Alþýðublaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 29. desember 1990 sjovs Sovétleiðtoga um stóraukin völd forsetanum til handa. At- kvæðagreiðslan á sovéska þinginu var einn mesti sigur Gorbatsjovs á fimm ára ferli hans í valdastóli. Gorbatsjov var svo kjörinn forseti Sovétríkjanna skömmu seinna og sagði við það tækifæri að hann mundi nota hin nýfengnu völd til að knýja fram víðtækar umbætur. April NÝKJÖRIÐ ÞING A-ÞÝSKA- LANDS: Nýkjörið þing kom saman til síns fyrsta fundar í A-Þýskalandi eftir frjálsar kosningar í landinu og var þar með bundinn formlegur endi á 40 ára stjórn kommúnista i landinu. Þingið kaus Lothar de Ma- iziere, formann kristilegra demó- krata, sem forsætisráðherra og fól honum að mynda fyrstu ríkisstjórn í A-Þýskalandi, sem kommúnistar réðu ekki. UM 170 MANNS FARAST í FERJUBRUNA VIÐ NOREGS- STRENDUR: Meira en 170 fórust og margra var saknað eftir að eldur kom upp í farþegaferjunni Scandin- avian Star sem stödd var við suður- strönd Noregs. LAFONTAINE SÆRÐUR: Reynt var að myrða Oskar Lafontaine, kanslaraefni v-þýskra jafnaðar- manna, á kosningafundi í Köln. Hvítklædd kona með fangið fullt af blómum, gekk að Lafontaine, sem var meðal ræðumanna og stóð á sviði samkomuhallar borgarinnar. Áður en hægt var að koma vörnum við stakk hún kansiaraefnið í háls- inn með hnífi. Ekki var vitað um ástæðuna fyrir tilræðinu en tals- menn lögreglunnar sögðu að konan þjáðist af kleyfhugasýki og ofsókn- arbrjálæði. Lafontaine náði sér fljótt. Mcri LETTAR LÝSA YFIR SJÁLF- STÆÐI: Lettneska þingið lýsti Lett- land sjálfstætt lýðveldi og var yfir- lýsingin hugsuð sem fyrsta skrefið í átt til sambandsslita við Sovétríkin. Til að koma til móts við stjórnvöld í Moskvu ákvað þingið að láta frekari útfærslu á sjálfstæði landsins bíða tvíhliða viðræðna við Kremlverja. Sovétstjórnin sendi skriðdreka út á götur Rigu, höfuðborgar Lettlands, í kjölfar yfirlýsingarinnar. í framhaldi af sjálfstæðisyfirlýsingu Letta sam- þykkti eistneska þingið að breyta nafni lýðveldisins sem skref í barátt- unni fyrirsjálfstæði landsins og heit- ir það nú Eistland. Gorbatsjov lýsti aðgerðir Eistlendinga og Letta ógildar og fordæmdi þær. MYNTBANDALAG ÞÝSKU RÍKJ- ANNA: Þýsku ríkin undirrituðu samkomulag um sameiginlegt myntbandalag ríkjanna. Þetta var fyrsta skrefið að fyrirhugaðri sam- einingu ríkjanna. Samkvæmt samn- ingnum varð þýska markið einnig gjaldmiðill A-Þýskalands. ÞJÓÐFRELSISH REYFINGIN í RÚMENÍU VINNUR STÓRSIGUR: Rúmenska þjóðfrelsishreyfingin vann yfirburðasigur í fyrstu frjáisu kosningunum í Rúmeníu í 53 ár. Leiðtogi þjóðfrelsishreyfingarinnar, Ion Iliescu, hlaut 83% atkvæða til embættis forseta landsins. Júni LEIÐTOGAFUNDUR: Leiðtoga- fundur risaveldanna í austri og vestri fór fram í Washington. Fund- urinn stóð í fjóra daga og afvopnun- armál voru meginefni hans. Undir- ritaður var samningur sem leiða á til eyðingar efnavopna allstaðar í heiminum. Á fundinum kom fram ósætti um fyrirhugaða sameiningu þýsku ríkjanna. JELTSÍN KJÖRINN FORSETI RÚSSLANDS: Boris Jeltsín var kjörinn forseti lýðveldisins Rúss- lands, sem er langstærsta og sterk- asta lýðveldið innan Sovétríkjanna. Jeltsín lýsti því yfir að hann mundi koma á fót beinum viðskiptum við öll sovésku lýðveldin óháð vilja stjórnvalda í Kreml. NÝ RÍKISSTJÓRN í ÍSRAEL: Hægri flokkar og flokkar strangtrú- aðra gyðinga mynduðu nýja ríkis- stjórn í ísrael undir forystu Yitzhaks Shamir, tólf vikum eftir að Verka- mannaflokkurinn sleit samstarfi við Likud-bandalagið. KOMMÚNISTAR ÁFRAM VIÐ VÖLD í BÚLGARÍU: Fyrrverandi kommúnistaflokkur, sem kallast nú Sósíalistaflokkur Búlgaríu, hlaut meirihluta þingsæta í seinni umferð þingkosninganna. Þetta voru fyrstu frjálsu þingkosningarnar í landinu í rúma fjóra áratugi. LITHÁAR FRESTA SJÁLFSTÆÐ- ISYFIRLÝSINGUNNI: Þing Litháa samþykkti að fresta sjálfstæðisyfir- lýsingu landsins frá 11. maí um 100 daga frá því að samningaviðræður við sovésk stjórnvöld hefjast. Lands- bergis, forseti Litháens, lagði þó áherslu á að stefnan væri að slíta sambandi við Sovétríkin. JÚIÍ NÝTT HLUTVERK NATÓ: Sam- komulag tókst milli leiðtoga ríkja NATO á tveggja daga fundi í London um aðgerðir sem miða eiga að því að skapa traust milli hernaðar- bandalaganna í austri og vestri. í yf- irlýsingu fundarins kom fram að með tillögunum hyggst NATO sýna Sovétmönnum fram á að kalda stríðinu sé í raun lokið. Sovétmenn fögnuðu þessu samkomulagi og lýstu sig reiðubúna til að hefja við- ræður um framtíð kjarnorkuvopna í Evrópu. SPENNA VIÐ PERSAFLÓA: Stjórnvöld í írak fluttu herdeildir að landamærunum sem liggja að Kú- væt, en ríkin höfðu átt í útistöðum vegna ólíkrar stefnu í olíumálefnum og vegna deilna um landamæri ríkj- anna. Mubarak Egyptalandsforseti heimsótti bæði ríkin í því skyni að koma á sáttum þeirra í millum. Und- ir lok júlímánaðar leit út fyrir að spennan milli ríkjanna væri í rén- um. Ágúst ÞINGMAÐUR BRESKA ÍHALDS- FLOKKSINS RÁÐINN AF DÖG- UM: Ian Glow, þingmaður breska íhaldsflokksins var ráðinn af dögum í sprengjutilræði a heimili sínu. Talið var að írski lýðveldisherinn hafi staðið að baki tilræðinu. Gow var mjög andsnúinn baráttu IRA gegn stjórn Breta á Norður-írlandi og hafði harðlega gagnrýnt baráttuað- ferðir þeirra. ÍRAKAR RÁÐAST INN í KÚVÆT: íraskar hersveitir réðust inn í Kúvæt í byrjun ágústmánaðar og náðu höf- uðborginni á sitt vald. í kjölfarið rauk olíuverð upp fyrir öll velsæm- ismörk. Bandarísk herskip streymdu þegar á vettvang og stjórnvöld í Washington frystu allar eignir Iraka og Kúvæta í Bandaríkj- unum. Þjóðir heimsins fordæmdu árásina og Sovétríkin voru á meðal þjóða sem kröfðust að frakar hefðu sig tafarlaust á brott án skilyrða frá Kúvæt. Ástæður innrásarinnar voru deilur um olíumálefni en írakar vildu ná fram hækkun á olíuverði. Einnig telja írakar að Kúvæt sé hluti af írak. Bandaríkjamenn hófu þegar mikla hernaðaruppbyggingu við Persaflóa og sendu þúsundir her- manna til Saúdí-Arabíu. Sameinuðu þjóðirnar stóðu saman gegn írökum og samþykktu viðskiptabann gegn þeim. írakar lýstu því yfir að ef ráð-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.