Alþýðublaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. desember 1990 5 Aðfangaáratugur aldamóta „Þaö er byrjuð leysing á Islandi. Þaö er engin tilviljun aö þaö er Alþyöuf lokkurinn sem situr í ríkisstjórn þegar frels- isbylgja fer um landið. Aratugum saman hefur það verið staðreynd að þegar framfarir til frjálsræðis verða í lands- stjórninni á íslandi þá er Alþýðuflokkurinn í stjórn," segir Jón Sigurðsson ráðherra m.a. í grein sinni. Hver verða helstu verkefni okkar á að- fangaáratug aldamót- anna sem nú er að heffj- ast? Hugum að stefnu- málum jafnaðarmanna. Í þvi sambandi kema i hugann tvö flokksþing, glœsilegt þing Alþýðu- flokksins sem haldið var i Hafnarf irði i október og landsþing spánskra jafnaðarmanna i Madrid réttum mánuði siðar. Þótt langt sé á milli Madrid og Hafnarfjarðar var ekki langt á milli áhugamála fólksins á þessum þingum því eins og Tómas sagði: „Hjörtum mannanna svipar sam- an í Súdan og Grímsnesinu." Jafnaðarmenn á Spáni hafa nú setið í ríkisstjórn í átta ár og undir forystu þeirra hafa Spánverjar þroskað stjórnarhætti sína frá ein- ræði til vestræns lýðræðis. Hag- kerfi sínu hafa þeir breytt frá ríkis- forsjá Francotímans til frjálsræðis og markaðskerfis eins og við þekkjum best í Vestur-Evrópu. Lífskjör á Spáni hafa stórbatnað. Þar hefur jafnaðarstefnan leitt Spán inn í nútímann, frá fornöld Francos og einræði til nútímasam- félags á evrópska vísu. Landsþing spánskra jafnaðar- manna var haldið undir kjörorð- inu: í nýju samfélagi. Þing Al- þýðuflokksins var haldið undir kjörorðinu: Forysta til framtíð- ar. Það var sameiginlegt með báð- um þessum þingum að þar var rætt um framtíðina. Spánverjarnir lögðu fram áætlun um aðgerðir og þróun síns samfélags til aldamóta. Þeir eins og við ræddu mikið um Evrópu, breytingar í alþjóða- stjórnmálum og stöðu sína í sam- félagi þjóðanna. Sömu verkefni voru til umræðu á flokksþingi Aiþýðuflokksins. Húsnæðismál, samningar^nir við EB, sterkara atvinnulíf með þátt- töku eriendra fyrirtækja og afnám gjaldeyrishafta eru þættir í um- sköpun okkar samfélags og aðlög- un þess að breyttum heimi. 1 setningarræðu sinni lagði Felipe Gonzalez, foringi spánskra jafnaðarmanna, mikla áhersiu á raunsæi í ríkisfjármálum. Hann sagði: Við skulum ekki byggja skýjaborgir, við skulum ekki búa í draumheimi óraunhæfra vænt- inga. Fyrir öllum framförum verða að vera fjárhagslegar forsendur. Sama raunsæi hafa íslenskir jafnaðarmenn haft og eiga jafnan að hafa að leiðarljósi. Á spánska þinginu lögðu ræðu- menn áherslu á að nýta kosti markaðarins til að bæta lífskjörin. Þeir sögðu: Markaðurinn er ekki tilgangur heldur tæki til að ná rétt- læti og framförum. Þess vegna er jafnaðarmönnum betur treystandi til þess að stýra markaðsvæðing- unni heldur en þeim sem líta á markaðsbúskap sem takmark í sjálfu sér, jafngildan sjálfu frelsinu og lýðræðinu. Þetta á líka við á Islandi. Verkefni tiunda______________ áratugarins__________________ Felipe Gonzalez fór nokkrum orðum um helstu verkefni tíunda áratugarins. Hann nefndi fyrst um- hverfismál og hrósaði umhverfis- hreyfingum sem víða hefðu sprott- ið fram og vakið áhuga og athygli á þeim málum áður en stjórnmála- flokkar áttuðu sig á því hvert stefndi. Hann ræddi um nauðsyn þess að tengja umhverfismálin öðrum þjóðmálum. Umhverfisverndina yrði að semja að þörfum þjóðanna fyrir þróun og bætt lífskjör. Þetta tvennt, verndun og þróun, yrði að fara saman. Hann benti á and- stæðurnar i heiminum í þessum efnum. Hjá þróuðum þjóðum verður til gífurlegt magn koltví- sýrings vegna orkuvinnslu. Þessi bruni hefir áhrif á lofthjúp jarðar sem valdið getur ofhitnun, gróður- húsaáhrifum. Þess vegna er talað um alheimsstöðvun á aukna losun koltvísýrings í andrúmsloftið. En hvers eiga vanþróuðu löndin að gjalda sem enn eru skammt á veg komin í sínum orkubúskap eins og sínum þjóðarbúskap? Þau vantar orku. Þeim er lífsnauðsyn- legt að bæta lífskjör sín og til þess þarf orku. Á þá alheimsstöðvun á koltvísýringi að dæma þau til fá- tæktar? Felipe gerði einnig breytta ald- ursskiptingu þjóðarinnar að um- ræðuefni. Á Spáni fjölgar eldri borgurum mjög eins og annars staðar á Vesturlöndum. Þeirri þró- un fylgja ýmis vandasöm úrlausn- arefni. Hann sagðist sem ungur lög- fræðingur hafa lært að það að fara á eftirlaun væri réttur hvers manns en ekki skylda. Eldra fólkið býr yfir mikilli reynslu, þekkingu og hæfileikum sem samfélagið þarfnast. í mörgum tilfellum þjón- ar það hvorki tilfinningalegum né efnahagslegum hagsmunum ein- staklings að hætta að vinna þó hann hafi náð tilskildum eftir- launaaldri. Þennan spánska leik andstæðn- anna má allt eins vel leika á ís- lensku skákborði. Þótt langt sé á milli spánskra og íslenskra jafnað- armanna á landabréfinu eru verk- efni þeirra af líkum toga. Hafið okkar_____________________ Við þekkjum átök verndunar og nytjasjónarmiða, t.d. vegna fiski- stofnanna. íslendingar hafa verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi við að tryggja verndun auðlinda hafs- ins og skipuleggja réttláta nýtingu þeirra. Að hafinu og lífríki þess steðja nú ýmsar hættur. Losun eiturefna og geislavirks úrgangs er í raun at- laga að afkomu strandríkja. ís- lendingar hafa þá skyldu umfram aðrar þjóðir að vernda lífið í sjón- um og til þess þurfa þeir að halda óskertum yfirráðum yfir fiskveiði- lögsögunni. Evrópubandalagsríkin hafa sett fram kröfur um aðgang að fiski- miðum okkar fyrir aðgang að markaði sínum. Þetta er krafa sem íslendingar geta ekki fallist á. Allir helstu fiskistofnar við Island eru fullnýttir. Því er óhugsandi fyrir ís- lendinga að gefa eftir fiskveiðirétt- indi fyrir aðgang að markaði. Hér er um framtíð lands og þjóð- ar að tefla. Við höfum barist við voldugar þjóðir um yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni til að tryggja afkomu okkar og sjálfstæði og haft sigur í krafti réttláts málstaðar. Við höfum ekki unnið stríðið á hafinu til þess að tapa því við samninga- borðið. Breytt aldursskipting Við þekkjum aðstæður eldra fólksins sem hefur alist upp við vinnu og við verkalok sín óttast iðjuleysið. Áratugum saman hefur það ver- ið eitt helsta viðfangsefni læknis- fræðinnar og heilbrigðisþjónust- unnar að lengja mannsævina. Á þessari öld hefur orðið mikill ár- angur af þessari viðleitni hér á landi. Það hefur fært okkur mikla hamingju, því þannig njótum við lengur samvista hvert við annað. Það hefur líka bætt lífskjörin, því mikið tjón er að hverjum þeim, sem fellur frá, fullvinnandi og í blóma lífsins. Þeim fjölgar stöðugt sem ná há- um aldri, og það verður sífellt meira aðkallandi að búa þeim þær aðstæður að árin glæðist lífi með samvistum við ættingja og með nýjum verkefnum, sem ekki gafst tóm til að sinna í önn starfsdags- ins. Breytt aldursskipting þjóðarinn- ar hefur í för með sér margvísleg viðfangsefni á síðasta áratug ald- arinnar og fram yfir aldamót. Sanngjarnt og heilsteypt lífeyris- kerfi fyrir alla landsmenn, gott húsnæði og aðbúnaður fyrir fólk á efri árum, eru markmiðin sem við þurfum að ná. En það er ekki nóg að hafa há- leitar hugsjónir um félagslegar umbætur, það þarf að finna þeim traustan fjárhagsgrundvöll. Þetta verður eitt stærsta verkefnið á sviði þjóðmálanna á tíunda ára- tugnum, ekki aðeins á íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Evrópa breytist________________ Öll ríki Evrópu taka nú þátt í uppstokkun álfunnar. Undanfarna mánuði höfum við horft á hana breytast í beinni útsendingu. Á hverjum morgni vöknum við í nýj- an og breyttan heim. Tímarnir eru spennandi. I gamla daga óskaði fólk sér kyrrláts lífs. Slíkt er svo sannarlega ekki okkar hlutskipti. Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast vill með í ís- lenskum stjórnmálum að við ís- lendingar erum á ýmsan hátt farn- ir að búa okkur undir og aðlaga okkur að þessari breyttu heims- mynd. Þó er þörf á enn ákveðnari tökum á þessum viðfangsefnum. Áformin um Atlantsálverið á Keilisnesi eru grein á þessum mikla meiði Evrópumálanna vegna þess að aukin bjartsýni og ný tækifæri á komandi árum með nýjum mörkuðum á Austur- og Vestur-Evrópu valda því að fyrir- tæki í öllum greinum atvinnulífs hugsa sér til hreyfings og meðal þeirra eru álfyrirtækin þrjú, sem við eigum í samningum við. Það er verið að opna nýjar leiðir til þess að almenningur og fyrir- tæki á íslandi geti sótt fram. Við erum að auka samstarf okkar við nágrannaþjóðir á öllum sviðum. Það er byrjuð leysing á íslandi. Það er engin tilviljun að það er Al- þýðuflokkurinn sem situr í ríkis- stjórn þegar frelsisbylgja fer um landið. Aratugum saman hefur það verið staðreynd að þegar framfarir til frjálsræðis verða í landstjórninni á íslandi þá er Al- þýðuflokkurinn í stjórn. Það er ekki tilviljun. Ástæðan er sú að Alþýðuflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem er laus við fjötra hagsmunatengsla og for- sjárhyggju. Þess vegna getur hann barist fyrir frelsi í þjóðlifinu. Ár- angur þeirrar baráttu má sjá viða, í útflutningsverslun, í innflutnings- verslun, í bankarekstri, í gjaldeyr- ismálum. Þetta nýfengna frelsi verður gott veganesti á leið okkar til bættra lífskjara fram til alda- móta. Ég óska lesendum Alþýðublaðs- ins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskipiaráðherra skritar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.