Alþýðublaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 8. desember 1990
Bankastjórn
Sedlabankans:
Afneitar
áliti
hagfræði-
deildar
— Jón Sigurdsson ósk-
aði eftir opinberri til-
kynningu
Bankastjórn Seðlabankans
hefur sent frá sér yfirlýsingu
vegna álitsgerðar hagfræði-
deildar bankans um verðbólgu-
áhrif ef bráðabirgðalögin um
kjarasamninga yrðu afnumin.
Kemur þar fram að bankastjórn-
in tekur ekki __ undir álit hag-
fræðideildar. í yfirlýsingunni
segir m.a: „Teiur bankastjórnin
miklu meiri hættur fram undan
við þær aðstæður en álit hag-
fræðideildar Seðlabankans virð-
ist gefa í skyn.“
Spá Þjóðhagsstofnunar og spá
hagfræðideildar Seðlabankans ber
verulega mikið á milli um hvaða
áhrif afnám bráðabirgðalaganna
hefði á verðbólguna. Þjóðhagsstofn-
un reiknar með aö verðbólgan
hækkaði úr rúmmlega 7% í
22—40% við það að lögin yrðu felld
úr gildi. Hagfræðideild Seðlabank-
ans gagnrýnir hins vegar spá Þjóð-
hagstofnunar harkalega og segir að
afnám laganna myndi ekki leiða af
sé óðaverðbólgu.
Jón Sigurðsson bankamálaráð-
herra sagði við Alþýðublaðið að
vegna þeirrar umræðu sem varð um
álit hagfræðideildar Seðlabankans
um verðbólguáhrif afnáms bráða-
birgðalaganna, sem hófust með því
að Friðrik Sophusson vitnaði til
þeirra á þingi í fyrradag, hefði hann
þegar í gærmorgun haft samband
við bankastjórn Seðlabankans.
Hann hefði óskaði eftir því að
bankastjórnin léti frá sér fara opin-
bera fréttatilkynningu um þetta mál
til þess að fram kæmi hvort þetta
væri í raun og veru álit bankans.
Yfirlýsing bankastjórnar Seðla-
bankans er í raun afsökun á áliti
hagfræðideildar bankans og lætur í
Ijós þá skoðun að miklu meiri hætt-
ur séu framundan við þær aðstæður
að bráðabirgðalögin féllu en álit
þessara starfsmanna hagfræðideild-
arinnar virðist gefa í skyn. „Umtals-
verð almenn kauphækkun mundi
nú hafa í för sér alvarlega röskun í
verðlagsþróun á næstu mánuðum,
sem mundi stefna langtímamark-
miðum um lækkun verðbólgu hér á
landi í verulega hættu," segir m.a. í
yfirlýsingu bankastjórnar Seðla-
bankans.
KOHfSi* cmyrÆ-
Þetta byrjaði með nokkra kassa en nú fara margir gámar á ári, Ingþór Sigurbjörnsson, sem stendur hér við nær fuilan gám sem brátt verður sendur til
Póllands. A-mynd: E. Ól.
Atti sjálfur engin fermingarföt:
Sent gjafaföt tíl
Póllands 110 ár
„Þau laun sem ég fœ fyrir starf mitt er að vita
hversu mörgum ég hef hjálpað með þessum hœtti og
þeim hlýhug sem svo fjölmargir hafa sýnt mér i
verki. Flikurnar sem ég hef sent til Póllands undan-
farin lO ár skipta eflaust milljénum/' sagði Ingþór
Sigurbjörnsson i samtali við Alþýðublaðið.
Við heimsóttum Ingþór á heim-
ili hans að Kambsvegi 3 í Reykja-
vík til að fræðast örlítið um ein-
stætt hjálparstarf sem hann hefur
unnið að undanfarinn áratug. Enn
er engan bilbug á honum að finna
þótt kominn sé á níræðisaldur.
Daginn út og daginn inn er hann
að taka við fatnaði, flokka hann og
búa út til sendingar til Póllands.
Fyrir 10 árum frétti Ingþór af
barnaheimili í Póllandi þar sem
dvöldu 300 börn. Skortur var þar
á ýmsu, meðal annars fatnaði.
Sem liðsmaður Góðtemplararegl-
unnar vildi Ingþór leggja öllum
mannúðarmálum lið og tók að sér
forgöngu um að safna fötum og
senda til barnaheimilisins í Pól-
landi. Síðan hefur málið undið
hratt uppá sig og umfang þess orð-
ið mun meira en Ingþór grunaði í
upphafi.
ÁHi engin fermingarföt
„Þegar ég var að alast upp voru
heimilisaðstæður þannig að ég
átti engin fermingarföt. Þessu hef
ég aldrei gleymt. Ég hef nú árum
saman helgað líf mitt því að safna
fatnaði og senda til Póllands. Fólk
kemur með fatnað hingað í bíl-
skúrinn minn og raunar hef ég
lagt alla neðri hæð hússins undir
þessa starfsemi. Ég passa vel að
héðan fari ekki annað en það sem
er landi og þjóð til sóma. Bæði er
um að ræða notaðan, heilan og
hreinan fatnað, sem og ónotaðar
flíkur sem ekki hafa selst þar sem
þær eru komnar úr tísku hjá okk-
ur. Einnig hefur fólk komið með
muni eins og leikföng og líka skó-
fatnað. Þeir hjá Eimskip hafa stutt
dásamlega við bakið á mér og
verður þeim seint fullþakkað. Það
sem af er þessu ári hafa farið 12
gámar með fatnaði tii Póllands og
liklega fara tveir til viðbótar fyrir
jól,“ sagði Ingþór.
Bodið Hl Péllands_____________
Fyrstu árin fóru fatasendingar
Ingþórs til barnaheimilisins sem
fyrr er nefnt, en þar dvelja munað-
arlaus börn. En starfsemi þessa
velgjörðarmanns á íslandi spurð-
ist fljótt út meðal Pólverja, ekki
síður en meðal fjölmargra landa
hans. Þegar forstöðukona barna-
heimilisins hætti störfum tók
hjálparstofnun kaþólsku kirkjunn-
ar, deild biskupsdæmisins í
Olsztyn, að sér móttöku og úthlut-
un sendinganna frá Ingþóri. Til að
sýna þakklæti sitt í verki var Ing-
þóri boðið til Póllands nú í haust
og honum sýndur margvíslegur
sómi. Var sú ferð honum til mikill-
ar ánægju og staðfestingar á
hversu þakklátir Pólverjar eru fyr-
ir hið mikla sjálfboðastarf Ingþórs.
„En ég vil enn og einu sinni
þakka öllum þeim mörgum sem
hafa stutt mig hér heima í starfinu.
Arnór Hannibalsson hefur verið
óþrjótandi við að skrifa fyrir mig
bréf hvenær sem þarf til Póllands
út af þessu og þýða svarbréfin. Þá
vil ég ekki gleyma að taka fram,
að Pólverjar þakka ekki aðeins
mér heldur öllum þeim íslending-
um sem hafa gefið fatnað og hjálp-
að til. Og ég ætla að halda þessu
áfram svo lengi sem ég er fær um
því þörfin hefur ekkert minnkað,"
sagði Ingþór Sigurbjörnsson.
Lúxusjeppar i þjóðarsátt
Guömundur Magnússon: Sumt í þjódarsátt sjálfsblekking
Menn láta blekkjast af þjóðar-
sáttum. Það er skoðun Guð-
mundar Magnússonar prófess-
ors. Hann segir það misskilning
að hærri vextir auki verðbólgu.
Tollalækkun af bílum í þjóðar-
sátt 1986 hafi auðveldað þeim
betur settu að eignast lúxus-
jeppa en skilið tekjuminna fólk
eftir í skuldum.
Guðmundur talaði á spástefnu
Stjórnunarfélagsins sl. mánudag.
Hann telur að gætt hafi sjálfsblekk-
ingar varðandi þjóðarsættir undan-
genginna ára. I fyrri þjóðarsátt,
1986, hafi verið samið um lækkun
aðflutnignsgjalda af bílum. Þá
„hjálpaði verkalýðshreyfingin til
við að menn gætu keypt lúxusjeppa
á hagstæðari kjörum en áður." Guð-
mundur segir að hinir tekjulægri
hafi orðið að taka lán til að geta hag-
nýtt sér þessi góðu kjör. Kjarabótin
af tollalækkuninni hafi þegar upp
var staðið farið að mestu í kostnað.
Ófarir ríkissjóðs séu þá ótaldar en
ríkissjóður varð af miklum tekjum.
Guðmundur Magnússon segir að
ein blekkingin hafi verið vextirnir.
Sá misskilningur sé furðu útbreidd-
ur að hærri vextir auki verðbólgu.
Þeir hækki vissulega kostnað fyrir-
tækja en dragi úr eftirspurn eftir
lánsfé. Almenningur sé fjáðari í að
leggja inn. „Þetta er líklegra til þess
til lengdar að lækka vexti og vöru-
verð," segir Guðmundur.
Guömundur Magnússon prófessor — vextirnir eru ein blekkingin.