Alþýðublaðið - 21.02.1990, Side 1

Alþýðublaðið - 21.02.1990, Side 1
Rádherrar og þingmenn Alþýduflokks semja minnisblaö um tillögur ríkisstjórnarinnar um lœkkun ríkisútgjalda Fiárfestingar„bindindi" — er megininntak minnisblaösins, sem olli nokkrum usla á fundi ríkisstjórnarinnar í gœr. Algjört fjárfestinga- bindindi ríkisvaldsins er aðalinnihald minnis- blaðs sem ráðherrar og þingmenn Alþýðu- flokksins sömdu á óformlegum fundi í fyrrakvöld og mun hafa valdið nokkrum usla á ríkisstjórnarfundi í gær. í minnisblaðinu er gert ráð fyrir að ríkisstjórnin muni ekki leggja fram frumvörp eða tillögur á Al- þingi meðan gildistími ný- gerðra samninga stendur, sem hafi í för með sér út- gjaldaaukningu fyrir ríkis- sjóð að öðru leyti en því sem tengist samningunum og getið er í yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar 1. febrúar eða varðar atvinnuöryggi i landinu og mikilvægar skuldbindingar þjóðarinn- ar. Þá er farið fram á í minn- isblaðinu að ríkisstjórnin leggi fram tillögur á Alþingi um lækkun annarra út- gjaldaliða fjárlaga um 915 milljónir króna og er þar vitnað í minnisblað fjár- málaráðherra frá 14. febrú- ar. Ennfremur er ríkistjórn- in hvött til að beita sér fyrir virkara kostnaðareftirliti en verið hefur og koma í veg fyrir óheimilar manna- ráðningar. Einnig að ríkis- stjórnin nýti heimild í fjár- lögum til að lækka rekstrar- útgjöld ríkisins um 500 milljónir króna. ,,Þetta minnisblað er til umfjöllunar í ríkisstjórn- inni. Málið hefur ekki verið afgreitt ennþá úr ríkis- stjórn," segir Jón Sigurðs- son viðskipta- og iðnaðar- ráðherra við Alþýðublaðið. „Við viljum með þessu móti staðfesta áformin um að forsendur kjarasamning- anna haldist. Með þessu minnisblaði er lögð áhersla á það að ríkisstjórnin haldi þau loforð sem að ríkis- valdinu snýr og jafnframt ætlumst við til þess sama af öðrum," segir Jón. Þetta minnisblað lýsir af- stöðu þingflokksins til til- lagna ríkisstjórnarinnar um lækkun ríkisútgjalda," segir Eiður Guðnason for- maður þingflokks Alþýðu- flokksins við Alþýðublaðið. „Þingflokkur Alþýðu- flokksins hefur falið ráð- herrum flokksins að ganga frá einstökum atriðum varðandi niðurskurð á rík- isútgjöldum. Að sjálfsögðu eru einstakir þingmenn flokksins ekki sammála um öll atriði í tillögum ríkis- stjórnarinnar, en aðalatrið- ið er að friður ríki um samningana og að þeir haldi. Okkar samþykki er háð þvi," segir Eiöur. Stefán Pálsson, bankastjóri Bánadarbankans, um hugmyndir um ad gera ríkisbankana aö hlutafélögum: Sé enga sérstaka kosti við breytinguna Skagamenn með ódýrustu kökurnar — Selfyssingar með þœr dýrustu Kökur borgar sig að kaupa í Harðarbakaríi á Akranesi, — smábrauð ýmiss konar í Bakaríinu í Grindavík, — og braud, sneidd og ósneidd í Björnsbakaríunum í Reykjavík. Þetta sýnir könnun Neytendasamtak- anna. Munur á verði í 54 brauð- gerðarhúsum á Islandi er gíf- urlegur. Neytendasamtökin tíndu saman ýmsar gerðir brauða í körfur og verðlögðu skv. þunga. Verðmunur á matbrauðum reyndist um 55% en 227% á smábrauö- um, en það var hjá Brauö- gerð KÁ á Selfossi. Selfyss- ingar kaupa líka dýrustu kök- urnar, þær eru 211% dýrari hjá Guðnabakaríi en hjá Skagamönnum. Hér vantar að sjálfsögðu inn í myndina hver það er sem bakar bestu brauðin. „Ég hef enga trú á því að sparnaður náist með þess- um formbreytingum. Rík- isbankaformið er á engan hátt dýrara í rekstri en hlutafélagsbankar,“ sagði Stefán Pálsson, banka- stjóri Búnaðarbankans. Stefán telur kosti núver- andi kerfis það mikla að full ástæða sé til að skoða hvað vinnst við formbrey t- ingu áður en ráðist sé í framkvæmdir. Ef niðurstaöan veröur sú aö ríkisbankarnir verða geröir að hlutafélögum segist Stefán telja nauösynlegt að eitt verði látið ganga yfir báða ríkisbankana, Landsbanka og Búnaöarbanka. Hann segir kostina við rík- isbankaformiö mikla, sér- staklega að því er rikisábyrgö varðar. „Ríkisábyrgö gerir það að verkum að við njótum mun hagstæöari kjara en ella á erlendum lánum," sagði bankastjóri Búnaðarbank- ans. Ríkisbankarnir eru mjög öflugir, með um 70% af heild- arstarfsemi bankakerfisins. Stefán telur þetta sýna aö nú- verandi form hefur ekki stað- iö i vegi fyrir bönkunum enda ráði það að lians mati ekki því hvert fólk beinir viö- skiptum sínum. Hann sagöist þó ekki vilja láta hafa eftir sér aö hann væri alfariö á móti breytingu Ríkisbankanna í hlutafélög. 500 bíöa eftir adgerd á bœklunardeild Landspítala: Fólkið er oft á tíðum mikið þjáð — segir Jóhann Guðmundsson bœklunar- lœknir sem telur sparnað í þessum efnum þjóöhagslega óhagkuœman „Niðurskurður af þessu tagi lendir alltaf á sjúk- lingum sama hvernig dæminu er snúið,“ segir Jóhann Guðmundsson, sérfræðingur á bæklunar- deildum Landspítalans um niðurskurð í heilbrigðis- kerfinu. Miklir erfiðleikar eru nú á þessum deildum vegna skorts á hjúkrunar- fólki. Biðlistar lengjast stöðugt á sama tíma og fjöldi sjúkrarúma stendur ónýttur. Nú bíða um 500 manns eftir að komast á bæklunardeild Landspítalans, en aðeins um helmingur af rúmum deildar- innar er nýttur. Ástæðan er að sögn Jóhanns að ekki er mannskapur til að sinna þess- um fjölda. „Fólk sem þarf að bíða eftir plássi á bæklunar- deildinni er oft á tíðum mikið þjáð. Það þarf ýmis deyfilyf og er jafnvel frá vinnu lengri tíma. Það gefur því auga leið að sparnaður í heilbrigðis- kerfinu sem kemur með þess- um hætti niður á þjónustu við sjúklinga er þjóðhagslega óhagkvæmur. Þetta fólk gæti verið virkir þátttakendur í at- vinnulífinu," sagði Jóhann. Skipanir í heilbrigðiskerf- inu koma ofan frá. „Við verð- um bara að gjöra svo vel og hlýða sama hvaða afleiðingar þessar lokanir hafa," sagði Jóhann. Hann sagðist telja að ef spítalarnir væru reknir með öðru fyrirkomulagi en því sem nú tíðkast mætti breyta þessu. Einhvers konar verktakafyrirkomulag þar sem læknar myndu taka að sér rekstur ákveðinna deilda taldi Jóhann að kæmi til greina. Á Landspítalanum eru tvær bæklunardeildir. Önnur er nú aðeins opin að hálfu leyti og hugmyndir eru uppi um að gera hana að svokall- aðri 5-daga deild. Slík deild væri opin virka daga en lok- uð um helgar. Á leið til nýrra starfa Goði Sveinsson, veröandi sjónvarpsstjóri Sýnar og Jón Gunnarsson, verðandi markaðsstjóri, sögðu skyndilega upp fyrri störf- um sínum hjá Stöð 2 í gær og gengu út. Sama gerði raunar Páll Baldvinsson sem verður innkaupastjóri hjá Sýn. Miklar svipt- ingar hafa orðið í íslenska sjónvarpsheiminum síðustu daga. Um þetta efni er fjallað í fréttaskýringu á bls. 5.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.