Alþýðublaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 25

Alþýðublaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 25
Laugardagur 29. desember 1990 25 Birgir Dýrfjörö, rafvirki 1) Lækkun verðbólgu. 2) Samþykkt þingflokks Sjálfstæð- isflokks um andstöðu við bráða- birgðalög vegna BHMR. 3) Afnám virðisaukaskatts af bók- um. 4) Fréttir RÚV. 5) Skandinavískar vandamála- myndir. 6) „Enginn verður óbarinn bjáni,“ sagði Amundi Ámundason um forystusveit Sjálfstæðisflokks- ins. 7) Venus. 8) Ljóðagerð tveggja fjölfatlaðra stúlkna. 9) Verðlagseftirlit Dagsbrúnar. 10) Áfangasamkomulag um álver. 11) Jón Jónsson íslendingur. 12) Framboð gegn Gvendi jaka í Dagsbrún. 13) Upphafið að endalokum marx- ismans. 14) Framkvæmdir við nýtt álver. 15) Að treysta efnahagslegt sjálf- stæði með verndun fiskimiða og stóraukinni orkunýtingu og orkusölu frá fallvötnum og jarð- varma. Jólatrésskemmtun Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrés- skemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 6. janúar kl. 15.00 á HÓtel íslandi. Miðaverð fyrir börn kr. 550,- og fyrir fullorðna kr. 200,- Miðar eru seldir á skrifstofu VR, Húsi verslunarinn- ar, 8. hæð. Upplýsingar í síma 687100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1991. jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri í Hagkaup 1) Samstaða þjóða SÞ gegn innrás Husseins í Kúvæt. 2) Þegar íhaldsflokkurinn felldi Margréti Thatcher á Englandi. 3) Sýning Islensku óperunnar á Ri- goletto. 4) Tvídrangar. 5) Afmælishátíð RÚV í Borgarleik- húsinu. 6) Stefán Jón Hafstein í Þjóðarsál- inni 27.12.: „Ég hef aldrei vitað til þess að Steingrímur Her- mannsson hafi tekið óvinsæla ákvörðun og viljað standa við hana.“ 7) Sigrún Hjálmtýsdóttir í Rigol- etto. 8) Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari. 9) Werner Rasmusson. 10) Björn Bjarnason. 11) Jakob Magnússon, verðandi menningarfulltrúi íslands í Bretaveldi. 12) Fertugsafmæli mitt. 13) Gott og farsælt liðið ár. 14) Þjóðarsátt náist um þjóðarsátt, þannig að ekki þurfi að beita BHMR-fólk bellibrögðum. 15) a) Tryggja aukið frelsi og sam- keppni í verslun og viðskiptum, þar með talið landbúnað og fisk- veiðar. b) Auka pólitískt siðgæði í landinu. c) Bæta menntun landsmanna meðal annars með samfelldum og lengdum skóla- degi og með friðarsátt við kenn- ara. Magnús Pétursson, fram- kvæmdastjóri og fyrrverandi (háyfir)dómari I) Að mér tókst að veiða jafnmarga fiska á stöng í Laxá í Áðaldal og Tóti tönn (= 1 stk.). 2) Að setja Ágúst Harðarson út úr liði Flugleiða á versta tíma. 3) Tvíburamamman Diddú. 4) Fréttir. 5) Glæpamyndir um jólin á há- annatíma barnanna. Hápunktur smekkleysis. 6) „Ég er bestur," sagði Kasparov eftir sigur á Karpov. 7) Konan mín, Eyþóra Valdimars- dóttir. 8) Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari. 9) Óli Kr. Sigurðsson í OLÍS. 10) Stefán Valgeirsson, kamelljón ís- lands nr.l. II) Steingrímur Hermannsson, að öðrum ólöstuðum. 12) Sameining Þýskalands. 13) Frábært. 14) Halda áfram að vera til og hafa það gott. 15) Að ráðamönnum farnist vel við stjórnun landsins. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra að- ila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Frið- lýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndar- ráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menning- arverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þareinnig til álita við- bótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi við þau". Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrest- ur er til og með 28. febrúar 1991. Eldri umsóknir ber að endur- nýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur rit- ari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91) 699600. Reykjavík, 27. desember 1990 Þjóðhátíðarsjóður. Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar Hjúkrunarfræðing vantar á Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum frá 1. janúar 1991 ogsjúkraliða íafleys- ingar á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum frá 1. febrúar til 15. september 1991. Eins er kominn tími til að huga að afleysingu fyrir sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem þar vinna. Þið sem áhuga hafið á að breyta til sumarið 1991. Hafið samband og fáið upplýsingar hjá Helgu Sig- urðardóttur í síma 97-11400 og Einari Rafni í síma 97-11073. Sjúkrahúsið og Heilsugæslustöðin, Lagarási 17—19, Egilsstöðum, sími 97-11386. HÚSNÆÐISNEFND REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBfiAUT 30- 108 REYKJAVÍK - SÍMI 681240 ALMENNAR KAUPLEIGUÍBÚÐIR Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um 10 almennar kaupleiguíbúð- ir. Ibúðir þessar eru tveggja herbergja íbúðir í nýbyggingu við Ásholt-Laugaveg, byggðar af Ármannsfelli hf. Ibúðunum fylgir bílskýli. Um úthlutun íbúðanna gilda eftirfarandi reglur: a) Umsækjandi skal hafa átt lögheimili í Reykjavík a.m.k. frá 1. des. 1989. b) Umsækjandi skal hafa hærri tekjur en viðmiðunartekjur samkv. 80. gr. laga nr. 86/1988 með áorðnum breytingum. c) Umsækjandi má ekki eiga íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. d) Við úthlutun verður tekið tillit til fjölskyldustærðar og húsnæðisaðstæðna um- sækjanda. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu húsnæðisnefndar, Suðurlandsbraut 30, og verða þarveittar allaralmennar upplýsingar. Umsóknarfrestur rennur út 21. jan. nk. ORÐSENDING FRÁ HÚSNÆÐISNEFND Auglýst verður eftir umsóknum um félagslegar eignaríbúðir (verkamannabústaði) um miðjan janúar nk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.