Alþýðublaðið - 12.09.1990, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 12.09.1990, Qupperneq 2
2 FRÉTTASKÝRING Miðvikudagur 12. sept. 1990 Hljóta að tá HUNDSBÆTUR Álmálið virðist sigla i höfn. Deilt hefur ver- ið um staðsetningu og nú er raforkuverð að komast á dagskrá. Það er fróðlegt að sjá að þrátt fyrir yfirlýsingar fjölmargra þing- manna á undanförnum misserum um að ál- verinu verði hugaður staður „úti á landi" virðist sem flestir ætli að kyngja þvi að ver- inu verði komið fyrir á suðvesturhorninu. Framsóknarmenn héldu þvi lengi vel fram að stóriðja ætti að vera á landsbyggðinni. Þeg- ar Ijóst var að álverið lenti allt eins á suðvest- urtanga landsins, gat niðursetning verk- smiðjunnar orðið Ijár i þúfu. Formaður Fram- sóknarflokksins leysti sem kunnugt er fag- mannlega úr með þvi að skilgreina „lands- byggð" að þvi er best verður skilið sem það svæði á landakortinu sem er nokkru sunnan við og/eða austan heimilis núverandi forsæt- isráðherra á Arnarnesi. EFTIR ÞORLÁK HELGASON Fólk Frá Káess til Eimskips Erlendur Hjallason hefur verið ráðinn forstöðu- maður utanlandsdeildar Eimskips og hóf störf um mánaðamótin. Erlendur lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1978 og lauk cand.merc prófi frá Versl- unarháskólanum í Kaup- mannahöfn 1984. Hann starfaði frá 1982 til 1987 hjá Eimskip, síðustu árin sem forstöðumaður markaðsdeildar. Tók hann þá við fram- kvæmdastjórastöðu hjá Káess-húsgögnum, en snýr nú aftur til Eimskips. Nýr markaðs- sf/ór/ hjá Fróða hf. Nýlega tók Björn Jóns- son, 29 ára, við starfi markaðsstjóra hjá útgáfu- fyrirtækinu Fróða hf., áð- ur Frjálst framtak hf. Björn er kunnur íþrótta- maður, fyrirliði Breiða- bliks í handbolta og leik- maður með landsliðinu og þýskum og svissnesk- um liðum. Björn er við- skiptafræðingur og hélt til framhaldsnáms í Bre- men í Þýskalandi. Hann starfaði hjá Pósti & síma og vann við að koma á legg markaðsdeild stofn- unarinnar. Eiginkona Björns er Helga Sigurdar- dóttir og eiga þau eitt barn. HeimdeUingar komnir af fjalli og hættir smölun í gær var sagt frá smala- mennsku ungra sjálfstæð- ismanna í heimdalli. Nú herma nýjustu fregnir að Heimdellingar séu komn-' ir af fjalli og hættir allri at- kvæðasmölun. Ástæðan er þó ekki sú að stutt- buxnadeildinni hafi orðið kalt á fjöllum uppi, heldur segja þeir sem til þykjast þekkja að samkomulag hafi náðst milli hinna stríðandi fylkinga. Birgir Armannsson verður því trúlega formaður félags- ins áfram og boðinn verð- ur fram sameiginlegur listi beggja fylkinga til stjórnar félagsins. Þeir sem vonuðust eftir vopnabraki á aðalfundin- um í kvöld verða því af þeirri skemmtun. Steingrímur Hermannsson lýsti einnig yfir því á alþingi 26. apríl sl. að flokkar sem ættu aðild að ríkisstjórn yrðu að sjálfsögðu að gera það upp við sig hvort þeir styddu stjórnarfrumvarp um álver. ,,Ef hann neitar er sú ríkis- stjórn þar með fallin," sagði forsætisráðherra. Ef Stein- grímur hefði ekki skilgreint „landsbyggð" upp á nýtt væri stjórnina sem sé væntanlega fallin af sjálfu sér. Alþýðuflokkurinn hefur ekki sett ákveðinn stað sem skilyrði stuðnings við bygg- ingu álvers. Borgaraflokkur- inn vill dreifa ágóða af álveri um landið og Stefán Valgeirs- son hefur látið þau orð falla að stóriðja geti aldrei bundist byggðamálum, sama hvar hún yrði staðsett. Kvennalistinn er á móti ál- veri í hvaða mynd sem er. En hvað með Sjálfstæðisflokk- inn. Landsfundur samþykkti einum rómi að álver skyldi byggt á „vaxtarsvæði lands- byggðarinnar." Helmingur sjálfstæðismanna á móti? Sjálfstæðismenn hafa fylgt framsóknarmönnum í skoð- un varðandi staðsetningu ál- vers. Á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins fyrir tæpu ári var samþykkt án minnstu and- mæla ályktun sérstakrar byggðanefndar um að „stór- iðju og stórfyrirtækjum verði valinn staður á vaxtarsvæð^ um landsbyggðarinnar." I framhaldi samþykktarinnar báru 6 þingmenn Sjálfstæðis- flokks upp þingsályktunartil- lögu um að „næsta stóriðju- veri skuli valinn staður á landsbyggðinni." Flutnings- menn voru Egill Jónsson, Halldór Blöndal, Pálmi Jóns- son, Eggert Haukdal, Friðjón Þórðarson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Athygli vekur að þeir eru úr öllum kjördæmum landsins nema Reykjavík og Reykjanesi. Má draga þá ályktun að þing- mennirnir telji „vaxtarsvæði landsbyggðarinnar" vera í einhverju þeirra sex kjör- dæma sem eru austan og/eða norðan við Reykjanes og Reykjavík? Egill Jónsson, sem var fyrsti flutningsmaður þings- ályktunartillögunnar, ségir að það sé engin spurning um að átt sé við „vaxtarsvæði" utan Faxaflóasvæðisins. „Það er auðvitað hártogun að landsbyggð byrji við Kúa- gerði," segir Egill í samtali við Alþýðublaðið. Egili kveð- ur einróma stuðning við sjón- armið þingsályktunartillög- unnar í þingflokki Framsókn- arflokksins og í þingræðu 26. apríl komst Egill svo að orði það lægju líka fyrir mikilvæg- ar yfirlýsingar af hendi Al- þýðubandalags um að ef til þess kæmi að byggt yrði stór- iðjuver væri það nánast skil- yrt af hendi Alþýðubanda- lags að það yrði sett upp úti á landi. Ekki er vitað hvort allir „landsbyggðarþingmenn" Sjálfstæðisflokks eru sama sinnis og sexmenningarnir, en sé svo er a.m.k. helming- ur Sjálfstæðisflokks ekki hlynntur því að álver rísi á Keilisnesi. Með röksemdum þingmannanna sex myndi ál- ver á suðvesturhorninu væntanlega ekki stuðla að jafnvægi í byggð r- fremur auka á misvægið. Hljóta að ffá hundsbætur________________ Með tillögu sexmenning- anna fylgdi nokkur bálkur um byggðaþróun, m.a. spá Byggðastofnunar um fólks- fækkun á landsbyggð. Flutn- ingsmenn telja hana vísbend- ingu um „hvert stefnir í þró- un byggðar ef svipaðar þjóð- félagsaðstæður ríkja áfram og nú eru." Samkvæmt spán- um munu 34 af hverjum 100 íbúum á „landsbyggð" en í dag eru hlutföll 43 af 100. Eg- ill Jónsson áréttaði í viðtali við Alþýðublaðið í gær að hann væri á sömu skoðun og kemur fram hjá Byggðastofn- un um byggðaröskun ef álver lenti á suðvesturhorninu. Ekki hefur heyrst að sjálf- stæðismenn hafi skilgreint landsbyggð upp á nýtt eins og framsóknarmenn hafa svo snoturlega gert. EgiII Jóns- son segir að „ef pólitíkusar ætli að bjarga sér á slíkum orðhengilshætti, þá sé það mikill misskilningur." Um skilgreiningu Steingríms Her- mannssonar (og Framsóknar- flokksins) telur Egill álmálið svo stórt mál „að þó að menn séu með einhver slaufuverk í pólitík í sjónvarpi, þá er það algjör barnaskapur að ætla að fara að túlka álmálið á þessum grundvelli. Fólk hlær að því.“ Aðspurður um Egill Jónsson, þingmaður Sjálfstœðis- flokksins, segist ekki skilja þá sem œtli að mœla með staðsetningu álvers á Keilisnesi, ef þeir hafa lýst yfir því að þeir vilji að það rísi á ,,landsbyggðinni“. hvernig standi á því að verið sé að setja álver niður á suð- vesturhorni, þegar fleiri flokkar hafi kveðið upp úr um staðsetningu utan þess svæðis, segir Egill Jónsson: „Þú setur mig alveg á gat. Ef þetta á eftir að ganga svona yfir hljóta þessir þingmenn að fá einhverjar hundsbæt- ur.“ Ólafur Ragnar sagði í frétt- um á Bylgjunni í fyrradag að þingflokkur Alþýðubanda- lags hefði alls ekki ályktað um staðsetningu álvers. Mátti skilja orð hans þannig áð Al- þýðubandalagsmenn hefðu söðlað um — eða að skoðanir þeirra um nauðsyn þess að ál- ver risi á landsbyggð hefðu aðeins verið í nösunum á þeim. Svavar Gestsson lýsti því yfir í viðtali við Alþýðu- blaðið fyrir skömmu að sér litist best á Reyðarfjörð og hann hefur gerst talsmaður andstöðunnar í Alþýðu- bandalagi í álversmáli. Ánd- stöðu við hvað? Spurning sem er skiljanleg eftir um- mæli Ólafs Ragnars síðast í fyrradag. 6**i Rqgnars Arnalds ástæóulaus?____________ Um raforkuverð virðist enn margt á huldu. Samkvæmt heimildum sem Morgunblað- ið telur sig hafa og greint er frá í gær, tengist raforkuverð álverði hverju sinni. Fyrstu fjögur árin, 1994 til 1998, þannig að orkan seljist á 10% af heimsmarkaðsverði á áli. Reikniaðferðin byggist einnig á þeim fjölda kílóvattstunda, sem þarf til að framleiða eitt kíló af hrááli. Ragnar Arnalds lýsti því yfir í hádegisfréttum ríkisútvarps í gær að lækki ál- verð um 25% á heimsmark- aði hækkaði nótan til íslend- inga um 750 milljónir króna, ef miðað væri við upplýsing- ar Morgunblaðsins (hins vegar minntist Ragnar ekkert á hvað gerðist ef álverð hækkaði). Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra vill ekki gefa upplýsingar um hugsan- legt raforkuverð. Telur það trúnaðarmál. I svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Kristínar Einars- dóttir á alþingi í vetur kvað ráðherra tryggt að Lands- virkjun fengi „að lágmarki endurgreiðslu á því fjármagni sem varið yrði til fram- kvæmda i raforkukerfinu til þess að sjá stóriðju fyrir raf- orku.“ Þess verði og gætt að „almenningur þurfi ekki að greiða hærra raforkuverð en sem svarar því að eingöngu væri virkjað til að mæta auknum orkuþörfum hins al- menna markaðar." Ummæli Ragnars Arnalds í gær — um að ekki verði „gólf" í samn- ingnum og því geti reikning- urinn sem leggist á almenn- ing a.m.k. í byrjun farið upp úr öllu valdi — standast ekki. Samkvæmt svari iðnaðarráð- herra á alþingi í vetur er ekki hætta á að almenningur muni þurfa að greiða hærra raforkuverð en sem nemur kostnaðinum við að full- nægja meiri orkuþörf til heimilisnota. Álnótuna borgi álverið sjálft.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.