Alþýðublaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 19. sept. 1990 Fólk VIÐTAL Jón Sigurdsson idnaöarráöherra stefnir aö víötœkri pólitískri samstööu í álmálinu Fallegusi, — kjaftforast- ur . . . Aragrúi ræðna var fluttur Rannveigu Gudmunds- dóttur, alþingismanni Kópavogsbúa, þegar hún fagnaði fimmtíu ára af- mæli sínu með vinum sín: um á laugardaginn. I einni ræðunni var sagt frá að því einhverju sinni hefði því verið slegið fram, í tíð Guðmundar Oddssonar og Rannveig- ar í bæjarstjórn, að kratar i Kópavogi ættu fallegasta bæjarfulltrúann — og líka þann kjaftforasta! Guömundur Oddsson, bæjarfulltrúi var sagður fljótur að svara þessu og sagði eitthvað sem svo: ,,Já, hefur það farið svona víða hvað Rannveig er kjaftfor?" \;jfl Bragi sýnir fugla og erótik í Gallerí Borg opnar Bragi Asgeirsson, 58 ára, sýn- ingu á fuglum og erótík á morgun, fimmtudag. Þetta eru nýjar myndir sem allar tengjast þessu tiltekna viðfangsefni. Sjónþing heldur sýningu Sjónþing Bjarna H. Þór- arinssonar opnar sýn- ingu laugardaginn 22. september klukkan 16 í Gallerí 11 Skólavörðustíg 4a í Reykjavík. Þar kynnir og sýnir myndlistarmað- urinn nýjustu uppfinning- ar sínar á sviði sjónhátta- fræða en þær eru: Visio- list og visi-handrit, ný ís- lensk handrit. Þetta er annað sjónþing höfundar. Hið fyrsta sjónþing var haldið í Nýlistasafninu í ágúst árið 1988. Þá kom sjónháttfræðin fram á sjónarsviðið. Visio-list er alíslenskt fyrirbrigði, þró- uð úr íslenskum jarðvegi, fyrst sinnar tegundar hér á landi. Sjónþing stendur frá 22. september til 4. október og verður opið frá kl. 14 til 18 alla daga og stendur sýningin öll- um opin til fróðleiks, visku, vísinda og við- skipta. Verið velkominn, jafnt leik sem lærð. ÁLMÁLIÐ AÐ RAÐAST SAMAN Timasetningar ættu ekki að koma á évart — Ríkir pólitísk sam- staða um málið? ,,Ég ætla nú ekki að full- yrða að hún sé eindregin. En auðvitað stefni ég að því að ná víðtækri samstöðu um þetta mál. Mönnum ættu ekki að koma á óvart tima- setningarnar í þessu máli. Þær hafa legið ljósar fyrir í þessum viðræðum frá því í mars. Aðilarnir komu sér í upphafi málsins, í mars síð- astliðnum, saman um það hvernig þeir ætluðu að vinna að málinu og að hvaða tíma- setningum þeir stefndu. Efn- islega eru rökin náttúrulega þau, að við megum ekki missa næsta framkvæmdaár, því það tefur ekki aðeins þessa framkvæmd um heilt ár, heldur þýðir það líka tekjumissi af Blönduvirkjun í heilt ár. Þetta eru efnislega mikilvæg sjónarmið og ég legg mikla áherslu á að geta lagt málið fullmótað fyrir þingið sem fyrst þannig að unnt sé að ljúka þinglegri meðferð þess á haustþinginu. Þetta þýðir að hægt verður að leggja fram heimildarlaga- frumvarpið í byrjun þingsins eða fljótlega eftir að þing er saman komið.“ Arðsemi meiri_______ þjóðhagslegq________ — Hvað viltu segja um Þaö hafa blásið snarpir pólitískir vindar að undanförnu um Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. í gær kom hann af fundi í ríkisstjórn með byrinn í bakið enda virðist nú sem álmálið hafi fengið byr undir báða vængi: „Ég stefni að því að ná víðtækri samstöðu um þetta mál. Mönnum ættu ekki að koma á óvart tímasetningarnar í þessu máii. Þær hafa legið Ijósar fyrir í þessum viðræðum frá því í mars," segir iðnaðarráðherra við Alþýðublaðið. sem gerðar hafa verið á orku- samningsgrundvellinum sem Landsvirkjun hefur kynnt og álit og umsagnir Þjóðhags- stofnunar um hagfræðilega hlið málsins og Orkustofnun- ar um orkubúskaparhlið málsins, staðfesti að þetta sé orkusölusamningur með við- unandi arðsemi frá þröngu fyrirtækissjónarmiði Lands- virkjunar. En auðvitað er arð- semin meiri þjóðhagslega, því við höfum auk orkusölu- teknanna margvíslegar aðrar tekjur af álverinu sem sam- starfsaðilar okkar ætla að fjárfesta í en við ekki. Það eru bæði skatttekjur ríkis og sveitarfélaga, en síðast en ekki síst laun fólksins sem mun vinna í álverinu og þeirra fjölmörgu þjónustuað- ila sem munu tengjast álver- inu í rekstri. Auk þess sem framkvæmdirnar við bygg- ingu álversins fyrir reikning annarra en okkar sjálfra, eru náttúrulega viðbót við tekjur þjóðarbúsins." Varla vaxtarvon j sjóvarútvegi — Er búið að reikna út hvað álverið skilar þjóðar- búinu miklu? ,,Það hefur reyndar legið fyrir allt frá því að raforku- lagafrumvarpið var sett fram, að ef við ráðumst í þessar framkvæmdir á grundvelli þeirra áætlana sem fyrir liggja, þá bætir álverið við hagvöxtinn einum af hundr- aði á ári næstu fjögur til fimm ár sem felur það í sér að þjóð- artekjurnar verða fimm af hundraði meiri árið 1996 en þær væru annars. Þetta er það sem þarf til að jafna met- in í hagvexti á Islandi og í öðrum löndum. Síðustu frétt- ir af styrk fiskstofna og ár- ganga af þorski benda ekki beinlínis til þess að þaðan sé vaxtarvon á næstu árum. Þeim mun meiri þörf er á því að taka af skarið í þessu stóra atvinnumáli," segir Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra við Alþýðublaðið. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir i eft- irfarandi viðtali við Alþýðublaðið, að raf- orkusala Landsvirkjunar til fyrirhugaðs ál- vers muni skila 5% hærri þjóðartekjum árið 1996 en annars væri. Auk orkusölunnar mun álverið skila miklum skatttekjum fyrir riki og sveitarfélög og margvislegum öðrum tekj- um, s.s. launatekjum og tekjum vegna bygg- ingaframkvæmda og þjónustu. Iðnaðarráðherra segist ekki fullyrða að eindregin pólitisk samstaða riki um álmálið i rikisstjórninni en hann stefni á að ná við- tækri samstöðu um málið. VIÐTAL: INGÓLFUR MARGEIRSSON Ríkisstjórn kom saman í gær ogþar var álmáliö á dag- skrá: ,,Eg kynnti i ríkisstjórn- inni ítarlega greinargerð um staðarvalið, auk lýsingar á stöðu skattamála," segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra við Alþýðublaðið. ,,Þar hefur Iíka komið fram það álit um- hverfisráðuneytis og Holl- ustuverndar, að hætta á um- hverfsspjöllum sé minnst á Keilisnesi. Þetta efni er nú allt að raðast saman í heildar- mynd," segir iðnaðarráð- herra. „Orkusamningurinn hefur verið ítarlega kynntur, m.a. á fundi sem starfsmenn Lands- virkjunar áttu með ráðherr- um og nokkrum þingmönn- um í gær. Línur málsins eru nú teknar mjög að skýrast og að því stefnt að ná samkomu- lagi um meginatriði málsins um mánaðamótin eins og að hefur verið stefnt frá því að samkomulagið var gert í mars." arðsemisútreikningana vegna álversins? ,,Ég tel að þær athuganir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.