Alþýðublaðið - 03.08.1990, Síða 5

Alþýðublaðið - 03.08.1990, Síða 5
Föstudagur 3. ágúst 1990 MENMINO 5 Músíkalskur frændgarður Hugleiöingar úr Skálholtshátíö ,,Og hvadan hefuröu tónlislar- gúfuna?" Hver kannast ekki við spurn- ingu eins og þessa, allt frá gutlara og upp í virtúós? Ættfræðilandið hefur alltaf lagt áherzlu á mátt litninga í myndun skapgerðar- þátta. A.m.k. hinna jákvæðu (það er sjaldnar spurt: „hvaðan hef- urðu þessa tilhneigingu til að gefa út gúmmítékka?") Líkt og einstaklingbundnar langanir skipti minna máli. Að það sé meiri vegsemd fólgin í því sem rakið verður beint til knérunnsins. Maður heyrir fyrir sér stoltan föð- ur: „ég bannadi allt helvítis sin- fóníugaul á heimilinu, en hann Lilli minn sá við því. Og nú er hann sumsé orðinn tónlistargagn- rýnandi. Ojá, þetta hefur hann eft- ir langafa sínum." (Hinn slyngi lesandi mun þegar hafa séð út, að undirritaður getur ekki bent á meiriháttar tónsnilld meðal langfeðga sinna. Hitt væri út af fyrir sig reynandi í uppeldinu að banna krakkaormunum að æfa sig á hljóðfærið og forða þannig frá spilaleiða umbreytingaskeiðs- ins, sem ábyggilega margir tónlist- arkennarar kannast við.) Þetta (og margt fleira álíka merkilegt sem rúmsins vegna verður að sleppa að sinni) kom up í hugann, er yðar útsendi kom við í Skálholtskirkju á sunnudaginn var. Hann hafði haft einhvern pata af því, að yfir stendur röð tónleika, sem skylduræknir tónlistarunn- endur munu hafa sótt nú í samfellt fjórtán sumur (þetta er hið fimm- tánda) og kvað leggja mesta áherzlu á barokk og nýja tónlist ís- lenzka. „Skylduræknir" er síður en svo meint í háði, því að mikið og vaxandi orð hefur farið af þess- um sumartónleikum, þar sem Helga Ingólfsdóttir hefur verið í senn prima motrix (gengur þetta?) og fremst meðal jafningja í því að spila, stjórna og skipuleggja. Að vísu lék hún ekki á fyrri tónleikun- um dagsins, og mér til ævarandi hneisu missti ég af þeim seinni, þar sem Helga kvað hafa flutt heila þrjá sembalkonserta eftir meistara Bach með bæði glæsi- brag og sveiflu (að því er starfs- bróður minn á DV, Finnur Torfi Stefánsson, tjáði mér, hvað ég sé litla ástæðu til að rengja.) „F.n," kynni minnugur en óþol- inmóður lesandinn að segja, „hvað kemur þetta litninga- og arfgengiraus í upphafi málinu við?" Jú, því, að tónleikarnir sam- anstóðu af kórverkum eftir ekki einasta Johann Sebastian, heldur einnig eftir frœndur og forfedur hans tvær eða þrjár kynslóður aft- ur í tíma. Maður þarf ekki einu sinni að vera sligaður af sérstök- um ættfræðiáhuga til að sjá hið skemmtilega í slíku verkefnavali (enda liggur alveg á milli hluta, hvernig jafn-óáþreifanlegt fyrir- bæri og persónulegur stíll skilar sér í beinan eða boginn karllegg); vitað er, að Sebastian lagði grunn- inn að tónsköpun sinni (og nær- sýni) með því að stelast til að afrita eldri verk úr safni eldri bróður síns í vistinni í Ohrdruf við tunglskins- ljós í skjóli nætur — enda hafði bróðir hans bannad honum það — og komst þannig í samband við m.a. ýmsa kantora, kapellumeist- ara og stadtmúsíkanta lífs og liðna af hinni tónhneigðu Bach-ætt í gegnum verk þeirra, allar götur frá öndverðri 17. öld. Þar á meðal er alveg eins líklegt, að sveinninn hafi kópíerað eitt- hvað af mótettunum, sem hljóm- uðu í Skálholtskirkju umrætt sunnudagésíðdegi. Höfundarnir voru sem sagt allir komnir af nið- urlenzka lútusmiðnum VeitBach á 16. öld, er sumir telja reyndar frá Siebenbúrgerhéraði (í núv. Rúm- eníu), er eitt sinn laut austurrísk- ungverska keisaranum í Vín, en þar hefur búið þýzkumæltur minnihluti allt frá miðöldum. Hvað sem því líður var sonur hans Christoph Bach hirðtónlistarmað- ur í Weimar, og síðan bjuggu helztu forfeður Sebastians í Thúr- ingen eða á Saxlandi efra. Meðan Sebastian var á lífi voru yfir þrjá- tíu vandamenn hans bendlaðir við tónlistariðju, enda má segja hana einhverja fjölmennustu músíkætt sem uppi hefur verið á meginlandi Evrópu. Samheldni hennar var mikil og ættarmót tíð, m.a. vegna þess að lægra settir tónlistarmenn fengu ekki borgararéttindi í þýzka ríkinu á 17. öld; geta má sér til, að á þeim fundum hafi verið sungið og spilað meir og betur en með öðru alþýðufólki. Eins og beinast lá við voru mót- etturnar í Skálholti fluttar í tíma- röð: elztur höfunda var Johann Bach (1604—1673), þá Johann Michael Bach (1648—1694), síðan að vísu Johann Sebastian sjálfur (1685—1750 sem kunnugt er), þá aftur til Johanns Christophs Bach (1642—1703; eins gott að ártölur fylgi, því einir tólf Johann Christ- oph-ar eru í ættinni!) en loks kant- ata Sebastians BWV 187, Es wartet alles auf dich. Utan kantötunnar var þetta allt auðkennt „Söngverk" í tónleika- skrá. („Mótettur" er tilgáta undir- ritaðs.) Það er kannski dónalegt að fjargviðrast útafjafnlitluá ókeypis tónleikum, en persónulega fannst mér bagalegt, að engar frekari upplýsingar um verkin var að finna utan höfundarnafns og ár- tala. Þó að söngtexti fylgi með bæði á frummáli og í þýðingu, sem er til fyrirmyndar, þá eru þetta það sjaldfluttar tónsmíðar, og það gamlar, að gerð þeirra og sögu- samhengi skiptjr áheyrandann meiru en ella. Ekki þurfti að kvarta undan sinnuleysi tónlistarunnenda; kirkjan var þéttsetin, þrátt fyrir gnótt aukasæta, og hefði þjóð- kirkjan mátt vera ánægð með messusókn af þessari stærðar- gráðu. Samt var í tónleikaskrá beðið um, að ekki yrði klappað — í kirkju tengdri lýðháskólahugsjón og að miklu leyti reistri fyrir nor- rænt fé; á móti kemur að vísu, að tónlistin var meðal perla kirkju- tónmennta, og ofar margri meðal- predikun að gæðum og andríki. Flutningur var í samræmi við verkin. Fyrir hinni iitlu strengja- sveit í kantötunni stóð hin sænska Ann Wallström sem konsertmeist- ari, er þegar hefur skapað sér orð fyrir „upprunalegan" barokktón án ómúsíkalskra tiktúra. Það er gleðiefni, að einnig hér á íslandi skuli nú vera hægt að flytja bar- okktónlist í tímatýpískum umbún- aði nokkurn veginn hreint og rytmískt sannfærandi, enda þótt innflutti óbósólistinn, Regina Sanders, ætti auðheyranlega í nokkrum erfiðleikum með obbl- igatoflúrið á barokkóbóið, enda ekki nema von á frumstæða klappalausa hjarðpípu eins og hún var með í höndunum. Stjórnand- inn, Hilmar Örn Agnarsson, er ungur og óreyndur og á sjálfsagt eftir að ná meira öryggi í takti og innkomubendingum, en slíkt vandast um helming, þegar stjórn- andinn þarf að leika með á pósitíf (sbr. eitt bassasönglesið!); það tókst þó ekki verr en svo, að í heild sinni mátti hafa hina ágætustu skemmtan af þessum sumartón- leikum. Sérstaklega var eftirtekt- arvert hve 13 manna kórinn söng fallega og presíst; allt ungar og efnilegar raddir með Ernu Guð- mundsdóttur, Ragnar Davíðsson, Mörtu Halldórsdóttur og Sverri Guðjónsson kontratenór í eins- söngshlutverkum. Frétzt hafði á skotspónum, að lausamennsku- kór þessi hefði verið „kominn á koppinn" á mettíma, og eru þetta sannarlega viðbrögð frá því sem áður tíðkaðist, er álíka efnisskrá tók hálfan vetur í æfingu. Við erum að eignast yngri „pró- ara“ en nokkru sinni fyrr. Þó að Ríkisútvarpið hafi að vísu ekki lát- ið hjá líða að mæta með græjurnar í þetta sinn, er vert að minna á hinn ört stækkandi hóp af ungu úrvalstónlistarfólki á rekstrarhag- ræðingartímum sem þessum, þeg- ar upp tökur „í útvarpssal" liggja nánast niðri. Hvar er metnaður- inn? Ríltarður Örn Pálsson skrifar wsVjfO þessa mánaðar ergjalddagi virðisaukaskatts S, 'kýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sþarisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslumenn úti á landi og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrslum sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að skila henni til innheimtumanns ríkissjóðs. #„ fnneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skattstjóra. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann á næsta virkan dag á eftir. Til þess að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjalddaga. RÍKISSKATTSIJÓF

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.