Alþýðublaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. febrúar 1985 3 Ibúasamtök Vesturbœjar:_ Lagaboð duga ekki ein Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra ávarpar nokkra valinkunna skörunga ár íslensku þjóðlífi. Sem sjá má var ávarpi hennar geysivel tekið og þótti það með eindœmum líflegt. Myntsafn í musterið Alþýðublaðinu hefur borist eftir- farandi bréf frá íbúasamtökum Vesturbæjar: „Bar svo við í borginni einn bjartan ágústdag 1983, að há- markshraða innan gamla Vestur- bæjarins var breytt í 30 km sam- kvæmt ákvörðun borgarstjórnar, breytingu á lögreglusamþykkt og umferðarlögum. Að þessu markmiði hafði verið unnið bæði innan íbúasamtaka Vesturbæjar og ekki síður í umferð- arnefnd Reykjavíkur. Fram á þenn- an dag er Vesturbærinn eina íbúða- hverfið þar sem þessi lögbundna ákvörðun um hámarkshraða hefur verið tekin; — árangurinn hefur fyrst og fremst verið sá að ákveðinn hluti ökumanna heldur sig innan hámarkshraða, ákveðinn hluti gegnumumferðar sneiðir hjá hverf- inu og grundvöllur hefur skapast til þess að meta hvar og hverra aðgerða er þörf til þess að ná markmiði um hámarkshraða. Umferðarnefnd Reykjavíkur og íbúasamtökin gerðu sér fljótt Ijóst að á alnokkrum stöðum í hverfinu dygði ekki lagaboðið eitt sér. Nokkrar götur, —Öldugata, Ægis- gata, Bræðraborgarstígur, Fram- nesvegur og Vesturgata sem dæmi eru götur þar sem töluverð gegnum- umferð á sér stað og hún hröð. Til eru mælingar sem sýna þetta. í þessum mælingum kemur einnig fram í hverju vandinn er fólginn. Flann er fólginn í þeim tiltölulega fáu bílstjórum stórra og smárra ökutækja sem fyrirmunað er að aka á löglegum hraða. Um orsakir þess skal ekki fjölyrt aðeins nefnt að þeir gera sér það ekki ljóst að þeir aka gegnum íbúðarhverfi, að samband er milli hraða og slysa, að afleiðingar slysa eru í beinu sam- bandi við hraða og síðast en ekki síst að akstur bifreiða er ekki af- þreying einstaklingsins, honum fylgir félagsleg ábyrgð. Umferðarnefnd Reykjavíkur ákvað síðan í nóvember 1983 að gerð skyldi einstefna á Vesturgötu til vesturs frá Seljavegi að Ana- naustum til þess að draga úr gegn- umakstri af Seltjarnarnesi og settar skyldu hraðahindranir á tveimur stöðum á Vesturgötu og Bræðra- borgarstíg. Borgarráð samþykkti í febrúar 1984 einstefnu á vestasta hluta Vesturgötu en frestaði öðrum tillögum umferðarnefndarinnar. Er hausta tók 1984 óttuðust íbú- ar við Vesturgötu að enn gengi í garð vetur með snjó og hálku og þeim hættum sem af umferð hafði stafað undanfarin ár. Var því geng- ist fyrir undirskriftasöfnun að til- hlutan íbúasamtaka Vesturbæjar meðal fullorðinna ibúa við götuna. Skrifað var undir eftirfarandi yfir- lýsingu: „Undiritaðir íbúar við Vestur- götu skora hér með á borgarráð Reykjavíkur að samþykkja hið fyrsta tillögur umferðarnefndar borgarinnar um hraðahindranir í formi upphækkana og þrenginga á Vesturgötu, nánar tiltekið við Ægis- götu og Bræðraborgarstíg og að tryggja að framkvæmdum þessum ljúki fyrir komandi vetur. Samþykkt borgaryfirvalda um lækkun hámarkshraða í gamla Vesturbænum sl. sumar var óneit- anlega til bóta en þó vantar enn mikið á að reglum sé hlýtt við Vest- urgötu og löggæsla borgarinnar virðist ekki vera þess megnug að sjá til þess að reglum sé fylgt. Því skora íbúar eindregið á borgarráð að tryggja vörn gegn þeirri hröðu um- ferð, slysahættu og hávaðamengun sem fólk býr nú við“ Undir yfirlýsingu þessa skrifuðu hátt á annað hundrað íbúar við göt- una og voru það 96% þeirra sem náðist til. Undirskriftalistar voru sendir borgarráði 24. september 1984 ásamt bréfi þar sem minnt var á margendurteknar umleitanir í skrifum og viðtölum. í kjölfar þessara aðgerða var málið tekið upp á ný í Borgarráði og samþykkt að setja á Vesturgötu tvær hraðahindranir og skyldu þær verða við Ægisgötu og Bræðra- borgarstíg. Skýrt var tekið fram í samþykkt borgarráðs að hraða- hindranir skyldu vera í formi hlið- arþrenginga en ekki upphækkana. Vegna framkominna sjónarmiða fulltrúa SVR í umferðarnefnd var ráð fyrir því gert að ekki væri um annað fyrirkomulag að ræða. í samþykkt borgarráðs var skýrt tekið fram að hraðahindranir skyldu vera í formi hliðaþrenginga, — ekki upphækkana. Vegna fram- kominna sjónarmiða SVR í um- ferðarnefnd var ráð fyrir því gert að ekki væri um annað fyrirkonrulag að ræða. Samþykkt borgarráðs var falin umferðardeild gatnamálastjóra til framkvæmda. Vandinn við þreng- ingar á Vesturgötu er sá að strætis- vagnar aka götuna og því erfitt að þrengja svo að verulega dragi úr hraða venjulegra bifreiða en stræt- isvagnar komist eftir sem áður leið- ar sinnar. Þess vegna urðu járn- grindur og stýrimeiðir fyrir valinu sem bráðabirgðaráðstöfun fyrir veturinn. Að mati verkfræðinga umferðardeildar var sú útfærsla sem valin var sú skásta miðað við árstíma, umferð og þá samþykkt sem heimilt var að vinna eftir. Greinilegt var að aðgerðir höfðu áfrif. Strætisvagnar óku götuna, verulega dró úr hraða næst þreng- ingunum. Það kom þó greinilega í ljós að of langt var milli þessara hindrana og of margir freistuðust til að ná upp of miklum hraða milli þeirra. Á þriðja eða fjórða degi frá uppsetningu hliðanna bar hins veg- ar svo við að vagnstjórar á leið 2 lögðu fyrirvaralaust niður akstur á Vesturgötu fyrir vestan Ægisgötu. Tillkynntu þeir að þeir myndu ekki aka þennan spotta meðan þreng- ingar þessar væru í vegi þeirra. Ekki var þessi breyting á leiðakerfi sér- staklega kynnt eða settar upp nýjar biðstöðvar. Breytingarnar voru heldur ekki kynntar á þeim tveimur biðstöðvum sem vagnstjórarnir treystu sér ekki til að sinna. Ekki skulu hér rakin í smáatrið- um þau fréttaskot og flugufregnir sem fylgdu í kjölfar þessara að- gerða eða árásir á einstalinga. Framkvæmdastjóri umferða- nefndar Reykjavíkur bauð fulltrú- um SVR og íbúasamtaka Vestur- bærjar til fundar þann 7. febrúar sl. Þar voru þessi mál rædd af þeim skilningi, sem í sjálfu sér ríkir milli þessara aðila um þörf á auknu um- ferðaröryggi. Niðurstaða þessara umræðna var lögð fram sem tillaga í borgarráði 12. febrúar 1985 og eftirfarandi samþykkt þar: „Varðandi hraðahindranir á Vest- urgötu. 1. Flliðarhindranir sem settar voru upp við Ægisgötu og Bræðra- borgarstíg verði teknar niður. 2. Zebra-gangbrautir með upp- hækkunum komi á þremur stöð- um á Vesturgötu, þ. e. við Ægis- götu, Stýrimannastíg og Bræðraborgarstíg. Skulu þessar upphækkanir gerðar eins fljótt og unnt er eftir að malbiksfram- kvæmdir hefjast í vor. Verði þær lagaðar m. t. t. strætisvagna. íbúasamtökin telja að hér sé um betri ráðstöfun til hraðahindrunar að ræða og verði veturinn mildur er hér aðeins um liðlega tveggja mán- aða bið að ræða á framkvæmd raunverulegra aðgerða til hraða- hindrunar. Grein þessi er sett saman til þess að varpa ljósi á framkvæmd máls- ins fyrir íbúa hverfisins og þá öku- menn sem þar eiga leið umí‘ Fyrir hönd íbúasamtaka Vesturbæj- ar Anna Kris.tjánsdóttir Stefán Örn Stefánsson. Þjóðminjasafn íslands og Seðla- bankinn hófu fyrir nokkrum árum samvinnu sem miðar að þvi að koma upp myndarlegu safni um sögu íslensks gjaldmiðils. Samning- ar um stofnun og rekstur Mynt- safns Seðlabanka og Þjóðminja- safns hefur nýlega verið staðfestur af menntamálaráðherra. Meginat- riði samningsins eru þau að stofn- anirnar báðar, Þjóðminjasafnið og Seðlabankinn, leggja myntsöfn sín til þessa sameiginlega safns að öðru leyti en því að jarðfundnar myntir og þær, sem hafa aðalgildi sem fornminjar, verða að sjálfsögðu áfram í Þjóðminjasafni. Seðla- bankinn tekur að sér að sjá mynt- safninu fyrir húsnæði og annast rekstur þess, segir í frétt frá bank- anum. Stofninn í hinu nýja safni verður eiginlegur gjaldmiðill, íslensk mynt og seðlar eins langt aftur og slikt nær, umfjöllun um íslenskan verð- miðil fyrr á öldum, erlendir pening- ar sem koma við íslenskar heimildir og gjaldmiðill þeirra þjóða sem ís- lendingar eiga mest skipti við. í þessa uppistöðu verður síðan ofið öðrum þáttum sem til myntfræði Félag dönskukennara: Kennsla dönsku- mælandi barna Félag dönskukennara mun nú í vetur eins og síðastliðið ár skipu- leggja kennslu fyrir dönskumæl- andi börn á aldrinum 7—11 ára. Reynt verður að halda við og styrkja þá kunnáttu, sem nemendur kunna að hafa úr dönskum skólum þannig, að um eðlilegt framhald af fyrra dönskunámi þeirra verði að ræða. Stjórn félagsins hefur fengið til starfans Sigurlinu Sveinbjarnar- dóttur, námsstjóra, sem kennt hef- ur um nokkurt skeið á grunnskóla- stigi í Danmörku. Kennslan fer fram í samvinnu við Námsflokka Reykjavíkur og verður í húsakynnum þeirra í Miðbæjar- skólanum. Flún hefst nú í febrúar og verður á miðvikudögum kl. 17—18.20. Nánari upplýsingar í síma 12992 og 14106. Af innkaupal. 4 hafði Sigurður sonur hans kr. 79,64 á tímann, en kona Sigurðar hins vegar kr. 66,44. Sigurður hafði því tæplega 20% meira fyrir hverja unna stund. Á 33 árum hafði því bilið milli verkamannshjónanna skroppið saman um helming. Friðrik Guðmundsson tók saman. Heimildir: Fréttabréf kjararannsóknar- nefndar, Tölfrœðihandbók 1984 og „Nokkrar athuganir á þróun kaup- gjalds 1945—1958“ sem Guðlaugur Þorvaldsson og fleiri tóku saman, fyrir um 15 árum. heyra, og má þar nefná minnispen- inga, heiðurspeninga og orður. Þjóðminjasafn hefur m. a. lagt hér til merkilegt safn af heiðurspening- um íslenskra karla og kvenna frá tveimur næstliðnum öldum. Einna elstur þessara peninga er heiðurs- peningur danska bústjórnarfélags- ins úr silfri, veittur Skúla Magn ússyni landfógeta árið 1776. Nú um helgina bættist Myntsafni Seðlabanka einstæður fengur þar sem Halldór Laxness færði því að gjöf alla þá heiðurspeninga og skyld gögn sem honum hafa hlotn- ast fyrir rithöfundarstörf sín, þar á meðal Nóbelsverðlaunapening og heiðursskjal það er honum fylgir. Síðastliðinn sunnudagvar efnt til stuttrar athafnar í húsakynnum safnsins að Einholti 4, þar sem dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri skýrði frá tildrögum að stofnun safnsins og hvernig samvinnu um það yrði háttað. Halldór Laxness las gjafabréf sitt og lýsti ánægju sinni yfir því að þessum gögnum hefði nú verið komið í vörslu til frambúðar. Loks flutti mennta- málaráðherra, Ragnhildur Helga- dóttir, ávarp og þakkaði þá ein- stæðu gjöf sem safninu hefði verið færð. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því að koma myntsafninu fyrir og búa það til sýningar. Því verki er ekki að fullu lokið, en von- ast er til að unnt verði að opna sýn- ingarsal safnsins almenningi áður en langur tími líður. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Spilakvöld í Firðinum Spilin veröa tekin fram hjá Alþýðuflokknum í Hafnarfirði næstkomandi fimmtudag, 21. febrúar kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Spiluð verður hefðbundin félagsvist. Sigurvegarar fá vegleg verðlaun. Einnig er þetta síðasta umferð í þriggja kvölda keppni. Fyrir hæstaskorsamanlagt verðasvo veitt heildarverð- laun. Allirvelkomnir í spennandi og skemmtilegaspila- mennsku. Nefndin. Alþýðuflokksfólk — Kópavogi Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna í Kópavogi verð- ur haldin laugardaginn 23. febrúar nk. í Félags- heimili Kópavogs. Salurinn opnaður kl. 19. og er miðaverð kr. 700 aðeins. Heiðursgestur hátíðarinnar verður Gréta Aðalsteinsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi i Mos- fellssveit, en veislustjóri Árni Gunnarsson. Dans — glaumur — gleði — til kl. 3. Miðapantanir hjá Grétu (44071), Hrafni (43936) og Hauði (41394). Mætum öll — létt i lund. Nefndin. Skrifstofa Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8—10 er opin dag- lega frá kl. 1—5. Sími 29244.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.