Alþýðublaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 17. nóvember 1990 MMÐUBLMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið INNRÁS VÍMUEFNANNA fleiri ungmenni leiöast út í vímuefnaneyslu. Á fundi sem landlæknir og forsvarsmenn ýmissa stofn- ana efndu til með fréttamönnum í vikunni, kom enn einu sinni fram, hversu vímuefnin hafa skotiö djúpum rótum á íslandi. Um 500 unglingar milli tektar og tví- tugs eiga nú við bráöan vímuefnavanda aö stríða. Unglingar falla æ meira út skóla, afbrot unglinga auk- ast og þeir verða æ yngri aö síbrotamönnum, ung- lingarflosna upp af heimilum og úrfélagslegu kerfi og lenda á götunni. Hvað er aö gerast í litla, óhulta þjóö- félaginu okkar? Svarið er einfalt: ísland er oröið vímu- efnaland eins og flest önnur þjóðfélög heims. Bak við vímuefnaharminn leynast ófyrirleitnir við- skiptamenn, vímuefnasalar, allt frá stóru eiturlyfja- barónunum sem framleiða og flytja út varninginn og niður — gegnum ótal milliliði af misfínni gerð — í litla götusalann sem yfirleitt er sjálfur vímuefnaneytandi. Oflin sem þjóðfélögin eiga í baráttu við eru ógnar- sterk. Þau stjórnast af gróðafíkn og miskunnarleysi gagnvart einstaklingum jafnt sem þjóðfélagskerfum. Og auðmenn vímuefnanna og handbendi þeirra leita á markað þar sem fyrirstaðan er minnst; börn og ung- lingar. essi óhugnanlegi heimur vímuefnanna er veruleiki á íslandi í dag. Eflaust vilja margir stinga hausnum í sandinn eða snúa sér undan. En það eru afleitustu viðbrögðin. Hér þurfa yfirvöld, einstaklingarog stofn- anir að taka höndum saman. Hinum stóra vímuefna- heimi verður ekki breytt — en það er mikið sem við íslendingar getum gert til að verjast vágesti vímuefn- anna. Stjórnvöld eiga mikla sök á núverandi ástandi en þau geta einnig gert mikið til að bæta fyrir rangar ákvarðanir. Það hefur verið skoðun Alþýðublaðsins líkt og fjölmargra íslendinga frá því að bjórumræðan komst verulega á skrið fyrir nokkrum árum, að ekki ætti að leyfa sölu og bruggun áfengs öls á íslandi. Meirihluti Alþingis var hins vegar á öðru máli og bjór- inn kom til íslands fyrir tveimur árum. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa eins og við mátti búast: Drykkja ungmenna hefur aukist um 40% og neysla sterkra drykkja hefur ekki minnkað. Mfengið, hvort sem það er í formi bjórs eða víns, er aðgangsmiðinn að vímuefnaheiminum. Stór hluti unglinga sem hefur hafið drykkju, leiðist út í neyslu vímuefna. Og því almennari og útbreiddari sem neysla vímuefna verður, því viðurkenndari og sjálf- sagðari verður neyslan. Og varnirnar sljógvast. Þegar í dag nenna fæstir að hugsa um vímuefni og unglinga nema þegar vágesturinn er kominn inn á heimili við- komandi. Stjórnvöldum, sem bera ábyrgð á aukinni áfengisneyslu í landinu, og þar af leiðandi ábyrgð á aukinni vímuefnaneyslu, ber skylda til að berjast gegn vágestinum með stóraukinni fræðslu og öðrum forvörnum. Reyndar voru miklar loforðarullur haldnar af þingmönnum þegar vímuefnið bjórinn var leyfður en lítið hefur orðið úr efndunum. Þetta var einmitt innihald boðskapar landlæknis á fréttamannafundinum í vikunni: Stórefling forvarna er eina haldbæra lausnin. Landlæknir nefndi marg- þættar aðgerðir til úrbóta: Að efla aðstoð við heimili og fjölskyldur, stuðningur við skóla, stórefla rann- sóknir, auka kennslu um þessi efni, stofna sérstakan forvarnarsjóð, undirrita samning Sameinuðu þjóð- anna gegn verslun með fíkniefni, styðja við bakið á þeim sem stunda forvarnir og reka meðferðarheimili fyrir unglinga. Við þennan lista landlæknis vill Al- þýðublaðið gjarnan bæta, að mikil nauðsyn er á því að heilbrigðis- og félagsmálayfirvöld stilli betur saman strengi sína og stórauki samstarf milli meðferðar- stofnana, spítala, sjúkrahúsdeilda, skóla, fjölskyldna, einstaklinga og félagslegra stofnana. Hér þarf sam- stillt átak en ekki einangraða vinnu mismunandi aðila. Og hér eins og oftar þegar heilbrigðisgeirinn er ann- ars vegar, mega heimskuleg smákóngakerfi ekki standa í vegi fyrir forvörnunum. En vandinn er enn- fremur pólitískur og félagsfræðilegur: Það er þjóðfé- lagsgerðin sem er gróðurmoldin. í hörðu, köldu pen- ingaþjóðfélagi þar sem mannfólkið hefur ekki tíma hvert fyrir annað, aukast líkurnár á að börnin og ungl ingarnir leiti í vímuefni. Þjóðfélagsgerð sem tek- ur tillit til þegna sinna og hlúir að þeim er betur undir það búin að verjast innrás vímuefnanna. Heilbrigð þjóðfélagsgerð er mikilvægasta forvörnin. ÖMNUR SJÓNAMIÐ Fúlasti penni landsins, Garri, hefur nú ráðist til atlögu við Árria Bergmann Þjóð- viljaritstjóra. Árni er nú reyndar ýmsu vanur frá vígamönnum Framsóknar og lætur sér efiaust í léttu rúmi liggja. Sem fyrr eru það draugar fortíð- ar sem heilla Garra einna mest. Sá góði maður Kristmann Guð- mundsson rithöfundur er enn einu sinni bitbein Garra og Árna, enda hin gamla deila milli Kristmanns og Thors Vilhjálmssonar rithöf- undar löngu orðið klassískt tema í rifrildi framsóknarmanna og komma í bókmenntaheiminum. Indriði G(arri): Árni Bergmann mun fá nafnbót eins og hver önnur feg- urðardís og reiðhjólið fær einnig nafnbót. Garri — sem PRESSAN segir að sé Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur — gefur Árna einkar smekklega einkunnargjöf í Garra- pistli gærdagsins: „Þótt ekki sé á þessari stundu hægt að staðfesta að Árni Bergmann verði síðasti kommúnistinn í heiminum, en því hefur verið haldið fram að síðasti kommúnistinn verði fs- lendingur miðað við þá eld- festu, sem hér ríkir, þá er alveg Ijóst að hann er einn af kandí- dötunum. Hér verður væntan- lega um mikla nafnbót að ræða, svona eins og fegurðar- dísir fá þegar þær eru kjörnar fegurðardrottningar. Eflaust fær reiðhjólið líka einhverja nafnbót. En á meðan ekki dreg- ur til slíkra úrslita er eðlilegt að menn sem hafa fengist við að mæla bókmenntir á hinni „réttu vog“ haldi iðju sinni áfram og freisti þess að halda við lygasögunni um „sleggju- dóma“ Kristmanns í bók- menntasögunni. Hér hafði áð- ur verið skrifuð bókmennta- saga. Engin meiðyrði urðu út af þeirri bók, engar svívirðing- ar. Bókmenntapáfinn var hátt skrifaður hjá helstu kjaftösk- um landsins, og Þjóðviljinn hafði ekki annað en hæstu lýs- ingarorð um höfundinn. Sá sem baðaði sig í góðviðrissól- inni var Kristinn E. Andrésson, höfundur þeirrar kenningar, að í bókmenntum og í skólum ætti að nýta möguleikana til eflingar kenningum Leníns, sem hvílir við Kremlarmúra uppstoppaður eins og kenn- ingarnar.“ Uppstoppaðar múmíur, vel á minnst: Hvaða nafnbót fær Garri þegar framsóknarmennskan hef- ur liðið undir lok líkt og kommún- isminn? Indriði Garri Þorsteins- son? DAGFINNUR Landbúnaðarbylting að utan Islensk frægð kemur alltaf að ut- Einnig í landbúnaðarmálum. Allir fjölmiðlar hafa verið yfir- fullir undanfarna daga af þeim fréttum, að GATT sé að bjarga okkur undan íslensku sauðkind- inni. I þeirri baráttu er auðvitað allt þegið með þökkum. Fyrir þá sem vita ekki hvað GATT er, skal það útskýrt, að GATT eru viðskiptasamtök 105 lýðræðisríkja sem eru að undir- búa heildarsamninga í gjöldum og viðskiptum fyrir fríverslun á næstu öld. GATT er því eitur í beinum fram- sóknarmanna. En sem betur fer hafa þeir enn ekki fattað hvað GATT er fyrir nokkuð. En þótt GATT-löndunum hafi orðið mikið ágengt, er þó einn meginvandi eftir: Það nær ekki kjaftur böndum yfir landbúnað- inn. Þetta þekkjum við sem borgum skatta svo bændur megi lifa á ís- landi og niðurgreiðum ærkjötið frosna svo bændur megi hafa það gott í sama landi. Það er sem sagt engin leið að koma böndum á landbúnaðinn. En nú hefur komist brestur í stífluna. Utanríkisviðskiptaráð- herra fékk forsætisráðherra, land- búnaðarráðherra og formann Stéttarfélags bænda til að kyngja samningsboði íslands í GATT-við- ræðurnar. Hvernig Jón Baldvin fór á því, má Guð vita. En hann á friðar- verðlaun Nóbels skilin fyrir árang- urinn. í samningstilboðinu gaf að líta ótrúlega hluti, draum hvers neyt- anda og skattgreiðanda en mar- tröð hvers framsóknarmanns: Inn- flutningsfrelsi á unnum landbún- aðarvörum, lægri útflutningsbæt- ur á landbúnaðarafurðir, stór- minnkaður stuðningur við land- búnað innanlands og lægra vöru- verð til neytenda. Þetta voru of góðar fréttir til að vera sannar. Enda tíndust framsóknarmenn- irnir hver á fætur öðrum á frétta- skjáinn í fyrradag: Þeir báru sig illa, sögðust þurfa að skoða þetta betur og þarna væri um of stórt mál að ræða til að geta afgreitt það í einu samningstilboði. Og svo framvegis. Með öðrum orðum: Framsókn- armennirnir höfðu verið plataðir eina ferðina enn. Eða þeir voru búnir að gleyma því sem sagt hafði verið við þá. En sennilega er það of seint að snúa við. Okkar maður í Genf er búinn að afhenda GATT-fulltrúun- um samningstilboðið sem felur í sér að bændur hætti með sæmd að hafa skattgreiðendur og neyt- endur að fíflum. En auðvitað var ekki hægt að skera upp landbúnaðarbáknið að innan. Framsóknarmennirnir kunna öll trikk til að stöðva slíkar tilraunir og áður en menn vita af, sitja þeir uppi með búvörusamn- ing til 55 ára. Eða 555 ára. Þess vegna þurfti að skera land- búnaðarkerfið upp að utan. Og þess vegna höfum við eign- ast okkar fyrsta utanríkislandbún- aðarráðherra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.