Alþýðublaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 17. nóvember 1990 RAÐAUGLÝSINGAR Fræðslu- og jaf nréttisf ulltrúi Akureyrarbær auglýsir lausa til umsóknar stööu fræðslu- og jafnréttisfulltrúa. 1. júní sl. árs samþykkti bæjarstjórn Akureyrar jafn- réttisáætlun til fjögurra ára og er verksvið fræðslu- og jafnréttisfulltrúa að vinna að framkvæmd henn- ar. Einnig er honum ætlað að sjá um fræðslu- og end- urmenntunarmál starfsfólks. Starf þetta er hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis og því um spennandi brautryðjendastarf að ræða. Krafist er a.m.k. þriggja ára háskólanáms, t.d. á sviði félagsvísinda, uppeldis- og kennslufræða eða sálar- fræði. Reynsla af kennslustörfum æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Akureyrarbæj- ar og STAK. Meirihluti þeirra sem nú gegna stjórnunar- og ábyrgðarstöðum hjá Akureyrarbæ eru karlar en stefnt er að því að jaf na stöðu kynjanna, sbr. 9. grein laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. KONUR ERU ÞVÍ HVATTAR TIL AÐ SÆKJA UM STARFIÐ. Nánari upplýsingar um starfið veita Hugrún Sig- mundsdóttir form. jafnréttisnefndar, í síma 96- 27461 e. kl. 20.00 og starfsmannastjóri í síma 96- 21000. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 7. desember nk. og skal um- sókn send starfsmannastjóra á umsóknareyðu- blöðum sem fást hjá starfsmannadeild Akureyrar- bæjar Geislagötu 9, sími 96-21000. Bæjarstjórinn á Akureyri. Forval VKS auglýsir hér með forval verktaka vegna fyrir- hugaðs útboðs á tölvuvæddu afgreiðslukerfi fyrir póst- og símastöðvar. Útboðið mun ná til vélbúnaðar, hugbúnaðar, upp- setningar, viðhalds og þjálfunar starfsfólks vegna fyrsta áfanga afgreiðslukerfisins. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu VKS, Bílds- höfða 14 næstu daga milli kl. 9.30 og 16.30. Skilafrestur upplýsinga vegna forvalsins er til kl. 14.00 þann 17. desember nk. Vf RK-Oc; KFRFISFR/fÐISK )FANI IF llll OSIK )H» \ 14 II.’ KlNMWIk. SIMI I.H" '.(«) Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Við skólann er laus staða fjármálafulltrúa. Leitað er eftir manni með bókhaidsþekkingu og reynslu af fjármálastjórn. Viðkomandi skal hefja störf í janúar 1991. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Nánari upplýsingar gefur konrektor, Sverrir Einars- son, á skrifstofu skólans. Við skólann er einnig laus staða skólaritara. Um er að ræða hálft starf. Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra tungu- málaþekkingu og vélritunarkunnáttu. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar gefur áfangastjóri, Steingrímur Þórðarson, á skrifstofu skólans. Forfallakennarar Forfallakennara vantar í Foldaskóla, Langholtsskóla og Ölduselsskóla í Reykjavík. Meðal kennslugreina eru íslenska, danska, saga, stærðfræði, líffræði og eðlisfræði í eldri bekkjum. Upplýsingar veittar í skólanum og á Fræðsluskrif- stofunni. Fræðslustjórinn í Reykjavík Austurstræti 14 Sími 6215520. Til sölu einbýlishús á Akureyri Byggðavegur 91 Kauptilboð óskast í húseignina, Byggðaveg 91, Ak- ureyri, samtals 778 m3 að stærð. Brunabótamat er kr. 13.904.000,- Húsið verður til sýnis í samráði við Bjarna Kristjáns- son, framkvæmdastjóra svæðisstjórnar málefna fatlaðra Norðurlandi eystra (sími: 96-26960). Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðila og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Skrifleg tilboð óskast send skrifstofu vorri að Borg- artúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þann 28. nóvember 1990. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vélamið- stöðvar Reykjavíkur, óskar eftir tilboðumí snjótroð- ara ROLBA RATRAK, árgerð 1974. Hentar litlum skíðasvæðum. Tækið verður til sýnis í porti Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 1, dagana 19., 20. og 21. nóvember. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 22. nóvember kl. 14.00 á skrifstofu Innkaupastofnuna Reykjavík- urborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGA'R Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Heilsugæslustöð Húsavík Boðinn er út lokafrágangur heilsugæslustöðvar á Húsavík, þ.á m. málun inni, frágangur gólfa og raf- lagna, innréttingar, hreinlætistæki og frágangur lóð- ar. Verkið er boðið út í einu lagi. Gólfflatarmál húss- ins er um 1477 m2. Tilboð óskast í verkið bæði miðað við verklok 31. maí 1991 og miðað við verklok 31. október 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgar- túni 7, Reykjavík til og með fimmtudegi 29. nóvem- ber gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, þriðjudaginn 4. desember nk. kl. 14.00. |rMÍ\iKAUpASTOFI\IUI\l RÍKISIIMS FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 — 108 Reykjavík — Sími 678500 Starfsmaður Starfsmann vantar í eldhús í félags- og þjónustu- miðstöð aldraðra að Norðurbrún 1. Ráðningartími frá 1. desember. Um er að ræða 100% starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður á staðnum eða í síma 686960. Umsóknarfrestur er til 23. nóv. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. HAMRABORG FÉLAGSMIÐSTÖÐJAFNAÐARMANNA HAMRABORG 1 4A KÓPAVOGI Kópavogskratar Mætum öll á almennan fund í KRATAHÚSINU að Hamraborg 14a á mánudagskvöldið kl. 20.30. Til fundarins mæta: Jón Sigurðsson, við- skipta- og iðnaðarráð- herra. Rannveig Guðmunds dóttir alþingismaður. HÉR .. Gefst gott tækifæri til að spyrja tvo af okkar efstu mönnum á lista, sem eru einmitt mikið í sviðsljósinu. NÝIR FÉLAGSMENN eru alltaf velkomnir. Mætum öll. Stjórnin. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla í prófkjöri Alþýðuflokksins á Vesturlandi fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8—10 frá kl. 10—16 alla virka daga. Laugardaginn 24. nóv. er opið frá kl. 13—18. Skrifstofa Alþýðuflokksins í Reykjavík. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla í prófkjöri Alþýðuflokksins í Norðurlandi eystra fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8—10 frá kl. 10—16 alla virka daga. Laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. nóv. er opið frá kl. 13—18. Skrifstofa Alþýðuflokksins í Reykjavík. KRATAKAFFI miðvikudagskvöldið 21. nóvember, kl. 20.00 í Félagsmiðstöð jafnaðarmanna að Hverfisgötu 8—10. Gestur verður Þröstur Ólafsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.