Alþýðublaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 19. sept. 1990 Sívinsælar Skeiðaréttír Réttum líkur nú senn og tekur þá við sláturtíð og svo eftirleitir. Löngum hefur það verið tilhlökkunar- efni á íslandi að sjá lagðprútt og dragvænt fjall- safnið nálgast byggð og síðan að draga björgina í dilka. Fé hefur nú á nokkrum árum fækkað um helming á landinu, en það kemur ekki í veg fyrir það að Islendingar fjölmenna í réttirnar, taka lagið og hressa upp á gömul kynni. Þá finnst líka mörgum hinn sterki fjárstofn landsmanna viss líftrygging, á tímum , þegar menn á borð við Saddam Hussein vaða uppi og hóta heimsbyggðinni illu. Á föstudag- inn var réttað í Skeiðarétt og sótti þangað múgur og margmenni að vanda. Komu menn vítt að og tóku óspart þátt í réttarstörfunum og söngnum á eftir. Mátti sjá þarna allar hetjur víkingaþjóðarinnar, allt frá skipstjóra úr Grindavík með dótturina á herð- unum að stjórna fjöldasöng til gildra bænda úr Ár- nesþingi. Á eftir beið svo þessi dásamlega kjötsúpa á bæjunum og rjómapönnukökur. Ljósm.: G.T.K. RAÐAUGLÝSINGAR RARIK RAFMAGNSVEITUR RfKISINL Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í reis- ingu á 113 staurastæðum í 66 kV háspennulínu milli Valla við Hveragerði og Þorlákshafnar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagns- veitnanna, Gagnheiði 40, 800 Selfossi, Dufþaks- braut 12, 860 Hvolsvöllur og Laugavegi 118, 105 Reykjavík frá og með fimmtudeginum 20. septem- ber 1990 og kostar kr. 700 hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins í Reykjavík fyrir kl. 14.00, miðvikudaginn 17. október 1990, og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK- 90006 66 kV Þorlákshafnarlína. Staurareising". Rafmagnsveigur ríkisins, Laugavegi 118, 106 Reykajvík. RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS LAUGAVEGI 13 101 REYKJAVIK SfíEFSIMI Nfí. 29814 SIMI 21320 Auglýsing um forverkefni Rannsóknaráð ríkisins hefur ákveðið að veita styrki til forverkefna er miði að því að kanna forsendur nýrra áhugaverðra rannsókna- & þróunarverkefna. Um slíka styrki geta sótt fyrirtæki, stofnanir og ein- staklingar. Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til röksemdafærslu um tæknilegt og hagrænt mikilvægi verkefnisins og hugmynda um leiðir til að koma niðurstöðum verkefnis í framkvæmd, ef það skilar jákvæðum árangri. Markmiðið með stuðningi við forverkefni er að kort- leggja betur tæknileg og þróunarleg vandamál og markaðsþörf, svo og forsendur samstarfs, áður en lagt er í umfangsmikil r & þ verkefni, sem hugsan- lega verða styrkt úr Rannsóknasjóði. Gert er ráð fyrir að upphæð stuðnings við forverk- efni geti numið allt að 500.000,- kr. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Kjördæmisráð Alþýðuflokksins á Vesturlandi KJÖRDÆMISÞING Kjördæmisþing (aðalfundur Kjördæmisráðs) Al- þýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi fer fram á hótelinu í Borgarnesi laugardaginn 22. september og hefst klukkan 10.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar 3. Kosning stjórnar og varastjórnar 4. Nefndakjör 5. Kosning fulltrúa í flokksstjórn 6. Önnur mál Á fundinum mun Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra gera grein fyrir fyrirhuguðum breyt- ingum á skipulagi Húsnæðisstofnunar ríkisins og Eiöur Guðnason alþingismaður mun fjalla um stjórnmálaviðhorfið. Gert er ráð fyrir að fundinum Ijúki um kl. 18.00. Stjórn Kjördæmisráðs. Aðalfundur FUJ í Hafnarfirði verður haldinn föstudaginn 21. september í Al- þýðuhúsinu í Hafnarfirði kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Hvetjum alla hafnfirska ungkrata til að mæta. Búist er við óvæntri uppákomu eftir fundinn. Stjórnin. Kjördæmisþing Alþýðuflokksins Norðurlandskjördæmi Eystra Verður haldið á Akureyri laugardaginn 29. septem- ber nk. í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 10.00 fyrir há- degi. Stjórnin. HAMRABORG FÉLAGSMIÐSTÖÐJAFNAÐARMANNA HAMRABORG 14A KÓPAVOGI Alþýðuflokkskonur Fundur verður haldinn laugardaginn 22. september nk. kl. 12.00 í félagsmiðstöð Al þýðuf lokksins í Kópa- vogi Hamraborg. Fundarefni: Flokksþingið 1990. Samband Alþýðuflokkskvenna. \> & Q Félagsmiðstöð jafnaðarmanna Hverfisgötu 8—10 Síppi 15020 A föstudagskvöldið 21. sept. verður Val- gerður Halldórsdóttir, nýkjörin formaður Kvenfélagsins í Reykjavík, gestgjafi í Rósinni. Munið að Rósin er opin frá kl. 20.00— 01.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Komið og njótið góðrar stundar í Rósinni. Allir jafnaðarmenn velkomnir. Aktu eins oa þú vilt aðaoriraki! ÖKUM EINS OG MENNI IUMFHRÐAR RÁÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.