Alþýðublaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 2. mars 1990 AMUBHÐIB Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. FORDÓMARNIR UM NORRÆNA SAMVINNU Þingi Noröurlandaráös sem haldiö hefur verið í Reykjavík í þess- ari viku, lýkur nú um helgina. Þingið er það 38. í rööinni og segir þaö í sjálfu sér alla sögu um þá hefö sem þing Norðurlandaráðs hefur skapaö sér í norrænu samstarfi. í augum margra er Noröur- landaráð dæmi um bruðl með peninga, bruöl meö pappír og bruöl meö vinnu og fólk. Þetta sé aðeins norræn pappírskvörn sem í raun gagni engum þegar upp er staðið. Hægri pressan á ís- landi, og þá sér í lagi DV hefur alla vikuna velt sér upp úr viðlíka lágkúru og flutt jólasveinafréttir af þinginu að viðbættum fregn- um af veisluhöldum og pappírsflóði. Myndir eru birtar af opin- berum móttökum í sambandi við þingið og spurt um kostnað, gestalista og þar f ram eftir götunum. Síðast í gær birti blaðið Ijós- mynd af geispandi fréttamanni frá einu Norðurlandanna sem dæmi um leiðann og vitleysuna sem einkenndi þing Norður- landaráðs. Afstaða DV til Norðurlandaráðs er því miður dæmi um fordóma og þekkingarleysi sem einkennir marga íslendinga. Sannleikur- inn er hins vegar sá, að norrænt samstarf hefur ómetanlegt gildi fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar. ísland hefur ekki farið varhluta af hinum jákvæðu þáttum norrænnar samvinnu. Það veit hver sá Is- lendingur í reynd sem starfað eða numið hefur á Norðurlöndun- um. Með tilkomu samnorrænna menningarstofnana, fjárfest- ingabanka, verkefnasjóða, og samstarfsnefnda hefur velferð allra þegna á Norðurlöndum verið aukin og bætt með ári hverju. Að sjálfsögðu hefur jafn víðtækt samstarf eins og milli Norður- landa haft í för með sér mikil umsvif og skrifræði. Það er hins veg- ar mikill barnaskapur og ber litlum þroska vitni að einblína á hinn ytri hjúp norræns samstarfs eins og fréttamenn DV gera og vega kíló og tonn af pappírum eða telja kokteilglös ofan í ráðstefnu- gesti og þingmenn. Og segja í beinu framhaldi líkt og sumir lýð- skrumarar hægriaflanna á Norðurlöndum: Leggjum niður Norð- urlandaráð. Pappírsflóð Norðurlandaráðs er lítilvægilegt í saman- burði við pappírsfjöll Sameinuðu þjóðanna eða Efnahagsbanda- lagsins í Brussel. Eru menn reiðubúnir að leggja niður Samein- uðu þjóðirnar og Efnahagsbandalagið vegna pappírs og hana- stélsglasa? Blaðamennska af þessu tagi er ekki upplýsandi né fræðandi; hún er forheimskandi og býr til fordóma. Kjarni málsins er að norrænt samstarf hefur veigamikla þýðingu fyrir hag allra Norðurlandabúa. Norrænt samstarf gerir lífið á Norðurlöndum betra og auðveldara. Víðtæk samskipti, tengsl og samstarf á fjölmörgum sviðum skapar nýja möguleika og mynd- ar brýr milli landa. Það er hluti af hinni sérkennilegu og sérís- lensku einangrunarstefnu að afneita norrænu samstarfi. Þeir menn sem slíkt gera, athuga ekki að í dag njóta þeir ýmissa sér- réttinda og velmegunar á Norðurlöndum einmitt vegna norræns sanstarfs. Þing Norðurlandaráðs sem er æðsta ákvörðunarráð um samnorræn málefni, er mikilvægasti pólitíski þátturinn í nor- rænu samstarfi og sjálfur grunnurinn að framkvæmd mála. Is- lenskir þingmenn hafa einnig lagt sitt að mörkum á þingum Norðurlandaráðs sem hefur haft víðtæk og jákvæð áhrif fyrir alla Norðurlandabúa. Sem dæmi má nefna framtak Eiðs Guðnasonar alþingismanns sem ruddi hugmyndinni að samnorrænum kvik- myndasjóði farveg. í dag er þessi sjóður orðinn að veruleika og stóreykur möguleika íslenskra kvikmyndagerðarmanna að fram- leiða kvikmyndir. Einnig er vert að geta þess, á hinum miklu sam- einingartímum Evrópu, að norrænt samstarf gerir samstarf inn- an Evrópuríkja auðveldara og opnar Islendingum enn nýjar leiðir. Þessi heildaráhrif skulu menn hafa í huga þegar þeir vega pappír og telja pinnamat ofan í norræna ráðstefnugesti í fjölmiðlum og álíta sig um leið gegna upplýsingaskyldu gagnvart almenningi í landinu. ONNUR SJONARMIÐ DV, altso Dagblaðið Vísir, hefur nú í nokkra daga ástundað ein- kennilegan fréttaflutning af þingi Norðurlandaráðs sem fram fer í Reykjavík þessa dagana. DV, sem er einn af hornsteinum hinnar hryggi- legu þjóðarsálar sem birtist stund- um í siðdegisútvarpi rásar 2 Ríkisút- varpsins og lesendabréfum hægri pressunar, telur sér fara vel að ala á öfund og smásálarskap gagnvart Norðurlandaráði og öllu því sem kallast getur norrænt samstarf. Þannig býsnast DV yfir kostnaði við þingið sem vart getur talist umtals- verður, fer hamförum yfir því að Norðurlandaráð skuli ljósrita á pappír og að þeim pappír sé síðan dreift í miklum mæli meðal fundar- gesta. Og leiðarahöfundurinn Ellert B. Schram fer sömuleiðis mikinn s). miðvikudag og segir þá m.a. um Norðurlandaráð og norræna sam- vinnu: „Nýlega var dreift bækiingi í hús á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er þokkalegur bæklingur og kostar sjö hundruðu og fimm- tíu þúsund krónur. Sjálfsagt er hér á ferðinni viðleitni til að gera Norðurlandaþingið trú- verðugt og skapa betri ímynd af fyrirferðinni og fyrirhöfninni í kringum þingið. Ekki bendir þessi útgáfustarfsemi til þess að forsvarsmenn norræna sam- starfsins telji hana hátt skrifaða ef þeir á sama tíma telja nauð- synlegt að kynna Norðurlanda- ráð með glansmyndum af sjálf- um sér. Staðreyndin er líka sú að það er fátt eitt og heldur snaut- legt sem hægt er að telja fram, þinginu til ágætis. Mest er það snakk um ekki neitt.“ Hér hefur talað meistari djúphygl- innar og ævarandi málefnalegrar umfjöllunar. Menn hafa mikið í ræðu og riti að undanförnu fengist við að kryfja og skoða mál Austur-Evrópu og þá ekki síður tengsl íslenskra sósíalista við Ellert, ritstjóri DV: ásakar aöra um blaöur og tilgangslaust kjaftæöi. flokka sömu tegundar þar austur frá. Hér verður gluggað i tvær grein- ar um það efni eftir háskólamenn- ina Harald Olafsson mannfræðing og Arnór Hannibalsson heimspek- ing. Haraldur segir m.a. í grein sinni: „Nú er það Ijóst að sá stjórn- málamaður, sem viðurkennir að sér hafi áratugum saman skjátl- ast í mati á pólitískum aðstæðum og veruleika, á sér tæpast við- reisnar von. Svo það er sama hvað fyrir uppgjörsmönnum vakir, þá eru þeir í raun og veru að segja það eitt að skipta verði um megnið af forystuliði Al- þýðubandaiagsins. — Mér er með öllu óskiljanlegt að tilgang- urinn geti verið annar. Það er auðvitað mál félaga í Al- þýðubandalaginu einna hvort þeir telja þörf fyrir þennan flokk, og þar með hvernig eigi að bjarga því sem eftir er af honum. Hins vegar er það mál lands- manna allra að reyna að gera sér grein fyrir því hlutverki sem stjórnmálaflokkar landsins hafa gegnt og hvernig forystumenn þeirra hafa unnið að landsmál- um. Fólk spyr hvaða afstöðu þeir hafa tekið til hinna ýmsu mála og hvernig þeir hafa metið að- stæður hverju sinni og túlkað þjóðfélagsástand og til hvaða úr- ræða skyldi grípa við tilteknar aðstæður. Það er spurt hve skarpskyggnir þeir hafi verið, hve heiðarlegir og sannspáir, hve óháðir öðru en samvisku sinni. — Um þetta er spurt þegar leitast er við að meta Alþýðu- bandalagið og tengsl þess við fortíðina.“ Og Arnór víkur sömuleiðis að af- stöðunni til þjóðmála: „Afstaða manna til þjóðmála er ætíð öðrum þræði afstaða til siðgæðisgilda. menn taka sið- gæðislega afstöðu með því að láta sér í léttu rúmi liggja, er meðbræður okkar voru hundelt- ir, barðir og svívirtir austan- tjalds fyrir það eitt að hafa sína trú eða frjálslegar skoðanir. Þeir sem þá afstöðu tóku eiga að kannast við hana. Það er ekki hátt siðgæðisrisið á þeim sem allt í einu verða meðmæltir lýð- frelsi og mannréttindum, þegar það er ekki lengur óþægilegt eða hættulegt.“ EINN MEÐ KAFFINU Englendingur, íri og Gyðing- ur höfðu dvalið á eyðieyju í 20 ár. Einn góðan veðurdag birtist álfakona og veitti hverjum og einum eina ósk. Englendingurinn: „Ég óska mér að vera kominn aftur til Englands og sitja á þægilegri krá yfir kollu af öli." Hann hvarf á svipstundu. Gyöingurinn: „Ég óska mér að vera kominn til ísrael og sitja undir skuggsælu appels- inutré á Carmel-fjalli." Hann hvarf á svipstundu. írinn, klórandi sér í hausn- um: „Ég óska að fá vini mína aftur!" DAGATAL Hid fyrirheitna land reykingarmanna Eg las í Morgunblaðinu að nú sé í athugun að banna reykingar í millilandaflugi. Ég slökkti í sígar- ettunni og hugsaði með sjálfum mér: Þarf maður fara að sigla á nýjan leik? Þessi smáfrétt varð til þess, að ég fór að spekúlera í þeim fasisma sem hefur tröllriðið öllum hinum svonefnda siðmenntaða heimi á undanförnum árum. Reykingarn- ar eru talandi dæmi um lýðræðis- legan fasisima í þessum dúr. Fólki er talið trú um, með endalausum áróðri, að það sé óholllt aö reykja. Okei, allt í lagi, ég skal viðurkenna að það er ekkert rosalega heilbrigt að reykja. Það getur meira að segja vel verið, að það sé nokkuð óheilbrigt að reykja. Og það getur jafnvel'verið að það sé hættulegt að reykja. Allt í lagi. Segjum það. En ég meina, er það ekki mál hvers og eins? Prívatmál? Þessum áróðri er lætt inn í hví- vetna. Að lokum er það orðin svo- nefnd krafa fólksins; lýðræðislegt afl sem krefst þess að alls staðar sé bannað að reykja. Til að byrja með var þessu lætt inn á flugvélar og almennings- staði. Reyklaus svæði hét það. Við reykingarmennirnir urðum að hír- ast í einhverjum hornum eins og holdsveikir meðan að þeir heil- brigðu fitjuðu upp á trýnið og horfðu meðaumkunar — og fyrir- litningaraugum á okkur. En þetta vandist. Við rötuðum á okkar svæði, settumst við okkar borð, tylltum okkur á okkar stóla, létum undan fasisimanum í nafni lýðræðis og vilja meirihlutans. Tókum tillit til kúgaranna. En haldið þið, kæru lesendur mínir, að ofbeldisöflin hafi látið staðar numið við þetta? Ónei. Það er eðli fasisimans að byrja smátt og í nafni fólksins. í þágu alþýð- unnar. Síðan, hægt og sigandi, verður fasistahjörðin það stór, að hún tekur völdin. Hlær að alþýð- unni sem göbbuð var upphaflega og nær undirtökunum. Það leið ekki á löngu þangað til að reyklausu svæðin urðu stærri en reyksvæðin. Að lokum urðu reyklausu svæðin að algjöru bann- svæði fyrir okkur reykingarmenn. Við vorum flæmdir úr skemmti- stöðum, matsölum, bílum, sam- göngutækjum, heimilum. Við vor- um landflótta menn líkt og gyð- ingar undan nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Fasistar reyk- lausra tóku völdin. Nú var greini- lega orðið tímabært að láta til skarar skriða. Þetta voru miklir átakatímar. Fjölskyldur leystust upp, vinir urðu óvinur, frændur urðu fjand- menn, hatrið streymdi um blóð- rásir. Við áttum þó alltaf einn unaðs- reit: Flugvélina. Við gátum lúnir hörfað undan ofstæki fjölskyld- unnar, harkað af okkur reykbann- ið í rútunni suður á völl, komist stynjandi í gegnum morgunverð- inn á Flugstöð Leifs heppna með reykingarspjöldin upplímd, ská- strik í hring yfir sígarettu og sem minnir svo greinilega um SS- merki nasistanna; við gátum gengið í gegnum öll þessi svipu- göng og út í vél. En þá gátum við sest í sætin okkar, aftast auðvitað eins og gyðingar á flótta á lestar- rými, farið úr jökkunum og pant- að okkur bjór og kveikt í sígarettu. Nú á að hrekja okkur úr siðasta skjólinu. En bíðið við, fasistar reyklausra! Við reykingarmenn munum finna okkar Fyrirheitna land. Við munum sigla okkar Exodus. Við munum ryðja mönn- um úr vegi til að finna okkar stað í sólinni. Það er þegar farið aö tala um framtíðarland reyksins. Við erum farnir að horfa til Aust- ur-Þýskalands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.