Alþýðublaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. ágúst 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN 7 Salat í geimnum DAGFINNUR Endurskrifum islendingasögurnar, — strax!! Vísindamenn við bandarisku geimvísindastofnunina, NASA, hafa fundið upp aðferð til að rækta salat í sérstökum klefum sem eru á stærð við ísskápa. Þessi aðferð getur komið geimför- um til góða því nú geta þeir ræktað sitt eigið salat þegar þeir eru á ferð um geiminn. Maturinn hefur verið eitt helsta kvörtunarefni þeirra sem stundað hafa geimferðir en hann þykir heldur ólystugur. Vísinda- mennirnir sem fundu upp þessa að- ferð segja hana einnig hafa þann ótvíræða kost að sá tími sem fer í Talið er að sovéski íshokkýleik- maðurinn Sergei Fjodorov hafi not- að það tækifæri sem bauðst á Frið- arleikunum í Seattle og flúið land. Hann hvarf frá hóteli því sem liðið hefur gist og talið er að hann hyggist ganga til liðs við bandarískt lið. Júrí Korolev, varaforseti sovéska íshokkýsambandsins, segir banda- ríska íshokkýliðið Detroit Red Wings eiga einhvern þátt í hvarfi Fjodorovs. Fjodorov hvarf síðastlið- inn sunnudag og hefur ekki heyrst frá honum síðan. Fréftir frá Detroit herma að hann sé á leiðinni þangað en Red Wings völdu hann árið 1988 „garðræktina" hjá geimförunum sé kærkomin tilbreyting frá vísinda- störfunum i geimnum. Þetta nýja tæki gerir þeim kleift að uppskera sitt eigið grænmeti á tveggja daga fresti. Það gerir mönnum einnig kleift að rækta grænmeti á stöðum þar sem allt slíkt er illmögulegt af náttúrulegum orsökum, t.d. í kafbát- um og eyðimörkum. Ræktunin hefur líka þann ótví- ræða kost að plönturnar framleiða súrefni og eyða koltvísýringi úr loft- inu og kemur það sér mjög vel á löngum geimferðum. samkvæmt kerfi sem gefur liðum kost á að velja til sín leikmenn þó svo að þeir séu ekki á lausu þá stundina. „Við erum ekkert reiðir út í Fjo- dorov, okkur finnst bara leiðinlegt að byrja Friðarleikana á þennan hátt. Það er kerfi í gangi sem gerir sovéskum leikmönnum kleift að spila í bandarísku deildinni þegar þeir hafa náð 28 ára aldri. Nú leita liðin eftir yngri mönnum," sagði Júrí Korolev ennfremur. Fjodorov ér tvítugur og líklegt þykir að honum hafi þótt biðin held- ur löng. Loksins, loksins! Loksins kom frétt á forsíðu Morgunblaðsins sem mark er á takandi. Og ekki nóg með það. Innihaldið er hverjum hugsandi manni uppspretta ótal vanga- veltna og boðskapurinn til eftir- breytni. Þessi dásamlega frétt fjallaði (að mér skildist) um umskriftir Dodda-bókanna góðkunnu. En eins og kunnugt er eru þessar bækur fyrir Iöngu búnar sanna til- verurétt sinn innan um önnur stór- virki heimsbókmenntanna eins og Biblíunnar, grísku harmleikjanna, Njáls sögu og rauðu ástarsagn- anna. Enid Blyton hefur að sama skapi troðið sér á milli þeirra Shakespe- ares, Byrons lávarðar og Æskilos- ar þar sem þeir sitja þröngt á alltof stuttum bekknum. Komið hefur í ljós að bækurnar um Dodda, Eyrnastóran, Lása löggu og félaga í Leikfangalandi eru alls ekki æskilegar sem lesefni fyrir ungt og óharðnað ungviðið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru þær uppfullar af kyn- þáttafordómum og ala á ranghug- myndum um hlutverk kynjanna. „Það var loksins að einhver greip í taumana," hugsaði ég þeg- ar ég rak augun í forsíðufrétt Morgunblaðsins. Ef trúa má frétt- inni eru allskyns ósmekklegar glósur í bókinni. Ráðist er á aðra kynþætti og kvenfólk niðurlægt. Það hefur löngum verið mér hjartans mál að taka á þessu með fullri hörku. Nóg eru verkefnin en löng ferð byrjar á einu skrefi. * I Mogganum er vitnað í dóttur skáldkonunnar, en hún er fullkom- lega sátt við breytingarnar: „Hún var raUnsæ og hún hefði gert sér grein fyrir því að talsmáti fólks breytist einfaldlega á fjörutíu ár- um.“ Já, þetta er manneskja með viti. Auk þess gefur hún línuna hvernig vinna beri að þessum málum. Fyrst á að taka það fyrir sem elst er. Við íslendingar eigum sem sagt að byrja á íslendingasögunum og þykir mörgum sem ekki sé seinna vænna. Eins og allir vita eru þær upp- fullar af morðum, hórdómi og ljót- um orðum enda söguefnið jafnan hið ógeðfelldasta. Þegar búið er að losa þessar bókmenntir við allan óþverrann verður að taka á málinu sjálfu. Mál Islendingasagnanna er hreint og beint sönnun á bók- menntakenningu dótturinnar. Ekki er nóg með það að málið sé löngu úr móð, orðfærið er með af- brigðum asnalegt og reyndar full- komlega óskiljanlegt hverjum nú- lifandi íslendingi. Nei, hingað og ekki lengra. ís- lendingasögurnar eru óholl lesn- ing bæði börnum og fullorðnum. Eiginlega ætti að banna Árna- stofnun innan 16 (og Egils sögu mætti brenna í heild sinni því henni er ekki viö bjargandi). Sem dæmi má nefna að hægt væri að láta Njál deyja úr eyðni í stað þess að kafna undir húðinni til að færa söguna nær þeim heimi sem blessuð börnin þekkja. Orðfærinu mætti einnig breyta á ýmsa lund. Gunnar á Hlíðarenda gæti t.d. sem best hafa sagt: „Fjandi er hlíðin smart. Ég fer ekki rassgat." Góðir Islendingar. Morgunblað- ið hefur gefið tóninn. Hokký-leikm aður fíýr land DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Fjörkálfar 18.20 Unglingarnir i hverfinu 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Poppkorn 19.20 Björtu hliðarnar 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veður 20.30 Síðan skein sól 21.00 Bergerac 21.50 Friðarleikarnir 22.50 Bagdad Café 00.20Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Emilía 17.35 Jakari 17.40 Zorro 18.05 Henderson krakkarnir 18.30 Bylmingur 19.19 19.19 20.30 Ferðast um tímann 21.20 Rafhlöður fylgja ekki 23.05 Morðin í Líkhúsgötu 00.35 Tópas 02.35 Dag- skrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn: Þegar dýrin komu til mannanna 09.20 Morgun- leikfimi 09.30 Innlit 10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu- og neytendahornið 10.10 Veðurfregnir 10.30 Á ferð 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.01 Úr fuglabókinni 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Dánarfregnir. Auglýsingar 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissagan Vakningin 14.00 Fréttir 14.03 Ljúflingslög 15.00 Fréttir 15.03 í fréttum var þetta helst 16.00 Fréttir 16.03 Að utan 16.10 Dagbókin 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tónlist. Auglýs- ingar. Dánarfregnir 18.45 Veður- fregnir. Auglýsingar 19.00 Kvöld- fréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kvik- sjá 20.00 Hljómplöturabb 20.40 Suð- urland 21.30 Sumarsagan: Rómeó og Júlia í sveitaþorpinu 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins 22.25 Úr fuglabókinni 22.30 Danslög 23.00 Kvöldgestir 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit. Aug- lýsingar 12.20 Hádegisfréttir 14.10 Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Söðlað um 20.30 Gullskífan 21.00 Á djasstónleikum 22.07 Nætursól 01.00 Næturútvarp. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Valdís Gunnarsdóttir 11.00 Ólafur Már Björnsson og Valdís Gunnarsdóttir 12.00 Hádegisfréttir. Stefnumót! Valdís Gunnarsdóttir með stefnumót í beinni útsendingu milli kl. 13 og 14. 14.00 Helgi Rúnar Óskarsson 16.00 íþróttafréttir 17.00 Oamfír eigendur banka upp á Nýir vindar blása úr vestri yfir Austur-Þýskaland. Bakreikningar byrja að streyma til Austur-Þjóð- verja eftir sameiningu. 150 þúsund kröfur hafa borist frá fólki í Vest- ur-Þýskalandi, sem vill fá aftur hús- næði og jarðir. „Við höfum lagt í kostnað til að búa betur að okkur og börnunum," segir Anne-Lise Kru- ger, sem er skúringakona. Maður- inn hennar er verkamaður, en þau hafa búið í Wörlitz fyrir sunnan Berlín í sama húsinu í 5 ár ásamt þremur börnum sínum. Tvær fjöl- skyldur búa í húsinu. Þær leigja íbúðirnar af sveitarfélaginu, en það hefur ekki sinnt viðhaldi í þann hálfa fimmta áratug sem eru liðinn frá stríðslokum. Fyrir nokkru bankaði maöur upp á og kvaðst vera erfingi fyrrverandi eiganda hússins. Talið er að 500.()()() til 800.000 eigendur eigi eftir að gera kröfur til verksmiðja, bónda- bæja, leiguhúsnæðis, jarðarskika og íbúða. Mikill ótti hefur gripið um sig meðal íbúa austan megin. Þeir ótt- ast að lögmál kapítalismans muni gilda, leigan eigi eftir að hækka upp úr öllu valdi, margir muni missa vinnuna, þegar nýir eigendur yfir- taka verksmiðjurnar og enn aðrir gera ráð fyrir að þeir missi húsin sín sem þeir hafa byggt, vegna þess að þau standa í landi einhvers annars. Óleyst er hver á að borga skaða- bætur fyrir þær eignir sem ekki er hægt að endurheimta. Hús sem eru horfin og verksmiðjur sem eru af- lagðar. Og hver á t.d. að greiða fyrir landskikana sem opinberar bygg- ingar hafa risið á? Líklegast er að skattborgarar í Austur- og Vestur- Þýskalandi verði um síðir að standa undir kostnaði sjálfir með auknum álögum. Anne-Lise og Patrik fengu óvænta heimsókn um daginn. Erfingi fyrrver- andi eiganda hussins var kominn til aö sækja arfinn. Síðdegisfréttir 17.15 Reykjavík síð- degis 18.30 Kvöldstemmning i Reykjavík 22.00 Á næturvaktinni 03.00 Freymóður T. Sigurðsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Á bakinu í dýragarðinum 10.00 Bjarni Haukur Þórsson 12.00 Hörður Árnarson og áhöfn hans 15.00 Snorri Sturluson og sögurnar 18.00 Kristófer Helga- son 21.00 Darri Ólason á útopnu 03.00 Jóhannes B. Skúlason. Aðalstöðin 07.00 í morgunkaffi 09.00 Á nýjum degi 12.00 A hádegi 13.00 Með bros á vör 15.00 Rós í hnappagatið 16.00 í dag, i kvöld 19.00 Við kvöldverðar- borðið 20.00 Undir feldi 22.00 Kerta- Ijós og kavíar 02.00 Næturtónar. KROSSGÁTAN □ 1 2 3 4 5 ■ 6 □ 7 8 9 10 ■ 11 ■ 12 13 □ Lárétt: 1 vont, 5 hestur, 6 stjórna, 7 umdæmisstafir, 8 kvæðisins, 10 átt, 11 læsing, 12 fugl, 13 valska. Lóðrétt: 1 blæja 2 lands, 3 kind, 4 skoruhjól, 5 peningar, 7 orma, 9 slæmt, 12 borðaði. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skökk, 5 atir, 6 nam, 7 óp, 8 drasli, 10 Ra, 11 væn, 12 vatn, 13 slóði. Lóðrétt: 1 stara, 2 kima, 3 ör, 4 kópinn, 5 Andrés, 7 ólæti, 9 svað, 12 vó.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.