Alþýðublaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 8
• • • • • «•• • • ••••••••• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •• • •••• • • • • NIKOSIU: Leiðtogi samtaka róttækra Palestínumanna segir að skæruliðar sem styðji stjórnvöld í Baghdad séu reiðubúnir að ráðast gegn Bandaríkjamönnum og Evrópu- búum geri Bandaríkin árás á írak. ,,Við erum tilbúnir til árásar á Bandaríkjamenn og Vesturlandabúa um leið og Bandaríkin gera árás," sagði George Habash, leiðtogi þjóð- ernissinnaðra Palestínumanna sem berjast fyrir sjálfstæði Palestínu. WASHINGTON: Bandaríkin ætla að loka eða draga úr starfsemi á 150 herstöðvum sínum víðs vegar um heiminn, þar af 108 herstöðvum sem staðsettar eru í V-Þýskalandi, að sögn Dicks Cheney, varnamálaráðherra Bandaríkj- anna. KHAFJI , (Saúdí-Arabíu): Landmæraverðir Saúdí-Arabíu hafa hert eftirlit á landamærunum við Kúvæt og nota nú hunda til að leita uppi vopn, sprengiefni eða eiturlyf, sem hugsanlegt sé að íraskir njósnarar smygli yfir landamærin. AZRAQ TWO CAMP, (Jórdaníu): Yfirmaður hjálpar- sveita Sameinuðu þjóðanna sem sendar voru til hjálpar As- íumönnum sem flúið hafa Kúvæt, segist vonast til að hægt verði að koma upp loftbrú til að flytja þá á brott. Sadruddin Aga Khan prins hefur fengið þau skilaboð frá Baghdad að hann sé ekki velkominn þangað. Hann segist þó vonast til að komast þangað. KAIRO: Verkamannasamtök Egyptalands saka íraka um að neyða egypska verkamenn í íraska herinn. ,,Við höfum ákveðið að leggja fram kvörtun til Alþjóða verkamanna- sambandsins vegna þessa máls,“ sagði embættismaður Verkamannasambands Egyptalands. WASHINGTON: Bandaríkin ætla að reyna að hindra að- gang íraka að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabank- anum í vikunni og ætla einnig að fara fram á fjárhagsað- stoð til handa þeim vanþróuðu ríkjum sem standa gegn Ir- ak í Persaflóadeilunni. PARIS: Utanríkis- og varnamálaráðherrar 9 Vestur-Evr- ópuríkja komu saman í gær til að ræða hertar hernaðarað- gerðir gegn Irak. MOSKVU: Utanríkisráðherra Saúdí-Arabíu segir að sov- éskt herlið sé velkomið til landsins taki Sovétmenn þá ákvörðun að ganga til liðs við hernaðarbandalag ríkja gegn írökum. BRUSSEL: Sovétríkin hafa samþykkt að lána Bandaríkj- unum stórt skip til að flytja herbúnað til Persaflóa, að sögn embættismanna NATO. Þetta þykir brjóta blað í sögu sam- skipta stórveldanna. AMSTERDAM: Yfirvöld í Hollandi hvöttu til að eftirlit yrði hert í loft með viðskiptabanninu gegn írak og ætla aö senda F-16 orrustuvélar til Tyrklands í þeim tilgangi. L0ND0N: Verð á olíu er nú hærra en verið hefur í 9 ár vegna innlimunar Kúvæts í írak. T0KI0: Atlanta-borg í Bandaríkjunum hefur verið falið að sjá um framkvæmd Ólympíuleikanna sem halda á sumarið 1996. Helsti keppinautur Atlanta um hnossið var höfuðborg Grikklands, Aþena. JERUSALEM: Fjármálaráðherra ísraels, Yitzhak Mod- ai, sagði að yfirvöld í Moskvu hefðu fullvissað sig um að þau muni ekki stöðva flæði sovéskra gyðinga til ísraels þrátt fyrir andstöðu araba. FREETOWN Bandarískur erindreki flaug til Líberíu og sagðist ætla að reyna að fá uppreisnarleiðtogann Charles Taylor til að samþykkja vopnahlé í landinu. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Glúmur Baldvinsson Daniel Ortega, leiðtogi Sandínista VILJUM RÆÐA VIÐ STJÓRNINA — en med skilyrðum „Við viljum ræða við stjórnina,“ sagði Daniel Ortega, leiðtogi stjórnar- andstöðu Sandinista á blaðamannafundi hér í Stokkhólmi á laugardag, „en þá verður ríkisstjórn- in að breyta um stefnu." Ortega er gestur á flokks- þingi jafnaðarmanna hér og ávarpaði hann þingið. Óskaði hann þess að tí- undi áratugurinn yrði ára- tugur friðar. „Þegar 21. öldin gengur í garð verðum við að hafa náð þeim árangri að réttlæti ríki í heiminum. Við getum ekki flokkað lönd í fyrsta og ann- an gæðaflokk eins og tíðkast hefur. Stórveldi og smáþjóðir eiga að njóta sama réttar, — og á þeim hvíla sömu skyldur. Ef við náum markmiðinu get- um við hrósað okkur af friði, jafnrétti og réttlæti," sagði Ortega og kvað hann þetta mikilvægustu áskorun til allra þjóða á tíunda áratugn- um. Tækniframförunum og lýðræðinu yrðu allir að fá að deila. ,,Við treystum á ykkur," sagði Ortega. Astandið í landi Ortegas er vægast sagt ömurlegt. Verð- bólgan í Nígaragúa er 3500% og hefur tvöfaldast á stuttum tíma. Ortega segir Sandínista setja þau skilyrði fyrir við- ræðum við stjórnina „að hún láti af þvingunaraðgerðum." Hann ásakar Bandaríkja- menn um þvingunaraðgerð- irnar sem þeir setji sem skil- yrði fyrir 300 milljóna dollara styrk. Sandínista kvað hann reiðubúna að leita lausna á núverandi kreppu. „En ríkisstjórnin verður líka að finna leiðir svo að komist verði hjá verkföllum og öðrum aðgerðum. „í sumar skall á allsherjar- verkfall að undirlagi Sandín- ista. Ríkisstjórnin sem nú situr leysti stjórn Sandínista af hólmi að loknum kosningum Fjármálahneyksli norska forsœtisráðherrans Syse hyggst sitja áfram Jan Syse, forsætisráð- herra Noregs og formaður Ihaldsflokksins, sætir harðri gagnrýni og kröfur gerast nú háværari um að hann segi af sér eftir að hann viðurkenndi að hafa brotið hlutafélagalög. Flestir fjölmiðlar Noregs segja að Syse njóti ekki leng- ur trausts til að gegna emb- ætti forsætisráðherra og stjórnarandstöðuflokkarnir gagnrýna hann harðlega og krefjast tafarlausrar afsagnar hans. Samstarfsflokkar Ihaldsflokksins í minnihluta- stjórninni hafa einnig gagn- rýnt Syse en vilja þó ekki að hann fari frá. í leiðara norska dagblaðsins Nationen, sem styður Miðjuflokkinn sem á aðild að ríkisstjórninni, segir, „Því miður, Syse, þú verður að fjúka." Syse hefur verið sakaður um að veita sér og mági sín- um lán úr fyrirtæki sínu. Hann greiddi lánið þremur mánuðum seinna en þar sem halli var á rekstrinum og skuldir umfram eignir var lánveitingin ólögleg. Syse hefur ítrekað viðurkennt að hafa brotiö lög en ætlar ekki að segja af sér. Hann segist ætla að láta viðurkennda endurskoðendur fara yfir fjármál sín og búist er við að þeirri rannsókn ljúki í vik- unni. Samkvæmt skoðanakönn- unum undanfarið nýtur Syse Syse situr sem fastast. lítilla vinsælda og ágreining- ur ríkir í samsteypustjórn hans um mörg veigamikil málefni, eins og um það hvort Noregur eigi að sækja um aðild að Evrópubanda- laginu. Stjórnmálafræðingar í Nor- egi telja að Syse muni komast hjá því að segja af sér og að fjaðrafokið vegna málsins muni hjaðna svo framarlega sem engar nýjar óþægilegar staðreyndir verði dregnar fram í dagsljósið. Ortega ásamt forsætisráðherra Nikaragúa, Chamorro. 25. apríl í vor. Daniel Ortega hafði þá stjórnað landinu í rúman áratug, eða frá 1979. Fjórtán flokkar eru í ríkis- stjórninni en flokkur Sandín- ista er erfiður andstæðingur með 40% fylgi og langstærsti stjórnmálaflokkurinn í land- inu. Með gengisfellingunum hefur gjaldmiðillinn orðið sí- fellt minna virði og er nú einn milljónasti úr dollar. Ríkis- stjórnin hefur skorið niður út- gjöld til heilbrigðis- og menntamála og aðrar að- gerðir hafa einnig leitt til al- menns samdráttar í Iandinu. „Við teljum nauðsynlegt að draga saman seglin," viður- kennir Ortega, „en spurning er hvernig það er gert. Við viljum efla lýðræði en kostn- aður og ágóði af framleiðsl- unni verður að deilast jafnt.” Á blaðamannafundinum á laugardag sagði Ortega það dæmigert fyrir ástandið í Níg- aragúa að erlendir sendi- menn í landinu hefðu mót- mælt hækkunum á rafmagni. „Hvað þá með almenning?" spurði Ortega og ásakaði rík- isstjórn Nígaragúa um stjórn- arskrárbrot með því að auka framkvæmdavaldið. Ólympíuleikarnir 1996 Atlcmta hreppti hnossið Atlanta-borg í Banda- ríkjunum var í gær falið að sjá um framkvæmd Ólym- píuleikanna sumarið 1996. Niðurstaðan var til- kynnt eftir atkvæða- greiðslu í Alþjóða- ólympíunefndinn, sem fram fór í Tókýó. Atlanta bar sigurorð af Aþenu, höfuðborg Grikk- lands, í síðustu umferð at- kvæðagreiðslunnar en kosn- ingin var endurtekin þar til ein borg hafði fengið hreinan meirihluta. Auk Atlanta og Aþenu bitust fjórar aðrar borgir um hnossið: Belgrad, Manchester, Melbourne og Toronto. Margir töldu eðlilegt að Aþena hreppti hnossið en þar fóru fram fyrstu Ólympíu- leikarnir árið 1896 og hún oft nefnd Ólympíuborgin. Al- þjóðaólympíunefndin valdi hins vegar nýtískuborgina Atlanta, enda má búast við miklum gróða á sölu sjón- varpsréttar í Bandaríkjunum. Atlanta er í Georgíu-ríki sem er í suðausturhluta Bandaríkjanna. Yfirvöld þar í borg segjast ætla að halda glæsilegustu Ólympíuleika allra tíma og fyrirhuga að eyða 1,2 milljörðum dollara í íramkvæmd leikanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.