Alþýðublaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 21. febrúar 1985 RITSTJÓRNARGREIN fiska metið Til fárra rlotinn er sigldur í höfn. Bundinn viö land- festar. Þeir róa ekki í bráð. Þeir eru í verkfalli. Það er dýr hver dagurinn, sem fiskur berst ekki á land, hjá þjóð sem byggir lífsafkomu sina á fiskveiðum. Ersvo komið fyrir íslendingum, aó þeir þurfi að læra lexíuna sína upp á nýtt? Að svo lengi sem þeir róa ekki, verður ekki lifað í landinu? Kannski er sú lexía nokkurra fiska virði? Islenskt efnahagslif ereinföld jafna: Afli + verð á erlendum mörkuðum = þjóðartekjur íslend- inga. Tekjursjómanna byggjast áaflahlut, fisk- verði og kauptryggingu. Fiskverð er ákveðið af nefnd, sem að lokum iýtur forsögn rikisstjórn- ar. Sú staöreynd, að verulegur hluti aflans, sem næst inn fyrir borðstokkinn, kemur ekki til hlutaskiptatil sjómannafheldurfertil útgerðar til að standa undir okurverði á olíu), — sú stað- reynd ræöst af lagaseíningu. Kjör sjómanna ráðast því ekki nemaað litlu leyti við samninga- borðið. Hvað segja staðreyndirnar um kjör sjó- manna? Ef tekjur sjómanna, skv. heimild Þjóð- hagsstofnunar, eru bornar saman við tekjur verkamanna, kemur á daginn að sl. ár hafa sjó- menn orðið fyrir meiri kjaraskerðingu en nokk- ur önnur starfsstétt. Ef tekjur verkamanna 1984 eru settar á 100, þáeru tekjur bátasjómanna83,2: og meðaltekj- ur sjómanna miðað við allar veiðar 95,2. Það er rétt að minna landkrabba á, að á bak við tekjur sjómanna er minnst 12 tíma vinna á sólarhring — oftast reyndar mun meiri. Sjó- mennska við strendur íslands að vetrarlagi er ekki heiglum hent. Þetta er erfiðasta og kald- samasta starf, sem stundað er frá þessari veiðistöð. En þrátt fyrir strit og vosbúð ná þeir ekki lengur sama hlut og í landi. Hvers vegna þá aö róa? Hvers vegna hefur hlutur sjómanna minnkað sl. 3 ár? Vegna þess að árið 1984 var skv. kvóta- kerfi aðeins heimilt að veiða um 56% af þvi sem veitt var á árinu 1981 af þorski. Sjómenn á botnfiskveiðum urðu því fyrir stórfelldri kjara- skerðingu á árunum 1983 og 1984. Þar að áuki hefur núv. stjórnarmeirihluti á Alþingi ákveðið með lögum, að takaæ stærri hlut út fyrir hiuta- skiptin, til þess að standa undir okurverði á olíu. M. ö. o., sjómenn hafa orðið skv. lögum að borga niður útgerðarkostnaðinn af sínum afla- hlut. n vað sýnist mönnum að sé hæfilegur launa- munur milli stétta og starfshópa í þessari ver- stöð? Fer það að nokkru eftir mati manna á áreynslu, vinnutíma, vosbúð, áhættu, lífs- hættu? Kjaradómur telur að hæfilegur launa- munur sé 1:5. Fái fiskverkunarkonan 14 þús. i sinn hlut, dæmist rétt vera að toppembættis- maður fái 64 þús. Þegareinkageirinn ertekinn með í reikning- inn, er launamunur orðinn a.m.k. 130. Hver ætti þá að vera hlutur sjómanna? Er kjaradómurum ekki Ijóst, aðrói þeirekki verður hlutur embættismannsins harla rýr? Fái emb- ættismaður50 þús. fyrir pappírsstúss sitt í hlý- legri skrifstofu, sýnist ekki ósanngjarnt að sjó- maðurinn á Halanum fái 100 þús. Það er 1:2. Þá gæti líka embættismaðurinn skipt á starfi við sjómanninn, í nafni þeirrar kenningar, að mark- aðslaunin laði til sín hæfasta fólkið. Islenzkir sjómenn eru einvalalið. Þeir eru blómi íslenzkra karlmanna, hinir eiginlegu landvarnarmenn þessarar þjóðar. Spurningin er: Til hve margra fiska skal hlutur þeirra met- inn — af okkur hinum, sem byggjum afkomu • okkar á striti þeirra? - JBH. Um greiðslur sjúklinga Svo minnkum við veltuna enn meira og mœlum svo stresseinkennin aftur eftir klukkutíma. Tryggingarstofnun hefur sent frá sér eftirfarandi túlkun á reglugerð um greiðslur sjúkl- inga utan sjúkrahúsa: Með reglugerð nr. 436/1984, sem gildi tók 1. des. sl., urðu nokkrar breytingar á greiðslum sjúklinga fyrir þjónustu utan sjúkrahúsa. Nauðsynlegt hefur reynst að setja fram skýringar við þessa reglugerð, þannig að hún yrði fram- kvæmd eins um land allt og hefur verið haft samráð við landlæknis- embættið, Tryggingastofnun ríkis- ins og Læknafélag íslands um það á hvern hátt reglugerðin verður framkvæmd. 1. Greiðslur sjúkratryggðra til samlagslækna. Sjúkratryggðir greiða, eins og verið hefur, fyrstu 75 krónur fyr- ir hvert viðtal á lækningastofu og fyrstu 110 kr. fyrir hverja vitj- un læknis til sjúklings, að við- bættum kr. 30 fyrir ferðakostn- að. Þetta gjald er óbreytt frá því sem verið hefur. 2. Greiðslursjúkratryggðraályfja- kostnaði. Samlagsmaður greiðir fyrstu 120 kr. af lyfjum í Lyfjaverðskrá I og af innlendum sérlyfjum, en kr. 240 af lyfjum í Lyfjaverðskrá II. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 50 og kr. 100 fyrir hverja afgreiðslu lyfja, svo sem til er vitnað hér að framan. Með þessu ákvæði eru greiðslur elli- og örorkulífeyrisþega lækk- aðar frá því sem áður var, en þá greiddu þeir helming. 3. Greiðslur sjúkratryggðra á sér- fræðilæknishjálp, rannsóknum og röntgengreiningu. Samlagsmenn skulu greiða kr. 270 fyrir hverja komu til sér- fræðings, fyrir hverja rannsókn á rannsóknastofu eða fyrir hverja röntgengreiningu. Þó má aldrei krefja sjúkling nema um eina greiðslu fyrir hverja komu og skiptir ekki máli hve margar tegundir rannsókna ásamt við- tali er um að ræða. Fari sjúklingur í franthaldi af komu til sérfræðings í aðgerð og svæfingu, greiðir hann engan hlut af aðgerðarkostnaði, en greiðir fyrstu 270 kr. af þóknun svæfingalæknis. Sama máli gegnir ef sérfræðingur visar til annars sérfræðings; þá greiðir sjúklingur að nýju kr. 270. Fyrir þá sérfræðiþjónustu sem hér um ræðir, greiða elli- og ör- orkulífeyrisþegar kr. 100 í hvert skipti, fyrstu 12 aðskilin skipti árlega, en eftir það ekkert. Hér eru því greiðslur elli- og örorkulífeyrisþega lækkaðar frá því sem áður var, því þá greiddu þeir helming kostnaðar. Elli- og örorkulífeyrisþegar eiga því, eins og aðrir, að fá kvittun fyrir greiðslum sínum og ef þess- ir lífeyrisþegar leggja fram kvitt- anir fyrir 12 greiðslum, fá þeir yfirlýsingu sjúkrasamlags um að þeir eigi ekki að greiða fyrir þessa þjónustu út það almanaks- ár. 4. Á rannsóknarstofu eða röntgen- deild þarf sjúklingur aldrei að greiða fyrir einnota vörur eða lyf; sá kostnaður er innifalinn í heildargjaldi. 5. Hjá heimilislækni og sérfræð- ingi þarf sjúklingur að greiða fyrir einnota vörur, sem notaðar eru vegna sjúklings sjálfs og hann fer með burt með sér, svo sem lyf og umbúðir. Sjúklingur á hins vegar ekki að greiða fyrir einnota vörur sem eru rekstrarvara, svo sem spraut- ur, nálar, hnífar, pinnsettur, sloppar, lök, hlífðarskór og annað þ. u. I. 6. Á rcikningi læknis eða stofnun- ar, sem krefur samlag um fulla greiðslu, þarf að koma fram frá hvaða lækni eða stofnun sjúkl- ingur kom. Kristján 1 rædd á Alþingi, og hann hefði ekki heyrt betur en að hver einasti mað- ur, sem tók til máls, jafnt þingmenn sem ráðherrar, hefðu lýst því yfir að bæta yrði kjör kennara. „Vissulega fóru umræðurnar út í gamla góða karpið á tímabili, en það var ekki annað að heyra á ræðumönnum, en að þeir væru sammála um að bæta yrði kjör okkar. Sjómenn 1 upp á tæplega 3,3 milljarða kr. Miðað við 41,6% væri hlutur sjó- mannaaf þessu 1361 milljón kr., en hins vegar tæplega 1540 milljónir miðað við 47% hlutfall og mismun- urinn því um 180 milljónir kr. Á sama tímabili hefur hlutfall veiða- færakostnaðar farið minnkandi á togurunum úr 8% í tæplega 7% og hjá bátum úr 12% í tæplega 10%. Olíukostnaðurinn hefur aftur á móti farið úr 31% árið 1983 í 25—26% 1984—1985, hjá togur- um, en úr 18% hjá bátum 1983 í rúmlega 15% miðað við óniður- greidda olíu og 2% samdrátt í sókn. Auk minnkandi aflahlutar hefur aflasamdráttur komið hart niður á sjómönnum og í samanburði við landverkafólk hafa tekjur sjó- manna skerst í botnfiskveiðunum um 21% hjá togarasjómönnunum frá 1981 og um 16% hjá bátasjó- mönnum, en minna í öðrum veið- um. Sparifé 1 eignum og spurning hlýtur að vakna hvort að bankarnir hafi gengið á innlánsfé sparifjáreigenda til að fjármagna fasteignamyndun sína, en það er kannski annað mál og um það fáum við tækifæri til að fjalla síðar, en þegar það er ljóst að sparifjáreigendur verða að treysta á þá ábyrgð fyrir sínum innstæðum, að eigið fé bankanna sé nokkuð traust þá er rétt að upplýsa það að í skýrslu um efnahag og rekstur bankanna fyrir árið 1982 sem útgef- in er af Seðlabanka, þá kom fram t. d. að eigið fé eins viðskiptabankans að frádregnum fasteignum og áhöldum var ekkert í árslok 1982 og að bankinn hafði fjárfest töluvert umfram eiginfjárstöðu og var var- anleg fjármyndun í þeim banka 33% umfram eigið fé. Svo var það um tvo aðra banka þetta árið, að eiginfjárstaða þeirra var á 0 í árslok þannig, að full ástæða er vissulega fyrir því að setja þessu ákveðnar skorður og tryggingu um ákveðna eiginfjárstöðu bankanna. En ég ítreka spurningu mína til ráðherra: Er það með vitund ríkis- stjórnarinnar að þessar skuldbind- ingar eru gerðar?“ Kjartan Jóhannsson tók einnig til máls og spurði í framhaldi af þessu hvernig tekist hefði að standa við það, að yfirdráttur til skamms tíma færi ekki fram úr innstæðum bankanna erlendis. Þá sagði hann að það væri engin raunveruleg end- urtrygging eða ábyrgð á innstæðum í öðrum bönkum en ríkisbönkum heldur en eignir bankanna sjálfra. Þannig að ef einhver þessara banka yrði gjaldþrota stæðu eignirnar ekki undir skuldbindingunum. Viðskiptaráðherra sagði að sem betur fer hefði aldrei til slíkrar stöðu komið, en að hann ætlaði að gera bragarbót á stöðu tryggingar- sjóða sparisjóða og fleira er tryggði betur innstæður manna. Varðandi eiginfjárstöðu á núll-punkti viður- kenndi ráðherra að misbrestur hefði orðið í fyrra og reglum því breytt. Lyfjafræði mið- taugakerfisins Árið 1970 var gefinn út lítill bæklingur er nefndist „Ávana- og fíknilyf og efni“ eftir dr. Þorkel Jóhannesson. Bæklingur þessi bætti á sínum tíma úr brýnni þörf fyrir fróðleik um ávana- og fíkniefni, og var hann endurútgefinn 1972 lítið breyttur. Menntamálaráðuneytið fór þess á leit við höfundinn að hann endur- skoðaði bækling þennan og gerði ítarlegri grein fyrir efninu, og er niðustaðan þessi bók „Lyfjafræði miðtaugakerfisins“ sem Mennta- málaráðuneytið sendir yður hér með. Um efni þessarar bókar segir höfundur í aðfaraorðum sínum m. a.: „Texti sá, sem hér birtist á að vera heimildartexti. Megin áhersla er því lögð á tvö atriði. Hið fyrra er, að læknanemar eða aðrir geti með því að lesa yfir einn eða fleiri kafla aflað sér grunnþekkingar á því efni sem um er fjallað. Síðara atriðið er, að framhalds- skólanemendur eða aðrir eiga að geta fundið með hjálp atriðaorða- skrár samþjappaðar upplýsingar um tiltekin meginatriði í lyfjafræði miðtaugakerfisins." Það er von útgefenda að bók þessi geti lagt grunninn að skyn- samlegri umfjöllun um þau víð- tæku vandamál sem fylgja notkun og misnotkun ávana- og fíkniefna í nútímaþjóðfélagi. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða yfirsjúkraþjálfara við endurhæfingadeild sjúkra- hússins er laus til umsóknar. Æskilegt erað umsækjandi geti hafið störf 1. júní 1985. Upplýsingar um starfiö veitir Inger Eliasson, yfirsjúkra- þjálfari í síma 96-22100. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist fram- kvæmdastjóra sjúkrahússins fyrir 15. apríl 1985. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.