Alþýðublaðið - 10.10.1990, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 10.10.1990, Qupperneq 4
4 Miðvikudagur 10. okt. 1990 MMTOIMH Armuti 36 Simi 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jonsson Setning og umbrot: Leturval, Armúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsiminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið MANSÖNGVAR 0G TILHUGALÍF Undarlegt tilhugalíf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- bandalagsins er nú að opinberast á hinum pólitísku leikhúsfjölum. Þessir tveir flokkar virðast vera að ná samstöðu um að þvælast sem mest fyrir því að ríkis- stjórnin geti afgreitt álmálið á eðlilegan hátt. Hið mikla þjóðþrifamál hefur ávallt hefur verið umdeilt í Alþýðubandalaginu. Sá flokkur hefur á undanförnum árum eflt stefnu einangrunar og þjóðernishyggju en lokað augunum fyrir hinum hörðu staðreyndum lífs- afkomunnar á íslandi. Þessi þróun hefur einkum ágerst síðustu tvo áratugi eftir að menntamenn náðu undirtökum í flokknum en almennir launþegar og talsmenn verkalýðshreyfingar urðu undir og margir hverjir hrökklast úrflokknum. Talsmenn skynsemi og aukins samstarfs með erlendum þjóðum hafa gert til- raunir til að láta raust sína heyrast innan veggja Al- þýðubandalagsins. Það eru einkum stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar, hins einangraða for- manns, sem hafa reynt að halda á lofti skynsemi í hinni rómantísku múgæsingu flokksins. Þessir menn virðast hafa orðið undir í baráttunni við afturhalds- mennina og talsmenn hinna ósnortnu fallvatna innan Alþýðubandalagsins. Margir hafa tekið hatt sinn og staf og kvatt með virktum eins og Össur Skarphéð- insson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans sem lét þau kveðjuorð falla, að flokkurinn væri með öllu óstarf- hæfur. draugahagfræðingunum eða hulduskýrslunni eða út- skýrt hvaða tilgangi skýrslugerðin yfirleitt þjónaði nema að vinna álmálinu og þjóðarhagsmunum ís- lands skaða, munu þessar og aðrar spurningar hanga í loftinu. Fólk spyr einfaldlega: Var fréttastofan höfð að fífli af pólitískum plotturum eða tók hún sjálf þátt í leiknum? Það er því nauðsynlegt að fréttastofa Sjón- varpsins þvoi af sér þennan smánarblett — sé sápan á annað borð tiltæk. rlinir blindu þjóðernisfagurkerar Alþýðubandalags- ins sem vilja tefja framgang álmálsins, hafa nú fengið óvæntan stuðning frá Sjálfstæðisflokknum. Sjálf- stæðismenn hafa hingað til gefið sig upp sem stuðn- ingsmenn stóriðju og talsmenn nýs álvers. Það hafa því verið mörgum sjálfstæðismanninum vonbrigði horfa upp á borgarstjóra flokksins og trúarsöfnuð hans biðla til afturhaldsafla innan Alþýðubandalags- ins í því skyni að þvælast fyrir afgreiðslu álmálsins. Annar ritstjóra DV, sem er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki átt nógu sterk orð í leiðurum sínum til að lýsa vanþóknun sinni á þessu tiltæki áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins. Tilhugalíf Davíðs Oddssonar og þjóðernisfagurkera Alþýðubandalagsins fer einkum fram í stjórn Lands- virkjunar. En fleiri afdrep virðast nú hafa verið fyrir hina pólitísku elskendur. DV skýrirfrá því í gær, að hin makalausa hulduskýrsla draugahagfræðinganna sem Ríkissjónvarpið birti kinnroða- og athugasemdalaust, sé sennilega runnin undan rifjum hagfræðinga Al- þýðubandalagsins. Því verður vart trúað að frétta- menn Ríkissjónvarpsins kokgleypi delluskýrslur kommahagfræðinga. Hingað til hafa slíkar frétta- messur ekki verið haldnar í sjónvarpssal. Má vera að hulduskýrsla draugahagfræðinga Alþýðubandalags- ins hafi hlotið blessun hjá æðstuprestum íhaldsins og því átt greiðari leið inn á fréttastofuna? Meðan frétta- stofa Ríkissjónvarpsins getur ekki gert grein fyrir rlinir nýju frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru flestir samlitir að því leytinu til að þeir heyra til hópnum í kringum borgarstjóra. Það er því eðlilegt að spyrja, hvort tilvonandi þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hyggi á nánara samstarf með Al- þýðubandalaginu? Má það vera, að pólitískir man- söngvar íhaldsdrengjanna verði fluttir fyrir neðan laufsvalir piparmeyja Alþýðubandalagsins í náinni framtíð? ALÞÝÐUFLOKKURINN ÍSÖKN Dagblaðið/Vísir birti í fyrradag niðurstöður skoðun- arkönnunar um fylgi stjórnmálaflokkanna. Alþýðu- flokkurinn hefur aukið mikið við sig í fylgi í saman- burði við fyrri skoðanakannanir blaðsins og er fylgi flokksins nú 14,4%. Það er Ijóst, að vindar blása nú byrlega fyrir Alþýðuflokkinn. Vafalítið er það festa flokksins í álmálinu sem miklu fylgi skilar en einnig hefur stefna Alþýðuflokksins í húsnæðismálum, Evr- ópumálum og öðrum stefnumálum fengið aukinni hljómgrunn meðal fólksins í landinu. Æ fleirum er að‘ verða Ijóst, að hinar nútímalegu áherslur Alþýðu- flokksins höfða til fólks í dag og skila sér í síauknu fylgi til flokksins. ■■■■■■■ MÍN SKOÐUN Gul hæna eða brún Um helgina hlustaði ég á ungan háskólanema flytja stutt ávarp í góðum hópi. Manninum var um megn að setja hugsanir sínar fallega í orð og eftir litla stund missti ég áhuga á máli hans en sat sem fastast með undr- un minni og spurningunni: Hvar lærði þessi háskólaborgari að tjá sig á tungu sinni? Orð hans festust stundum í munni, duttu út óreglu- lega eða stauluðust, lögðust flöt, voru fulltrúar fátæktar mannsins af orðfærni. Hvernig ætli þessi maður lesi? Vel læsum er það undrunarefni að til skuli vera ólæsi í heiminum og þrátt fyrir skyldunám og langa leið um menntakerfið, skuli há- skólanemi ekki hafa lært að túlka hugsanir sínar í orð. Það er dapur- legt að heyra ungt fólk tjá sig með hjálparorðunum „... oghérna ...“ eða, „. .. ogsemsagt. ..“, í öðru eða þriðja hverju orði. ✓ g var aldrei serlega vel hannaður til skólasetu, en eins og aðrir var ég ekki spurður, en settur í gamalt virðu- legt skólahús við Baugsveg sem svo hét í Skerjafirði, áður en ein- hverjum þótti nauðsynlegt að breyta nafninu í Bauganes. Skerjafjörður er breyttur mjög frá því ég var þar barn. Þorps- myndin sem ég man, vék smám saman fyrir steinkumböldum sem troðið var niður á hvern auðan blett. Það er þó huggun róman- tísku minni mínu, að gömul hús úr öðrum borgarhlutum streyma nú suðureftir til að mynda nýja virðu- lega þorpsmynd á því svæði þar sem Tívolígarðurinn var, en hann var einhver ömurlegasti skemmti- staður á norðurhveli jarðar, á meðan hann var og hét. Skólinn byrjaði umsvifalaust að rugla mig þegar kennarinn las mér um einhverja litla gula hænu. Þar með fór ég upp á kant við skól- ann, því allir heilvita menn vissu að gular hænur voru ekki til í Skerjafirði og það sem ekki var til í Skerjafirði, var ekki þess virði að eiga. Hænurnar okkar voru brún- ar, feitar og virðulegar og verptu þannig eggjum að þurfti ekki að sjóða þau. Göt í báða enda með nagla sem maður bar á sér til þess háttar brúks, síðan saug maður gómsætið og borðaði sykurmola með. Það þurfti lagni til að útvega hvort tveggja. Brúnu hænurnar voru auk þess ákaflega músíkelsk- ar, en ég ferðaðist á milli hænsna- kofanna og efndi til munnhörpu- konserta fyrir þær og unga þeirra. Þessi fénaður kunni það sem nú er að verða óþekkt; að hlusta! ✓ g hafði engar áhyggjur af því að geta ekki iesið ævin- týri og sögur, því ég lifði ævintýri daglega. Þeir fullorðnu áttu bágt, þurftu að lesa sér sögur af bókum, hlógu stundum ugphátt og ekki sýnilegt hvað olli. Ég hló upp úr umhverfinu, bárunni sem kom af hafi til að deyja í sandin- um. Fuglum himins sem sungu af kæti, körlum og kerlingum sem settu svip á þessa litlu veröld og slógu sér á lær af lífsundrun. Hlát- ur var mér eiginlegur nema á kvöldin, þá hló ég með allra minnsta móti, því þá var slökkt á ævintýrum dagsins og maður sett- ur í rúmið. Þegar sól söng á möl Baugsveg- ar og hænurnar brúnu fóru á kost- um undan hananum, var mér gert að læra um þessa gulu hænu og á meðan hún tíndi upp í sig fræ, kíkti ég út um glugga kennslustofunn- ar, í átt til fjörunnar og brúnu hænsnanna sem voru staðreynd í görðum. Kennarinn var göldróttur, því ég lærði að lesa og hvarf loks fagn- andi inn í ævintýraveröld bók- anna, en án þess að hætta að lifa ævintýri hvunndagsins. En skól- inn lék ekki nægja að kenna lest- ur, heldur tók upp á því að kenna mér að leggja saman og draga frá. Síðan hef ég oft getað lagt saman tvo og tvo. Hið óskiljanlega Mengi kom áratugum síðar og um daginn spurði ég kennara hvað það væri, en hann hafði ekki hugmynd um það. Skólinn hélt áfram innrás sinni í land fáfræðinnar og ég lærði landafræði. Nú ku það vera hætt, en einhverskonar vistfræði komin í staðinn, enda vita unglingar ekk- ert um eigið land. Þeir vita hvar Húnaver er staðsett en spurðu þá um Bólstaðarhlíð! Við í Skerjafirðinum þurftum ekki á landafræði að halda lengi vel, það var enginn heimur utan Shellvegar þar til Bretar komu með stríðið. Þá kærðum við okkur ekkert um að vita meira og flutt- um frá Skerjafirði. í minningunni eru angistar- stundir uppi við töflu við kennara- púltið, látlausar yfirheyrslur og prik sem fann depla á korti og vildi vita hvaða borg væri þar. Heimurinn sem stækkaði dálítið þarna um styrjald- arárin hefur versnað tölu- vert. Ég held að nú sé hætt að yfir- heyra uppi við töflu. Nú er unnið í hópum í skólum og hætt að leggja rækt við tungumálið. Það er dálít- ið vond tilhugsun að fólk skuli ekki lengur sækja sér þekkingu í skólana sem dugar til að vita um landið okkar. Mér er sagt að allt of margir háskólanemar séu vart færir um að tjá sig skriflega á sæmilegri íslensku. Háskólaborg- arinn frá því í upphafi þessa máls er dapurlegt dæmi um ástandið í hvunndagstjáningu skólafólks. Svona breytist veröldin, er aldrei sú sama að morgni. Með gamaldags kennsluaðferðum áhrifamikilla kennara tókst að troða í mig einhverri vitneskju, sem hefur hjálpað mér í skóla lífs- ins. Þessir kennarar voru fórnar- lömb stríðni okkar nemenda, en undir niðri virtum við þá vel. Ég vissi aldrei til þess að þeir færu í verkfall og hefðu margir þeirra þó getað þegið betri laun. Ég man þá marga með hlýhug. Þegar ég nú horfi um öxl á breytta veröld, eru brúnar hænur kannski gular eftir allt saman? Jónas Jónasson skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.