Alþýðublaðið - 03.08.1985, Side 1

Alþýðublaðið - 03.08.1985, Side 1
alþýöu- blaóió m Laugardagur 3. ágúst 1985 146. tbl. 66. árg. 25 þúsund eintök Alþýðublaðið í dag er gefið út í25 þúsund eintök- um. Blaðinu verður dreift ókeypis í nœr hvert hús í Reykjavík og fylgir blaðinu sérblaðið „Úr at- vinnulífinu“, sem Guðlaugur Tryggvi Karlsson hef- ur veg og vanda af Nœsta stóra blað er áformað eftir um það bil mánuð. Uppstokkun skattkerfisins — afnám kjarnfóðurgjalds # Besta kjarabótin er uppstokkun á skattkerfi sem er ónýtt vegna skattsvika forréttindahópanna # Burt með kjarnfóðurgjaldið — einokunaraðstöðu Þingflokkur Alþýðuflokksins kom saman til fundar á fimmtudag og voru einkum tvö málefni til um- fjöllunar, kjarnfóðurgjaldið og skattamál. Um skattamálin samþykkti þing- flokkurinn svofellda ályktun: „Þingflokkur Alþýðuflokksins minnir á, — að skattaálagning 1985 staðfest- ir enn, að gildandi skattkerfi er ónýtt vegna skattsvika forrétt- indahópa. — gefur enn.tilefni til að árétta að- alatriðin í tillögum Alþýðu- flokksins um nýtt skattkerfi, þ.á.m. * Afnám tekjuskatts af launa- tekjum. * Undanþágulausan eyðsluskatt, er lagður yrði á innflutning strax í tolli í stað núverandi söluskatts. * Tímabundinn, stighækkandi eignaskattsauka á skattsvikinn verðbólgugróða stóreignafyrir- tækja og stóreignamanna. * Sérstaka skattlagningu á banka, lánastofnanir, og trygginga- og verðbréfafyrirtæki. Hagnaður Seðlabankans renni í ríkissjóð. Uppstokkun á skattkerfinu í þessa átt væri besta kjarabót laun- þega að mati þingflokks Alþýðu- flokksins. Jafnframt skorar þing- flokkurinn á fjármálaráðherra að beita sér fyrir tafarlausri fram- kvæmd á tillögum Alþýðuflokksins um aðgerðir gegn skattsvikum, sem samþykktar voru á Alþingi 1984.“ Á þingflokksfundi Alþýðu- flokksins var ítarlega fjallað um kjarnfóðurgjaldið og afleiðingar þess. Samþykkti þingflokkurinn af þessu tilefni svohljóðandi ályktun: „í tilefni af stórfelldum verð- hækkunum á eggjum, kjúklingum og svínakjöti í kjölfar hækkaðs kjarnfóðurgjalds og mótmælum samtaka bænda gegn nýjum fram- leiðsluráðslögum vill þingflokkur Alþýðuflokksins minna á, að — þingmenn Alþýðuflokksins lögðu til að framleiðsluráðs- frumvarpinu yrði vísað frá, — bentu á, að frumvarpið byggir á úreltum stjórnsýsluhugmynd- um frá 18. öld um ríkisforsjá, einokunarverðmyndun og þvinganir, sem ganga í berhögg við stjórnarskrárákvæði um at- vinnufrelsi, — töldu lögin loka síðustu smug- um, sem eftir voru fyrir frjálsa menn við landbúnaðarstörf, — töldu Iögin útiloka samkeppni framleiðenda um verð og gæði og afnema alla hvatningu til að halda tilkostnaði í skefjum og lækka verð, en stuðla að rekstr- arlegu ábyrgðarleysi og offjár- festingu vinnslu- og dreifingar- aðila, — sögðu fyrir, að lögin fælu í sér hóflausa skattlagningu á þær búgreinar, sem Framsóknar- kerfinu eru vanþóknanlegar, — sögðu lögin slá á frest löngu tímabærum uppskurði á rán- dýru og ranglátu ofstjórnar- og milliliðakerfi í landbúnaði, sem hefur neytendur jafnt sem bændur að féþúfu. Þingflokkur Alþýðuflokksins telur s afnemum að afnema beri kjarnfóðurgjaldið þegar í stað, að verðmyndun í landbúnaði eigi að byggjast á beinum samning- um vinnsluaðila og smásala, að neytendur eigi að njóta sam- keppni vinnsluaðila um lækkun tilkostnaðar í formi lækkaðs vöruverðs. að afnema beri einokunaraðstöðu og stuðla að frjálsri samkeppni um útflutning landbúnaðaraf- urða.“ Með Teroson nýtur þú þess að ' ' ra bílinn! Með notkun á Teroson ryðvarnarefninu nýtur þú: ★ Betra endursöluverðs. ★ Ryðvarnarefnis í hæsta gæðaflokki, sem sett hefur verið í meðfærilegar og þægilegar umbúðir fyrir leikmenn. ★ Lífsins eftir vel heppnaða aðgerð til bjargar eigin verðmætum. Leitaðu nánari upplýsinga um þessa v-þýsku gæðavöru á bensínstöðvum okkar um allt land. _ Olíufélagið hf (tsso)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.