Alþýðublaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. sept. 1990 MNNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN UÓSMYNDASAMKEPPNI FARVÍSS: Farvís - tímarit um ferðamál — efnir til ljósmyndasamkeppni í til- efni af tveggja ára afmæli ritsins. Formaður dómnefndar- inna er Rafn Hafnfjörð en hann er landsþekktur ljósmynd- ari sem hefur unnið víða til verðlauna. Aðrir dómnefndar- menn eru Elín Agnarsdóttir auglýsingastjóri hjá Hans Pet- ersen hf. og Andrína G. Jónsdóttir, hönnuður Farvíss. Frestur til að skila myndum í samkeppnina rennur út 15. okt. nk. Sá er vinnur til fyrstu verðlauna í ljósmyndasam- keppninni hlýtur Chinonmyndavél frá Hans Petersen hf. að launum auk þess sem verðlaunamyndin birtist í næsta tölublaði Farvíss. Á meðfylgjandi mynd eru dómnefndar- menn en myndin var tekin á tveggja ára afmæli Farvíss. STÚDENTAR SEMJA VIÐ BUNAÐARBANK- ANN: Stúdentaráð Háskóla íslands og Búnaðarbankinn hafa gert með sér samning um fjármálaþjónustu fyrir há- skólastúdenta og er þetta fyrsti samningur sinnar tegund- ar á íslandi. Samningur þessi tryggir fyrsta árs nemum framfærslulán í bankanum, sem svarar til allt að 90% af áætlaðri fyrstu lánveitingu Lánasjóðs íslenskra náms- manna, auk þess sem stúdentum er tryggð allt að 50 þús. króna yfirdráttarheimild þeim að kostnaðarlausu sé hún ekki nýtt. Til viðbótar mun bankinn veita árlega fjóra út- skriftarstyrki til háskólastúdenta og allt að 750.000 króna námslokalán. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins en á henni eru Jón Adólf Guðjónsson banka- stjóri, Sigurjón Þorvaldur Árnason, formaður stúdenta- ráðs, Edda Svavarsdóttir, yfirmaður markaðsdeildar Bún- aðarbankans, Andri Pór Guðmundsson frá Stúdentaráði og Guðjón Jóhannsson, útibússtjóri Melaútibús Búnaðar- bankans. HÆKKANIR Á HUSALEIGU: Leigjendasamtökin, Neytendasamtökin og Verðlagseftirlit verkalýðsfélaganna hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem húseigend- ur sem leigja út húsnæði eru að gefnu tilefni hvattir til að taka tillit til þess stöðugleika sem náðst hefur í verðlags- málum. Leigusalar eru því hvattir til að hækka ekki húsa- leigu og bent er á að undanfarna 3 mánuði hefur engin hækkun orðið á húsaleiguvísitölunni og byggingavísital- an,sem sumir húsaleigusamningar miðast við, hefur hækkað um 0,4%. Skorað er á húseigendur að taka þátt í baráttunni við verðbólguna og hækka ekki leiguna við leiguskipti. UPPVAXTARSKILYRÐI BARNA 0G UNGLINGA AISLANDI: Sálfræðingafélag íslands býður til ráðstefnu um ofangreint málefni að Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi, laugardaginn 29. sept. kl. 10—16. Ráðstefnan er öll- um opin og eru foreldrar og fagfólk sem vinnur með börn- um og unglingum sérstaklega hvatt til að koma. Ráðstefnu- gjald er kr. 700 og eru kaffiveitingar innifaldar. Ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrirfram. Eftirtaldir aðilar halda fyr- irlestra á ráðstefnunni: Einar I. Magnússon (Leikskólabarn- ið), Benedikt Jóhannsson (Er grunnskólinn heimur kvenna?), Sigurður Ragnarsson (Unglingurinn), Vilhelm Norðfjörð (Að kljást við vandann), Aðalsteinn Sigfússon (Fjölskyldur í vanda), Brynjólfur G. Brynjólfsson (Einelti og viðbrögð við því), Einar Gylfi Jónsson (Vímuefnaneysla unglinga), Málfríður Lorange (Fötluð börn og aðlögun þeirra), Hugi Þórisson (Foreldrum er kennt um en ekki kennt) og Sólveig Ásgrímsdóttir (Uppeldisaðferðir). Eins og sjá má af þessari upptalningu er víða komið við í fyrir- lestrum þessum og full ástæða til að hvetja sem flesta til að mæta á ráðstefnuna í Gerðubergi. Útvarpserindi íslendinqs vekur athyqli í Finnlandi SLÁTRAR SAM— NORRÆNUM SJÓN- VARPS VERKEFN UM Borgþór S. Kjærnested upplýsingafulltrúi gagn- rýndi samnorræn sjón- varpsverkefni harðlega í útvarpserindi sem sent var á aðalrás finnska út- varpsins s.l. föstudag. Borgþór sagði að eytt væri stórum fjárfúlgum úr vö- sum skattgreiðenda til samnorrænna sjónvarps- verkefna í svonefndu menningarskyni sem eng- in lifandi sála hefði nokk- urn áhuga að horfa á. Borgþór tók íslensku sjón- varpsóperuna Vikivaka ' eftir Atla Heimi Sveinsson og finnska sjónvarpsieik- verkið Sjö bræður eftir Jo- uka Turkka sem dæmi. Útvarpserindi Borgþórs hefur vakið talsverða athygli í Finnlandi og víða fengið undirtektir. í útvarpserindinu fjallaði Borgþór S. Kjærne- sted um hina nýafstöðnu bókastefnu í Gautaborg en vék fljótlega að menningar- samstarfi Norðurianda og einkum sameiginlegum sjón- varpsverkefnum sem skatt- greiðendur á Norðurlöndum greiða svimandi upphæðir fyrir en horfa ekki á. „Hvað er að finna á topp- listanum yfir síðustu samnor- rænu afrekin?" spurði Borg- þór í erindi sínu og hélt áfram: „Fyrst af öllu ber að nefna Vikivaka, sjónvarps- óperu sem byggist á texta eft- ir íslenskan höfund, Gunnar Gunnarsson og sé hugsað til árangursins á skjánum, hvarf hann blessunarlega á vit feðra sinna fyrir rúmum ára- tug. Tónlistin er skrifuð af módernísku tónskáldi frá ís- landi, Atla Heimi Sveinssyni, verkinu er stjórnað af Finna, Heikinheimo, og fram- kvæmdastjóri upptökunnar er íslenski kvikmyndaleik- stjórinn Hrafn Gunnlaugs- son. Frumsýningin var á páskadögum 1990 og það mun ekki verða af fleiri sýn- ingum, því þegar tíu mínútur höfðu liðið af sendingunni, höfðu um 99,9% af sjónvarps- áhorfendum á Norðurlönd- um annað hvort skipt um sjónvarpsrás eða slökkt á tækinu. Á íslandi fóru áhorf- endur á næstu myndbanda- Borgþór S. Kjærnested: „99,9% skipta um rás eða slökkva á tækinu þegar hin rokdýru samnorrænu menn- ingarverkefni eru send út." leigu til að bjarga sjónvarps- kvöldinu með heiðarlegum vestra eða danskri gaman- mynd. Dönsku sjónvarps- þættirnir Matador hafa nefni- lega orðið svo vinsælir á ís- landi, að allt Danahatur er horfið út í buskann, en afsak- ið, þeir þættir eru taldir versl- unarvara og tilheyra ekki menningunni." Borgþór gefur finnsku þáttaröðinni „Sjö bræður" sama dóm. Þættirnir eru nú sýndir á fimmtudagskvöld- um í íslenska Ríkissjónvarp- inu og sagði Borgþór í út- varpserindinu, að 99,9% af ís- lenskum sjónvarpsáhorfend- um reyndu að leysa sjón- varpsþörf sína á annan hátt meðan á útsendingunum stæði. Borgþór endaði erindi sitt á því að segja sögu af leigubíl- stjóra sem hann þekkti í Reykjavík og horfði ávallt á finnsku þættina. „Þegar ég spurði hann hvað það væri sem gerði það að verkum að hann horfði á finnsku þátta- röðina, þá svaraði bílstjórinn að það væri svo óendanlega dásamlegt, að það væri til verri kvikmyndaleikstjóri á Norðurlöndum en Hrafn Gunnlaugsson," sagði Borg- þór S. Kjærnested í hinu um- talaða útvarpserindi sínu. Hlutabréf ííslenska hlutabréfasjódnum hf. bodin út 50 milliónir boðnar út i fyrsta úfanga Útboöiö veröur alls 200 milljónir Landsbréfum hf. hygflj- ast bjóöa út hlutabréf í Is- lenska hlutabréfasjóðnum fyrir alls 50 milljónir króna í fyrsta áfanga en ráðgert er að bjóða út hlutabréf fyrir um 200 milljónir alls. Lágmarks- upphæð sem hægt er að kaupa hlutafé fyrir er 10.000 krónur. Landsbréf hf. hefur auglýst hlutabréfaútboð á hlutabréf- um í íslenska hlutabréfa- sjóðnum hf. og mun það hefj- ast þann 27. sept. nk. íslenski hlutabréfasjóður- inn er hlutafélag sem stofnað var þann 13. mars á þessu ári að tilhlutan Landsbréfa hf. Tilgangur félagsins er að fjár- festa í verðbréfum fyrirtækja, einkum hlutabréfum arð- bærra og vel rekinna ís- lenskra fyrirtækja, og ávaxta þannig fjármuni og dreifa áhættu þeirra í hlutabréfavið- skiptum. íslenski hlutabréfasjóður- inn hf. hefur hlotið viður- kenningu ríkisskattstjóra, þannig að kaup einstaklinga á hlutabréfum í félaginu eru að vissu hámarki frádráttar- bær frá skattskyldum tekjum. „íslenski hlutabréfasjóður- inn er fyrst og fremst hugsað- ur fyrir almenning enda álit- legur kostur fyrir þá sem huga að fjárfestingum. Þá getur skattafrádrátturinn skipt miklu máli. Erfitt er að segja til um hver ávöxtunin verður á hlutabréf- unum en stefnt er að því að hún verði fyllilega sam- keppnishæf við annað sem býðst á markaðnum, „ sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson forstjóri Landsbréfa í viðtali við Alþýðublaðið. Sjóðir sem þessi geta haft mjög góð áhrif á þróun hluta- bréfamarkaðarins almennt og gert verslun með hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum mun almennari en nú er. Það hlýt- ur að verða til góðs fyrir at- vinnulífið í landinu. Kjördœmisrád Alþýðuflokksins á Vesturlandi Prófkjör i nóvember Þrír efstu menn listans frá sídustu kosningum hafa þegar gefiö kost á sér Aðalfundur Kjördæmis- ráðs Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi sem haldið var í Borgarnesi sl. laugardag samþykkti að halda prófkjör um skipan efstu sæta lista Alþýðu- flokksins á Vesturlandi í næstu þingkosningum. Eiður Guðnason alþingis- maður lýsti því yfir á fundin- um að hann myndi bjóða sig fram í prófkjörinu. Sveinn G. Háifdánarson í Borgarnesi og Gísli S. Einarsson frá Akra- nesi gerðu slíkt hið sama. í síðustu kosningum var Sveinn í öðru sæti listans en Gísli í því þriðja. Ekki er búið að taka ákvörðun um dagsetningu prófkjörsins en það mun fara fram fyrir nóvemberlok. Á fundinum var kosin próf- kjörsnefnd til að annast fram- kvæmd prófkjörsins. Eiður Guðnason: Mun bjóöa sig fram i prófkjöri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.