Alþýðublaðið - 02.03.1984, Side 2

Alþýðublaðið - 02.03.1984, Side 2
2 Föstudagur 2. mars 1984 —RITSTJÓRNARGREIN. ...........................................—.... > Forysta Sjálfstæðisflokks- ins heimtar afsögn Alberts flokksinsfengiöjafnkaldarkveðjurfráMorgun- blaöinu og Aibert í leiöara blaðsins í gær. í þeim skrifum blaðsins fer ekkert á milli mála; Albert Guðmundsson hefur endanlega verið settur út af sakramentinu hjá Morgunblaðinu og forystu Sjálfstæðisflokksins. Hitt er annað mál, hvort fjármálaráðherra láti flokksforystuna kúska sig tii hlýðni. Þótt hann segi i viðtali við Helgarpóstinn í gær, að mjög líklegt sé að hann hverfi úr ráðherraembætti,þá ber að taka slíkum yfirlýsingum með fyrirvara. Það væri ekki í stíl við reynslu liðinnaára, að Al- bert Guðmundsson léti Þorstein Pálsson, Geir Hallgrímsson og Morgunblaðsmenn segja sér fyrir verkum. En þessar hatrömmu deilur segja á hinn bóg- inn allt um innanflokksástandið i Sjálfstæðis- flokknum. Þar hefur ekkert breyst, þótt einn formaður tæki við af öðrum.Flokkurinn er sem fyrr rótklofinn i margar andstæöar fylkingar. — GÁS. ökilabo'ð flokksforystu Sjálfstæðisflokksins ti-L Alberts Guömundssonar fjármálaráðherra eru skýr: Hann á að segja af sér embætti. Aliar yfirlýsingar talsmanna flokksins eru í þá verjj, að krefjast þess að fjármálaráðherra hverfi á braut. Framsetning á þessari kröfu er að sönnu mismunandi, en efnisinnihaldið hið sama. Morgunblaðið, sem styður og túlkar sam- viskusamlegá sjónarmið núverandi og fyrrver- andi formanna Sjálfstæðisfiokksins, Þor- steins Pálssonarog Geirs Hallgrímssonar, tek- ur af öll tvímæli hvað varðar afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins til verka fjármálaráð- herra og áframhaldandi setu Alberts Guð- mundssonar á ráðherrastóli. í ritstjórnargreiFH' Morgunblaðinu í gær segir m. a. um þau mál: „Áður en gengið var til kjarasamninga hafði Al- bert, Guðmundsson uppi stærst orð ráðherra um nauðsyn þess að þar væri farið að með ítr- ustu gát, annars ætiaði hann að segja af sér. En hvað gerir hann nú þegar aðrir ráðherrar bera honum á brýn að án samþykkis þeirra hafi hann sýnt aðgæslu- og aöhaldsleysi?" Og Morgunblaðið lætur ekki nægja að skamma fjármálaráðherra fyrir samning hans við Dagsbrúnarmenn og krefjast afsagnar hans af þeim sökum, heldurhellirséreinnig yf- ir Albert Guðmundsson vegna fjarveru hans, þegar gengið var til almennra kjarasamninga. Þar segir Morgunbiaðið m. a.: „Sjálfur mat ráð- herrann stöðuna þannig að hann þyrfti að sinnabrýnni erindum í útlöndumen hérálandi á lokastigi samninganna, meira að segja á meðan ríkið samdi við Bandaiag háskóla- manna.“ Bætir Morgunblaðið því siðan við, að það hafi verið „barnalegt" af Albert, eins og Morgunblaðið orðar það, að nota þá staðreynd að gengið hefði verið til heildarsamninga án samráðs við hann, og því gefi það honum rétt til að ganga einn og óstuddur til fyrrnefndra Dagsbrúnarsamninga. Aldrei hefur nokkur ráðherra Sjálfstæðis- Bœjarstjórn Hafnarfjarðar ásamt bœjarstjóra og bœjarritara. Á myndinni eru talið frá vinstri: Haraldur Sigurðsson, Ellert Borgar Þorvaldsson, Sólveig Agústsdóttir, Einar Þ. Mathiesen, Vilhjálmur G. Skúlason, Andrea Þórðardóttir, Guðbjörn Ólafsson, bœjarritari, Árni Grétar Finnsson, forseti bœjarstjórnar, Einar I. Halldórsson, bœjarstjóri, Guðmundur Árni Stefánsson, Hörður Zóphaníasson, Rannveig Traustadóttir og Markús A. Einarsson. Ljósmynd: Árni St. Árnason. Neitar 4 halda að sér höndum hvað varðar uppbyggingu verkamannabústaða og kemur ekki til með að standa skil á þeim skuldbindingum, sem hún hafði gert við sveitarfélögin; 25% þess fjármagns, sem frá ríkinu á að koma á þessu ári, mun að öllum líkindum ekki sjást. Þetta þýðir m.a. í Hafnarfirði að ekki verður tekið í notkun húsnæði í fjölbýlis- húsi, við Móabarð 34, senr stjórn Verkamannabústaða hefur þegar úthlutað og væntanlegir íbúar þeg- ar gengið út frá því að flytjast þang- að inn n.k. haust. Tillaga minni- hlutaflokkanna gekk út á það, að sú framkvæmd yrði kláruð á árinu og hlypi bæjarsjóður undir bagga vegna niðurskurðarstefnu ríkisins, þannig að staðið yrði við gefin fyrirheit gagnvart væntanlegum íbúum, þannig að þeir gætu flust inn næsta haust eins og til stóð. Lagt var til að upphæð til framfærslustyrkja yrði hækkuð um sex hundruð þúsund krónur. Ljóst er að í Hafnarfirði, sem og víðar á land- inu, hefur ástandið á ýmsum heimilum launafólks verið meira en bágborið hina síðustu mánuði. Raunveruleg fátækt hefur haldið innreið sína. Vildi minnihlutinn hafa aukið svigrúm til hjálpar þeim bæjarbúum, sem varla hefðu ofan i sig og á. Það vildi íhaldsmeirihlut- inn í Hafnarfirði hins vegar ekki. á lagði minnihlutinn til að stofnaður yrða sérstakur atvinnueflingarsjóður og stofnfjárframlag til sjóðsins yrði 2 milljónir króna. Tilgangur sjóðsins væri að styrka og styðja nýjan at- vinnurekstúr í bænum. Meðal annarra tillagna minnihlutans sem felldar voru, var tillaga til hækk- unar fjárframlags til dagheimilis verkalýðsfélaganna á Hörðuvöll- um, stofnframlag til reksturs úti- deildar eða unglingaráðgjafar upp á 300 þúsund, fjárframlag til styrktar atvinnu 16-20 ára unglinga næsta sumar, en atvinnuástand þessa aldurshóps hefur verið mjög bágborið hin síðustu ár og virðist stefna í enn frekari vandamál á því sviði næsta sumar. á felldi meirihlutinn einnig tillögu minni- hlutans um fjárframlag til endurbóta á Bæjarbíó. Sömuleiðis lagði minnihlutinn til að tveimur og hálfri milljón yrði varið til að hægt yrði að ljúka byggingu dagheimilis við Smárabarð og taka það í notkun á árinu. Það vildi meirihluti bæjar- stjórnar ekki. Sömuleiðis var til- laga minnihlutans tm að hækka styrk bókasafnsins til bókakaupa felld af meirihlutanum. Tillaga minnihlutans var í samræmi við samdóma ósk bókasafnsstjórnar þar að lútandi. Hér á eftir fara nokkrar af fjöl- mörgum ályktunartillögum Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks, sem lagðar voru fram á bæjarstjórnarfundin- um á þriðjudag, en afgreiftslu þeirra var frestað til næsta bæjarstjórnarfundar: Atvinnueflingarsjóður Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkir að koma á fót atvinnuefling- arsjóði. Skal bæjarsjóður leggja til fjárframlög í sjóðinn eftir því sem bæjarstjórn ákveður hverju sinni. Tilgangur atvinnueflingarsjóðs skal vera að stuðla að nýjum at- Atvinnumálaráðstefna Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar efnir til ráðstefnu um at- vinnumál og atvinnuuppbyggingu laugardaginn 3. mars n. k. I félagsheimili íþróttahússins við Strandgötu. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 f. h. og er opin öllum sem áhuga hafa. Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar vinnugreinum í Hafnarfirði og verða hvati að öflugu og fjölþættu atvinnulífi í bænum. Tilgangi sínum skal atvinnuefl- ingarsjóður ná m.a. með því að auðvelda nýjum atvinnurekstri leið- ir inn í bæinn með því að taka þátt í eða láta gera ýmsar forathuganir sem nauðsynlegar kunna að vera til þess að unnt sé að fara af stað með viðkonandi atvinnurekstur eða með beinni eignaraðild allt upp í 20%. Sérstaklega skal hugað að léttum iðnaði sem býður upp á mörg störf. Ekki er gert ráð fyrir að úthluta styrkjum úr atvinnueflingarsjóði, heldur verði um lánveitingar eða eignaraðild að ræða. Bæjarstjórn kýs þriggja manna stjórn atvinnueflingarsjóðs og þrjá til vara. Kjörtímabil stjórnarinnar skal vera hið sama og bæjarfull- trúa. Fjölgun gjalddaga gatnagerðar- og heimtaugagjalda Með tilliti til hins erfiða fjárhags- ástands í landinu og þess að vitað er að margir húsbyggjendur eiga í erfiðleikum með að greiða stórar fjárhæðir í einu lagi vegna gatna- gerðargjalda og heimtaugagjalda rafmagns, þá samþykkir bæjar- stjórn að fjölga gjalddögum þess- ara gjalda í þrjá til fimm, jafnframt því sem greiðslutímabilið sé lengt í 9 til 12 mánuði. Felur bæjarstjórn bæjarstjóra og rafveitustjóra að gera tillögur um gjalddaga á þessum gjöldum og skulu þær liggja fyrir á næsta bæjarstjómarfundi. Tækifæri ungs fólks - til náms og starfa Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir áhyggjum sínum vegria alvarlegrar þróunar i atvinnumálum ungs fólks. Á þetta ekki síst við um þau ungmenni, sem hætt hafa námi áður en þau hafa lokið menntun sem gefur þeim starfsréttindi á ákveðnum sviðum. Þessi ungmenni verða oft utanveltu á vinnu- markaðnum, eiga erfitt með að fá vinnu við s itt hæfi eða eru atvinnu- laus. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir eindregnum vilja sínum til að gert verði átak í þessu efni og beinir því til félgasmálaráðs, fræðsluráðs og æskulýðs- og tómstundaráðs að þessar nefndir taki höndum saman um að ráðast í það verkefni að ná til þess unga fólks í Hafnarfirði, sem er atvinnulaust eða utanveltu á vinnumarkaðnum, í því skyni að kynna því þá möguleika til náms og starfa, sem fyrir hendi eru. Unglingaráðgjöf Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur mikilvægt að nú þegar verði hafinn undirbúningur að því að koma á fót unglingaráðgjöf í Hafnarfirði, sem hafi með höndum bráðaþjónustu og ráðgjöf fyrir unglinga í bænum. Bæjarstjórn felur æskulýðs- og tómstundaráði að annast þennan undirbúning, í samráði við félags- málaráð og gera tillögur til bæjar- stjórnar um fyrirkomulag slíkrar starfsemi. Tillögurnar miðist við það að starfsemin geti hafist á miðju þessu ári. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða fólk til SKRIFSTOFUSTARFA Æskilegteraðumsækjendurhafi vélritunarkunn- áttu auk nokkurrar bókhalds- og málakunnáttu. Nánari upplýsingarverðaveittarhjástarfsmanna- deild.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.