Tíminn - 27.06.1968, Side 13

Tíminn - 27.06.1968, Side 13
FIMMTLTDAGTJR 27. júní 1968 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 ísl. landsliðið gegn V-Þióðverjum valið í gær: Sannfærandi sóknarlína ■ ekki traustvekjandi vörn Ekki víst að landsleikurinn verði fyrr en á þriðjudagskvöld Alf-Reykjavík. — LandsliSs- nefnd KSÍ tilkynnti á blaða- mannafundi í gær val sitt á lands- liðinu, sem leika á gegn Vestur- Þjóðverjum á mánudag eða þriðju dag, en ekki er endanlega ákveð- ið, hvorn daginn leikurinn verð- ur. Val landsliðsnefndar kemur nokkuð á óvart (sjá aðra grein hér á síðunni) og virðist lands- liðsnefnd ekki hafa vandað val sitt sem skyldi. Sóknarlínan er að vísu nokkuð sannfærandi, en valið á öftustu vörn og mark- verði er út í bláinn og eykur F. Schulte, markvörðor, v-þýika liðs hns. Hann er með 12 landsleiki að baki. ekki traust manna á landsliðs- nefnd. Annars lítur liðið þann- ig út: Markvörður: Sigurður Dagsson, Val. Bakverðir: Ársæll Kjartansson, KR og Þorsteinn Friðþjófsson, Val. Miðverðir: Anton Bjarnason, Fram og Guðni Kjartansson, Keflavík. Tengiliðir: Þórólfur Beck, KR, fyrirliði, og Eyleifur Hafsteinsson, KR. Útherjar: ReynirJónsson, Val, og Elmar Geirsson, Fram. Miðherjar: Hermann Gunnarsson, Val og Kári Árnason, Akureyri. Varamenn eru Þorbergur Atla- son, Fram, Jóhannes Atlason, Fram, Viktor Helgason, ÍBV, Magnús Jónatansson, ÍBA og Matthías Hallgrímsson, f A. Dómari á leiknum verður Jim McKy frá Skotlandi, en línuverð- ir þeir Einar Hjartarson og Ró- bert Jónsson. — Eins og áður hefur komið fram, var fyrirhug- að, að leikurinn færi fram n.k. mánudagskvöld, en breyting get- ur orðið á því, að því er KSÍ- menn sögðu fréttamönnum í gær. Ef talningu atkvæða í forseta- kosningunum verður ekki lokið fyrr en síðari hluta mánudags — og nýkjörinn forseti kemur e.t.v. fram í sjónvarpi á mánudags- kvöldi, gæti það dregið úr að- sókn. Þess vegna má vera, að leikurinn fari fram á þriðjudags- kvöld. Úr því ætti að fást skorið í dag eða á morgun. Seint í gærkvöldi var tilkynnt, að leikuriun færi fram á þriðju- daginn. íKVÖLD í kvöld leika Víkingur og Þrótt ur í a-riðli 2. deildar. Leikurinn fer fram á Melavelli og hefst kl. 20,30. Þórólfur Beck, fyrirliði landsliðsins. Batt landsliðsnefndin fyrir augun og valdi af handahófi? Fréttamenn, sem viðstaddir voru blaðamannafund KSÍ í gær, urðu sem þrumu lostn- ir, þegar Hafsteinn Guðmunds- son, formaður landsliðsnefnd- ar, hóf að lesa upp nöfn lands- liðsmanna. Sigurður Dagsson, Val, í stöðu markvarðar! Sig- urður hefur aldrei sýnt eins lélega leiki og nú í sumar. Er síðasti leikur Vals nærtækt dæmi um það. Með allri virð- ingu fyrir Sigurði, sem s.l. tvö ár var okkar bezti markvörð- ur, þá er það hrein móðgun við knattspyrnuáhugamenn að velja hann í markið nú. Sig- urður er af einhverjum ástæð- um ekki í æfingu, þess vegna á hann ekkert erindi í lands- lið. Ekki minnkaði undrunin, þegar tilkynnt var, að Ársæll Kjartansson, KR, ætti að leika í stöðu hægri bakvarðar. Eins og allir vita, er Ársæll fyrst og fremst miðvörður, en af því að ekki hefur verið Iaus miðvarðarstaða í KR-Iiðinu, hefur hann leikið sem bakvörð ur í nokkur skipti og þykir nú sem slíkur nógu góður í landslið. Ilvers eiga bakverð- ir eins og Jóhannes Atlason, Fram, að gjalda? Guðni Kjartansson, Keflavík er valinn í aðra miðvarðarstöð- una. Þessi anhars ágæti leik- maður hefur nánast ekkert getað æft með Keflavíkur-lið- inu á þessu leikári, þar sem hann er nemandi á íþrótta- kennaraskólanum. Það er því í meira lagi hæpið að velja liann nú, vegna þess, að fyrir utan standa leikmenn, sem ekki einungis hafa æft vel með sínum félögum, heldur og stað ið sig prýðisvel í leikjum. Má í því sambandi nefna mann eins og Jón Stefánsson, Akur- eyri. Raunar er það hlálegt, að ekki skuli einn einasti mað ur úr vörn Akureyrar vera val- inn í landslið. Hefur liðið þó leikið fjóra leiki án taps og fengið einungis eitt mark á sig, og það úr vítaspyrnu. Ekki verður farið nánar út í þá sálma að ræða um ein- stakar stöður, en það er at- hyglisvert, að topp-liðin í 1. deild, Akureyri og Fram, eiga einungis 3 fulltrúa samtals í liðinu! Hins vegar eiga KR og Keflavík, en það eru liðin, Frambald á bls. 15. V-þýzka landsliðið, sem kemur á laugardaginn Nýkomnir úr sigur- för til Asíu-ríkja Alf.—Reykjavík. — Vestur- þýzka áhugamannalandsliðið kem ur hingað til lands á laugardag- inn og fer ekld fyrr en á fimmtu dag í naystu viku. Nýlega var liðið á ferð í Asíu og lék þar fimm leiki. Unnu Þjóðverjarnir alla leikina. Þeir unnu Thailand með 1:0, Malaysíu með 3:1, Hoing Kong með 1:0, Filippseyjar með 4:0, og loks Japan með 1:0. Þá gerði Danir leika á Akranesi í kvötd Hingað er komið til lands á vegum Akraness danskt unglinga lið í knattspynnu frá Taastrup. Leikur liðið sinn fyrsta leik í h-eimsókninni hér gegn gestgjöf unuim, Akranesi, í kvöld kl. 8 á Akranesi, en þá mæta þeir 2. floikki. Sömu lið leilka aftur á laugardaginn á sama stað kl. 4. liðið nýlega jafnefli vdð ftaMu 0:0, en tapaði hins vegar fyrir Austurríki 2:0. Frá 1952 hafa þýziku áhuga- Framhald á bls. 15. Coca-Cola keppnin Um þessar mundir stend- ur yfir svokölluð Coca Cola keppni hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Þátttaka er geysimikil, en alls keppa 71 kylfingur. Eftir fyrstu 18 holumar hafa þeir Hans ísebam og Pétur Björnsson forystu án forgjafar (80 högg), en í þriðja sæti er Gunnlaugur Ragnarsson (81 högg). Keppnin er geysihörð, því að næstu menn eru með 82 og 83 högg. f keppninni, þar sem for- Prambalö 8 ois 15 TIU KEFLVIKINGAR I VORNINNI! Keflavíkurliðið hefur í lang- an tíma ekki verið eins lélegt og það var í leiknum gegn KR í fyrrakvöld, en þá tapaði liðið 6:0, og hefði sigur KR getað orðið jafnvel enn stærr. Hefur Keflavík nú leikið þtjá leiki og tapað þeim öllum. Og það, sem er jafnvel enn verra fyrir Keflavík, liðið hefur enn þá ekki skorað eitt einasta mark, en fengið hvorki meira né minna en 10 mörk á sig Þetta er ekki gæfuleg byrjun og verða Keflvíkingar svo sann arlega að taka á, ef þeir ætla að komast hjá fallbaráttu á þessu keppnistímabili. Myndin hér að ofan er tákn ræn fyrir leik Keflvíkinga og KR í fyrrakvöld. KR-ingar eru í sókn og það eru 10 Keflvík- ingar til varnar. En það var sama, hve margir voru í vörn. Alltaf virtist knötturinn eiga jafn greiða leið í markið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.