Alþýðublaðið - 11.12.1990, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 11.12.1990, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 11. desember 1990 Sýnir i Bókasafni Kópavogs Myndlistarkonan Svava Sigrídur Gestsdótlir er um þessar mundir með sýningu á verkum sínum í Bókasafni Kópavogs. Svava hef- ur á undanförnum árum haldið 10 einkasýningar og verið með í samsýningum. Myndir hennar eru byggðar á landslagi. Svava er menntuö frá myndlista og handíðaskóla íslands og mynd- listarskólanum við Freyjugötu auk þess sem hún nam við Berg- enholtz Fagskole í Danmörku. Sýningin stendur til 15. desem- ber og er opin á opnunartíma safnsins, frá 9—21 alla virka daga. Þau kortlögðu ferðamáiin Eins og sagt er frá í frétt í blaðinu í dag, hafa ferðamál okkar, loks- ins, verið skipulögð, eða kannski kortlögð. Einvalalið mikið hefur unnið að þessu í hálft annað ár: Hjörleifur Guttormsson, alþing- ismaður, formaður, Arni Þór Sig- urdsson, deildarstjóri, starfs- maður nefndarinnar, Áslaug Al- fredsdóttir, hótelstjóri, Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri, Bjarni Sigtryggsson, ferðamála- fræðingur, Fridjón Þórdarson, alþingismaður, Kristín Einars- dóttir, alþingismaður, Reynir Ad- ólfsson, framkvæmdastjóri og Unnur Stefánsdóttir, verkefnis- stjóri. Hinn aiþjóðiegi hugsunarháttur gripur um sig í fyrramálið mæta tveir yfir- menn Enskila Asset Manage- ment Ltd. , annar frá London og hinn frá Ameríku, til morgun- verðar hjá Verslunarráðinu í Átt- hagasal Hótel Sögu. Alþjóðlegur hugsunarháttur hefur gripið Is- lendinga, og nú vilja menn fræð- ast nánar um fjárfestingarkosti austan hafs og vestan, enda ver- ið að fella niður hömlur á fjár- festingum okkar erlendis. Þeir sem þarna munu sitja fyrir svör- um eru Norðurlandabúar, enda Enskilda sænskt fyrirtæki, Hugo Petersen og David Söden. Þátt- töku á að tilkynna hjá skrifstofu viðskiptalífsins hjá Verslunar- ráðinu. Myndlist i menntamála- ráðuneyti Um þessar mundir sýna tveir ungir myndlistarmenn, Guöjón Bjarnason og Sigrídur Rut Hreinsdóttir í menntamálaráðu- neytinu, Guðjón 60 olíumálverk og Sigríður Rut 20 vatnslita- myndir. Opið á venjulegum skrif- stofutíma 9—17 alía virka daga ! til 5. janúar. FRÉTTASK ÝRING Sjálfstœðisflokkurinn á krossgötum: Ósamstarffshæfur flokkur í upplausn Er Sjálffstæðisflokkurinn annað og meira en laus- tengt bandalag hægri manna á íslandi? Hann kynn- ir sig sem fflokk allra stétta og vissulega má ffinna innan hans raða menn úr öllum stéttum. En Sjálf- stæðisfflokkurinn er jafnframt flokkur ólikra hags- muna á mörgum sviðum en offt heffur þó tekist bæri- lega að sigla milli skers og báru i átökum ólikra hagsmunahépa. Iðulega minnir hann þó mest á bandalag þar sem sjónarmið eru ólik, hver höndin upp á méti annarri og stefnumið öll á reiki. TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR Það fer töluvert eftir því hversu sterkan foringja flokkurinn hefur hverju sinni hversu samhentur flokkurinn er. í formannstíð Þor- steins Pálssonar hefur hann virkað veikur og reyndar lítið annað en kosningabandalag manna á hægri væng stjórnmálanna. Þorsteini hefur aldrei tekist að ná almennilega tökum á Sjálfstæð- isflokknum. Hann kom fyrst á þing vorið 1983 og var kjörinn for- maður flokksins haustið sama ár er Geir Hallgrímsson iét af því embætti. begar fformaðurinn_____________ rúmaðist ekki i rikisstjérn____________________ Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkur- inn færi í stjórn með Framsóknar- flokknum að afloknum þeim kosn- ingum varð Þorsteinn ekki ráð- herra. Hann mátti einnig sætta sig við það að vera utan stjórnar fyrsta kastið eftir að hann var kjör- inn formaður flokksins því enginn þeirra sem sat fyrir á ráðherrastóli á vegum flokksins var tilbúninn að gefa eftir sæti sitt. Þorsteinn varð því ekki ráðherra fyrr en Geir Hallgrímsson hætti á þingi og varð einn af bankastjórum Seðla- bankans. Margir telja það upphafið á erf- iðum ferli Þorsteins sem formanns Sjálfstæðisflokksins að hann sat utan stjórnar fyrsta kastið eftir að hann varð formaður. Auk þess að vera nýgræðingur í landsmálapól- itíkinni hafi hann óhjákvæmilega verið nokkuð afskiptur utan stjórnar og hefði betur krafist ráð- herradóms strax. Vald hans í flokknum hefur aldrei síðan verið óskorað og reyndar hefur honum gengið illa að hafa hemil á sínum mönnum. Kloffinn fflokkur —____________ brostin rikissffjórn___________ Þetta var í ríkisstjórnartíð Stein- gríms Hermannssonar á árunum 1983 til 1987. íkosningunum 1987 beið svo Sjálfstæðisflokkurinn það mesta afhroð sem flokkurinn hef- ur mátt þola. Albert Guðmunds- son klauf flokkinn eftir að hafa þurft að segja af sér sem ráðherra. Þrátt fyrir að Albert hafði unnið fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík lýsti Þorsteinn því yfir í beinni sjónvarpsútsendingu að hann kæmi ekki til álita sem ráð- herraefni flokksins eftir kosning- ar. Þótti meðhöndlun Þorsteins á málinu öll hin klaufalegasta. Eftir erfið fyrstu árin sem for- maöur Sjálfstæðisflokksins fékk Þorsteinn tækifæri til að sanna sig sem leiðtoga er hann myndaði stjórn með Alþýðuflokki og Fram- sóknarflokki árið 1987. Honum tókst hins vegar ekki betur en svo að leiða þá stjórn að hún sundrað- ist eftir rúmlega ár. Segja má því að ekkert hafi gengið upp hjá Þor- steini eftir að hann varð formaður flokks síns. Umboöslaus fforysta — marklaus fflokkur______________ Upphlaup þingflokks Sjálfstæð- isflokksins þegar hann samþykkti að greiða atkvæði gegn bráða- birgðalögunum er talandi dæmi um hversu ósamstilltur flokkurinn er. Ákvörðunin virðist hafa verið vanhugsuð og hefði reynst mark- laus stæðu ekki allir þingmenn Sjálfstæðisflokksinsað baki henni. Þá er betra að sleppa öllum sam- þykktum. Þrátt fyrir að formaður þingflokksins hafi lýst því yfir að samráð hefði verið haft við alla þingmenn flokksins kom annað á daginn. Mátti þingflokksformað- urinn síðar viðurkenna að hann hafi farið með rangt mál. Þetta mál sýnir vel hversu reik- ull Sjálfstæðisflokkurinn er. Hér er aðeins eitt dæmi af mörgum um hversu erfitt hann á með að taka ákvörðun sem heldur. Það hefur háð flokknum og gert hann í reynd ósamstarfshæfan. Það er nógu erfitt að berja saman sjónar- mið í fjölflokkastjórn þó ekki komi til að sýknt og heilagt þurfi að standa í samningaumleitunum innan flokks varðandi ákvarðan- tökur. Umboðslausir eða umboðslitlir forystumenn flokka eru afar slæmur kostur í ríkisstjórnarsam- starfi. Fyrir aðra flokka hefur Sjálf- stæðisflokkurinn helst verið spennandi valkostur í stjórnar- samstarfi sökum þess að mögu- leiki hefur helst verið að mynda tveggja flokka stjórn með honum. Sá kostur verður hins vegar að engu ef við er að eiga marga flokka í reynd. Davið tuktar þingfflokk- inn ___________________________ Fyrir utan það að samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að greiða bæri atkvæði gegn bráðabirgðalögunum væri út á við ákaflega umdeild varð málið til að setja allt í háaloft í þingflokknum. Skoðanakönnun í DV staðfesti að fylgið hrundi af flokknum í kjölfar samþykktarinnar. Þorsteinn Páls- son reyndi þó að verja samþykkt- ina af veikum mætti. Það varð þó ekki fyrr en vara- formaður flokksins, Davið Odds- son, gekk fram fyrir skjöldu að málin fóru að skýrast. Það kom á daginn að hann var upphafs- og aðalhvatamaður að umræddri samþykkt. Hann var ómyrkur í máli og sagði að ákvörðunin hefði verið tekin á þingflokksfundi með lögmætum hætti og hann skyldi ekkert í þeim þingmönnum sem ekki vildu hlíta samþykktinni. Hann ætti ekki slíkum vinnu- brögðum að venjast. Þá sakaði hann þá þingmenn Sjálfstæðis- flokksins um heigulshátt sem voru með efasemdir um ágæti sam- þykktarinnar. Af þessu má ljóst vera að Davíð unir því illa að flokksbræður hans standi ekki við þær samþykktir sem teknar hafa verið í flokknum á réttum vettvangi. Skiptir þá engu hvort eða hversu heimsku- legar niðurstöðurnar kunna að reynast, hann vill standa við það sem samþykkt hefur verið, og hann vill að aðrir standi við sam- þykktir flokksins. Teksff Pavid ad breyffa bandalagi i fflokk?____________ Það er bara að mati flestra að- eins tímaspursmál hvenær Davíð Oddsson sest í formannssæti Þor- steins Pálssonar. Davíð hefur van- ist því á sínum borgarstjóraferli að ráða og að limirnir dansi eftir höfðinu, þ.e.a.s. honum sjálfum. Það er því næsta Ijóst, að þegar hann verður kominn í þingflokk Sjálfstæðisflokksins að afloknum næstu kosningum og ef til vill for- maður, mun hann illa una því að flokksmenn sínir hlaupi út undan sér og fylgi ekki þeirri línu sem forystan setur upp. Spurningin stendur aðeins um það hvort Dav- íð tekst að aga flokkinn og koma böndum á þingmenn hans. Hann mun ekki una því að Sjálf- stæðisflokkurinn verði aðeins laustengt kosningabandalag hægri manna. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur átt í mestu erfiðleikum með að taka afstöðu í nokkru máli því engan hefur mátt styggja. Þor- steinn hefur ekki verið foringi sem hefur tekið af skarið heldur leitað málamiðlana og sátta í deilum inn- an flokksins. Það hefur svo ieitt til þess að öll stefna Sjálfstæðis- flokksins hefur orðið afar óskýr, svo ekki sé meira sagt, og ein- kennist af almennum yfirlýsing- um frekar en markvissum áhersl- um eða mótaðri stefnu. Hver vill i sljórn með höffuðlausum her? Meðan Sjálfstæðisflokkurinn á við þessi innanmein að stríða hlýt- ur hann að teljast óaðlaðandi kost- ur til stjórnarsamstarfs. Davtð Oddsson hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki verða ráðherra flokksins að afloknum kosningum heldur sitja áfram sem borgar- stjóri. Það eitt og sér yrði erfitt fyr- ir hugsanlega samstarfsflokka að sætta sig við. Slík ríkisstjórn gæti ekki tekið ákvarðanir fyrr en búið væri að gefa grænt ljós frá borgar- skrifstofunum. Ýmsir horfa til þess að Davíð verði formaður Sjálfstæðisflokks- ins fyrr en síðar. Á það jafnt við um hans eigin flokksmenn sem menn í öðrum flokkum. Davíð er talinn líklegur til að ná tökum á flokknum og hann einn er álitinn geta haft heimil á ýmsum þing- mönnum hans sem hingað til hafa látið illa að stjórn. Öruggt má telja að aðrir flokkar hugsi sig tvisvar sinnum um áður en þeir ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn með Þorstein sem leið- toga og Davíð utan stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt óhemjuerfitt með að taka ákvarðanir undir forystu Þorsteins Pálssonar. Nú spyrja menn sig hvenær varaformaðurinn, Davíð Oddsson, taki við og hvort honum takist að breyta flokknum úr kosn- ingabandalagi í agaðan, samstarfshæfan flokk. Myndin var tekin á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.