Alþýðublaðið - 23.03.1990, Side 4

Alþýðublaðið - 23.03.1990, Side 4
4 Föstudagur 23. mars 1990 Framboðslistar Alþvðuflokksins á Reykianesi Mikil uppbygging i bænum — segir Gudmundur Oddsson bœjarfulltrúi, efsti madur á lista flokks- ins í Kópavogi. „Mér líst mjög vel á lista okk- ar Alþýðuflokksmanna hér í Kópavogi og það er gaman hvað mikið er af ungu og kraft- miklu fólki á honum. Ég tel mig geta fullyrt að það ríki mikil eining í okkar herbúðum með listann eins og hann er nú. Við eru staðráðin í að berjast og við munum vinna áfram á þeirri braut sem við höfum gert hingað til,“ sagði Guð- mundur Oddsson forseti bæj- arstjórnar í Kópavogi, en hann skipar efsta sæti lista Alþýðu- flokksins þar í hæ. Guðmundur benti á það mikla uppbyggingingarstarf sem unnið hefur verið af bæjaryfirvöldum á síðasta kjörtímabili bæði hvað þjónustu við bæjarbúa og mann- virki varðar. „Það getur engum dulist að bæjarféiag eins og Kópa- vogur sem getur varið 550 milljón- um á ári í verklegar framkvæmdir, eða um 25—30% af heildarveltu í verklegar framkvæmdir er ekki á vonarvöl," sagði Guðmundur. Kópavogsbær tekur nýja og glæsileg sundlaug í notkun 15 september næstkomandi. Að sögn Guðmundar verður megin áhersla lögð á að fullbúa hana í sumar. „Verði samið um að reisa hér veg- lega íþrótta- og skólamiðstöð í Kópavogsdal, sem ég geri mér miklar vonir um að takist, er ljóst að það verður eitt stærsta verk bæjarfélagsins á næsta kjörtíma- bili. Handboltahöil væri svo sann- arlega rós í hnappagat Kópavogs- bæjar.“ Alþýðuflokkurinn í Kópavogi samþykkti lista flokksins í Kopa- vogi fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vor. Áður hafði farið fram prófkjör sem ákvarðaði röð efstu sex manna listans. Listi Alþýðu- flokksins í Kópavogi verður þann- ig skipaður: 1. Guðmundur Oddsson, skóla- stjóri 2. Sigríður Einarsdóttir, mynd- menntakennari 3. Helga E. Jónsdóttir, fóstra 4. Þórður St. Guðmundsson, kennari 5. Ólafur Björnsson, fjármála- fulitrúi 6. Gunnar Magnússon, kerfis- fræðingur 7. Margrét B. Eiríksdóttir, deild- arfulltrúi 8. Gréta Guðmundsdóttir, hús- móðir 9. Þorgerður Gylfadóttir, skrif- stofumaður 10. Þráinn Hallgrímsson, skrif- stofustjóri 11. Alda Möller, matvælafræðing- ur 12. Kristján Hj. Ragnarsson, sjúkraþjálfari 13. Hrafnhildur Hreinsdóttir, bókasafnsfræðingur 14. Sigurður Stefánsson, nemi 15. Kristín Jónsdóttir, forstöðu- maður 16. Þóranna Gröndal, fulltrúi 17. Kristín Viggósdóttir, fulltrúi 18. Trausti Sigurlaugsson, for- stöðumaður 19. Guðmunda Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur 20. Ólafur Guðmundsson, málari 21. Ásgeir Jóhannesson, forstjóri 22. Rannveig Guðmundsdóttir, al- þingismaður Sigurstranglegur listi — segir Gudmundur Arni Stefánsson bœjarstjóri, efsti maöur á lista Alþýöuflokksins í Hafnarfiröi. „Þetta er öflugur og sigur- stanglegur listi hjá okkur Al- þýðuflokksmönnum í Hafnar- firði. Rúmlega 2.000 Hafnfirð- ingar tóku þátt í að velja á list- ann í glæsilegu prófkjöri sem fór fram í febrúar,“ sagði Guð- mundur Árni Stefánsson bæj- arstjóri sem skipar efsta sæti lista Alþýðuflokksins í Hafnar- firði. „Listinn samanstendur af fólki með víðtæka reynslu í bæjarmál- um og nýju fólki sem gengið hefur til liðs við flokkinn á þessu kjör- tímabili," sagði Guðmundur Árni ennfremur. „Það hefur verið mik- ill uppgangur á öllum sviðum hjá okkur í Hafnarfirði á þessu kjör- tímabili. Dagvistarrými fyrir börn hefur tvöfaldast, ný æskulýðsmið- stöð var tekin í notkun, einnig listamiðstöð í Hafnarborg, nýir skólar og svona mætti lengi telja. í næstu viku munum við taka í notkun nýtt og glæsiiegt íþrótta- hús í Kaplakrika en gífurleg upp- bygging á íþróttasviðinu hefur átt sér stað á kjörtímabilinu. Þá hefur þjónusta við aldraða verið stór- aukin. Við höfum staðið að mikilli uppbyggingu, þar má sérstaklega nefna aukin umsvif við höfnina en það er staðreynd að atvinnulífið hér hefur, þrátt fyrir kreppu- ástand, verið með því besta sem þekkist á landinu. Þetta er orðinn langur listi en ég hef þó aðeins tal- ið hluta af því sem Alþýðuflokkur- inn í Hafnarfirði hefur áorkað á þessu kjörtímabili," sagði Guð- mundur Árni. Af væntanlegum verkefnum bæjarfélagsins vildi Guðmundur sérstaklega nefna nýjan tónlistar- skóla, nýtt skátaheimili á Víðistöð- um, öldrunarheimili og áfram- haldandi uppbyggingu íbúðarhús- næðis á félagslegum grunni. „Við erum staðráðin í að halda áfram á sömu braut og við höfum gert til þessa næstu fjögur árin og ég er viss um að bæjarbúar eru mér sammála," sagði Guðmundur Árni að lokum. Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði ákvað á mánudags- kvöldið hverjir skipi sæti iista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar 26. maí. Tillaga uppstill- ingarnefndar var samþykkt sam- hljóða og var í öllum meginatrið- um farið eftir úrslitum prófkjörs sem haldið var í síðasta mánuði en þó með smá tilfæringum. Listi Al- þýðuflokksins verður skipaður eft- irtöldum aðilum: 1. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri 2. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, for- seti bæjarstjórnar 3. Ingvar Viktorsson, kennari 4. Vaigerður Guðmundsdóttir, verslunarmaður 5. Tryggvi Harðarson, blaða- maður 6. Árni Hjörleifsson, rafvirki 7. Anna Kristín Jóhannesdóttir, kennari 8. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn 9. Eyjólfur Sæmundsson, verk- fræðingur 10. Guðjón Sveinsson, verslunar- maður. 11. Brynhildur Skarphéðinsdóttir, bankastarfsmaður 12. Erlingur Kristensson, starfs- maður FH 13. Margrét Pálmarsdóttir, rekstr- arfulltrúi 14. Gisli Geirsson, framkvæmda- stjóri 15. Klara S. Sigurðardóttir, skrif- stofumaður 16. Þorlákur Oddsson, starfsmað- ur ÍSAL 17. Kristín List Malmberg, nemi 18. Ingvar Guðmundsson, fast- eignasali 19. Oddgerður Oddgeirsdóttir, íþróttakennari 20. Guðrún Emilsdóttir, hjúkrun- arfræðingur 21. Guðríður Elíasdóttir, form. Verkakv.f. Framtíðarinnar 22. Þórður Þórðarson, fyrrv. fram- færslufulltrúi. Keflavík: Bæjarstjórinn í efsta sæti Framboðslisti Alþýðuflokks- ins í Keflavík til komandi sveit- arstjórnarkosninga, 26. maí hefur verið lagður fram. Listann leiðir Guðfinnur Sigur- vinsson, bæjarstjóri en heiðurs- sæti skipar Ólafur Björnsson, fyrrv. bæjarfulltrúi. Listann skipa eftirtaldir: 1. Guðfinnur Sigurvinsson, bæj- arstjóri 2. Vilhjálmur Ketilsson, skóla- stjóri 3. Hannes Eiríksson, fram- kvæmdastjóri 4. Anna Margrét Guðmundsdótt- ir, framkvæmdastjóri 5. Guðrún Árnadóttir, skrifstofu- stjóri 6. Gunnar Þór Jónsson, kennari 7. Anna María Eyjólfsdóttir, skrifstofumaður 8. Kristján Gunnarsson, fram- kvæmdarstjóri 9. Kristín Helga Gísladóttir, hús- móðir 10. Gunnar Valdimarsson, húsa- smiður 11. Karl Ólafsson, iðnverkamaður 12. Jón Ólafur Jónsson, bankafull- trúi 13. Ingibjörg Magnúsdóttir, skrif- stofumaður 14. Valur Gunnarsson, umsjónar- maður 15. Guðrún Ólafsdóttir, varafor- maður VSFK 16. Hafsteinn Guðmundsson, sundhallarstjóri 17. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, húsmóðir 18. Ólafur Björnsson, fyrrv. bæjar- fulltrúi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.