Alþýðublaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 2
2 FRÉTTASK ÝRING Miðvikudagur 26. sept. 1990 Fólk Bjöm ÓMsson i Eden Björn Ólafsson listmálari hyggst opna málverka- sýningu í Eden í Hvera- gerði 2. október nk. Sýn- ingin stendur til 14. okt- óber og er opin alla daga frá klukkan 09.00 til 22.00. A sýningunni eru 20 olíumálverk og er myndefnið sótt í íslenskt, landslag. FyriHestur um Svavar Guðnason Fimmtudaginn 27. sept- ember nk. kl. 20.30 held- ur Júlíana Gottskálksdótt- ir listfræðingur fyrirlestur um Svavar Guðnason í Listasafni íslands. Fyrir- lestur þessi er haldinn í tengslum við yfirlitssýn- ingu á verkum lista- mannsins í safninu og nefnist hann: Hin sjálf- sprottna tjáning og agaða hugsun. Tónleikar Kammermúsik- kiúbbsins Fyrstu tónleikar Kamm- ermúsikkldbbsins á starfsárinu 1990—1991 verða haldnir sunnudag- inn 30. sept. nk. kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Á efnis- skránni er ekkert slor því fyrir hlé er kvintett fyrir klarínettu og strengja- kvartett í A-dúr, k. 581 eft- ir Wolfgang Amadeus Mozart en þetta verk samdi hann árið 1789. Eftir hlé mun strengja- kvartett í G-dúr, op. 161, D.887 eftir Franz Schu- bert óma um kirkjuna en strengjakvartett þennan hristi hann fram úr erm- inni á því herrans ári 1826. Flytjendur eru: Þór- hallur Birgisson, l.fiðla, Cathleen Bearden, 2. fiðla, Helga Þórarinsdótt- ir, lágfiðla, og Óskar Ing- ólfsson en hann leikur á klarínettu. Þess er óskað að félagar sýni gírókvitt- un fyrir árgjaldi er þeir koma á tónleikana. Skodanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans A RETTRI BRAUT Gifurlegar breytingar hafa átt sér stað á húsnæðiskerfi Íslendinga á þessu kjörtima- bili, eða frá árinu 1987. Húsbréfakerfið hef- ur verið tekið i notkun og kaupleigukerfi ibúða komið á fét. Þorra íslendinga finnst vel eða sæmilega hafa tekist til i þeim efnum. Þrátt fyrir að Alexander Stefánsson, fyrrver- andi fólagsmálaráðherra, hafi fundið þeim breytingum sem átt hafa sér stað flest til fer- áttu eru 73,5% stuðningsmanna Framsókn- arflokksins annarrar skoðunar en hann. TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR Það er Félagsvísindastofn- un sem hefur gert könnun um afstöðu íslendinga á breytingum á húsnæðiskerf- inu. Könnunin var gerð í byrj- un september og náði úrtakið til 1.000 þátttakenda á aldrin- um 18—75 ára. Alls fengust svör frá 675 manns. Niður- stöður könnunarinnar eru ótvírætt á þann veg að al- menningur er almennt sáttur við þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað í hús- næðismálum. 78% fylgjandi____________ breytingum_______________ Fyrsta spurningin hljóðaði svo: „Hvernig finnst þér að stjórnvöldum hafi tekist til um breytingar í húsnæðis- málum á kjörtímabilinu Q>e- með tilkomu húsbréfakerfis, kaupleiguíbúða og eflingu fé- lagslega kerfisins)?“ 77,9% fannst vel eða sæmi- lega hafa tekist til en aðeins 22,1% illa. Yngsti aldurshóp- urinn var ánægðastur með breytingarnar, eða 81,3%, á meðan 72,2% af fólki yfir 55 ára aldri var ánægt með eða sátt við breytingarnar. Mest ánægja með breyting- arnar var í röðum sérfræð- inga og atvinnurekenda og taldi 83,1% þeirra vel eða sæmilega hafa tekist til með- an 70,6% verkafólks voru sama sinnis. Þá kemur í Ijós að breytingarnar eiga mestu fylgi að fagna á Reykjanesi, 82,4%, en nokkru minna i' Reykjavík og landsbyggðinni, eða rúm 76% svarenda. Sé afstaða fólks skoðuð eft- ir afstöðu til pólitíkur kemur í ljós að breytingarnar njóta mests fylgis meðal stuðnings- manna Alþýðuflokksins, 90%, og Alþýðubandalags, 93,3%, en minnsts fylgis meðal stuðningsmanna Kvennalista, 72,7%, og Fram- sóknarflokks, 73,5%. Afstaða stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins endurspeglar með- altalið, 77,9% þeirra svara því til að vel eða sæmilega hafi til tekist. Áherslan á ______________ kaupleiguibúdir Þá var spurt: „Hvern af eft- irtöldum kostum í húsnæðis- málum vildir þú að mest áhersla yrði lögð á í framtíð- inni?“ Svarendur gátu valið um húsbréfakerfið, kaup- leiguíbúðir eða félagslega húsnæðiskerfið. Flestir vildu að áherslan lægi á kaupleiguíbúðum, eða 41,4%, þá húsbréfakerfið, 37,6%, og síðan félagslega húsnæðiskerfið, eða 21%. Rétt er að taka fram að kaup- leiguíbúðir eru innan félags- lega húsnæðiskerfisins. Afstaða eftir stéttum end- urspeglast í hvað lausnir henta viðkomandi stétt. Þannig vilja 56,5% sérfræð- inga og atvinnurekenda að áherslan verði á húsbréfa- kerfið en 23,6% verkafólks. 46,3% verkafólks vilja hins vegar að áherslan verði á kaupleiguíbúðir meðan 31,8% sérfræðinga og at- vinnurekenda eru sömu skoðunar og aðeins 11,8% þeirra vilja leggja áherslu á félagslega húsnæðiskerfið meðan 30,1% verkafólks vill það. Spurningin „Ertu almennt hlynnt(ur) því eða andvíg(ur) að skattfé sé notað til að greiða niður húsnæðiskostn- að íbúðareigenda?" er of óljós til að hægt sé að draga viðtækar ályktanir af henni. Er þar átt við að greiða niður húsnæðiskostnað jafnt fyrir alla eða til ákveðinna hópa? Eru þau 54,6% sem andvíg segjast, að jánka því að taka eigi upp markaðsvexti á öll húsnæðislán? Hefur fólk yfir- leitt hugmynd um að hægt sé að bjóða upp á niðurgreidda vexti án þess að ríkið greiði það af skattfé landsmanna og hver annar ætti þá að greiða niður vextina? Munurinn á skattfé og hinu opinbera í könnuninni var einnig spurt: „Eru almennt hlynnt(ur) þvi eða andvíg(ur) að leigjendur njóti húsaieigu- bóta frá hinu opinbera?" 54,5% svara því til að þeir séu því hlynntir en 45,5% segjast því andvígir. Það sem vekur athygli er að fleiri virðast fylgjandi húsaleigubótum en að greitt sé af skattfé til hús- næðiseigenda. Kemur það ef- laust til af því að „skattfé" skilur fólk sem sína eigin pen- inga en þegar talað er um að hið opinbera þá séu einhverj- ir aðrir að borga. Ef spurning- unni um að nota skattfé til að greiða niður húsnæðiskostn- að íbúðareigenda hefði verið orðuð öðru vísi og spurt hvort afnema ætti með öllu félagslega húsnæðiskerfið og láta alla greiða markaðsvexti af húsnæðislánum hefði út- koman orðið allt önnur. Þá voru þeir sem sögðust hlynntir því að greiða niður húsnæðiskostnað spurðir: Yfirgnæfandi meirihluti svarenda í könnun Félagsvísindadeildar um húsnæðismál er sáttur við stefnu Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra að stórefla félagslega íbúöakerfiö. „Finnst þér að húsnæðisbæt- ur og niðurgreiðsla vaxta ættu að miðast við tekjur og eignir viðkomandi, eða ættu allir að fá sömu upphæð?" 89,3% fannst að slíkt ætti að miðast við tekjur og eignir en aðeins 10% að allir ættu að fá sömu upphæð. Nidurstödur á skjön on étvireeðar____________ Það má því segja að niður- stöður könnunarinnar eru nokkuð á skjön. í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur, nú- verandi félagsmálaráðherra, hefur félagslega íbúðarkerfið verið stórlega eflt. Yfirgnæf- andi meirihluti svarenda í könnuninni eru sáttir við þá stefnu. Á sama tíma segjast aðeins 45% aðspurðra vera fylgjandi því að skattfé lands- manna sé notað til að greiða niður kostnað íbúðareig- enda. Þá má ætla að niður- stöður við þeirri spurningu hefðu getað orðið aðrar ef notað hefði verið orðið hús- næðiskaupenda í stað hús- næðiseigenda. Umrædd spurning hefði því þurft frek- ari skilgreiningar við. Meginniðurstöður könnun- arinnar eru þó mjög skýrar. Yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar er sáttur við þær bteytingar sem hafa verið að eiga sér stað á þessu kjör- timabili. Helstu gagnrýnend- ur á þeim breytingum sem Jó- hanna Sigurðardóttir hefur staðið fyrir eru Alexander Stefánsson, fyrrirennari Jó- hönnu sem félagsmálaráð- herra, og Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ. Af flokks- mönnum Ásmundar í Al- þýðubandalaginu eru þó 93,3% sáttir eða ánægðir með þær breytingar sem gerðar hafa verið og 73,5% þeirra sem styðja flokk Alex- anders, Framsóknarflokkinn. HÚSNÆÐISMÁLIN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.