Alþýðublaðið - 21.02.1990, Qupperneq 5
Miðvikudagur 21. febr. 1990
5
FRÉTTASKÝRING
DV eg Bióhöllin
læra út kviarnar
Ný sjónvarpsstöð bætist á markaðinn í haust. Þetta virð-
ist endanlega Ijóst eftir hlutafjáraukningu í Sýn hf um helg-
ina. Það er raunar ekki komið endanlega á hreint ennþá
hverjir verða meö í þessu nýja sjónvarpsævintýri því að auk
þeirra sem þegar hafa ákveðið að leggja fé í fyrirtækið
munu nokkrir fjársterkir aðilar til viðbótar hafa sýnt málinu
áhuga. Hér er m.a. um að ræða Svavar Egilsson sem upp á
síðkastið hefur verið talsvert áberandi í íslensku fjármálalífi
og er nú einn aðaleigandi i Ferðamiðstöðinni Veröld. Svav-
ar er raunar ekki nýgræöingur í sjónvarpsbransanum því á
sínum tíma átti hann og rak íslenska myndverið, tæknifyrir-
tæki Stöövar tvö.
um hlutafjárloforð einstakra aðila
ber ekki alveg saman en eftir því
sem Alþýðublaðið kemst næst
mun framlag Sýnar hf. vera metið
á ríflega 30 milljónir króna. Sam-
kvæmt sömu heimildum nemur
framlag Frjálsrar fjölmiðlunar
milli 25 og 30 milljónum, framlag
Bíóhallarinnar milli 20 og 25 millj-
ónum, Vífilfell leggur í púkkið á
bilinu 15—20 milljónir og Þorgeir
Baldursson í Odda nálægt 10 millj-
ónum. Þessar tölur hafa ekki feng-
ist opinberlega staðfestar en sam-
kvæmt heimildum blaðsins ættu
Sveinn R. Eyjólfsson, annar tveggja
framkvæmdastjóra DV, situr i
stjórn Sýnar hf. fyrir hönd Frjálsrar
fjölmiölunar.
Þorgeir Baldursson, forstjóri Prent-
smiðjunnar Odda. Það er þó ekki
Oddi sem lagöi fé í Sýn hf. heldur
Þorgeir sjálfur. Hann á sæti í stjórn.
Það vekur athygli að meðal
hinna nýju hluthafa í Sýn hf. eru
þrír þeirra fimm aðila sem á síð-
ustu mánuðunum fyrir áramót
voru orðaðir við Stöð 2. Sam-
kvæmt heimildum Alþýðublaðs-
ins mun þó ekki líklegt að hinir
tveir muni bætast í hópinn.
Áramót hf.
Þessir fimm aðilar sem fyrir ára-
mótin áttu í viðræðum við Versl-
unarbankann og þáverandi for-
ráðamenn Stöðvar tvö voru
Hekla, Hagkaup, Bíóhöllin, Vífil-
fell og Prentsmiðjan Oddi. Eftir aö
Ijóst var að Stöð 2 félli öðrum í
skaut, stofnuðu þessir aðilar með
sér félag undir heitinu „Áramót
hf.“ í þeim tilgangi að halda áfram
samvinnu sín á milli. Svo mikið er
raunar víst að Áramót hf. verða
ekki hluthafi i Sýn, því að Sigfús
Sigfússon, einn af eigendum
Heklu, fullyrti í samtali við Al-
þýðublaðið í gær að Hekla yrði
ekki með í þessu fyrirtæki. Heim-
ildir Alþýðublaðsins herma á hinn
bóginn að Svavar Egilsson, sem nú
rekur Ferðamiðstöðina Veröld
hafi sýnt málinu áhuga. Mun
óvissara er hins vegar talið hvort
Hagkaupamenn muni sjá sér hag í
að vera með.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, sit-
ur í stjórn Sýnar hf.. fyrir hönd
Frjálsrar Fjölmiðlunar, stjórnarfor-
maður.
Skipting hlutafjár
Ekki hefur fengist nákvæmlega
uppgefið hversu mikið hlutafé
þegar hefur verið lagt fram eða
loforð gefin fyrir, né heldur hvern-
ig það skiptist milli hluthafa. Það
er hins vegar yfirlýst að stefnt sé
að því að hlutafé verði samtals 184
milljónir. Samkvæmt heimildum
okkar munu þau hlutafjárloforð
sem þegar liggja fyrir vera upp á
rétt um 110 milljónir. Heimildum
Lýöur Friðjónsson, forstjóri Vífil-
fells. Lýður situr ekki í stjórn en tek-
ur trúlega við af Sveini R. Eyjólfs-
syni innan skamms.
Það var mikið um að vera i húsakynnum Sýnar hf. í Brautarholtinu i gær.
Hér eru Þorgeir Baldursson, Lýður Friðjónsson, Jónas Kristjánsson, nýr
stjórnarformaður, Sveinn R. Eyjólfsson og Halldór Guömundsson á óform-
legum fundi seinnipartinn i gær.
þær ekki að vera fjarri lagi.
Alls munu 15 manns hafa átt
hlut í Sýn hf. áður en af hlutafjár-
aukningunni varö. Þótt ekkert hafi
endanlega verið ákveðið í því
sambandi, mun um það hafa verið
rætt í þessum hópi að mynda eign-
arhaldsfélag um hlutinn í nýju Sýn
hf. og koma þannig fram sem einn
Árni Smúelsson, forstjóri og eig-
andi Bióhallarinnar, situr í stjórn-
inni sem fulltrúi þess fyrirtækis,
varaformaður.
Halldór Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Hvíta hússins, sem
áður hét GBB-Auglýsingaþjónust-
an. Þessi auglýsingastofa var frá
upphafi hluthafi í Sýn hf. og Halldór
situr í stjórninni sem fulltrúi fyrri
eigenda Sýnar.
eignaraðili. Hlutafé í Sýn var á
nafnverði nálægt 7 milljónum
króna
Hagsmunir Frjálsrar fjölmiðlunar
og Bíóhallarinnar af því aö fjár-
festa í nýju sjónvarpsfélagi eru
augljósir. Hjá Frjálsri fjölmiölun
hafa menn áhuga á að færa út kví-
arnar á fjölmiðlasviðinu. Bíóhöllin
kemur hins vegar inn í þetta fyrir-
tæki með mikilvæg sambönd í
kvikmyndaheiminum, enda er
það yfirlýst að hin nýja sjónvarps-
stöð hyggist einkum byggja á kvik-
myndum.
Lykilmenn frá Stöð 2
I gær var af mestu skyndingu
gengiö frá ráðningu þriggja
manna í lykilstöður hjá hinni nýju
sjónvarpsstöð. Þetta eru þeir Goði
Sveinsson sem veröur sjónvarps-
stjóri, Páll Baldvin Baldvinsson
sem mun hafa umsjón með kaup-
um efnis og Jón Gunnarsson sem
verður markaðsstjóri. Þremenn-
ingarnir hafa allir unnið hjá Stöð
2, en hættu störfum þar í gær eftir
stuttan fund meö Þorvaröi Elías-
syni sjónvarpsstjóra.
Það er Jónas Kristjánsson rit-
stjóri DV sem er formaður nýkjör-
innar stjórnar Sýnar hf. Varafor-
maður er Árni Samúelsson í Bíó-
höllinni en aðrir í stjórn eru
Sveinn R. Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri DV, Þorgeir Bald-
ursson í Odda og Halldór Guð-
mundsson framkvæmdástjóri
Hvíta hússins, sem er fulltrúi þess
hóps sem í upphafi stóð að Sýn hf.
Þessi stjórn er þó skipuð til bráða-
birgða og heimildir Alþýðublaös-
ins herma aö Eýöur Björnsson
muni innan skamms taka sæti í
stjórninni og þá sennilega í stað
Sveins R. Eyjólfssonar.
Fyrri hluthafar í Sýn hf. og Hvíta húsinu
Guðjón Eggertsson Haukur Haraldsson Gunnar Steinn Pálsson Gísli B. Björnsson Fanney Valgarðsdóttir Hjálmtýr Heiðdal
Viðar Garðarsson
Guðmundur Bjartmarsson
Einar Bjarnason
Björn Brynjólfur Björnsson
Páll Bragi Kristjónsson