Alþýðublaðið - 03.08.1985, Síða 9

Alþýðublaðið - 03.08.1985, Síða 9
Laugardagur 3. ágúst 1985 9 Rœtt við Halldór Sigurðsson, deildarstjóra erlendra samninga um gífurlega aukningu leiguverkefna, heilladrjúgt markaðsstarf og möguleika á langtíma verkefnum „Efíir miðja næstu viku verðum við með 12 þotur í fullu starfi viðs vegar í veröldinni í leiguverkefnum og áætlunarflugi. Við verðum með tvær Boing 707 þotur í frakt og far- þegaflutningum og níu DC 8 far- þegavélar ásamt einni vöruflutn- ingavél í stöðugum flutningum. Fimm þessara þota verða hjá Saudi Arabia Airways og fjórar fyrir Alsír. Þar af verða þrjár i píla- grímaflugi og ein í áætlunarflugi. Síðastnefnda vélin gæti svo vænt- anlega fengið áframhaldandi verk- efni. Ein þota er svo í verkefnum fyrir Egypt Air og tvær fyrir Tunis Air.“ Það er Halldór Sigurðsson deild- arstjóri erlendra samninga hjá Arn- arflugi sem hefur orðið og það er greinilegt að íslenski örninn er veru- lega farinn að hnykla brýrnar á heimsmarkaðinum. „Ein Boing 707 vélin okkar“, heldur Halldór áfram, „er notuð í skyndi leiguverkefni í vöruflutning- um og líklega er það ein fjölfarn- asta, eða eigum við frekar að segja fjölflognasta vél í heimi, því að í fyrra flaug hún í öllum heimsálfum nema Suðurheimsskautinu. Svona viðamikil verkefni krefj- ast gífurlegs markaðsstarfs og má segja að allt þetta ár hafi farið í það að koma þessu á laggirnar. í þessu sambandi er einmitt nú unnið að langtímasamningagerð fyrir hluta af þessum flota og ættu línur að skýrast í þeim efnum á næstu vik- um. Við hérna hjá Arnarflugi höfum þurft að ráða óhemju af fólki, bæði í reksturinn á vélunum og einnig í flugrekstrarþáttinn sjálfan. Sem dæmi má nefna að nú búa á okkar vegum um 200 manns niður í Jeddha í Saudi Arabíu, enda er stærsta hluta þessa rekstrar stjórn- að þaðan. Þessi auknu verkefni þýða auð- vitað gífurlega veltuaukningu hjá fyrirtækinu, auk þess sem þetta þýðir auðvitað stórkostlega auknar gjaldeyristekjur, sem við skilum ís- lenska þjóðarbúinu, jafnvel mill- jarðar króna. Störfin við þetta eru að sjálf- sögðu allt hálaunastörf, enda úr- valsfólk að störfum, sem atvinnu sinnar vegna þarf að dveljast er- lendis. Afraksturinn af þessu starfi gagnast því þjóðarbúinu á margan hátt og er vissulega ánægjulegt að eiga hlut að því. Á næsta ári verður Arnarflug tíu ára, sem er auðvitað útaf fyrir sig visst afrek. Samkeppnin er gífurleg á erlendu mörkuðunum, en við höf- um verið heppnir og félagið er mjög þekkt erlendis og nýtur mikils trausts. Á þessum árum höfum við unnið fyrir 40 mismunandi aðila, en reksturinn hefur þó aldrei náð því að vera eins viðamikill og ein- mitt núna. I sambandi við þessi miklu um- svif höfum við auðvitað þurft að færa út kvíarnar á hinum alþjóð- legu fjármagnsmarkaði og eigum við mjög gott samstarf við þekkt fjárfestingarfélag í Frakklandi. Hérna hjá Arnarflugi leggja allir nótt við dag til þess að gera þessi miklu umsvif kleif. Ýmsir vaxta- verkir hafa að sjálfsögðu fylgt þess- um mikla rekstri og höfum við stöðugt þurft að fjölga starfsfólki. Nú eru yfir 300 manns á launaskrá hjá félaginu, enda er háannatíminn í venjubundnum verkefnum. Alls Halldór Sigurðsson, deildarstjóri erlendra samninga Arnarflugs. eru 17 vélar í fullum rekstri, en ég legg enn áherslu á það, að þessi góði árangur er ekki síst að þakka gífur- legri vinnu og samstilltu átaki starfsfólksins. Auk sjálfs flugsins erum við með ýmsa þjónustu og starfsemi. Við er- um t.d. milliliðir í sölu flugvéla á al- þjóðamarkaði og við útvegum einnig leiguvélar. T.d. erum við nú að útvega einkafyrirtæki í Banda- ríkjunum Boing 737 vél. Þetta er reyndar 16. stærsta fyrirtæki þar í landi. Einnig er evrópskt flugfélag að fá hjá okkur vél“ sagði Halldór Sigurðsson að lokum. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Fjárfesting eða fjárhættuspil? Á (slandi lítur hópur manna á bílavið- skipti sem fjárhættuspil. Þessir menn, sem stundum eru kallaðir bílabraskarar, fylgjast náið með öllum hreyfingum á bílamarkaði. Þeir biða rólegir eftir heppilegri „bráð" - bíl sem þeir telja sig geta selt fljótt aftur með hagnaði. Oftast gengur dæmið upp og stundum er hagnaðurinn mikill. En þá tapar líka oftast einhver annar, einhver sem ekki fylgist jafn vel með. Sá sem á OPEL þarf ekki að óttast að verða óvart þátttakandi í fjárhættu- spili. Eins og aðrir vinsælir þýskir bílar - Mercedes Benz, Audi, BMW ogVWGolf - er OPEL þekktur fyrir mjög góða endingu. OPEL bílarnir eru með þeim allra vinsælustu á bílasölunum - bllar sem ailtaf þarf að borga toppverð fyrir. Nýr OPEL er þvf góð fjárfesting. Og stórskemmtilegur bíll! ARNARFLUG 12 ÞOTUR í FULLU STARFI

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.