Alþýðublaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 8
 • • • • • •••• ••••• • • • • • • • ••••• ••• • • • •••• •••• • • • • • • • • • VIÐBRÖGÐ ÝMISSA RÍKJA VIÐINNRÁSINNI BANDARIKIN: Bandaríkjamenn fordæma innrásina harkalega og krefjast tafarlauss brottflutnings írasks herafla. Bandarísk herskip verða send á vettvang í viöbragðsstöðu. Bandaríkjamenn hafa fryst allar eignir Kúvæta og íraka í Bandaríkjunum og hvetja bandamenn sína í NATO til að gera hið sama. Einnig hvetja þeir til algers viðskiptabanns á írak. George Bush forseti virtist hins vegar ekki ætla að beita hervaldi gegn írökum. Hann sagði viö blaðamenn: Ég er ekki að hugsa um að beita hervaldi og ég myndi ekki ræða þetta ef ég væri að því. James Baker utanríkisráðherra flýgur til Moskvu í dag til að koma á sameiginlegri yfirlýsingu stórveldanna um aft- urköllun hers íraka frá Kúvæt. Hann mun hitta Shevard- nadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna á níutíu mínútna fundi til að gefa út yfirlýsinguna. SOVETRIKIN: Sovétmenn hvetja íraka til að draga herafla sinn skilyrðislaust og án taf- ar til baka. Þeir fordæma innrásina og segja hana ógna sameiginlegum hagsmunum Araba- ríkjanna. Sovétmenn hafa einnig hætt allri vopnasölu til íraka, en þeir hafa löngum séð írökum fyrir mestöllum vopnabún- aði þeirra. EVRÓPUBANDALAGIÐ: Fordæmir inn- rásina og krefst tafarlauss brottflutnings her- afla Iraka. Sameiginleg yfirlýsing bandalagsland- anna nefndi engar sérstakar refsiaðgerðir gegn írökum, en gaf í skyn að til slíkra bragða kynni að verða gripið. Evrópubandalagið hefur boðað til skyndifundar á laug- ardag til að fjalla um nánari viðbrögð við innrásinni. Bandalagið sem slíkt hefur engin stjórnmála- né við- skiptatengsl við íraka. BRETLAND: Hefur fryst kúvæskar eignir þar í landi. Douglas Hurd utanríkisráðherra sagði að það væri til að koma í veg fyrir að leppstjórn í Kúvæt næði í eignirnar, en Kú- væt er með ríkari þjóðum heims. FRAKKLAND: Fordæmir innrásina og krefst tafarlauss og skilyrðislauss brottflutn- ings herafla Iraka. Segist munu taka þátt í öllum þeim þving- unum gegn írökum sem Sameinuðu þjóðirn- ar leggi til. Frakkar hafa fryst allar eigur Kúvæta á frönsku svæði. Roland Dumas utanríkisráðherra var spurður hvort Frakkland myndi beita hervaldi gegn írökum. Hann svar- aði: ,,Viö erum með herskip þarna rétt hjá.” Hann skýrði mál sitt ekki frekar. Frakkar hafa frá árinu 1974 verið nánustu bandamenn íraka á Vesturlöndum. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR: Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna krafðist brottflutn- V.L ings írasks herafla frá Kúvæt án tafar og skil- yrðislaust. Það fordæmdi innrásina harka- lega. IRAK: írakar segjast hafa verið að aðstoða „frjálsa bráðabirgðastjórn í Kúvæt” við að koma á reglu í landinu og vera reiðubúnir til að draga herafla sinn til baka um leið og þeirri reglu hefði verið komið á. Þeir vara við öllum erlendum afskiptum af gangi mála og segja slíkt ein- ungis til að gera ástandið verra. Irakar hafa einnig sagst munu frysta allar greiðslur á skuldum við Bandaríkin vegna harkalegra viðbragða þeirra við innrásinni. SYRLAND: Hefur sett herinn í viðbragðs- stöðu og afturkallað öll leyfi hermanna. Sýr- lendingar og Irakar hafa löngum eldað grátt silfur saman. ARABARIKIN : Ekkert Arabaríki nema íran hefur form- lega fordæmt innrásina, en Egyptar segjast reiðubúnir að vera gestgjafar fyrir neyðarráðstefnu Arabaríkja, sem Sýr- lendingar hafa krafist að verði haldin til að ræða gang mála. Saudi-Arabar og Jemenar eru fylgjandi þeirri kröfu. Emírinn í Kúvæt hitti að máli leiðtoga bandalagsríkja sinna við Persaflóa í Jeddah, Saudí-Arabíu, í gærkvöldi. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Magnús Árni Magnússon II Kúvœt hernumið, olíuverö hœkkar, Bandankjamenn í viðbragðsstöðu ÁHRIFARÍK LEIFTURSÓKN ÍRAKA iNNRAS IRAKA R A K Kl. 2.00l k Hersveitlr L yfir landamæi in Ír-»AKI RtliTER IRAN ý í \ '■ i $ m ' ■> Í0Kuvæt* borg kúv/ét; SAUDI I ARABÍA m ,'s 0 km 50/:s (KÚVÆT, Reuter) íraskar hersveitir réðust inn í Kú- vaet fyrir dögun í gær, náðu höfuðborginni á sitt vald og sendu heimsmark- aðsverð á olíu upp í hæstu hæðir. Bandarísk herskip streyma á vettvang og stjórnvöld í Washington hafa fryst allar eignir Ir- aka og Kúvæta í Banda- ríkjunum. Eftir því sem bardaginn harðnaði, því betri tökum náðu írösku hersveitirnar á höfuðborginni og ný stjórn- völd sem kalla sig ,,hina frjálsu skammtímastjórn Kú- væt,“ tilkynntu í útvarpi að þau hefðu steypt fyrri vald- höfum af stóli. Þjóðir heimsins hafa for- dæmt innrásina og Sovétrík- in, sem sjá írökum fyrir vopn- um, hafa sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem þeir krefjast þess að Irakar hörfi tafarlaust og án skilyrða með allar her- sveitir sínar út úr Kúvæt. Neyðarkall_______________ Útvarpssendar í kúvæsku eyðimörkinni, útvörpuðu hjálparbeiðnum yfir nær- liggjandi svæði. Forviða stjórnvöld Araba- ríkjanna hafa þagað þunnu hljóði, að hinum forna fjanda Iraka, Sýrlandi, undanskild- um. Stjórnvöld í Damaskus hafa krafist þess að þegar verði blásið til leiðtogafundar Arabaríkjanna. Á neyðarfundi öryggisráðs Olíuverð hækkaði um heil fimmtán prósent við innrás Iraka í Kúvæt. Ol- íutunnan fór í 24 Banda- ríkjadali á Lundúnamark- aði en verðið hefur ekki verið hærra þar í fjögur ár. í New York fór tunnan í 23,50 dali. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði að áhrif innrásarinnar á olíu- veröið væru alvarlegt áhyggjuefni. Tuttugu og fimm prósent olíu heimsins koma frá Persaflóalöndunum. Innrásin veldur því að nú stjórnar Saddam Hussein sjö prósent- um af heimsmarkaðnum, sinni eigin framleiðslu og Kú- væts. Peter Gignoux, olíukaup- maður í London segir Iraka Sameinuðu þjóðanna í fyrri- nótt var innrásin harkalega fordæmd af yfirgnæfandi meirihluta fulltrúa og þess var krafist að stjórnvöld í Bagdad drægju þegar til baka hersveitir sínar og án skil- yrða. Kúvæskar hersveitir reyndu af veikum mætti að halda uppi vörnum gegn inn- rásarhernum. Sprengingar og skothvellir bergmáluðu milli gler- og stálskýjakljúf- anna í hinni geysiauðugu höf- uðborg. Mestu bardagarnir voru við höll emírsins, þar sem skrið- drekar og herbílar sóttu inn á hallarlóðina Erindreki frá Washington sagði öryggisráði S.Þ. að Bandaríkin vissu ekki enn tölu fallinna. „Okkur er sagt að kúvæskir herir standi uppi í hárinu á innrásarliði íraka," sagði hann. Einn spítali tilkynnti um þrjá látna og tuttugu og fimm særða Kúvæta og níutíu og fimm særða Iraka. Fagmannleg innrás Leifturstríð íraka hófst kl. 2.00 aðfaranótt fimmtudags að staðartíma, (23.00 á mið- vikudagskvöld að íslenskum tíma). Skriðdrekarnir æddu yfir eyðimörkina sem skilur höfuðborgina frá landamær- um landanna. Bandarískur erindreki sagði írösku innrásina mjög fagmannlega framkvæmda. Irak hefur milljón manna hafa beitt hervaldi til að hækka olíuverðið. Innrásin varð þess valdandi að Japan, sem kaupir 220,000 tunnur á dag frá Kú- væt og 175,000 frá írak, komst skyndilega í sviðsljós- ið. Japönsk hlutabréf snar- lækkuðu í verði og japanski viðskiptaráðherrann, Kabun Muto, segist búast við því að jeniö falli í veröi og olían hækki ef átökin standi leng- ur. Evrópubandalagið segir að olíuverð muni ekki hækka of mikiö vegna mikilla vara- birgða. Hæst var olíuveröið árið 1980 en þá komst það upp í 40 dali tunnan vegna bylting- arinnar í íran og Persaflóa- stríðsins. undir vopnum og var búið að stilla hundrað þúsund þeirra upp við kúvæsku landamær- in fyrir nokkrum dögum til að undirstrika kröfur Iraka um land, peninga og olíu sem þeir telja nágranna sína hafa stolið af sér. í her Kúvæta eru tuttugu þúsund og þrjú hundruð menn. Einmana útvarpsstöð í Kú- væt útvarpaði hvatningu til landsmanna að grípa til vopna gegn innrásarliðinu, sem nú þegar hefur náð á sitt vald herstöðvum sem gegna lykilhlutverki, s.s. alþjóða- flugvellinum og Dasman höll- inni, sem er einn af bústöðum emírsins Jaber al-Ahmed al- Sabah. Heilag* stria______________ „Tími jíhad (heilags stríðs) er upp runninn og við mun- um láta óvininn bergja á þeim kaleik dauðans er þeir hafa búið oss," sagði útvarps- stöðin og hvatti Kúvæta til að berjast gegn „hinni villi- mannlegu innrás,“ og skoraði á Arabaríkin að koma til hjálpar. Ekki einn einasti af banda- mönnum Kúvæta í hinu sex þjóða bandalagi Samvinnu- ráðs Persaflóaríkja, sem í eru Saudi-Arabía, Qatar, Bahrein, Sameinuðu arabísku fursta- dæmin og Oman, sáu ástæðu til að láta opinberar frétta- stofur greina frá innrásinni í bandalagsríki þeirra. Dóttir kúvæska emírsins sagði opinberum embættis- mönnum að emírinn væri á öruggum stað. Vestrænir sendifulltrúar í Kaíró sögðu hann vera í Damman í Saudi-Arabíu. írakar segjast hafa hafið innrás sína eftir að uppreisn- armenn sem sögðust hafa velt stjórnvöldum úr sessi hafi beðið þá um stuðning. Ótrúlegar eignir Kúvæta Þessari sögu var hafnað harkalega af Bandaríkja- mönnum. Fulltrúi Bandaríkj- anna, Thomas Pickering, sagði öryggisráðinu að í stað- inn fyrir að sviðsetja upp- reisnina fyrir innrásina hefðu írakar farið öfugt að. Þeir hefðu fyrst ráðist inn í Kúvæt og bjuggu síðan til einhvers- konar hallarbyltingu í svik- samlegri tilraun til að rétt- læta gjörðir sínar. Hann sagði að emírinn, krónprinsinn og utanríkisráð- herrann væru óhultir og héldu áfram um stjórnar- tauma Kúvæt. En sú staða að sé komin önnur ríkisstjórn, sem krefst viðurkenningar, vakti upp spurningar um það hver ætti eiginlega milljarða dollara sem skráðar eru á Kú- væt víðs vegar um heiminn. Verðbréfasérfræðingar í London vilja meta eignir Kú- væta erlendis á 55 milljarða bandaríkjadala (3300 millj- arða ísl. kr.) að mestu í hluta- bréfum, verðbréfum og fast- eignum. Afleiðingar innrásarinnar urðu þær að verð bandaríkja- dals og gulls snarhækkaði á heimsmarkaði. „Fólk er í losti.” sagði verðbréfasali í Frankfurt. Óagþveiti_______________ i f júrmálaheiminum Hlutabréf hröpuðu í verði vegna áhyggna fólks um að Bandaríkin, sem vernduðu kúvæsk olíuflutningaskip í Persaflóastríðinu, gætu dreg- ist inn í meiriháttar stríðs- átök. Hermálaráðuneytið sneri bandarískri ílotadeild á Ind- landshafi í átt til Persaflóa og stjórnvöld í Hvíta húsinu sögðu að allir möguleikar væru í athugun. Sex bandarísk herskip eru nú þegar á Persaflóa í við- bragðsstöðu og Pentagon til- kynnti að flugmóðurskipið Independence, sem hefur innanborðs bæði orrustu- og sprenguflugvélar, væri á Ieið- inni ásamt fimm fylgdarskip- um. Innrás íraka batt skyndileg- an enda á allan olíuútflutning Kúvæta en þeir höfðu búið sig undir það að minnka út- flutning sinn niður í 1,5 millj- ón olíutunnur á dag til að fylgja eftir undirritun sátt- mála OPEC ríkjanna frá fundi þeirra í síðasta mánuði, en á þeim fundi náðu sjónarmið Iraka í olíumálum fullkom- lega fram. Kúvæt hafði framleitt í kringum 1,9 milljón tunna á dag og lá undir ásökunum stjórnvalda í Bagdad um að þvinga olíuverð niður og spilla íröskum efnahag. Einn fimmti af olíu heims- ins kemur úr Persaflóalönd- unum og olían náði hæsta verði í fjögur ár þegar írösku skriðdrekarnir flæddu yfir landamæri Kúvæts. Yfir 200 fallnir Kúvætar misstu milli 100—200 manns í innrás- inni í gær og þar á meðal var einn meðlimur kon- unglegu fjölskyldunnar. Þetta staðfesti sendiherra Kúvæta í Brussel í gær. Talið er, að a.m.k. 200 manns hafi fallið í innrás- inni. Afleidingar innrásarinnar Oliuverð snarhækkar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.