Alþýðublaðið - 23.03.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.03.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. mars 1990 5 FRÉTTASKÝRING Þessi mynd var tekin í upphafi mikils rimmufundar í Alþýðubanda- lagsfélaginu í Reykjavík, þar sem tekist var á um sameiginlegt fram- boð og Birtingarmenn urðu undir. Þegar myndin birtist í Alþýðu- blaðinu daginn eftir var þess getið til í myndatexta að hér héldi Sigur- jón Pétursson á fyrsta sætinu. Sú spá virðist nú vera að rætast. Forvalsraunum lokiö: „Gamli góði G-listinn" Þegar borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðismanna féll í kosningunum 1978, fékk Alþýðubandalagið fimm borgar- fulltrúa, aðeins tveim minna en Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta var glæsilegri sigur en Alþýðubandalagsmenn sjálfir höfðu þorað að vona. Nú, tólf árum síðar er Alþýðubanda- laginu spáð einum manni í skoöanakönnunum. Til að koma þeim manni inn í borgarstjórn þarf þó Alþýðubandaiagið fyrst að koma saman lista. Að því hefur verið unnið undan- farnar vikur og gengið næsta brösuglega. í gær voru þó taldar horfur á því að forvalslisti yrði birtur opinberlega í Þjóðviijanum í dag. Á forvalslistanum verður m.a. að finna nöfn Sigurjóns Péturssonar og Guðrúnar Ágústsdóttur sem að líkindum munu skipa fyrsta og annað sæti endanlegs framboðslista. Þegar Alþýðubandalagið vann kosningasigurinn í borgarstjórnar- kosningunum 1978, hafði flokkur- inn lengi verið sterkasta andstöðu- aflið innan borgarstjórnarinnar. Á sama hátt og Sjálfstæðisflokkur- inn hefur í borgarstjórnarkosning- um jafnan fengið talsvert af at- kvæðum frá fylgismönnum ann- arra flokka, þá fylktu kjósendur sér um Alþýðubandalagið til að efla einn flokk öðrum fremur til áhrifa. Alþýðubandalagið naut þess þá að vera stærsti minnihluta- flokkurinn og kjósendur virtust vilja gefa honum tækifæri. Að læra lexiuna sína____________ Eiginlega hefðu minnihluta- flokkarnir strax að loknum þess- um kosningum átt að læra þá lexíu að kjósendur hafi meiri trú á sam- stæðum meirihluta en samstarfi margra sundurleitra fiokka. Svo mikið er víst að kjósendur lærðu sína lexíu af brösóttu samstarfi iitlu flokkanna og létu alveg eiga sig að endurnýja umboðið fjórum árum síðar. Á þessu kjörtímabili virtist loks- ins sem minnihlutaflokkarnir ætl- uðu að láta sér ófarir undangeng- inna kosninga að kenningu verða. í upphafi kjörtímabilsins var lagð- ur grunnur að náinni samvinnu borgarfulltrúa minnihlutans og á síðari hluta tímabilsins hafa verið gerðar ákveðnar tilraunir til að koma á fót sameiginlegu framboði allra minnihlutaflokkanna. Þessar tilraunir runnu þó út í sandinn og eins og gjarna gerist þegar sam- eingingartilraunir fara út um þúf- ur, skilja þær eftir sig ákveðin sár- indi. Þessara sárinda gætir innan allra minnihlutaflokkanna en þó hvergi eins og í Alþýðubandalag- inu þar sem sameiningartilraun- irnar urðu til þess að staðfesta enn fremur þann klofning sem þó var nógu djúpstæður fyrir. Birtingu var boðiö efsta sætið Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins mun hafa verið rætt um það framan af vetri, innan þess arms Alþýðubandalagsins sem kenndur hefur verið við „flokks- eigendur." að reyna að ná einhvers konar sættum við Birtingarfólk. í þessu sambandi var m.a. rætt um að Sigurjón Pétursson drægi sig í hlé eftir 20 ára setu í borgarstjórn og Birting fengi efsta sætið á G-list- anum. Slík áform urðu þó endanlega að engu þegar stór hluti Birtingar ákvað að ganga til liðs við Nýjan vettvang eftir að hafa orðið undir á tveim átakafundum í Alþýðu- bandalagsfélaginu í Reykjavík. Þessar hugmyndir urðu þó til þess að síðustu vikur hefur staðið yfir leit að fólki sem komið gæti í stað Sigurjóns Péturssonar. Það er til marks um þetta að Guðrún Ág- ústsdóttir er sögð hafa margoft gefið til kynna í persónulegum samtölum að hún teldi rétt að fá nýtt fólk í efstu sætin. Ummæli hennar í þessa veru hafa jafnvel verið túlkuð þannig að hún yrði ekki með á listanum ef Sigurjón Pétursson yrði í fyrsta sæti. Framboð dregin til baka________ Það er þó skemmst frá því að segja að leitin að nýju fólki bar ekki tilætlaðan árangur. Hins veg- ar urðu tilraunirnar til að finna nýjan kandítat þess valdandi að tveimur mönnum sem gefið höfðu kost á sér í forvali snerist hugur og þeir drógu framboð sitt til baka. Þegar þessi tíðindi spurðust út gaus upp sá kvittur að Alþýðu- Hildur Jónsdótt- ir neitaði að þiggja efsta sœt- ið á lista Al- þýðubandalags- ins. Sigurjón Pétursson stefnir á fimmta kjör- tímabilið í borg- arstjórn. Guð- rún Ágústsdóttir uerður trúlega í öðru sœtinu. Forvalslistinn birtur i Þjóðvilj- anum í dag ef allt gengur sam- kvœmt áœtlun. bandalagið væri að gefast upp á því að koma saman framboðslista og innan flokksins ætti sú hug- mynd vaxandi fylgi að fagna að Alþýðubandalagið snerist í heild til fylgis við nýjan vettvang. Það var einkum DV sem hélt þessu fram. Sannleikurinn er hins vegar sá að slíkar sögusagnir voru að mestu tilhæfulausar. Það sem helst lá að baki jjeim munu hafa verið hugmyndir sem nokkrir þungavigtarmenn innan Birtingar eru sagðir hafa viðrað síðustu daga og gengu út á að Alþýðu- bandalagið gengi til liðs við Nýjan vettvang en í staðinn myndu þeir persónulega vinna að því að leggja Birtingu niður. Af forystu Alþýðubandalagsfélagsins var þessum hugmyndum hafnað. Aðalslagurinn eftir Það sem liggur að baki þessum sáttatilraunum er ótti ýmissa Birt- ingarmanna við að rjúfa að fullu tengslin við Alþýðubandéúagið. Að hluta til myndi það veikja stöðu Ólafs Ragnars Grímssonar veru- lega en þó skiptir hitt ekki minna máli að Birtingarmenn líta í raun svo á að aðalslagurinn innan Al- þýðubandalagsins sé eftir. Úrslita- orrustuna á nefnilega ekki að heyja fyrr en kemur að Alþingis- kosningum. Út frá þessu sjónar- miði skiptir auðvitað höfuðmáli að halda tengslunum milli hinna tveggja arma flokksins. Rofni þau nú, óttast menn innan Birtingar að mun stærri hluti verði eftir í flokknum, þegar til endanlegs klofnings kemur vorið 1991. Þetta virðist eðlilegasta skýring- in á tiiraunum þungavigtarmanna innan Birtingar til að leita sátta við forystuna í Alþýðubandalagsfélag- inu. Sáttatilraunir eru hins vegar nokkurn veginn dæmdar til að mistakast á þessu stigi málsins. Til þess er klofningurinn < Reykjavík fyrir löngu orðinn of djúpstæður. Eftir að Gunnar H. Gunnarsson og Arnór Pétursson drógu sig út úr forvalinu, varð ljóst að tíminn var að renna frá uppstillinganefnd Al- þýðubandalagsfélagsins. Frekari tilraunum til að endurnýja fram- boðslistann var því hætt og á fundi í fyrrakvöld var gengið frá forvals- lista með 13 eða 14 nöfnum. List- ann átti að birta í Þjóðviljanum í gær en á síðustu stundu kom í ljós að hann fullnægi ekki reglum flokksins um kynjakvóta. Sam- kvæmt þessum reglum má hlutfall annars hvors kynsins ekki vera undir 40% á framboðslista. Þótt þetta þurfi ekki að gilda um lista til forvals mun þó venjan vera sú að virða kynjakvótann þar einnig. Hildur sagði nei_______________ Nöfnin á forvalslistanum feng- ust ekki uppgefin í gær en sam- kvæmt heimildum Alþýðublaðs- ins mun vera að finna þar nöfn þeirra Sigurjóns Péturssonar og Guðrúnar Ágústsdóttur, auk þeirra sem vitað var að höfðu gef- ið kost á sér og ekki dregið sig til baka, en það voru Guðrún K. Ola- dóttir, starfsmaður Sóknar, og Haraldur Jóhannsson hagfræðing- ur. Það vekur hins vegar athygli að nafn Hildar Jónsdóttur er ekki á forvalslistanum. Mjög ákveðnar tilraunir höfðu þó verið gerðar til að fá hana í framboð og ég tel heimildir traustar fyrir því að í raun hafi henni verið boðið fyrsta sætið á framboðslistanum. Það mun ekki hafa verið fyrr en í fyrra- dag sem Hildur gaf ákveðið afsvar. Með framboði Hildar var ætlun- in að slá ýmsar flugur í einu höggi. Hún var á sínum tíma á framboðs- lista Fylkingarinnar og hefur því yfir sér mjög ákveðinn vinstri blæ. Samtímis hefði hún verið nýtt and- lit í alvörupólitík og þar fyrir utan er almennt ekki talið spilla að hafa konu í efsta sætinu. Ekki lengur eftir neinu að bíða Eftir að Hildur gaf ákveðið af- svar í fyrradag, mun forystusveit Alþýðbandalagsfélagsins hafa tal- ið að ekki væri lengur eftir neinu að bíða og á fundi í fyrrakvöld var gengið frá listanum að mestu leyti. Opinberlega gefa allir á forvalslist- anum kost á sér í hvaða sæti list- ans sem er, en á hinn bóginn má telja víst að Sigurjón Pétursson muni verða í fyrsta sæti og Guðrún Ágústsdóttir í öðru. I gær var reiknað með að for- valsgögn yrðu send til félaga í Al- þýðubandalagsfélaginu öðru hvoru megin við helgina. Úrslit ættu því að liggja fyrir eftir rúma viku, eða upp úr næstu helgi. Að því er heimildir okkar herma hyggjast þeir Birtingarfélagar, sem jafnframt eru meðlimir í fé- laginu, ekki neyta atkvæðisréttar síns í forvalinu. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að listi Alþýðu- bandalagsins að þessu sinni verð- ur „gamli góði G-listinn.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.