Alþýðublaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 4
alþýðu- i n mnm Fimmtudagur 21. febrúar 1985 Úlgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Kitstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarcíminn er 81866 Af iimkaupaleiðangri Jóns og Sigurðar Fylgst meö bókhaldi feðga 1950 og 1983 Á lýAvcldistimabilinu hefur vel- megun fólks farið almennt vaxandi, þó einstaka stjórnir, eins og sú sem nú situr, hafi séð ástæðu til að draga úr henni hvað almennt launa- fólk varðar. Og víst er að verkamað- urinn í dag stendur betur að vígi en verkamaður fyrir nokkrum áratug- um. Hann er færri stundir að vinna sér inn fyrir neysluvörunum en áður í heildina litið. Þó á þetta ekki við um allar vörutegundir. Við skulum hverfa um það bil 35 ár aftur í tímann, til ársins 1950 og fylgjast með Jóni Jónssyni verka- manni, sem stritar fyrir sínum laun- um og fer einn daginn að versla og borga nokkra reikninga. Um leið skulum við fylgjast með syni hans Sigurði Jónssyni, sem einnig er verkamaður. 1950 er tímakaup Jóns kr. 9,24 en 1983 var tímakaup Sig- urðar sonar hans 79,64 krónur. Leiðangur Jóns var farinn í október 1950, en leiðangur Sigurðar í nóv- ember 1983, 33 árum síðar eða þriðjungi úr öld. Af einskærri til- viljun vill svo til að þeir þurftu að kaupa sömu vörurnar og greiddu sams konar reikninga. Og báðir héldu þeir bókhald og reiknuðu út hvað þeir hafi þurft að strita lengi fyrir hverri vöru. Fyrst er það bensín á bílinn. Keyptir voru 10 lítrar. Fyrir þetta borgaði Jón 14,60 krónur eða sem svarar 95 mínútna vinnu. Sigurður keypti sama magn 33 árum síðar og borgaði fyrir það 229 krónur. Það samsvaraði hjá honum 173 mínútna vinnu. Sonurinn var því nær helm- ingi lengur að vinna sér inn fyrir bensíninu! Síðan var það orkan og kynding- in. Fyrir hvern rúmmetra af heitu vatni borgaði Jón kr. 1,90 og í þetta sinn borgaði hann fyrir 100 eining- ar. Þetta gerðu 190 krónur og var hann 1234 mínútur eða 20,6 klukkustundir að vinna fyrir því. Sigurður borgaði hins vegar fyrir 100 einingar 1200 kr., en var 904 mínútur eða 15 klukkustundir að vinna fyrir þessu. Heita vatnið því orðið léttbærara. Annað er að segja um rafmagnið. Jón þurfti að borga fyrir 250 kíló- wattstundir á 19 aura hverja ein- ingu, alls kr. 47,50 og var hann 308 mínútur að vinna fyrir því eða rúm- lega 5 klukkustundir. Sigurður aft- ur á móti þurfti að borga fyrir sama magn 865 kr. (3,46 kr. hver kwst.) og var hann 651 minútu að vinna fyrir þessu eða hátt í 11 klukkustundir. Og Sigurður sem hélt að íslenska orkan væri orðin svo ódýr! Hann var tvöfalt lengur að vinna fyrir henni en Jón faðir hans 33 árum áð- ur! Þá er það símareikningurinn. Feðgarnir eru svo líkir að báðir notuðu þeir samkvæmt reikningun- um 500 skref á tilteknu tímabili. Jón borgaði fyrir þetta 105 krónur og var 682 mínútur að vinna fyrir þessu eða 11,4 klukkustundir. Sig- urður borgaði aftur á móti fyrir þetta 835 krónur og var 629 mínút- ur að vinna það upp eða 10,5 klukkustundir. Það hefur því kost- að þá feðga álíka langt strit að borga fyrir blaðrið. Áður en farið var í matvörubúð- ina komu þeir feðgar við í „ríkinu“ og keyptu sér eina brennivínsflösku fyrir helgina. Fyrir hana borgaði Jón 85 krónur og var 552 minútur eða 9,2 klukkustundir að vinna fyr- ir þessum „guðaveigum". Sonurinn borgaði 33 árum síðar hins vegar 380 krónur og var því „ekki nema“ 286 mínútur eða 4,8 klukkustundir að vinna fyrir þessu, næstum helm- ingi skemur en faðirinn. En blandið, gosdrykkurinn óhjá- kvæmilegi? Báðir kaupa þeir 10 litl- ar kókflöskur. Jón borgaði fyrir þær alls 14,50 kr. og var því 94 mín- útur að vinna fyrir þeim. En Sig- urður borgaði 93 krónur og var 70 mínútur að. Með öðrum orðum rúmlega einn og hálfur tími hjá föð- urnum en klúkkutíma og 10 mínút- ur hjá syninum. I sjoppunni keyptu feðgarnir um leið einn pakka af sígarettum. Jón borgaði kr. 9,80 og var því tæplega 64 mínútur að vinna það upp. En Sigurður sonur hans borgaði aftur á móti kr. 38,75 og var því ekki nema 29 mínútur að vinna fyrir sama magni, rúmlega helmingi skemur. Fyrir þessum „nautnum", brennivíni, gosi og sígarettum, var því faðirinn 710 mínútur að vinna eða nær 12 stundir, en sonurinn „ekki nema“ 385 mínútur eða um 6 'A stund! Þá er það loks matvörubúðin. Listinn er svona: Hálft kíló af franskbrauði. Jón borgaði 2,35 kr. eða 15 mínútur fyrir það, en Sigurð- ur borgaði 15,20 kr. eða 11 Vi mín- útu. 1 kíló af dilkakjöti kostaði kr. 13.10 eða 85 mínútur, en Sigurð 122.10 eða 92 mínútur. Faðirinn hafði vinninginn. 1 kíló af ýsu í leiðinni og það kostaði Jón aðeins 1,33 kr. eða 8,6 mínútur, en Sigurð 36,20 kr. eða 27 mínútur. Mikið er ýsan orðin dýr! Mjólkin er ómissandi og báðir kaupa 3 lítra. Það kostaði Jón kr. 7,35 eða 48 mínútur, en Sigurð aftur á móti kr. 47,10 eða tæplega 36 mín- útur. Hálft kg af smjöri fór í inn- kaupakörfuna og Jón borgaði fyrir það 15,75 kr. eða rösklega 102 mín- útur, en Sigurður borgaði aftur á móti kr. 100,20 eða rösklega 75 mínútur. 1 kíló af eggjum var á óskalistan- um og borgaði Jón 23 kr. fyrir það eða 150 mínútur, en Sigurður sonur hans borgaði 90 kr. eða 68 mínútur. Faðirinn semsé tvo og hálfan klukkutíma en sonurinn aðeins rúmlega klukkutíma. Tveggja kílóa kartöflupoki var nauðsynlegur og borgaði Jón fyrir hann kr. 3,40 eða 22 mínútur, en Sigurður borgaði hins vegar kr. 27,45 eða 20,6 mínútur. Voru semsé álíka lengi að vinna fyrir pokanum. 1 kíló af strásykri má ekki missa sín og kostaði það Jón kr. 3,80 eða tæplega 25 mínútur. Sigurð aftur á móti kostaði sykurinn 20 krónur eða 15 mínútur. Síðasta varan í matvörubúðinni var svo 1 kíló af kaffi og kostaði það Jón kr. 32,40 og var hann um 210 mínútur að vinna fyrir því, en Sigurð kostaði það 110 krónur eða „aðeins“ 83 mínútur. Það er orðið með öðrum orðum ódýrara að vakna á morgnana, þó svo að SÍS-ið kunni að vera að krukka í bókhald- ið! Kannski er það þess vegna! Heim komu feðgarnir með 33 ára millibili hlaðnir pinklum og fegnir því að þessi lota væri búin. En í dyr- unum beið drengstauli og rukkaði þá um mánaðaráskrift fyrir mál- gagnið. Það kostaði Jón 15 krónur og var hann 97,4 mínútur að vinna fyrir því. Sigurður þurfti hins vegar að borga 250 krónur og var næstum helmingi lengur eða 188 mínútur að vinna fyrir einum mánuði af mál- gagni. Og svo þykjast útgefendurn- ir ekki geta borgað blaðamönnum og prenturum laun! Sveittir eftir erfiðið settust feðg- arnir niður og reiknuðu út hvað þessi innkaupaferð hefði kostað þá, mælt í striti. Jón fær út að fyrir þessu var hann 3792 mínútur/63 dagvinnustundir rúmar að erfiða. Sigurður sonur hans var aftur á móti 3358 mínútur/56 dagvinnu- stundir að erfiða. Sonurinn var því aðeins kominn með rúmlega 7 daga vinnustunda forskot á föðurinn eft- ir 33 ár. Sigurður sonur hans var hins vegar lengur að vinna fyrir nokkrum vörutegundum: Bensíni á bílinn, rafmagni, dilkakjöti, ýsunni og dagblaðaáskriftinni. Og hann var svipaðan tíma að vinna fyrir símareikningnum og kartöflupok- anum. Hann var hins vegar mun skemur að vinna fyrir nauðsynja- vörum á borð við brennivínið, síga- retturnar og kaffið! Því má svo bæta við í lokin að báðir áttu þeir eiginkonur í verka- kvennavinnu. Meðan Jón hafði ár- ið 1950 kr. 9,24 á tímann hafði kona hans kr. 6,60. Jón hafði því 40% meir fyrir hverja unna stund. 1983 Framh. á bls. 3 MOLAR Oppenheimer látinn Frank Oppenheimer, sem átti stóran þátt í að kjarnorku- sprengjan var fundin upp, er lát- inn. Hann lést 72 ára að aldri úr lungnakrabbameini. Hann var mjög virtur kjarneðlisfræðingur og tók virkan þátt í fyrstu kjarn- orkusprengjutilraunum Banda- ríkjanna. Eftir að sprengjunum var varpað á Hirósima og Naga- saki gerðist hann harður and- stæðingur kjarnavopna. • íslendingar langlífir Landlæknisembættið hefur gefið út heilbrigðisskýrslur fyrir árin 1981—1982. í skýrslunum er m. a. greint frá því hverjar ævilíkur fólks á Norðurlöndunum eru. Kemur í ljós að íslendingar verða almennt manna elstir á öllum Norðurlöndunum. Konur hér á landi ná að mt. 79,4 ára aldri, en norskar konur verða næst elstar 79.2 ára. Næstar eru svo sænskar konur en þær geta átt von á að verða 79,1 árs. I Færeyjum verða konur að meðaltali 78,7 ára. Danskar og finnskar konur verða 77.2 ára, en grænlenskar konur deyja yngstar 67,3 ára. íslenskir og færeyskir karlar verða allra manna elstir á Norðurlöndunum, þó þeir deyi fyrr en konurnar, á íslandi 73,9 ára, í Færeyjum 73,4 ára. Sænskir karlar ná líka 73 ára aldrinum. Norðmenn og Danir komast líka á áttræðisaldurinn, en meðalaldur finnskra karla er 68,9 ár. Grænlenskir karlar reka svo lestina, einsog grænlensku konurnar, þeir verða að mt. 59,7 ára. Við látum lesendum eftir að draga ályktanir af þessari töl- fræði og hver ástæðan fyrir lang- lífi okkar er. • Berklar skæðir í skýrslunni er greint frá því að alls hafi 14 manns látist vegna sótta og sóttkveikjusjúkdóma árið 1981 en aðeins 7 árið 1982. Þar af létust samtals sjö manns af völdum lungnaberkla þessi tvö ár og af völdum dreifberkla 2. Árið 1981 létust 6 konur vegna blóð- ígerðar en engin árið 1982 og karl- ar sluppu algerlega bæði árin. Árið 1981 létust alls 365 manns, eða að meðaltali einn á dag, vegna æxla. Samsvarandi tölur fyrir árið 1982 eru 394 og því aukning um 29 á milli þessara tveggja ára. Alls létust 1656 íslendingar árið 1981 og 1583 árið 1982. Hinsvegar fæddust 4345 nýir þjóðfélags- þegnar 1981 og 4337 árið 1982. Mikili iþróttaáhugi Fyrir 5 árum töldust virkir íþróttaiðkendur á íslandi vera 76.599, þar af 53.492 karlar eða rétt tæplega 70% karlar. Og hvaða íþróttir voru svo vinsælast- ar? Knattspyrnan bar höfuð og herðar yfir aðrar íþróttir með 17.534 iðkendur eða um 23% heildarinnar. Síðan kom skíða- íþróttin með 11.891 iðkanda og svo handknattleikurinn með 10.147 iðkendur. I fjórða sæti komu síðan frjálsar íþróttir með 8.248 iðkendur. Samhliða því sem æ fleiri taka þátt í íþróttum þá hefur vægi íþrótta í sjónvarpinu vaxið. Árið 1970 var 9,2% af efni sjónvarps- ins íþróttir, en hlutfallið var 1980 komið í 15,4%.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.