Alþýðublaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 1
LMÐUBIMB Aktu ekki út i évissuna aktu á Ingvar Helgason hf. * Sævarhotða2 Stmi 91-67 4000 145. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGUR 26. SEPT. 1990 HÆSTIRÉTTUR VÍSAR FORRÆÐISMALUNUM FRA í gær vísaði Hæstiréttur tveimur málum frá í forræð- isdeilunni svokölluðu. Annars vegar var um að ræða kæru vegna fógetaúrskurðar um að móðirin sætti gæsluvarð- haldi þar til hún upplýsti hvar barnið væri niðurkomið. Móðirin kærði þennan úrskurð en málinu var vísað frá Hæstarétti þar sem aldrei hafði komið til varðhaldsvistar. I öðru lagi var kæru lögmanns föður barnsins á hendur fógeta vísað frá þar sem fógetinn hafði ekki tekið barnið úr vörslu móðurinnar samkvæmt úrskurði sem hann hafði sjálfur kveðið upp þess efnis. Fógetinn mat aftur á móti að- stæður á heimili móðurinnar þannig að ekki væri kleift að taka barnið með valdi. ÓRÓI í ALÞÝÐUBANDALAGINU: í fréttum Ríkisút- varpsins í gærkvöldi var sagt frá því að hugsanlegt væri að miðstjórn Alþýðubandaiagsins yrði kölluð saman til að ræða „álmálið" og framtíð stjórnarsamstarfsins. Kjördæm- isráð Norðurlands vestra hefur þegar farið fram á að mið- stjórnin fái tækifæri til að ræða „álmálið" áður en það verður afgreitt frá ríkisstjórninni. Margir í Alþýðubanda- laginu sjá fyrir sér stjórnarslit ef álmálið þróast eins og iðn- aðarráðherra hefur lagt það fram. Það munu aðallega vera þeir Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon sem hafa eitthvað við afgreiðslu iðnaðarráðherra að athuga. Fyrst og fremst virðast þeir ósáttir við staðsetningu álversins og samninga um orkuverð. Talið er að meirihluti þingflokks Alþýðubandalagsins sé á móti hugmyndum Jóns Sigurðs- sonar iðnaðarráðherra um álverið. EIMSKIP OG SKIPADEILD SÍS VILJA HÆKKA FLUTNINGSGJÖLDIN: Eimskipafélagið og Skipa- deild Sambandsins íhuga að sækja um hækkun á flutnings- gjöldum á þeirri forsendu að olíuverð hafi hækkað svo mjög að undanförnu. Olía sú sem millilandaskipin nota er keypt erlendis á heimsmarkaðsverði og olíuverðshækkan- irnar að undanförnu hafa þýtt verulegan kostnaðarauka fyrir félögin. Talið er að alls þurfi um 5% hækkun á flutn- ingsgjöldum til að vega upp á móti olíuverðshækkunun- um. ÍSLENDINGAR í ÁTTUNDA SÆTI í GOLFI: ísiend- ingar lentu í áttunda sæti í Evrópumeistaramóti öldunga í golfi sem haldið var í Austurríki um helgina. í keppni án forgjafar sigruðu ítalir en í keppni með forgjöf sigruðu Austurríkismenn. í báðum þessum mótum lentu íslending- ar í áttunda sæti. LEIÐARINN Í DAG Alþýðublaðið fjallar í leiðara í dag um ræðu utanrík- isráðherra íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. I niðurlagi leiðarans segir: „Ræða Jóns Bald- vins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna er gott dæmi um að rödd smáþjóðar verður máttug um heim allan þegarfulltrúar hennar þora að setja fram sjálfstæðar skoðanir en hverfa ekki í skoðanakjölfar stórþjóðanna." SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: ATHYGLISVERÐ RÆÐA UTANRÍKISRÁÐHERRA. Vikivaka slátrað IBorgþór S. Kjærnested flutti nýverið útvarpserindi í finnska ríkisútvarpið sem vakti mikla athygli. Borgþór hélt því fram að samnorræn sjónvarpsverk- efni kostuðu svimandi upp- hæðir en skattgreiðendur slökktu umsvifalaust á þess- um sendingum. Hundalíf Jónasar Miðvikudagspenni Alþýðu- blaðsins, Jónas Jónassson, fjallar í pistli dagsins um hundalíf. Jónas segir það frá- leitt að aflífa hunda fyrir það eitt að þeir fylgi skipunum hús- bænda sinna. Og segir frá dvöl á bandarísku hundaheimili. Kratar á Vesturlandi IKjördæmisþing Alþýðu- flokksins á Vesturlandi var haldið um helgina og ákvað að halda prófkjör í nóvember. Kratar á Vesturlandi ályktuðu margt og merkilegt og Alþýðu- blaðið birtir plaggið í heild í dag. Pórarinn V Pórarinsson framkvœmdastjóri VSI um fyrirsjáanlegar olíuveröhœkkanir Þióðarsáttin springur ekki Tekjuaukning ríkisins 500—600 milljónir aö óbreyttu „Þjóðarsáttin er þeirrar gerðar að hún springur ekki svo glatt. Það er spurningin um forsendur í þessu tilviki og það er ljóst að í forsendum kjarasamn- inganna í febrúar var ekki gert ráð fyrir því að írak réðist inn í Kúvæt,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, um áhrif fyrirsjáanlegra olíuverðshækkana á þjóð- arsáttina svonefndu. Framkvæmdastjóri VSI telur, að tekjuaukning rík- isins af fyrirsjáanlegum bensínverðhækkunum að óbreyttu, sé á bilinu 500—600 milljónir króna. Eins og Alþýðublaðið greindi frá í gær, hafa olíufé- lögin lagt fram beiðni til Verðlagsstofnunar um að hækka verð á á gasoiíu, svartolíu og 92 oktana bens- íni frá og með næstu mánað- armótum. Verðhækkunar- beiðnin nemur 40% á gasol- íu, 17% á svartolíu og um 13% á 92 oktana bensíni. Vinnuveitendasamband ís- lands og Alþýðusamband ís- land hafa beint þeim tilmæl- um til ríkisstjórnarinnar að hún dragi úr skattheimtu á bensíni til að mæta hækkun- um á innkaupsverði. „Okkur finnst að það sé ákaflega undarlegt að horfa til þess að atvinnureksturinn komi til með að taka á sig mjög þungar byrðar vegna olíuverðshækkananna, og launþegar vissulega líka, en þriðji aðilinn, ríkisvaldið, eigi á sama tíma að hafa af þeim stórkostlegan ávinning," seg- ir Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ um til- mæli ASÍ og VSÍ til ríkis- stjórnarinnar, að ríkið lækki Þorarinn V. Þórarinsson: „Þjóðarsáttin er þeirrar gerðar að hún springur ekki svo glatt. Það er spurningin um forsend- ur i þessu tilviki og það er Ijóst að í forsendum kjarasamning- anna í febrúar var ekki gert ráð fyrir því að (rak réðist inn i Kú- væt." hlutfallslega álögur sínar á bensín með hækkandi verði. „Við erum ekki að biðja um að þetta til frambúðar. Ef olíu- verð verður svona hátt áfram, þá er það sjónarmið allra hagfræðistofnana í Vest- ur-Evrópu að verðið eigi að vera að sama skapi hátt til neytenda til að draga úr notk- un. En ef þetta er tímabundin hækkun nú, eins og margir spá, þá teljum við rétt og skynsamlegt að ríkisvaldið hinkraði við og gefi eftir, með tímabundnum hætti, hluta af þessum hækkunum," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Þórarinn telur að tekju- aukning ríkissjóðs af fyrir- sjáanlegum bensínhækkunum að óbreyttu gæti numið að minnsta kosti 500—600 millj- ónum miðað við heilt ár. Olíuleki við Laugarnes Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs OLÍS hf„ sýnir Ijósmyndara Alþýðublaðsins á meðfylgjandi mynd svartolíuleiðslu fyrirtækisins við Laugarnes sem leki komst að í fyrrakvöld. Sprunga kom á rafsuðusamskeyti á leiðsl- unni 60—100 metra frá landi og er talið að 30—40 tonn af svartolíu hafi lekið út í hafið. Verið var að dæla svartolíu úr sovésku olíuskipi þegar lekinn uppgötvaðist skömmu fyrir klukkan átta í fyrrakvöld og var þá samstundis hætt að dæla. Að sögn Gunnars hefur olíueyðingarefni verið dreift yfir svartolíuna sem leysir upp svartoliuna og breytir henni í lífrænt efni sem er óskaðlegt fyrir umhverfið. Fuglafræðingar hafa þó nú þegar greint frá fuglum sem eru þaktir svartolíu. Hörður Helgason fram- kvæmdastjóri markaðssviðs OLÍS sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær, að leiðslan hafi aðeins verið fjögurra ára gömul en verði nú tekin upp í heilu lagi og yfirfarin. A-mynd/eól. RITSTJORN rc 681866 — 83320 * FAX 82019 - ÁSKRIFT OG AUGLYSINGAR rc 681866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.