Alþýðublaðið - 27.02.1990, Síða 3

Alþýðublaðið - 27.02.1990, Síða 3
3 Þriðjudagur 27. febr. 1990 Fréttir crf ummælum utanrík- isráðherra voru ónákvæmar Beiöni Bónus um verslun í Vesturbœ hafnaö: Ætlum okkur vestureftir fyrr en seinna segir Jóhannes Jónsson Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna ónákvæmra frétta af um- mælum utanríkisráðherra varðandi formennsku Svía í ráðherranefnd Fríverslunar- samtaka Evrópu á upplýsinga- fundi utanríkisráðuneytisins CISV heitir alþjóðleg friðar- hreyfing, sem tengist Samein- uðu þjóðunum gegnum Barna- hjálp samtakanna. CISV er stofnað að undirlagi dr.Doris- ar Allen, bandarísks barnasál- fræðings. Samtökin gangast fyrir ung- lingaskiptum fyrir félagsmenn á um viðræður EFTA og EB ■ Ól- afsvík 21. febrúar sl. Það sem gerðist á fundinum var að spurt var hvort dregist gæti að hefja samningaviðræðurnar. Sagði ráðherra þá m.a. orðrétt: „Annað veldur mér áhyggjum. aldrinum 12—15 ára.Tíu unglingar frá hverju landi fara ásamt farar- stjóra til annars lands og búa þar í tvær vikur hjá ClSV-fjölskyldum. Skipulögð er sérstök sameiginleg dagskrá, en ungmennin verða eins og einn úr fjölskyldunni með- an þau dvelja erlendis. í ár verða unglingaskiptin við Newcastle i Englandi 7,—21. apríl Það er stjórnarkreppa í Svíþjóð. Ríkisstjórnin þar riðar til falls. Hugsanlega eru kosningar fram- undan. Svíþjóð tók við for- mennskunni af okkur og átti að skila málinu í höfn, því Svíar settu sér það metnaðarfulla prógramm aö ljúka þessum samningum á þessu ári.” Fleiri voru orð utanríkisráð- herra um formennsku Svía í rá- herranefnd EFTA ekki á þessum Ólafsvíkurfundi. og 17,—31. júlí, — og við, Amster- dam í Hollandi 13. júlí til 12. ágúst. Nú er um að gera að sækja um, umsóknarfrestur er til 1. mars, umsóknir sendast í pósthólf 86, 210 Garðabæ. Nánari upplýsingar má fá hjá Bryndísi i síma 45382; Sigurbjörgu í síma 41190 og Guð- rúnu í síma 657636. Jóhannesi Jónssyni eiganda Bónusverslananna hefur verið hafnað af borgarstjórn að nýta húsnæði Ellingsen við Boða- granda undir matvöruverslun. Verslun þessi hefði verið stað- sett miðja vegu milli Hagkaupa og Miklagarðs í Vesturbænum hefði hún komið til. Jóhannes segist þó ekki halda að það haf i verið ástæðan fyrir synjuninni og sagði jafnframt í samtali við Alþýðublaðið í gær að hann ætlaði sér í Vesturbæinn og það fyrr en seinna. Jóhannes rekur tvær Bónus- verslanir í Reykjavík, í Skútuvogi og Faxafeni og hefur uppi áform um að færa enn út kvíarnar eins og fram kemur af orðum hans. Hann sagði að rökstuðningur fyrir neitun borgarstjórnar hefði verið sú að þarna ætti að koma íbúða- reitur en ekki athafnasvæði, við því væri ekkert að segja. Alþjóðleg unglingaskipti: Viltu kynnast erlendri fjölskyldu á vegum CISV? Girnilegt brauð laust þjónað prestakallinu síðan 1976 og fær lausn frá embætti 1. maí n.k. og gerist prestur við Borgar- spítalann í Reykjavík. Við spítal- ann hefur sr. Sigfinnur Þorleifsson þjónað undanfarin 5 ár, og fær hann nú séra Birgi til liðs við sig. Mosfellsprestakali hefur ver- ið auglýst íaust til umsóknar af Biskupi íslands. Umsóknar- frestur er til 18. mars. Presta- kallið er ein sókn, Lágafells- sókn, en kirkjurnar eru tvær, að Lágafelli og Mosfelli. Séra Birgir Ásgeirsson hefur FRÉTTIN BAK VIÐ FRÉTTINA Norrœn samvinna: EKKI BARA RÆÐUR OG VEISLUHÖLD Þá er þing Norðurlandaráðs hafið í Reykjavík og því verð- ur norrænt samstarf væntanlega ofarlega á baugi næstu daga. Umhverfismál verða ofarlega á baugi á þessu þingi og því máttum við ekki seinni vera að koma okkur upp um- hverfisráðuneyti þó það sé að vísu lítið annað en ráðherr- ann enn sem komið er. Ýmsum þykir við hæfi að amast við þingum Norðurlandaráðs og norrænu samstarfi yfirleitt og telja það einkennast af fundum og ræðuhöldum, pappírs- mokstri og veisluglaum. En hvað sem slíkri gagnrýni líður þá fer ekki milli mála að við íslendingar höfum notið góðs af norrænu samstarfi og lagt til þess mun minna fé en við höfum fengið í staðinn. „Það sem mér finnst vanta á norrænt samstarf í þágu almennings, er meiri fréttamiðlun milli íslands og annarra Norðurlanda. Vilji íslendingar fylgj- ast með því hvað er aö gerast hjá nágrannaþjóðunum þurfa þeir að vera áskrifendur að blöðum og tímaritum frá þessum þjóðum," segir Sæmund- ur Guðvinsson ma. i grein sinni. Hins vegar er ekki vafi á að það þarf að gera mun meira af því að kynna norrænt samstarf meðal al- mennings hér á Norðurlöndum. Alltof margir standa í þeirri trú að hér sé fyrst og fremst um að ræða [samstarf ráðherra, þingmanna og lembættismanna. En auðvitað er iþessi samvinna mun víðtækari. ömul og ný tengsl Þótt Kaupmannahöfn sé ekki llengur höfuðborg íslands er það engu að síður staðreynd að þang- að leggja fleiri Islendingar leið sína árlega en til annarra borga eða staða í útlöndum. Náin tengsl Norðurlanda gegnum aldir á mörgum sviðum er eðlilegur grunnur til að byggja á samstarf og samvinnu í dag. Norðurlandaþjóð- ir eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta á ýmsum sviðum þótt .hagsmunir skarist að vísu á öðrum sviðum, til dæmis hvað varðar fiskútflutning. Á alþjóðavettvangi vekur samstaða Norðurlanda- þjóða athygli og kannski hefur aldrei verið meiri þörf á slíkri sam- stöðu en núna þegar mun fjöl- mennari ríki eru að mynda sterk- ari tengsl sín á milli. Þegar komið er til Norðurlanda má glöggt finna velvild í garð Is- lands og Islendinga og undantekn- ingalítið er almenningur fullur áhuga á að bregða sér í íslands- |ferð, enda láta margir verða af því log það í síauknum mæli. Þá má ekki gleyma því, að þúsundir ís- lendinga eru búsettir í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mikill fjöldi hefur dvalið við nám eða störf á ^Norðurlöndum um lengri eða skemmri tíma. Þegar allt kemur til alls lítum við á frændþjóðirnar að- eins sem hálfgildis útlendinga því þær hafa staðið okkur mun nær en aðrar þjóðir. En þetta kann að breytast. Andrés hornreka Það eru ekki ýkja mörg ár síðan Andrésblöðin góðu gerðu íslensk börn, að minnsta kosti stráka, flug- læs á dönsku á skömmum tíma. En það er af sem áður var. Andrés farinn að koma út í íslenskri þýð- ingu og nú hafa amerískar teikni- myndahetjur af allt öðrum toga velt Andrési af stalli. Þetta er að vissu leyti táknrænt fyrir þróun- ina. Engilsaxnesk áhrif hafa stöð- ugt farið vaxandi í okkar daglega lífi á kostnað þess sem kalla má norræn áhrif. Þar valda fjölmiðlar miklu og þá helst sjónvarpsstöðv- arnar. Af erlendu efni er yfirgnæf- andi hluti á ensku eða amerísku. Lítið fer fyrir norrænu efni með góðum undantekningum þó. Minna má á danska myndaflokk- inn Matador sem naut mikillar hylli hér, en hann var óralengi á leiðinni. Nú segja margir að skandinav- ískt sjónvarpsefni sé með því leið- inlegra sem gerist í veröldinni og víst er að ýmislegt sem við höfum séð frá frændþjóðunum hefur ver- ið æri þunglyndislegt. En þetta hefur verið að breytast og nægir að minna á sókn Dana í gerð kvik- mynda og sjónvarpsefnis. Lítið um fréttir Það sem mér finnst vanta á nor- rænt samstarf í þágu almennings, er meiri fréttaflutningur milli Is- lands og annarra Norðurlanda. Vilji íslendingar fylgjast með því hvað er að gerast hjá nágranna- þjóðunum þurfa þeir að vera áskrifendur að blöðum og tímarit- um frá þessum þjóðum. Þær fréttir sem við fáum í gegnum íslenska fjölmiðla frá Norðurlöndum eru einkum af pólitískum toga eða af einhverjum áföllum sem dynja yf- ir menn til sjávar og sveita. Við vit- um lítið um hvað er í gangi á menningarsviðinu, svo dæmi sé tekið. Ekki hvaða leikhúsverk njóta mestrar hylli í höfuðborgum Norðurlanda, ekki hvaða bækur seljast þar mest eða hvaða sýning- ar eru í gangi í listasölum. Ríkisútvarpið ku vera með mann á föstum launum með að- setri í Kaupmannahöfn og á hann að sinna fréttum frá Norðurlönd- um. Mér finnst alltof lítið bera á honum hverju sem um er að kenna. Ég efast um að hann sendi meira efni á mánuði en hann Jón Einar í Osló sem sinnir frétta- mannsstarfinu bara í hjáverkum. Ég er ábyggilega ekki einn um það að vilja fá að vita hvernig fólk hef- ur það almennt á Norðurlöndum þó ekki væri annað. Við megum ekki iáta norrænt samstarf fara fram fyrir ofan höfuðið á okkur, ef svo má að orði komast. Norræna húsið í Reykjavík gegnir mikil- vægu hlutverki í þessu sambandi og er ómissandi tengiliður við önnur Norðurlönd á sviðum bók- mennta og lista og þar er hægt að lesa blöðin frá Norðurlöndum. En það eiga ekki allir íslendingar greiðan aðgang að Norræna hús- inu, alla vega ekki meðan ein- hverjir kjósa að búa utan höfuð- borgarinnar. Það þyrfti að gera mun meira af því að fara með ýms- ar dagskrár sem fram fara í Nor- ræna húsinu út um land svo fleiri mættu njóta en þeir sem búa í næsta nágrenni hússins. Ekki bara þiggjendur Auðvitað erum við ekki og eig- um ekki að vera bara þiggjendur í norrænu samstarfi. Á vegum Norðurlandaráðs hefur farið V fram margs konar kynning á ís- lenskri menningu annars staðar á Norðurlöndum sem yfirleitt hefur hlotið góða dóma og vakið at- hygli. Nægir að nefna Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs sem hafa vakið athygli á íslenskum höf- undum og sömuleiðis má minna á kynningu á verkum íslenskra tón- skálda. Einstaka fýlupokar halda því fram að þátttaka okkar í norrænu samstarfi sé ekki annað en það að láta troða upp á okkur hrútleiðin- legu norrænu menningarefni og þakka sínum sæla fyrir að hafa Dallas og Santa bla bla bla. En þetta er auðvitað rugl. Og við þurfum ekki að vera með neina minnimáttarkennd gagnvart öðr- um Norðurlandaþjóðum, jafnvel þótt okkur gangi illa að sigra Dani i fótbolta. Við bætum það upp margfalt í handboltanum. Sam- skiptin á sviði íþróttamála eru mikil og mikilvæg. Þá verður spennandi að sjá hvað kemur út úr nýstofnuðum kvikmyndasjóði sem á að styrkja gerð norrænna kvikmynda og sjónvarpsefnis. Við skulum fyrir alla muni halda áfram að efla norræna samvinnu hvar og hvenær sem því verður viðkomið og leitast við að njóta þess besta sem okkur býðst frá öðrum Norðurlöndum um leið og við bjóðum fram það besta sem við höfum að bjóða.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.