Alþýðublaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.03.1990, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 2. mars 1990 ts / gamlatestamenthw UMRÆÐA Ég vil þakka Alþýöublaöinu fyrir aö birta athyglisveröar greinar eftir Gunnar Dal, sem ganga undir heildarheitinu Hvað er aö vera Gyöingur? í greinum þessum er að finna upplýsingar um sögu Gyðinga, sem aldrei hafa áöur komiö á prenti á íslensku, enda eru heimildir sóttar í nýleg fræöi- rit. í grein Gunnars föstudaginn 9. febrúar vísar hann til Jakobsglím- unnar, og talar þar um merkingu orðsins íss sem Guðs í þeirri sögu. Þær upplýsingar hefur Gunnar frá undirrituðum, því að ég kann að stauta mig fram úr hebreskum texta. Þessi tilvísun gefur mér til- efni til aö úrskýra nánar staðhæf- ingu Gunnars, sem hlýtur að hafa komið flatt upp á alla lesendur. Húsbóndi — Guð Þeim sem hafa lesið Morgun- blaðið á undanförnum árum má vera kunnugt um það, að ég hefi að undanförnu verið að rannsaka merkingu orðsins íss í ísland. Þess- ar rannsóknir hafa leitt mig í ýms- ar áttir, þar sem ég hefi fundið þetta orð í sömu merkingu, þ.e. í merkingunni: herra, húsbóndi, karl, styrkleiki og Guð. Þessi merking finnst bæði í sanskrít (hinu elsta indó-evrópska tungu- máli) og í semitískum málum svo sem hebresku. Merkir orðið engill? I hebreskunni er þetta algeng- asta orðið yfir maður svo sem lesa má í orðinu Iskariot, maðurinn frá Kariot; en á nokkrum stöðum sýn- ist fræðimönnum að orðið ætti helst að merkja engill; þar á með- al er staðurinn, þar sem talað er um Jakobsglímuna. „Jakob varð einn eftir, og maður (ís) nokkur glímdi við hann, uns dagsbrún rann." Að glímunni lokinni segir Is síðan við Jakob: „Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur ísrael, því að þú hefur glímt við Guð og menn og fengið sigur." (1. Mos. 32) Það er undarlegt að rekast á orðið ls í þessari merkilegu köllun- arsögu Jakobs. Sagan er af fræði- mönnum talin tilheyra allra elsta efni Mósesbókanna, m.a. vegna þeirrar einkennilegu leiksýningar sem þar er sett á svið. Þarna vil ég þýða orðið ís sem Guð, því að sú merking er gefin í sjálfri skýringu sögunnar. Maður — Guð Annar textinn er hjá spámann- inum Hósea 2. kafla, jsar sem spá- maðurinn segir frá nafni Guðs, sem hinir sáluhólpnu munu hafa á vörunum, þegar þeir eru komnir til hinna og Guð hefur gjört Mæðu- dal að Vonarhliði. Þá segir svo: „Á þeim degi — segir Drottinn — munt þú ávarpa mig“ „ís minn", en ekki framar kalla til mín „Baal minn". Hér fylgi ég hinni frægu ensku biblíu „King James Ver- sion“. I öðrum biblíum er „ís minn" þýtt sem „Maðurinn minn"! Þarna vil ég líka láta íslendinga vita að orðið ís merkir Herra, Drottinn, Guð. Það er sko ekkert smámál, að sagt skuli vera í sjálfu Guðs orði, að hinir hólpnu skuli ávarpa Drottinn með nafni lands- ins okkar. (MillifyrirsaHnir eru Alþýðublaösins.) Sr. Kolbeinn Þorleifsson skrifar UMRÆÐA Hefur ekki hvarfiað að mér að keppa við islenska lækna Kæri Jón Birgir Pétursson. Þakka þérfyrir grein í Alþýöublaöinu sem ég hef lesið. Þar sem nokkurra missagna gætir í nefndri biaðagrein vildi ég koma á framfæri við þig eftirfarandi leiöréttingum. íslensku læknarnir vildu ekkert við sovéska starfsbróðurinn tala Varðandi augnlækningar pró- fessors Svyatjeslav Fyodorovs, þá hefi ég skoðað lækningastofur hans, bæði í skipinu Pétri fyrsta og í Albena og verður ekki annað séð en að þar sé allt eins og best verð- ur á kosið hvað varðar tæki. Um lækningar skal ég ekkert dæma, en ég hefi sjálfur hitt fólk, sem gengið hefur undir uppskurð vegna nærsýni fyrir 2—3 árum og hefi ég ekki heyrt það fólk kvarta undan því að það þyldi ekki sól- skin. Ekki skal ég deila um álit ís- lenskra lækna um þessa aðferð né þinghald þeirra, en skondið finnst mér að upplifa það að þeir ekki vilji tala við menn eins og þennan sovéska lækni, þegar það er í boði og nokkuð finnst mér það ein- kennilegt, þegar þeir skammast eins og einn læknir gerði í símtali við mig, og kalla þetta að draga fólk á asnaeyrum eins og mér heyrist nefndur Ólafur Grétar hafa látið frá sér fara í viðtölum. Mér hefði þótt skynsamlegra að staðið hefði verið faglegar að mál- um og reyndar finnst mér almenn- ingur eigi á því nokkra kröfu að þessir sérfræðingar skýri rétt og satt frá hvað hér sé um að vera. Það getur varla skaðað heiður þeirra. Engin nauösyn aö láta íslenska lækna framkvæma skoðun Kjartan Helgason feröaskrifstofu- forstjóri Það er ekki alls kostar rétt að ég hafi auglýst augnlækningar, né tannlækningar, í Búlgaríu. Eg hélt hinsvegar kynningarfund með sovéska lækninum, sem þú minnt- ist á og bauð ykkur blaðamönnum upp á að tala við hann, sem út- varpið, eitt fjöimiðla hagnýtti sér og átti við hann viðtal. Eg hefi ekki heyrt það viðtal né andsvör þau er urðu hjá nefndum Ólafi Grétari Guðmundssyni, for- manni félags augnlækna. Það hef- ur ekki hvarflað að mér að fara í að keppa við íslenska lækna um þjónustu þá er þeir stunda, en hinsvegar get ég ekki látið hjá líða að kynna það sem fyrir hendi er á þeim stöðum er ég hefi skipulagt ferðir til. Það er svo í sjálfsvaldi farþega hvort þeir ganga til tann- lækna eða augnlækna í Búlgaríu. Um gæði lækninga hefi ég heldur ekkert sagt, en látið þá sem leitað hafa lækninga tjá sig um það. Sem betur fer heyrist mér þeir dómar hafa verið jákvæðir og saman- burður á verði íslenskum læknum mjög í óhag. Það skal líka tekið fram að ég hefi ekki óskað eftir neinni aðstoð íslenskra augnlækna við að selja ferðir mínar til Búlgaríu, né er á því nein nauðsyn að það fólk sem hugsar sér að leita lækninga við fjarsýni, nærsýni, gláku eða vagli í auga, þurfi að fara í rannsókn til íslenskra lækna, þar sem allar slík- ar rannsóknir eru innifaldar í læknisaðgerðinni. Að lokum, með allri virðingu fyrir íslenskri læknastétt, sem er mikil, þá veit ég ekki betur en að þessir sömu læknar hafi verið að senda frá sér íslenska sjúklinga til aðgerða erlendis, ýmissa hluta vegna, jafnvel til Sovétríkjanna og reyndar hafa aðrar þjóðir gert slíkt hið sama, meðal annars Banda- ríkjamenn. Mér finnst því af fram- ansögðu gæta helst til mikils fljót- ræðis í allri þessari fátæklegu um- fjöllun, m.a. ef þeir ætla svo ofan á allt að hafna boði því sem þeir segjast hafa fengið til að heim- sækja stofnun Svyatjeslavs Fyor- orovs. Ég þakka þér fyrir að hafa minnst á þetta mál og vona að þrátt fyrir þetta andstreymi megi íslenskir sjúklingar njóta þessara lækninga prófessorsins og hans lærisveina engu siður en íslenskra augnlækna. Kjartan Helgason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.