Alþýðublaðið - 08.02.1985, Síða 3

Alþýðublaðið - 08.02.1985, Síða 3
Föstudagur 8. febrúar 1985 3 Sigurgeir Kristjánsson F 22. júlí 1912 — D. 30. janúar 1985 - hans með sérstakri virðingu og þökk. Við vottum eftirlifandi eigin- konu hans frú Pernillu M. Olsen og fjölskyldu þeirra hjóna, einlæga samúð okkar í sorg hennar. Við munum jafnan minnast hans þegar við heyrum góðs manns getið. Sigurður E. Guðmundsson. I aðventukosningunum 1979 skipaði undirritaður 4ða sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Fyrir þingsetningu þá um haustið hafði þingflokkur Al- þýðuflokksins tekið hina umdeildu ákvörðun um, að hætta stuðningi við úrræða- og gagnslausa verð- bólgustjórn með Framsókn og kommum. Kosningabaráttan snér- ist mikið upp í umræður um skyld- ur stjórnmálamanna og trúnað við kjósendur og stefnumál. Bar það vott um pólitíska ábyrgðartil- finningu, að sitja lon og don í ráð- herrastólum í stefnu- og getulausri ríkisstjórn? Eða var það þveröfugt? Væri ekki betur ástatt í okkar þjóð- félagi, hefðu stjórnmálamenn og flokkar tekið fastheldni við stefnu- mið og trúnað við kjósendur fram yfir sýndarvöld og upphefð? í Reykjavík voru þessar kosning- ar aðallega háðar á vinnustöðum borgarinnar. í þessum kosningum skiptum við Vilmundur liði og sótt- um heim hvor um sig um 60 vinnu- staði. Slippurinn kom í minn hlut. Þetta var seint í nóvembermánuði. Ætlunin var að flytja mál sitt á 5 mínútum og svara því næst fyrir- spurnum í hálftíma. Þegar komið var fram undir kaffi virtist enn ekki fararsnið á neinum — nema fram- bjóðandanum. Kannski er þetta eftirminnilegasti fundur af þessu tagi sem ég hef setið og á ég þó margar ánægjulegar endurminn- ingar af slíkum milliliðalausum samskiptum við vinnandi fólk á vinnustöðum. Það var á þessum fundi sem ég kynntist Sigurgeiri Kristjánssyni fyrst. Flann hafði starfað lengi í Slippnum. Hann hafði verið jafn- aðarmaður af sannfæringu og hug- sjón frá blautu barnsbeini. Hann var einn þessara óbrigðulu trúnað- armanna í „bakvarðarsveitunum", sem aldrei létu bugast í mótlæti, en héldu ró sinni og raunsæi þegar bet- ur byrjaði. Frá þessum tíma tókst með okk- ur kunningsskapur. Við hittumst gjarnan á förnum vegi í Vesturbæn- um og tókum þá tal saman um póli- tíkina, svo sem eins og plagsiður er í öðrum þorpum. Við hittumst á fundum þar sem jafnaðarmenn komu saman og við vorum aftur samstarfsmenn í kosningum. Alltaf sat pólitíkin í fyrirrúmi. Alltaf var hann mættur. Alltaf mátti til hans leita um að leggja málefninu lið. Einatt er talað óvirðulega um slíka menn og þeim valdar nafngift- ir eins og „flokkshestar“ eða „fót- gönguliðar". Sigurgeir kippti sér ekki upp við slíkt. Hann átti það til að senda skeyti inn á flokksþing í nafni „bakvarðarsveitanna“ — og heimta meira líf og meira starf og meira fjör. Sigurgeir var af eðlisávísun og lífsreynslu trúaður á samtakamátt vinnandi fólks. Hann leit á Alþýðu- flokkinn sem baráttutæki til að rétta hlut hinna mörgu frammi fyrir fjármagnsvaldi hinna fáu. Hann var enginn ofsatrúarmaður í póii- tík; hann var þvert á móti maður hinnar hófsömu rökræðu og hinnar málefnalegu baráttu. Hann var nefnilega hugsjónamaður. Og trúr sinni hugsjón í verki. Slíkra manna er gott að minnast. Fyrir hönd Al- þýðuflokksins sendi ég eftirlifandi konu hans, börnum og öðrum af- komendum, bróðurlegar kveðjur. — Jón Baldvin. • Við andlát og útför Sigurgeirs Kristjánssonar, Mýrargötu 10, Reykjavík, Ieitar hugur minn aftur til allra þeirra áratuga, sem kynni okkar stóðu í störfum, vörn og sókn, fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík. Ekki man ég hvenær þau hófust en líklegast þykir mér að það hafi gerst í kosningastarfi á sjöttaáratugnum. Þau kynni tókust þó ekki í neinni skyndingu því að hann var ekki maður þeirrar gerðar. Að stofna til kynna við hann var eins og að sjá fallegt blórn opnast, hægt og sígandi; en eftir að kynnin höfðu tekist voru þau fáum lík vegna þess hvern mann hann hafði að geyma. Og þess vegna verða þau eftirminnileg. Sigurgeir heitinn var starfsmaður Slippfélagsins í Reykjavík um ára- tugaskeið. Þegar ég kynntist hon- um var hann verslunarmaður í verslun félagsins og þar starfaði hann allt til æviloka. Ég veit, að hann var í miklum metum hjá starfsfélögum sínum og fyrirtæki. Á langri ævi gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félaga sína og hélt á þeim af einurð og festu, þannig, að varla mun betur hafa til tekist. Hann var mikill félags- hyggjumaður og gerðist því ungur liðsmaður jafnaðarstefnunnar og Alþýðuflokksins. Alla tíð var hann einn af okkar traustustu liðsmönn- um og sleit aldrei trúnaði við mál - stað okkar og hreyfingu þótt foringj- ar færu á tvist og bast og vildu fá sem flesta í slagtogið. Sigurgeir var fastari fyrir en svo, þótt honum væri vitaskuld brugðið þegar slík ótíðindi gerðust. Sigurgeir heitinn sótti fast fundi okkar félaga. Hann var „af gömlu kynslóðinni", sem kallað er, og taldi jafn sjálfsagt og eðlilegt að mæta á fund í alþýðuflokksfélaginu sínu eins og mæta á fund í verkalýðsfé- laginu. Þetta viðhorf var almennt ráðandi fram að sundrungartíman- um í alþýðusamtökunum. Hann setti ætíð sérstakan svip á fundina okkar. Á yngri árum var hann í hærra lagi, vel vaxinn og bar sig vel. Allt hans fas einkenndist af sér- stakri prúðmennsku og snyrti- mennsku, svo að af bar. Hann klæddist vitaskuld ekki ríkmann- lega en samt skar klæðaburður hans sig úr, svo vel sem hann fór honum og hve vel hann bar hann. Venjulega tók hann sér sæti á ein- hverjum aftasta bekknum og hlust- aði síðan með athygli á allt það, sem fram fór. Hann lagði venjulega lítið til mála, en það var hlustað þegar hann lét eitthvað frá sér fara, því að allir báru virðingu fyrir honum, höfðu á honum mikið traust og vissu að honum gekk aðeins gott eitt til. En þótt hann væri ekki einn þeirra, sem héldu stóru ræðurnar, kom vel fram i einkasamtölum greind hans, þekking og íhygli. Á umliðnum árum og áratugum bar það stöku sinnum við, að tveir elskulegir félagar hringdu til mín á síðkvöldum til að ræða um stjórn- mál og flokksmál. Af og til hringdi Jóhanna Egilsdóttir, full áhuga með sínar raunsæju og skynsam- legu skoðanir, þótt samtímis væri grunnt á kátínunni og lífsgleðinni, hvað sem aldrinum leið. Sigurgeir hringdi líka af og til, baðst afsök- unar á ónæðinu (rétt eins og ástæða væri til þess) en fékkst aldrei til að spjalla mjög lengi í senn. Hann var eins og Jóhanna með sínar heil- brigðu, raunsæju og hleypidóma- lausu skoðanir. Fyrir mér eru þau fulltrúar þeirrar alþýðu, sem unnu stóru sigrana forðum: komu á al- mannatryggingunum, stofnuðu bæjarútgerðirnar, komu verka- mannabústöðunum á laggirnar, fengu vökulögin sett, orlofslögin, launajafnréttislögin, o. s. frv. Þetta var fólkið, sem vann sigrana með látlausu striti, eins og Jón heitinn Baldvinsson orðaði það, áður en þeir andstæðingar okkar komu til sögunnar, sem töldu að sigrarnir ynnust með hávaðanum einum saman. Sá misskilningur hefur orð- ið dýrkeyptur íslenskri alþýðu. Fyrir nokkrum árum síðan tók Sigurgeir heitinn upp þánn sið, að senda flokksþingum Alþýðu- flokksins sérstakar baráttukveðjur frá „bakvarðasveitum Alþýðu- flokksins“. Það gat hann gert með réttu. Hann var einn þeirra sem fylgdu fast eftir þegar sótt var fram og jafnframt í hópi þeirra, sem snérust til varnar þegar að var sótt. Við vinir hans og félagar minnumst Rithöfundi boðið hús í Danmörku Félagi íslenskra rithöfunda hefur borist bréf frá dönskum stjórnvöld- um, þar sem greint er frá því að ís- lenskum rithöfundi er gefinn kost- ur á eins árs dvöl í Danmörku, eða öllu heldur á afnotum af einbýlis- húsi á Jótlandi. Húsið er fullbúið með öllum hús- munum og þarf eigi annað að greiða en rafmagn, hita, síma og einhverjar tryggingar. Danir nefna húsið „skipstjórahús" og er það ætlað norrænum rithöfundum. Húsið er boðið til eins árs, með einhverjum frávikum þó og skulu umsóknir hafa borist fyrir 1. mars næstkomandi. Húsið er laust frá og með 1. maí 1985. Þeir rithöfundar á íslandi, sem áhuga hefðu á að sækja um að fá ofangreint hús til afnota, geta feng- ið nánari upplýsingar hjá Jónasi Guðmundssyni, formanni Félags ísl. rithöfunda, Sólvallagötu 9, 101 Reykjavík, sími 14897. ön________________________/ að það er fleira sem sameinar fé- lagshyggjufólk en það sem á milli ber. Rætt var um nauðsyn þess að berjast gegn frjálshyggjuöflunum og setja fram heildsteyptan valkost gegn þeim. Dr. Svanur Kristjánsson flutti skelegga ræðu þar sem hann boðaði sameiningu félagshyggju- fólks í stóran krataflokk. „Öll erum við kratar þó við séum í fimm flokkumþ sagði hann meðal annars. Benti hann á að sænska Jafnaðarmannaflokknum hefði tekist með góðum árangri að draga mörkin á milli hugsjóna félags- hyggjunnar og hlutverks ríkisvalds- ins. Sagði hann það sögulega skyssu hversu félagshyggjufólk hefði Ieyft frjálshyggjumönnum að einoka frelsishugtakið, því í raun þýddi félagshyggja frelsi í samræmi við þá skilgreiningu að frelsi og lýð- ræði fælist í því að allir þegnar þjóðfélagsins ættu að hafa rétt á þátttöku í þeim ákvörðunum er snerta afkomu þeirra. Þriðjungs 1 til lánasjóðs íslenskra námsmanna, 127 milljónir til sýslumanna og bæjarfógeta, um 117 milljónir til skrifstofu ríkisspítalanna og 100 milljónir til niðurgreiðslu vegna rafhitunar. Þetta eru með öðrum orðum þær viðbætur sem ríkisstjórnin sá sig knúna til að horfa á eftir vegna þess að fjárlögin voru of naumt skömmtuð. Upphæðirnar eru á verðlagi 1983 og óhætt að bæta að minnsta kosti fjórðungi við þær til að fá út núverandi verðlag. Laugardalsvöllur — Gervigrasvöllur — Félög, samtök, stofnanir og aðrir aðilar sem hafa áhuga á að fá tíma til æfinga á gervigrasvellinum í Laugardal, vinsamlegast hafið samband við vallarstjóra í síma 33527. íþróttaráð Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.