Alþýðublaðið - 20.02.1985, Síða 3
Miðvikudagur 20. febrúar 1985
3
Minning:
Fannar Karl
Guðmundsson
F. 14.12. 1976 — D. 16.2. 1985
Brynjar Freyr
Guðmundsson
F. 14.2 1980 — D. 16.2 1985
Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið
svo undarleg.
I»að misstu allir allt, sem þeim var gefið,
og einnig ég.
(Steinn Steinarr)
Kirkja er okkur ströndin og hafið og fjallið,
guðspjall dagsins vanmáttur mannsins
í lífi og dauða.
(Jón úr Vör)
Frammi fyrir svo djúpum harmi,
sem sonamissir er ungri móður og
föður — brestur orð. Úr dýpstu
fylgsnum hugar og hjarta streymir
heit samúð — faðmlag án orða.
Við drúpunt höfði frammi fyrir
örlögunum. Hinum, sem lifa, biðj-
um við griða. Megi sorgin sameina,
græða og líkna.
Jón Baldvin
Við kveðjum í dag hinstu kveðju
bræðurna Fannar Karl og Brynjar
Frey Guðmundssyni. Svo ungir að
árum eru þeir horfnir sjónum okk-
ar, Fannar Kar! átta ára, fæddur 14.
desember 1976 og Brynjar Freyr
fjögurraára, fæddur 14. mars 1980.
Þrátt fyrir stuttan aldur gáfu þeir
tilverunni í kringum sig líf og lit og
fluttu foreldrum sínum, vanda-
mönnum og vinum óteljandi sól-
skinsstundir. Heilir og hiklausir
voru þeir í lífi og leik, ákafir og
kappsamir svo sem röskra drengja
er vandi.
Skilnaðarstundin er óvænt og
erfið, og söknuðurinn sár. En
minningin um glaða og góða drengi
Iifir og lýsir fram á veginn. Sú
minning mun deyfa sársaukann
þegar fram líða stundir og verða
foreldrum þeirra og ástvinum dýr-
mætur fjársjóður sem aldrei verður
frá þeim tekinn.
Hvers vegna, er spurt. Svarið
þekkjum við ekki. Lífsgátan mikla
um líf og dauða reynist oft óræð
okkur mennskum mönnum. Þá
skynjum við best vanmátt okkar og
leitum í skjólið til Hans sem öllu lifi
ræður.
Á stundum sem þessum skortir
okkur orð. En samúð og hlýr vinar-
hugur streymir til þeirra sem hvað
sárast eiga um að binda.
Við sendum aðstandendum
þeirra Fannars og Brynjars djúpar
samúðarkveðjur, foreldrunum
Jónu Dóru og Guðmundi Árna,
systkinunum litlu tveimur, öfum
þeirra og ömmum, Gunnlaugi og
Sjöfn og öðrum vandamönnum og
vinum.
Guð blessi ykkur öll og styrki.
Félagar í Alþýöuflokknum
í Hafnarfiröi.
Við trúum því ekki enn að litlu
bræðurnir, sem stundum voru með
honum pabba sínum hérna á rit-
stjórn blaðsins, séu horfnir. Við
trúum því ekki en erum nauðbeygð
að lúta staðreyndunum.
Þeir Fannar Karl og Brynjar
Freyr eru rétt og byrja að átta sig á
veröldinni í kringum sig, þegar þeir
eru hrifnir burt að kljást við enn
stærri sannleika. Eftir sitjum við
harmi slegin og skiljum ekkert.
Orð eru fánýt en þögnin rík. í
henni býr minning um ógleyman-
legar samverustundir. Megi sú
minning létta oki harmsins af herð-
um foreldra þeirra, þeim Guð-
mundi Árna og Jónu Dóru. Við vit-
um að margur er til að veita þeim
styrk á þessari stundu, börn,
foreldrar og systkini. Við vitum líka
að þau hjón eru vinarík og að vinir
eru besta stoðin þegar við stöndum
jafn máttvana andspænis dauðan-
um og nú.
Megi góður Guð styrkja ykkur á
þessari erfiðu stundu.
Starfsfólk Alþýðublaösins og
Alprents.
Það á fyrir öllum að liggja að
verða að hlýða kallinu og standa
andspænis dauðanum. Það er stað-
reynd, sem allir þurfa að horfast í
augu við. Þegar dauðann ber jafn
válega að garði og nú og tveir korn-
ungir drengir eru hrifnir burt frá
foreldrum og systkinum, fjölskyldu
og vinum, hvarflar ósjálfrátt að
okkur, að dauðinn hljóti að hafa
farið dyravillt. Slíkt óréttlæti er
seint hægt að sætta sig við, en við
verðum. Við ráðum svo litlu. Okkar
er að taka orðnum hlut og vaxa í
mótlætinu, þó við fáum aldrei skil-
ið hversvegna.
Skiljum við þá frekar hversvegna
líf kviknar; hvernig slíkt undur má
verða? Þeir bræður Fannar Karl og
Brynjar Freyr voru hluti af því
undri. Líf þeirra jafn stórkostlegt
og fráfall þeirra var sviplegt.
Okkur kann að finnast lífið til-
gangslaust á svona stundu. En lífið
er aldrei tilgangslaust. Líf þeirra
bræðra var ævintýri, sem veitti öll-
um er umgengust þá, gleði og trú á
tilveruna. Sú trú, sem þeir gáfu
okkur lifir, þó þeir hafi yfirgefið
okkur.
Sáf
Stundum er erfitt að skilja stað-
reyndir Iífsins og sætta sig við þær.
Þannig var mörgum farið, þegar
þeir heyrðu þau hörmulegu tíðindi
að þeir bræður Fannar Karl og
Brynjar Freyr Guðmyndssynir
hefðu látið lífið í eldsvoða síðastlið-
inn laugardag.
Fannar Karl var fæddur 14.
desember 1976 en Brynjar Freyr
bróðir hans hinn 14. mars 1980.
Þeir voru þvi aðeins 8 og 4 ára gaml-
ir þegar kallið kom.
Foreldrar þeirra eru hjónin Jóna
Dóra Karlsdóttir og Guðntundur
Árni Stefánsson til heimilis á
Stekkjarhvammi 40, Hafnarfirði.
Oft hafa íþróttamenn þurft að
hverfa burt af leikvelli í upphafi
leiks, ef óhöpp hafa borið að hönd-
um. En oftast eiga þeir sér aftur-
kvæmt síðar á leikvanginn, þegar
meiðsl hafa læknast eða sár gróið.
Nú hafa þeir bræðurnir Fannar
og Brynjar yfirgefið leikvöllinn. Og
þeir koma ekki aftur til okkar í leik-
inn, hvorki á æfingar eða í keppni.
Leiknum er lokið og var hann þó
varla hafinn. Svona er lífið stund-
um óútreiknanlegt og erfitt.
Fyrir nokkrum árum hóf ég störf
hjá F. H. og kenndi þá m. a. yngstu
flokkunum knattspyrnu. Ég veitti
fljótt athygli dálítið sérkennilegum,
litlum ljóshærðum og hrokkin-
hærðum knattspyrnumanni.
Yfirbragð hans og látbragð allt
gat ekki farið fram hjá þeim sem
fylgdust með hópnum. Lifandi
áhuginn, áhugi hans í að standa sig
vel, metnaðurinn að gera hlutina
rétt og samviskusamlega ásamt því
að hvetja félaga sína til góðra verka
sem líkleg voru til að skila árangri,
allt var þetta svo snar þáttur og
einkennandi fyrir þennan unga
mann. Fannar Karl hét hann þessi
efnilegi drengur.
Fljótlega eftir að Fannar var bú-
inn að festa sig í sessi á æfingunum
fór hann að taka með sér litla bróð-
ur sinn, Brynjar Frey sem þá var að-
eins þriggja ára. Brynjar litli kom
fyrst til þess að horfa á og fylgjast
með því sem gerðist hjá „stóra
bróður" útiávellinum. En fljótlega
var sá litli komirin í gallann og orð-
inn þátttakandi í leiknum.
Það var aðdáunarvert að sjá um-
hyggju Fannars og áhuga við að
hjálpa Brynjari litla bróður sínum
við að komast í leikinn með hinum
drengjunum, sem eldri voru og
stærri. Það var hlaupið og tekið í
hendi hans, kallað og hvatt, en eftir
nokkrar æfingar þurfti sá litli ekki
á hjálp að halda og tók þátt í öllum
leikjum af lífi og sál eins og hinir
drengirnir. Brynjar litli Freyr er
yngsti knattspyrnumaður sem ég
hefi fengið á æfingar í fótbolta.
Áhugi þeirra bræðra á knatt-
spyrnunni var dyggilega studdur af
foreldrum þeirra. Osjaldan sat
pabbi þeirra, Guðmundur Árni, á
áhorfendabekknum og fylgdist
með þeim sonum sínum. Og oft
hljóp honum kapp í kinn og gat
hann þá ekki stillt sig um að láta í
sér heyra hvatningu og góð ráð. Það
verður seint metið sem skyldi, þegar
+
Útför sona okkar og bræðra
Fannars Karls og Brynjars Freys
fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag miðviku-
daginn 20. febrúar kl. 15.
Þeim sem vilja minnast þeirra
er bent á Hjálparstofnun kirkjunnar.
Jóna Dóra Karlsdóttir,
Gudmundur Árni Stefánsson,
Margrét Hildur og Heimir Snær.
foreldrar láta sig skipta áhugamál
barna sinna. Slíkt segir jafnan til
sín og skilar góðri uppskeru.
Já, nú eru þeir dánir, horfnir
félagarnir okkar litlu og ljúfu þeir
Brynjar og Fannar. Strákarnir í
F. H., sem æfðu með þeim og léku,
sakna þeirra sárt. Það gerum við
allir F. Hringar sem höfðum af
þeim einhver kynni. Minningin um
þá er skýr og lifandi. Hún mun ekki
gleymast heldur lýsa okkur björt og
hlý og verða okkur hvati til að gera
ávallt okkar besta, vera sjálfum
okkur trúir.
Að lokum flyt ég foreldrum
Fannars Karls og Brynjars Freys,
systkinum þeirra, vandamönnum,
og öllum þeim öðrum sem eiga um
sárt að binda, hugheilar samúðar-
kveðjur allra félagsmanna i F. H.
Fannari og Brynjari þakka ég
stutta en ógleymanlega samfylgd.
Blessuð sé minning þeirra.
Albert Eymundsson.
„Svo ungur varslu, er hvarfslu í hafið,
hugljúfur, glæslur, öllum drengjum belri.
Og því varö allt svo hljóll viö helfregn þína
sem heföi klökkur gigjustrengur brostiö.
Og enn ég veit margt hjarta harmi lostiö,
sem hugsar til þin alla daga sina.“
(Tómas Guömundsson)
Það er erfitt að trúa þeirri sorg-
legu fregn að Fannar og bróðir hans
Brynjar séu dánir.
Fannar var elstur fjögurra syst-
kina. Hann var góður og duglegur
drengur, sem hafði ríka ábyrgðartil-
finningu.
Ég kynntist Fannari fyrst haustið
1983, þegar ég tók á móti 7 ára bekk
í Öldutúnsskóla. Fannar var þá ný-
fluttur í hverfið og þekkti fá bekkj-
arsystkini sín, en hann var fljótur
að kynnast þeim og varð brátt eftir-
sóttur félagi. Hann hafði mikinn
áhuga á íþróttum og fylgdist vel
með á því sviði, einkum fótboltan-
um. Hann tók þátt í öllum leikjum
með bekkjarfélögunum í fríminút-
um, en ef um fótbolta var að ræða,
þá tók hann fótboltann fram yfir
aðra leiki enda var Fannar ómiss-
andi í liðið.
Fannar hafði ekki bara áhuga á
íþróttum. Hann var afskaplega já-
kvæður, áhugasamur og iðinn
nemandi. Það var ósjaldan að hann
tók lærdóminn fram yfir annað, ef
um það var að velja. Hann hafði
jákvæð áhrif á þá, sem voru í kring-
um hann. Hann lét ekkert trufla sig
við vinnuna, en ef honum fanst
sessunautarnir ganga of langt, þá
sussaði hann á þá og það dugði oft-
ast, þvi hann var virtur af bekkjar-
félögunum.
Fannar hafði góða kímnigáfu og
stundum heyrðust frá honum hnytt-
in tilsvör eða innskot. Hann virtist
hafa gott lag á að koma öðrum í
gott skap með því að slá á léttari
strengi.
Við söknum Fannars öll, bekkj-
arsystkini og kennarar.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar Jóna Dóra og Guðmut'dur
Árni og aðrir aðstandendur.
Ég bið þess að góður Guð styrki
ykkur.
Guð blessi minningu Fannars og
Brynjars.
„Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu aö rúmi mínu.
Gakktu hér inn og geymdu mig,
Guö í faömi þinum.“
(Hallgrimur Pétursson.)
Guðrún Guðnadóttir
f|) Útboö
Tilboö óskast í lögn hitaveitu í Kringlubæ 2.
áfangi (dreifikerfi) fyrir Hitaveitu Reykjavíkur.
Útboösgögn eru afhent áskrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,—
skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama
staö miðvikudaginn 27. febrúar nk. kl. 11 f. h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Einstakur listaviðburður
Sölusýning
Samsýning yfir 50 listamanna i Safnahúsinu á
Husavík, dagana 01.—04. 03. 1985.
Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar sýna. Allir lista-
mennirnir gefa verk sín til styrktar Sumarbúðum Æ. S. K. við
Vestmannsvatn.
Olíu- og acryl málverk, vatnslita- og pastelmyndir, Ijósinyndir,
grafikverk, höggmyndir, vefnaður, taumálun, útskornir munir,
prjón.
Fjölmennið.
Styrkið verðugt verkefni á ári æskunnar.
Hjúkrunarfræðingar
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráöa í eftir-
taldar stöður hjúkrunarfræðinga:
1. Hjúkrunarframkvæmdastjóra. Staðan er laus 1. maí
1985.
Umsóknarfrestur er til 15. mars 1985.
2. Hjúkrunarfræðingar á flestar deildir sjúkrahússins
strax og til sumarafleysinga.
3. Hjúkrunarfræðinga á fastar næturvaktir.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Ragnheiður
Árnadóttir, sími 96—22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúar mánuð 1985, hafi
hann ekki verið greiddur f síðasta lagi 25. þ. m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern
byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin
20°/o, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars.
Fjármálaráðuneytið, 18. febrúar 1985.