Alþýðublaðið - 23.03.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.03.1990, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 23. mars 1990 réftir í stuttu máli Fréttir í stuttu máli Fréttir í stuttu máli Fréttir í stutt Fræðslufundir S-Afríkusamtaka Suður-Afríkusamtökin gegn Ap- artheid haida fjóra fræðslufundi næstu fjögur mánudagskvöld í húsakynnum sínum að Hverfisgötu 50A, 3. hæð. Eru fundirnir öllum opnir, sem leggja vilja lóð á vogar- skálina til þess að kollvarpa hinu ómannúðlega Apartheid-kerfi. Á fyrsta fundinum á mánudagskvöld- ið verður fjallað um Steve Biko og baráttuna á áttunda áratugnum, einkum í Ijósi kvikmyndarinnar „Cry freedom." Nýjar kennslubækur um landið okkar Námsgagnastofnun hefur gefið út tvær nýjar námsbækur, báðar um Is- land og eru ætlaðar börnum 10—12 ára gömlum. Höfundur bókanna er Torfi Hjartarson, en Björn Rúriksson tók flestar myndir í bækurnar. Bæk- ur þessar heita Land og líf og Landshorna á milli. í Landi og lífi er fjallað um sam- búð lands og þjóðar í stórum drátt- um og leitast við að skýra ýmsa lyk- ilþætti í íslenskri náttúru. Bókin dregur upp einfalda mynd af land- inu í heild. Landshorna á milii gerir einstökum landshlutum skil, stað- háttum er lýst, ennfremur helstu kennileitum, byggð og atvinnulífi. Allt er þetta einkar skemmtilega gert og mun án efa reynast börnum hið skemmtilegasta námsefni. Ekki spillir heldur að myndir í bókinni eru góðar og allar í litum. Félagsmála- stofnun flutt í Síðumúla Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar flutti nýlega í hús sem borgin keypti fyrir stofnunina að Síðumúla 39 þar sem áður var skrifstofa Al- mennra trygginga hf.. Kaupverð hússins var 90 milljónir króna í ág- úst á síðasta ári, — en við þá upp- hæð má bæta 33 milljónum sem fóru í þakviðgerð og breytingar inn- anhúss. Mikil bragarbót verður með þessu á starfsemi stofnunarinnar, sem flutti úr þröngu og ófullkomnu hús- næði í rúmlega 2000 fermetra á fjór- um hæðum. Erótík í Gallerí Borg Tíu íslenskir listamenn sýna um þessar mundir erótísk myndverk í Gallerí Borg. Þeir sem myndir eiga á sýningunni eru Alfreð Flóki, Bragi Ásgeirsson, Harpa Björnsdóttir, Jó- hannes Jóhannesson, Jón Axel Björnsson, Magnús Kjartansson, Páll Guðmundsson, Sverrir Ólafs- son, Valgarður Gunnarsson og Ör- lygur Sigurðsson. Myndin sem hér fylgir er að verki Alfreðs Flóka, Fjöl- skyldan frá 1984. RAÐAUGLÝSINGAR ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í smíði og upp- setningu flotþaks á miðlunargeymi á Háhrygg, sem er tæpa 2 km vestan Nesjavalla. Um er að ræða smíði á einingum úr ryðfríu stáli og samsetningu þeirra alls um 14 tonn. Verkinu skal lokið 15. júní 1990. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 5. apríl 1990, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGA'R Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Tilkynning um gatnagerðargjöld í Reykjavík Að gefnu tilefni er vakin athygli á ákvæðum reglu- gerðar nr. 511, 1988, varðandi gatnagerðargjöld í Reykjavík og breytingu á þeim, sem verður 1. júlí 1990. Til 1. júlí nk. ber samkvæmt reglugerðinni að greiða hálft gatnagerðargjald af nýbyggingum og stækkunum húsa á eignarlóðum og leigulóðum, sem borgarstjórn Reykjavíkur úthlutaði fyrir 4. maí 1984, nema sérstakir samningar leiði til annars. Grundvöllur gatnagerðargjalds er samþykkt bygg- ingarnefndar á teikningum og miðast ofangreint því við, að teikningar af nýbyggingum eða stækkun húsa hafi verið samþykktar í byggingarnefnd Reykjavíkur fyrir 1. júlí 1990. Eftir þann dag ber að greiða fullt gatnagerðargjald af byggingum á öllum lóðum í Reykjavík, sem ekki eru sérstaklega undan- þegnar með samningum eða á annan hátt. Athygli er vakin á því, að því fyrr, sem teikningar eru lagðar fyrir byggingarnefnd, er líklegra, að unnt verði að afgreiða þær fyrir 1. júlí nk. Borgarstjórinn í Reykjavík. Allsherjaratkvæða- greiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör fulltrúa á 9. þing Landssambands iðnverka- fólks, sem haldið verður í Reykjavík dagana 20.-21. apríl 1990. Tillögur skulu vera um 28 aðalmenn og 28 til vara. Tillögum, ásamt meðmælum eitthundrað full- gildra félagsmanna skal skila á skrifstofu fé- lagsins, Skólavörðustíg 16, eigi síðar en kl. 11.00 fyrir hádegi fimmtudaginn 29. mars 1990. Stjórn löju STUÐNINGSMENN ÓLÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR Baráttufundur fyrir Ólínu Þorvarðardóttur í fyrsta sæti, verður haldinn í félagsmiðstöð jafnaðar- manna að Hverfisgötu 8—10, laugardaginn 24. mars kl. 14.00. Ávarp: Ólína Þorvarðardóttir Stuðningsmenn Hafnarfjarðarbær lóðaúthlutun Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóðum fyrir íbúðarhús á Hvaleyrarholti. Lóðirnar eru þegar byggingarhæfar. Umsóknarfrestur ertil miðvikud. 28. mars nk. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Bæjarverkfræðingur. Kf KENNARASAMBAND ÍSLANDS Verkef na- og námsstyrkja- sjóður Kennarasambands ís- lands auglýsir námsstyrki Sjóðsstjórn hefur ákveðið að úthluta nokkrum styrkjum til kennara sem hyggjast stunda nám á næsta skólaári. Um er að ræða styrkveitingar skv. a-lið 6. greinar um Verkefna- og náms- styrkjasjóð Kl frá 15. febrúar 1990. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á námsleyfistíma í 6-12 mánuði eftir lengd náms. Hlutfall launagreiðslna verður í samræmi við umfang námsins. Umsóknum ber að skila á eyðublaði sem fæst á skrifstofu Kennarasambands ísianas, Grettis- götu 89, 105 Reykjavík. Umsóknarfresíur er til 25. apríl n.k. Kratakaffi verður haldið þriðjudaginn 27. mars n.k. kl. 20.30. að Hverfisgötu 8—10. Gestur kvöldsins verður Birgir Dýrfjörð, formaður fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík. Alþýöuflokksfélag Reykjavíkur Örfáar sekúndur - í öryggis skyni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.