Alþýðublaðið - 21.02.1990, Síða 6

Alþýðublaðið - 21.02.1990, Síða 6
6 Miðvikudagur 21. febr. 1990 Vilhjálmur Egilsson, framkvœmdastjóri Verslunarráös: Ísland fýsilegur kpstur fyrir erlendar verslunarkeðjur Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs- ins segir við Alþýðubiaðið að Islendingar verði að vera við- búnir þeim möguleika að er- lendar verslunarkeðjur sjái sér hag í að setja upp verslanir hér á landi eftir árið 1992. Það þýði aukna samkeppni fyrir ís- lenskar verslanir og því sé nokkur ástæða til að óttast þennan möguleika. Hann neit- aði því þó að það væri inn í myndinni að setja einhverjar hömlur gegn möguleikum sem þessum. Vilhjálmur segist byggja þessa skoðun sína á þvi að stórar versl- unarkeðjur séu út um allt í heimin- um og það sé því alls ekki fjarlæg- ur möguleiki að einhverjar þeirra sæju sér akk í að setja upp verslan- ir á íslandi. Á höfuöborgarsvæð- inu sé yfir 100.000 manna mark- aður meö margfalda kaupgetu miklu stærri samfélaga. Þetta hljóti að freista einhverra. Vilhjálmur, segir að Verslunar- ráðinu hafi borist fyrirspurnir en sem stendur sé ekki líklegt aö er- lendar verslunarkeðjur hafi áhuga á íslandi, þar valdi einkum lög um f að erlendir aðilar megi ekki eiga meirihluta í fyrirtækjum á Islandi. Hingað til hafi erlendir aðilar látið sér nægja að selja hingað vörur eða stofna til samstarfs við ís- lenska aðila, mætti þar nefna t.d. fyrirtæki eins og IKEA og Habitat. Ef og eftir að viðskiptalegum sam- runa verður í Evrópu 1992, munu hinsvegar aðstæður breytast og þá sé ekki útilokað að erlendir aðilar leiti hingað í auknum mæli sagöi Vilhjálmur Egilsson við Alþýöu- blaðið. SMAFRETTIR Réttindi barna Varafastafulltrúi íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum undirritaði ný- lega alþjóðasamninginn um réttindi barna, sem unnið hefur veriö að á vettvangi Sameinuöu þjóðanna síð- astliðin tíu ár. Alls undirrituðu samninginn 58 ríki, þar á meðal 'öll Norðurlöndin. Smáu sendingarnar voru orðnar vandamál Mjólkursamsalan í Reykjavík er hætt að afgreiða pantanir á mjólk- urvörum sem kosta undir 1578 krónum, en það samsvarar 24 lítr- um af mjólk með virðisaukaskatti. Segja þeir Samsölumenn að þaö hafi aukist stórlega upp á síðkastið að viðskiptavinir pöntuðu óeðlilega smáar vörusendingar. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að Samsalan hefur innheimt afgreiöslugjald fyrir dreif- ingu og meöhöndlun á pöntunum sem voru undir verömæti 50 lítra mjólkur. * Krossgátan □ 1 2 Fi_ 7“ 5 □ 6 ■ 7 9 10 □ 11 □ 12 , 1 ■ ■ r !-l □ ' ■ Lárétt: 1 blómið, 5 gufu, 6 hreyf- ast, 7 eins, 8 berir, 10 ónefndur, 11 þjóta, 12 hljóðir, 13 ókeypis. Lóðrétt: 1 skjálftinn, 2 fyrirhöfn, 3 eins, 4 blökkumenn, 5 líka, 7 kjafturinn, 9 glati, 12 áköf. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 þrota, 5 treg, 6 ræl, 7 að, 8 ellefu, 10 yl, 11 lin, 12 fínn, 13 asann. Lóðrétt: 1 1 þræll, 2 rell, 3 og, 4 Auðunn, 5 treyja, 7 afinn, 9 Elín, 12 fa. RAÐAUGLÝSINGAR fp Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygginga- deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í frystikerfi fyrir skautasvell í Laugardal. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 22. febrúar, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fímmtudaginn 29. mars 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur Laus staða hjá Reykjavíkurborg Staða forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Frostaskjóls er laus til umsóknar. Menntun á sviði æskulýðs- og félagsmála æskileg og jafnframt reynsla af stjórnunarstörfum. Laun samkv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Upplýsingar veitir æskulýðs- og tómstundafulltrúi, Fríkirkjuvegi 11, sími 622215. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 2. mars 1990. Ráðstefna um sjávarútvegsmál Framkvæmdastjórn og þingflokkur Alþýðuflokks- ins gangast fyrir ráðstefnu um sjávarútvegsmál laugardaginn 3. mars næstkomandi í Reykjavík. Dagskrá verður nánar auglýst síðar. Skrifstofa Alþýöuflokksins. KRATAKAFFI verður haldið miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20.30 á Hverfis- götu 8—10. Gestur kvöldsins verður Guðmundur Árni Stefáns- son bæjarstjóri í Hafnarfirði. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur. Bæiarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Fundur verður haldinn í Al- þýðuhúsinu Strandgötu 32, mánudaginn 26. febrúar næstkomandi kl. 20.30. Dagskrá: Almennar umræður. Fundarstjóri:' Valgerður Guðmundsdóttir. ALLIR VELKOMNIR. Bæjarmálaráð. Opið prófkjör Alþýðuflokksins í Kópavogi verður haldið 24.—25. febrúar. Kosið verður um 6 efstu sæti lista Alþýðuflokksins til bæjarstjórnar Kópavogs. Kjörstjórn. Framboöslisti Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum Auglýst er eftir aðilum sem gefa kost á sér á fram- boðslista Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Kjörgengi hafa þeir sem styðja Alþýðuflokkinn og eru ekki flokksbundnir í öðrum flokkum eða stjórn- málahreyfingum. Þátttaka vinsamlegast tilkynnist til Elínar Ölmu Arthúrsdóttur, í síma 98-12769, Jóhanns Ólafsson- ar í 98-11697, eða Bergvins Oddssonar í síma 98-12188, fyrir 24. febrúar næstkomandi. Kjörfundur verður 4. mars næstkomandi. Kjörstjórn. Prófkjör Alþýðuflokksins Hafnarfirði Prófkjör Alþýðuflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor verður haldið 24. og 25. febrúar. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla fyrir prófkjörið verður í Alþýðuhúsinu, Strandgötu 32, frá kl. 18.00—19.00 í dag og alla daga vikunnar fram á föstudag, á sama tíma. Kosið verður um skipan tíu efstu sæta á lista Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Kjörstjórn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.