Alþýðublaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. júní 1990 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN 15000 Á HESTAMANNAMÓT: aö sögn Þráins Bert- elssonar, blaðafulltrúa Landsmóts hestamanna, sem hald- ið verður að Vindheimamelum í Skagafirði 3. til 8. júlí næstkomandi má búast við að 15000 manns sæki mótið — þar af eru erlendir gestir 3—4 þúsund talsins. 62 NÝJIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGAR: Á laugardag- inn útskrifast 339 háskólaborgarar og hverfa út á vinnu- markaðinn. Viðskiptafræðingar eru fjölmennasti hópur- inn sem brautskráist á Háskólahátíðinni á laugardaginn. Þeir eru 62 talsins. Næststærsti hópurinn eru þeir sem ljúka BA-prófi frá heimspekideild, 39 talsins. BS-prófi í hjúkrunarfræðum luku 38, BS-prófi í raunvísindadeild 36, BA-prófi frá félagsvísindadeild 32, og 30 nýjir læknar munu verða útskrifaðir. ENDURTÓK AFREK AFANS: Fyrir réttum 60 árum var Páll Þorbjörnsson, fyrrum skipstjóri og kaupmaður í Vestmannaeyjum meðal fjögurra útskrifaðra nemenda úr farmannadeild Stýrimannaskólans. Páll varð efstur á próf- inu. Núna, 60 árum seinna, varð dóttursonur Páls, Helgi Heiðar Georgsson með hæstu einkunn á farmannaprófinu. Helgi Heiðar var formaður skólafélags skóla síns og af- henti hann eina milljón króna sem skólafélagið hafði safn- að til Þyrlusjóðsins. Skipsstjórnarprófum frá Stýrimanna- skólanum luku nú 78 en auk þess fjórir frá Menntaskólan- um á ísafirði. Skólameistari Stýrimannaskólans í Reykja- vík er Guðjón Ármann Eyjólfsson. GJÖF BÓKAÚTGEFENDA: Félag íslenskra bókaútgef- enda færði á dögunum Heyrnleysingjaskólanum 300 þús- und króna gjöf í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Myndin var tekin þegar Gunnar Salvarsson skólastjóri tók við ávís- un frá Jóni Karlssyni formanni félagsins, næstir honum standa þeir Björn Gíslason framkvæmdastjóri félagsins og Örlygur Hálfdanarson einn stjórnarmanna. Gjöfina hyggst skólinn nota til kaupa á tölvubúnaði fyrir nemendur. FLUGVÉLAEIGN TVÖFALDAST: Frá árinu 1979 tu loka síðasta árs fjölgaði flugvélum á íslandi mikið — úr 160 í 323. Flugflotinn hefur því tvöfaldast á 10 árum. Að sögn blaðs Flugmálastjórnar er hér einkum um að ræða minni loftför, fjölmargir hafa tekið einkaflugpróf og iðka flugferð- ir sér til gamans í frístundum. Hinsvegar fjölgar lítið eða ekki stærri flugvélum sem nýttar eru til atvinnuflugs. ÓSON-SJÓÐUR: Júlíus Sólnes er í hópi umhverfis- ráðherra heimsins í Lond- on en þar fer fram ráð- stefna Sameinuðu þjóð- anna um verndun óson- lagsins. Búist er við að bætt verði nýjum efnum á bann- lista samningsins frá Montreal, en þar beindust spjótin helst gegn fre- on-efnum úðabrúsanna og halon-efnum slökkvitækja. Reiknað er með að stofnaður verði sérstakur Óson-sjóður til að hjálpa þróunarlöndum að hætta notkun ósoneyðandi efna. Júlíus Sólnes benti á í ræðu sinni á fundinum í Lond- on að ísland hefði eins og önnur Norðurlönd ákveðið að draga úr notkun ósóneyðandi efna hraðar en Montre- al-samningurinn gerir ráð fyrir, í árslok 1995 munu þau hafa minnkað notkun slíkra efna um 50%. HÓTA AÐ SKILA GJÖFINNI: Kennarasamband ís- lands og Hið íslenska kennarafélag eru í standandi vand- ræðum með gjöf ríkisstjórnarninnar frá í febrúar í fyrra — gamla Kennaraskólanum við Laufásveg. Endurbygging hússins hófst fljótlega — og fram komu agnúar sem ekki hefur fundist lausn á. Engin lausn hefur fengist á lóðamál- um hússins og ekki tekist að ganga frá afsali. Málið hefur verið á ferðinni í ráðuneytum en ,,því miður hafa starfs- menn ráðuneytanna frá áramótum lítið gert annað en að vísa hver á annan", segja kennarar. Nú heimta kennarar lausn málsins. Verði það ekki leyst fyrir 1. júlí munu stjórn- ir félaganna ræða hvort unnt er að þiggja gjöf ríkisstjórnar. Bróðum kemur brúin Víetnamskir flóttamenn: Bátafólk frá Hong Kong í gær komu til landsins 30 víetnamskir flótta- menn frá Hong Kong til bú- setu hérlendis. Rauði kross Islands annaðist móttöku þeirra og mun að- stoða þá við að aðlagast ís- lensku þjóðfélagi. Eftir komuna til Keflavíkur laust eftir klukkan þrjú í gær- dag, hélt hópurinn með rútu til Grindavíkur en þar mun hann vera í tvo daga meðan fólkið jafnar sig eftir hina löngu ferð, en hún hefur tekið einn og hálfan sólarhring. Þetta eru 8 fjölskyldur og er yngsti Víetnaminn eins mánaða gamall og sá elsti er um sjötugt. Fólkið veifaði íslenska fán- anum og virtist vel á sig kom- ið og fallega klætt, brosmilt en þreytulegt. Flest þeirra er svokallað bátafólk og hefur búið í Flóttamannabúðum í Hong Kong mjög lengi. Nokkrir íslendingar fóru til Hong Kong til að tala við fólk þar og sjá hverjir hefðu áhuga á því að koma til Is- lands og eru þessir þrjátíu af- rakstur þeirrar ferðar. Ríkisstjórnin hafði veitt leyfi til þess að hér yrði tekið á móti þrjátíu flóttamönnum og öðrum þrjátíu síðar eftir að fram kom ósk um það frá flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna. Að sögn Hauks Ólafssonar hjá utan- ríkisráðuneytinu verður það strax á næsta ári. Guðjón Magnússon, for- maður Rauða kross íslands, sagði að Rauði krossinn byggji nú að þeirri reynslu sem fékkst árið 1979 þegar tekið var á móti hópi víet- namskra flóttamanna. „Nú vitum við hvað það var sem gekk vel og gekk illa," sagði Guðjón. „Þá var búin til orðabók sem kemur að góðum notum núna og verður nú lögð meg- ináhersla á tungumálakunn- áttuna." Frá 1979 hefur verið tekið á móti Víetnömum sem eru tengdir fjölskyldum þeirra sem hér eru fyrir og með þeim 30 sem nú eru komnir til landsins eru búsettir hér- lendis í dag 109 Víetnamar. Nú líður að því að nýja leiðin undir brúna á Arn- arneshæð opnar og því er nauðsynlegt að mjókka akbrautir þær, sem um- ferð er á, í eina akrein í hvora átt næstu þrjár vik- ur, og mega vegfarendur búast við umferðartöfum af þeim sökum. í fréttatilkynningu frá vega- málastjóra kemur fram að þetta verði gert til að ná nið- ur umferðarhraða og sé þetta nauðsynlegt til að tryggja ör- yggi starfsmanna, sem þurfa að vinna á veginum og á veg- köntum. Fram kemur að ekki margir ökumenn hafi farið eftir þeim hraðatakmörkunum sem gilt hafa á þessu svæði undan- farna mánuði. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar framkvæmdir eru staddar í dag og gera sér í hugarlund hvernig brúin verður fullgerð. Frítekjumark líf- eyrisþega hækkað Elli- og örorkulífeyris- þegar sem hafa til viðbót- ar lífeyri almannatrygg- inga aðrar tekjur, þó ekki lífeyrissjóðstekjur, mega hafa kr. 177.600 á ári eða kr. 14.800 á mánuði án þess að tekjutryggingin skerðist. Hjá hjónum eru þessar upphæðir kr. 248.640 á ári eða kr. 20.720 á mánuði, segir í fréttatilkynningu heil- brigðis- og tryggingaráðu- neytisins. Þá segir í fréttatilkynning- unni að elli- og örorkulífeyris- þegar sem hafa til viðbótar lífeyri almannatrygginga tekjur úr lífeyrissjóði mega hafa kr. 228.000 á ári eða 19.000 þúsund á mánuði án þess að tekjutrygging skerð- ist. Hjá hjónum eru þessar upphæðir kr. 319.200 á ári eða kr. 26.600 á mánuði. Frítekjumörk þeirra sem ekki hafa lífeyrissjóðstekjur hækkar um 15,6% en þeirra sem eingöngu hafa lífeyris- sjóðstekjur hækkar um 48,4%. Þeir sem hafa bland- aðar tekjur njóta hlutfallslega hækkunarinnar sem verður á hækkun frítekjumarks vegna lífeyrissjóðstekna. M.ö.o. líf- eyristekjur rýra ekki á sama rétt lífeyrisþegar á tekju- tryggingu og aðrar tekjur. Þessar hækkanir eru í sam- ræmi við loforð ríkisstjórnar- innar í tengslum við kjara- samninga fyrr á þessu ári. Verkalýðshreyfingin hafði lagt ríka áherslu á að áunnin lífeyrisréttindi þurkuðust í raun ekki meira og minna út vegna tekjutryggingar- ákvæðisins. Þessar nýju regl- ur um frítekjumark taka gildi frá og með júlígreiðslu bóta almannatrygginga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.