Alþýðublaðið - 12.10.1990, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 12.10.1990, Qupperneq 14
14 FORYSTA TIL FRAMTÍÐAR Föstudagur 14. sept. 1990 y ySameining Alþýöuflokksins og Alþýðubandalagsins í einum flokki? „Guð forði oss frá slíku“ segi ég bara, enda slíkt víðsfjarri minni hugsun . . . Þeir sem eru raunverulega jafnaðarmenn í Alþýðubandalaginu eru nú flestir farnir þaðan — seinastur fór félagi Ossur með brosi á vör og stæl. i i endurgreiðslur í virðisaukaskatti á helstu búvörur enn frekar. Sú staðreynd að þessum umfangs- miklu umbótum var hrundið í fram- kvæmd á hálfu ári, varðandi tekju- öflunarkerfi ríkisins, og að fjölmarg- ar róttækar tillögur lágu þegar fyrir um endurskipulagningu útgjalda- kerfisins, bendir eindregið til þess, að hefði Alþýðuflokkurinn farið með ríkisfjármálin út kjörtímabilið, hefði enn meiri árangur náðst í nið- urskurði ríkisútgjalda. Aðrir flokkar eiga erfiðara uppdráttar í þeirri hörðu glímu. Ýmist vegna hags- munavörslu eða hindurvitna, sbr. t.d. núverandi ráðherra landbúnað- ar, samgöngu- og menntamála, sem hafa reynst þungir á fóðrum í fjár- málaráðuneytinu að venju. ★ Félagsmál: — Við boðuðm aukið valfrelsi í húsnæðismálum, bæði séreigna- skipan og félagslegar lausnir. — Við höfum staðið við það. — Við tókum upp niðurstöður ít- rekaðra kannana sem sýndu sívax- andi þörf fyrir leiguhúsnæði, eftir hækkun raunvaxta og vaxtaslys fyrri stjórnar. Við höfum náð fram löggjöf um kaupieiguíbúðir og bú- seturéttaríbúðir og endurskoðað löggjöf um hið félagsiega íbúð- arkerfi. Við höfum stóraukið fjár- magn til þess og náð því marki að um þriðjungur nýbygginga er nú innan þess kerfis — Við höfum því staðið við það. — Við höfum sett löggjöf um hús- bréfakerfi í séreignarkerfinu, sem er merk umbót og standa mun til frambúðar. Þannig höfum við unnið að því markmiði, sem við settum okkur, að unnt væri að fullnægja eðlilegri lánsþörf á hverjum tíma (í stað biðlista) og að greiðslubyrði fjölskyldna vegna húsnæðisöflunar verði ekki óeðlilega mikill hluti af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar. Húsbréfakerfið leysir biðraðakerfið af hólmi; það greiðir fyrir viðskipt- um með notaðar íbúðir, léttir þeirri kvöð af ríkissjóði að fjármagna við- skipti með notaðar íbúðir, með því að nýta í auknum mæli fjármögnun íbúðareigenda. Viðskipti á fast- eignamarkaði verða í þessu kerfi einföld, fljótgerð og örugg. Kerfið auðveldar eldri borgurum að losna við stórar og dýrar húseignir og nýt- ir því vel félagslega uppbyggingu í eldri borgarhverfum fyrir barnafjöl- skyldur. — Við höfum því staðið við þetta. — Við boðuðum átak til þess að leysa húsnæðisvanda aldraðra og öryrkja. Tölur um fjármagn til og framkvæmdir á vegum fram- kvæmdasjóða fatlaðra og aldraðra tala sínu máli um það. Verkin tala — við höfum því staðið við það. — Við boðuðum lækkun útborg- unar í fasteignaviðskiptum. Það er gert í húsbréfakerfinu — við höfum staðið við það. — Við boðuðum auknar fjárveit- ingar vegna greiðsluerfiðleika þess fólks, sem lent hafði í misgengi láns- kjara og launaþróunar, í tíð fyrri rík- isstjórnar — Við höfum staðið við það.“ G|qldþrol gamla/________________ galna kerfisins_________________ „Arið 1986 sömdu aðilar vinnu- markaðarins um nýtt húsnæðis- lánakerfi, sem fremur tók mið af hagsmunum steypustöðva og stjórnenda lífeyrissjóða en húsnæð- isþörf almennings. Þetta kerfi byggðist á því að allir ættu rétt á nið- urgreiddum húsnæðislánum, án til- lits til húsnæðisþarfar. Niðurstaðan varð stjórnlaus útgáfa skuldbind- andi lánsloforða laingt fram í tímann og sú að þjóðin raðaði sér í biðröð eftir gjafalánunum. Tvær nýlegar skýrslur staðfesta að þetta galna kerfi verður gjaldþrota innan fárra ára. Kerfið var hins vegar búið að unga út skuldbindandi lánsloforð- um út allt kjörtímabilið, sem félags- málaráðherra getur ekki afnumið afturvirkt. Kerfinu er að þessu leyti helst að líkja við búvörusamninga landbúnaðarkerfisins. Félagsmála- ráðherra mun beita sér á þessu þingi fyrir lokun þessa gjaldþrotakerfis. En hún hefur í staðinn byggt upp heildstætt húsnæðislánakerfi, sem „Það er ekki skynsemisglæta í því að halda áfram að mata þessa milljarða gegnum meltingarveginn í sauðkind- inni. Það er ofrausn, að sauðkindinni annars ólastaðri." standa mun til frambúðar og nýtist ólíkum þörfum ólíkra hópa í hús- næðismarkaðnum. — Við boðuðum breytta verka- skiptingu ríkis- og sveitarfélaga, eflingu tekjustofna sveitarfélaga, aukið sjálfstæði sveitarfélaga, fækk- un þeirra og stækkun. Félagsmála- ráðherra hefur fengið lögfest ný lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarféiaga og um tekjustofna sveitarfélaga, og skattkerfisbylt- ingin tryggði sveitarfélögunum ör- ugga verðtryggða tekjustofna. — Við höfum því staðið við það. — Við boðuðum endurskoðun úr- eltra framfærslulaga og nýja Iöggjöf um félagslega aðstoð sveitarfé- laga. — Félagsmálaráðherra hef- ur staðið við það. — Við boðuðum að öllum þjóðfé- lagsþegunum yrðu tryggð jöfn tæki- færi til mennta. Fyrir utan ókeypis skólagöngu, frá barnaskóla til há- skóla og rausnarlegasta námslána- kerfi í heimi hefur félagsmálaráð- herra lagt fram frumvarp að lögum um starfsmenntun í atvinnulíf- inu, sem er eitt stærsta hagsmuna- mál vinnandi fólks í landinu og stuðlar mjög að auknu atvinnuör- yggi. — Við höfum því staðið við það. ★ Dómsmál: — Við boðuðum að skilja þyrfti í milli dómsstarfa og framkvæmda- valdsstarfa og tryggja skjótari og ör- uggari afgreiðslu dómsmáia. Jón Sigurðsson kom fram lögum um að- skilnað dómsvalds og fram- kvæmdavalds, sem menn hafa rifist um frá því upp úr fyrra stríði og af- nam þar með smánarblett á hinu ís- lenska réttarríki, sem var farin að leiða til kærumála á hendur ríkinu fyrir mannréttindadómstóli Evr- ópu. — Við höfum því staðið við það. ★ Viðskiptamál — fjármagns- markaður: — Við gagnrýndum það á sínum tíma þegar vextir voru gefnir frjáls- ir, verðbréfafyrirtæki og fjármögn- unarleigufyrirtæki urðu til, án þeirrar fyrirhyggju að setja löggjöf um starfsemi þeirra, til þess að tryggja hagsmuni viðskiptavina þeirra. Þessar breytingar áttu sér stað þegar þensla var í hámarki og leiddi til vaxtasprengingar og fjár- hagslegra harmkvæla fólks og fyrir- tækja. Við boðuðum því löggjöf um fjármagnsmarkaðinn utan bankakerfis, um verðbréfafyrir- tæki, um fjármögnunarleigufyrir- tæki, um greiðslukortaviðskipti o.fl. — Við höfum staðið við það. — Við boðuðum að jafnvægis þyrfti að gæta milli hagsmuna spari- fjáreigenda, sem þyrftu að fá raun- vexti af sparifé sínu, til þess að halda uppi sparifjármyndun í landinu, og greiðslubyrði skuldara, hvort heldur væri fólks eða fyrirtækja. Viðskipta- ráðherra beitti sér fyrir breyting- um á lánskjaravísitölu sem stuðl- aði að þessu. — Við höfum því staðið við það. — Við boðuðum fækkun og stækkun viðskiptabanka til þess að treysta samkeppnishæfni þeirra og draga úr kostnaði lántakenda og sparifjáreigenda vegna vaxtamunar inn- og útlána. Um þetta höfðu fyrri ríkisstjórnir rætt í meira en 10 ár. Jón Sigurðsson kom þessu í fram- kvæmd á 10 mánuðum. — Við höf- um því staðið við það. — Við boðuðum beitingu al- mennra hagstjórnartækja til þess að stuðla að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á lánamarkaði til þess að ná þannig fram hóflegum raun- vöxtum. — Við höfum staðið við það. — Við boðuðum opnun íslensks efnahagslífs gagnvart alþjóðlegum fjármagnsmarkaði til þess að stuðla þannig að samkeppni og hag- kvæmni og treysta samkeppnis- stöðu íslensks atvinnulífs. Með reglugerð um frelsi í gjaldeyris- viðskiptum í áföngum á næstu ár- um höfum við hrundið því í fram- kvæmd. — Við höfum því staðið við það. — Við boðuðum að greitt verði fyrir takmarkaðri eignaraðild er- lendra fyrirtækja í atvinnurekstri, í stað erlendrar skuldasöfnunar. Frumvarp um það efni liggur fyrir Alþingi auk þess sem samningar okkar með EFTA-ríkjunum við Evr- ópubandalagið munu tryggja þetta í framtíðinni. — Við höfum því stað- ið við það. ★ Iðnaðar- og atvinnumál: — Eftir biðstöðu í virkjana- og stóriðjumálum í hálfan annan ára- tug hefur iðnaðarráðherra lagt traustan grundvöll að nýju framfara- skeiði með undirbúningi samninga við Atlantal-hópinn um bygg- ingu nýrrar álverksmiðju, sem tryggir markað fyrir næstu stór- virkjanir. Þessar framkvæmdir munu tryggja 2500 ný störf á næst- unni og bæta upp tekjutap vegna minnkandi afrakstursgetu fiski- stofna. Þannig hefur iðnaðarráð- herra búið í haginn fyrir framtíðina með fyrirhyggju og vönduðum vinnubrögðum. — Við höfum því staðið við það. ★ Utanríkismál: — Alþýðuflokkurinn hefur allan lýðveldistímann verið einarður stuðningsaðili vestrænnar sam- vinnu, samstarfs lýðræðisríkjanna í öryggismálum og nánari samvinnu í efnahagsmálum, undir merkjum frjálsrar verslunar, sem íslendingum er stærra hagsmunamál en öðrum þjóðum, þar sem við beinlínis lifum á utanríkisverslun. Eftir stjórnarslit- in ’88 tók Alþýðuflokkurinn við ut- anríkismálum og hefur staðið fast á grundvallaratriðum um samstarf lýðræðisríkjanna á alþjóðavett- vangi. — Við höfum því staðið við þau fyrirheit. — Alþýðuflokkurinn var á við- reisnarárunum frumkvöðull að opnun íslensks þjóðfélags og auknu frjálsræði í viðskiptum, þ.m.t. að aðild íslands að fríverslun- arsamtökum Evrópu, EFTA. Al- þýðuflokkurinn hefur framfylgt þeirri stefnu einarðlega á þessu kjörtímabili. Það hefur komið í okk- ar hlut að móta stefnuna við gerð viðamesta viðskiptasamnings, sem íslenska lýðveldið hefur nokkurn tíma fengist við, samningum EFTA-ríkjanna við Evrópubanda- lagið. Við höfum ekki einasta mótað stefnuna, heldur einnig haft á hendi verkstjórn fyrir hönd EFTA-ríkj- „Það hlýtur að vera eitt helsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili að taka grundvallaratriði atvinnustefnunnar, bæði í landbúnaði og sjávarút- vegi til gagngerrar endurskoðunar." „Við verðum að koma böndum á síþenslu útgjalda sem fyrst og fremst ræðst af hagsmunum sérfræðinga og forstjóra i vernduðu opinberu kerfi."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.