P. Jónasson Hilmar Þór Hafsteinsson ii f Alþýðuf lokkurinn hlustar Málstofa um utanríkismál verður haldin í Keflavík mánudaginn 19. febrúar kl. 20.30, Hafnargötu 31. Hópstjóri: Guðmundur Ein- arsson. 1. Mun hlutverk Keflavíkur- stöðvarinnar breytast? 2. Á að breyta um fyrirkomu- wf*- \ lag Varnarliðsframkvæmda? í J Verum með og mótum stefnu Alþýðuflokksins. Prófkjör um val á framboðslista Alþýðuflokksins til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri fer fram laugar- daginn 17. febrúar nk. frá kl. 10.00 til 21.00, í Strand- götu 9. Opið öllum nema þeim sem flokksbundnir eru í öðr- um flokkum. Kjörnefnd.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.