Alþýðublaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 12. sept. 1990 íslenskur galdur — segir sœnska blaöid Arbetet um bók Einars Más Guðmundssonar Eftirmáli regndropanna eftir Einar Má Guðmundsson virðist falla í góðan jarðveg meðal Svía, ef marka má áberandi frásögn og dóm um bók hans „Regndrop- parnas epilog,“ sem Inge Knuts- son þýddi og fær mikið lof fyrir. ,,Hér fer Einar Már Guðmundsson inn á leiðir sem eru eins konar ís- lenskt afbrigði af hinni dulrænu raunsæisstefnu sem einkennt hefur s-ameríska frásagnarlist," segir Joel Ohlsson í gagnrýni sinni. ,,Mál Einars, í ágætri þýðingu Inge Knutsons, tekur oft á sig ljóðrænan blæ, sem þó er ekki hátíðlegri en svo að þessir Ijóðrænu kaflar falla mjög vel inn í töluvert mergjaða frá- sögn.“ Segir Ohlsson frásögnina ,,af- stressaða" en fyndna. „Mér finnst hún andlega skyld Dylan Thomas," segir Ohlson að lokum. EINAR MÁR — verkum hans er líkt við verk Dylans Thomas. De b&da romanema Hid- dama av runda trappan” och "Vingslag i takrannan” knnrllnrlo nrrt Inkann • Einar Már Gudmundsson lism som framst utövats av latinameríkanska beráttare. miga och regniga natt i Rey- kjavik, d& sallsamma och Islándsk magi BOKEN Einar Már Gudmunds- aon: Regndroppamas epiiog. övcn*ttning lnge Knuis- -aon Pripress. Legenda. t RAÐAUGLÝSINGAR RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS LAUGAVEGI 13 101 REYKJAVIK BREFSÍMI NR. 29814 SIMI 21320 Auglýsing um forverkefni Rannsóknaráð ríkisins hefur ákveðið að veita styrki til forverkefna er miði að því að kanna forsendur nýrra áhugaverðra rannsókna- & þróunarverkefna. Um slíka styrki geta sótt fyrirtæki, stofnanir og ein- staklingar. Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til röksemdafærslu um tæknilegt og hagrænt mikilvægi verkefnisins og hugmynda um leiðir til að koma niðurstöðum verkefnis í framkvæmd, ef það skilar jákvæðum árangri. Markmiðið með stuðningi við forverkefni er að kort- leggja betur tæknileg og þróunarleg vandamál og markaðsþörf, svo og forsendur samstarfs, áður en lagt er í umfangsmikil r & þ verkefni, sem hugsan- lega verða styrkt úr Rannsóknasjóði. Gert er ráð fyrir að upphæð stuðnings við forverk- efni geti numið allt að 500.000,- kr. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. L LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í lagn- ingu vegslóða vegna byggingar220 kV Búrfellslínu í samræmi við útboðsgögn BFL-10. Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudeg- inum 13. september 1990 á skrifstofu Landsvirkjun- ar Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000,- Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, eigi síðar en föstu- daginn 21. september 1990 fyrir kl. 14.00 en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14.15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík 10. september 1990. Iðnfulltrúi á Vestfjörðum í auglýsingu um laus störf iðnfulltrúa, sem birt var í dagblöðum um síðustu helgi, féll af vangá niður að tilgreina Vestfirði sem eitt landsvæði þar sem ráða á iðnfulltrúa. Vakin er hér með athygli á þessu, en vísast að öðru leyti til áður birtrar auglýsingar. Menntamálaráðuneytið. Auglýsing um veitingu leyfis til áætlunarflugs innanlands Laust er til umsóknar sérleyfi til áætlanaflugs með farþega, vörur og póst á flugleiðinni Reykjavík—Suðureyri—Reykjavík. Samgönguráðherra mun, samkvæmt heimild í VII. kafla laga nr. 34 21. maí 1964 um loftferðirog reglu- gerð um flugrekstur, nr. 381 1989 sbr. 580/1989 og 279/1990, veita leyfi til ofangreinds áætlunarflugs fyrirtímabilið 1. október 1990 til 31. desember 1997. Ráðuneytið lýsir hér með eftir umsóknum flugrek- enda um leyfi til áætlunarflugs á téðri flugleið. í um- sókninni skal greina: — nafn flugrekanda — mat umsækjanda á flutningsþörf á viðkomandi leið, — drög að áætlun á viðkomandi leið — önnur atriði sem umsækjandi telur skipta máli. Umsóknum, skv. ofanrituðu, skal skila til samgönguráðuneytisins eigi síðar en 20. september nk. Samgönguráðuneytið, 11. september 1990. Myndbandagerð Vídeó — Nýtt námskeið Sjö vikna námskeið í myndbandagerð hefst 17. september nk. Kennt verður 2 sinnum í viku, mánud. og miðvikud. kl, 19—22. Megináhersla er lögð á: Kvikmyndasögu, myndbyggingu, eðli og notkun myndmáls í kvikmyndum, handritsgerð ásamt upptöku, klippingu og hljóðsetningu eigin mynd- efnis nemenda. Kennari er Ólafur Angantýsson og verður kennt í Miðbæjarskólanum. Kennslugjald er kr. 7.600,- Innritun í símum 12992 og 14106 kl. 10—19. Námsflokkar Reykjavíkur. Frá Háskóla íslands Skrásetning nýnema í Háskóla íslands háskólaárið 1990—91 fór fram frá 1.—29. júní 1990. Tekið verður á móti beiðnum um skrásetningu á vormisseri frá 2.—15. janúar 1991. Þar eð kennsla í flestum deildum Háskólans er nú hafin eða að hefjast er ekki unnt að veita undanþág- ur frá skrásetningarreglum eftir 14. september 1990. Háskóli íslands. Aðalfundur kjördæmisráðs Vesturlands verður haldinn í Hótel Borgarnes laugardaginn 22. september og hefst kl. 10.00. Dagskrá: Samkvæmt reglugerð. Nánar auglýst í næstu viku. Stjórn kjördæmisráðs. Aðalfundur Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur aðal- fund mánudaginn 17. september kl. 20.30 í Rósinni Hverfisgötu 8—10. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Frá skrifstofu Alþýðuflokksins í dag 12. september verður Ólína Þorvarð- ardóttir með viðtals- tíma frá kl. 16.00—18.00. Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Miðvikudaginn 19. september verður Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráð- herra með viðtalstíma frá kl. 16.00—18.00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.