Alþýðublaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. desember 1990 5 gert í samgöngumálum fjórðungs- ins. Þegar verði hafist handa við raunhæfan undirbúning að jarð- gangagerð. Um leið og þjóð- brautarkerfið verði styrkt eins og kostur er, verði uppbygging flug- valla og öryggi við þá eflt. Alþýðuflokkurinn hefur haft forystu í húsnæðismálum og beitt sér fyrir hinu félagslega íbúðar- kerfi, kaupleiguíbúðum og hús- bréfum. Þessar umbætur munu gera launafólki kleift að eignast þak yfir höfuðið án þess að lenda í skuldaþrældómi. Alþýðuflokkur- inn leggur áherslu á að átak verði gert í húsnæðismálum aldraðra og fatlaðra. Alþýðuflokkurinn á Austurlandi telur óeðlilegt að Landsvirkjun, sem er að 49% í eigu Reykjavíkur- borgar, hafi einokunaraðstöðu til virkjunar vatnsafls á landinu. Tryggja verður beina aðild lands- byggðarinnar að aðalorkufyrir- tæki landsins, og þar með áhrif við verðlagningu orkunnar. Alþýðuflokkurinn á Austurlandi krefst þess að heimili og atvinnu- rekstur greiði sama verð fyrir upp- hitun og raforku, alls staðar á landinu. Við teljum brýnt að sveit- arfélög og atvinnurekstur á lands- byggðinni fái notið öflugri sjálfs- ákvörðunarréttar í stað miðstýr- ingar frá fjármagns- og valdastofn- unum í Reykjavík. Mikilvægt gr að ríkisstofnanir og höfuðstöðvar landsfyrirtækja verði staðsettar á landsbyggðinni eins og aðstæður frekast leyfa. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að almennar framfærslu- tekjur verði skattfrjálsar. Við vör- um alvarlega við því að fjárlaga- halli ríkissjóðs verði réttur af með frekari álögum á launafólk, á með- an fjármagnseigendur komast hjá að greiða lágmarksskatta. Alþýðuflokkurinn á Austurlandi hvetur íbúa kjördæmisins til sam- starfs um að ná fram sameiginleg- um hagsmunamálum. í síðustu kosningum skorti Alþýðuflokkinn sjö atkvæði til að fá þingmann kjörinn. Það hefur án efa veikt framgang hagsmunamála kjör- dæmisins á Alþingi og innan ríkis- stjórnar að þingmanns Alþýðu- flokksins á Austurlandi hefur ekki notið við. I komandi kosningum gefst kjósendum tækifæri til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttu fyrir betri lífskjörum í kjör- dæminu, með því að tryggja kjör þingmanns Alþýðuflokksins á Austurlandi. Samþykkt á fundi kjördæmisráðs 01.12.90 á Reyðarfirði. Kjördæmisráö Alþýduflokksins á Austurlandi ályktar Réttur mannsins umfram hagsmuni fjármognsins Alþýðuflokkurinn á Austur- landi tekur afstöðu til þjóð- mála á grundvelli jafnaðar- stefnunnar. Það felur í sér að réttur mannsins er tekinn fram yfir hagsmuni fjármagnsins. Jafnrétti er hornsteinn að stefnu Alþýðuflokksins. Jafn- aðarmenn á Austurlandi bjóða fram A-listann við komandi al- þingiskosningar. Með jafnað- arstefnuna að leiðarijósi leggj- um við áherslu á eftirfarandi: Við fögnum því að tekist hefur þjóðarsátt í kaupgjalds- og verð- lagsmálum, sem leitt hefur til jafn- vægis í efnahagsmálum, tryggt vinnufrið og náð því langþráða markmiði að verðbólgan hefur hjaðnað. Vara verður við því að launafólk og búalið beri byrðar þjóðarsáttar eitt og sér, heldur einnig atvinnurekendur, fjár- magnseigendur, fjármagnsstofn- anir og opinberar þjónustustofn- anir. Standa verður gegn öllum til- raunum og öfgum, sem brjóta nið- ur og sundra þjóðarsáttinni. Við teljum afar brýnt að í kjarasamn- ingum framtíðarinnar verði launa- bil jafnað með hækkun lægstu launa. Alþýðuflokkurinn á Austurlandi hvetur til þjóðarsáttar milli lands- byggðar og þéttbýlis með byggða- stefnu á öllum sviðum, sem tryggi lífskjörin og búsetu fólks í dreifbýli sem þéttbýli. íslensk þjóð er fá- menn, en býr í stóru og harðbýlu landi, og byggir afkomu sína á við- kvæmum náttúruauðlindum til lands og sjávar. Mikilvægt er að skilningur og gagnkvæmt traust megi ríkja á milli fólks, hvar sem það býr i landinu. Við höfnum því að markaðslögmál frjálshyggjunn- ar verði látið ráða skipan byggða- og atvinnumála þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn á Austurlandi undirstrikar að fiskistofnarnir eru sameign þjóðarinnar. Það óhefta kvótabrask, sem viðgengist hefur, stefnir í voða búsetu og lífskjörum fólks í sjávarþorpum, sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Tryggja verður með lögum, að byggðarlög fái notið viðunandi fiskveiðiréttinda, en slík lífsrétt- indi safnist ekki á fárra hendur í krafti fjármagns og markaðs- hyggju. Þjóðarbúið getur ekki verið án íslensks landbúnaðar. Framtíð þjóðarinnar felst m.a. í því að þjóð- in geti áfram verið sjálfri sér nóg um landbúnaðarafurðir. Umfram- framleiðsluvandi landbúnaðar verður ekki leystur með öfgastefn- um, heldur þróun á grundvelli þjóðarsáttar, sem tryggir bændum betri rekstrarskilyrði og neytend- um landbúnaðarvörur á sann- gjörnu verði. Gera verður átak til að efla útflutning landbúnaðaraf- urða, og greiða útflutningsbætur beint til bænda. Alþýðuflokkurinn á Austurlandi leggur áherslu á markvissa upp- byggingu atvinnulífs í fjórðungn- um. Næg atvinna er forsenda fyrir búsetu og afkomu heimilanna. Tryggja verður rekstrargrundvöll sjávarútvegs, fiskvinnslu og land- búnaðar, enda ljóst að enn verða þessar atvinnugreinar burðarásar búsetu og lífsbjargar í fjórðungn- um. Styðja verður kröftuglega við hvers konar nýsköpun í atvinnulíf- inu, sem til heilla horfir, t.d. ferða- þjónustu, fullvinnslu sjávarafurða, skógrækt, iðnað og fiskeldi, auk þess að hlú að þeirri atvinnustarf- semi, sem nú þegar er til staðar. Alþýðuflokkurinn á Austurlandi varar eindregið við því að fisk- veiðiréttindi þjóðarinnar í hafinu umhverfis landið verði höfð að skiptimynt fyrir aðgang að mörk- uðum Evrópubandalagsins. Alþýðuflokkurinn á Austurlandi vill bæta uppeldisskilyrði barna og styrkja undirstöður farsæls heimilislífs. Tryggja þarf öllum tækifæri til mennta og stuðla að sjáifstæði uppvaxandi kynslóðar. Draga þarf úr miðstýringu skóla- kerfisins og. auka sjálfstæði skól- anriá. / Alþýðuflokkurinn á Austurlandi krefst þjónustu í heilbrigðismálum við allra hæfi, og leggur áherslu á forvarnarstarf með stöðugri fræðslu og virku samstarfi heil- brigðisstéttanna, frjálsra félaga- samtaka og almennings í landinu. Við teljum brýnt að átak verði Upplyfting í kvöld? MUNDU EFTIR 0ST1NUM Hann eykur stemninguna. AUK/SlA k9d2-500

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.