Alþýðublaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 22. desember 1990 öldum Ijósvakans Brot úr dagskrá: bók Guðmundar Ólafssonar, sem einnig á heiðurinn af handriti og leikstjórn sjón- varpsverksins. Sverrir Páll Guðnason leikur Emil en þau Guðlaug María Bjarnadóttir og Jóhann Sigurðarson fara með hlutverk mömmu og pabba. Þetta skemmtilega fjölskyldu- leikrit verður sýnt í tveimur hlutum, á annan í jólum og síð- ari hlutinn á nýársdag. Pappírs-Pési — Rútan Sjónvarpið, annan í jólum kl. 18.10 Þetta er frumsýning á Pappírs-Pésa þar sem hann fær þá snjöllu hugmynd að fela sig í rútu þegar hann er í feluleik með félögum sínum. Þetta var góður felustaður því áður en þeim tekst að finna hann hefur rútan fyllst af ferðamömmum og hún er lögð af stað með þá í kynnis- ferð um landið. Fiðlarinn á þakinu Sjónvarpið, annan í jólum kl. 22.10 Bandarísk bíómynd frá árinu 1971. Flestir kannast við lögin úr Fiðlaranum og eflaust hafa margir séð hann, annaðhvort á sviði eða í bíó. Söngleikurinn fjallar um gyðinginn Tevy og fjölskyldu hans sem reynir að varðveita gyðinglegan upp- runa sinn. Chaim Topol og Norma Crain fara með aðal- hlutverkin í myndinni, sem hefur verið sýnd áður í sjón- varpinu árið 1986. Gabriel Garcia Marques Stöð 2, 27. des. kl. 22.30 Rætt verður við Nóbelsverð- launahafann og rithöfundinn Gabriel Garcia Marques frá Kólumbíu. Eitt þekktasta verk hans er Hundrað ára einsemd. Nú er hann farinn að skrifa sápuóperu, sem hann telur eitt skemmtilegasta nútímalist- formið til að ná til fólk. Lífsleiði (Death Wish II) Stöð 2, 28. des. kl. 00.10 Bronsmaðurinn mætir á kostum í hlutverkum tveggja bræðra sem hittast á ný eftir langan aðskilnað. Leikstjóri myndarinnar er Barry Levin- son. Örkin hans Nóa Stöð 2, annan í jólum kl. 10.45 Teiknimynd sem fjallar um laumufarþega sem fundust um borð í Örkinni hans Nóa og ekki var áður vitað til að hefðu verið um borð. Dagskrá Stöðv- arinnar er helguð yngstu áhorfendunum þennan morg- un á öðrum degi jóla. Fyrr um morguninn er t.d. teiknimynd- in Jólin hjá Mjallhvít á dagskrá og er hún með íslensku tali. Emil og Skundi Stöð 2, annan í jólum kl. 17.00 íslenskt sjónvarpsleikrit byggt á samnefndri verðlauna- asta kvikmynd Dana sem fékk Óskarsverðlaun árið 1988. Myndin byggir á sögu eftir Martin Andersen Nexö. Mynd- in fjallar um feðgana Lasse og Pelle sem er átta ára. Þeir flýja örbirgð og atvinnuleysi í Sví- þjóð til Danmerkur þar sem ástandið er litlu betra. Pelle lætur sig þó dreyma um betri framtíð. Regnmaðurinn Stöð 2, jóladagur kl. 22.55 Stöðin frumsýnir stórmynd- ina Regnmaðurinn (Rain Man) sem er margföld Óskarsverð- launamynd. Þarfara þeir Dust- in Hoffman og Tom Cruise á Rigoletto eftir Giuseppe Verdi Hljómsveitarstjóri: Per Áke Anderson, Robin Stapleton Sviðsetning: Bríet Héðinsdóttir Leikmynd og buningar: Una Collins Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Sýningarstjóri: Kristín S. Kristjánsdóttir Hlutverk: Kostas Paskalis, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Garðar Cortes, Guðjón Óskarsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Þorgeir J. Andrésson, Loftur Erlingsson, Ragnar Davíðsson, Ásrún Davíðsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Sigurjón Guð- mundsson. Höfundur dansa: Nanna Ólafsdóttir KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Frumsýning miðvikudag 26. desember kl. 20.00 2. sýning föstudag 28. desember kl. 20.00 3. sýning sunnudag 30. desember kl. 20.00 Miðasalan er opin frá kl. 14.00 til 18.00 sýningardaga til kl. 20.00, sími 11475 og 621077. VISA EURO SAMKORT íþróttir í árslok Sjónvarpið, um jólahátíðina Auk beinna útsendinga frá ensku knattspyrnunni verða beinar útsendingar frá viður- eign íslands og Svíþjóðar í handknattleik og íslands og Danmerkur í körfubolta. Þá verður sýnt frá Heimsbikar- keppninni í golfi þar sem Úlfar Jónsson og Sigurjón Arnarson voru meðal þátttakenda. Þá verður íþróttaannáll ársins að venju á gamlársdag. Sveitastúlkan Stöð 2, 22. des. kl. 21.25 Hér er á ferðinni óskarsverð- launamynd með þeim Grace Kelly og Bing Crosby í aðal- hlutverkum. Hún leikur unga konu sem gift er drykkjumanni leiknum af Bing Crosby. Þetta er hugljúf saga um það, hvern- ig drykkfelldum söngvara tekst að hætta að drekka og taka aftur upp þráðinn með konu sinni. Grace Kelly hlaut Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á eiginkonu drykkja- mannsins og handritshöfund- ur fékk einnig Óskar. Myndin sjálf var útnefnd til verðlauna, sem og Bing Crosby sem besti karlleikarinn. Barnaefni Sjónvarpið, aðfangadag kl. 12.50—16.30 Á aðfangadag sýnir sjón- varpið síðasta þáttinn af Jóla- dagatalinu, bæði í upphafi út- sendingar sinnar og svo undir lokin. Auk þess verður á dag- skránni fjölbreytt barnaefni, teiknimyndir, brúðuleikhús og sirkus. Afi styttir börnum biðina Stöð 2, aðfangadag kl. 9.00—16.40 Afi ætlar að stytta börnun- um biðina eftir jólunum á að- fangadag. Verður hann með margt í pokahorninu og meðal annars teiknimynd um ævin- týri Gúllívers í Putalandi og kvikmynd um ævintýri Lísu í Undralandi. Jólasöngvar frá Prag Sjónvarpið, aðfangadags- kvöld kl. 23.00 í tilefni þess að þjóðir í Mið- og Austur-Evrópu halda jól í fyrsta skipti í hálfa öld verða jólasöngvar sem teknir voru upp í Prag á dagskrá. í þættin- um koma fram m.a. kórinn frá Christ Church Cathedral í Ox- ford, Tékkneska Fílharmóníu- hljómsveitin með kórum sín- um, Placido Domingo og llena Cotrubas. Þátturinn er gerður af BBC og kynnir er Sally Magnusson þekkt bresk sjónvarpskona, ís- lensk í föðurættina. Pelle sigurvegari Sjónvarpið, jóladagur kl. 22.00 Hér er á ferðinni ein fræg-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.