Alþýðublaðið - 03.08.1985, Side 19

Alþýðublaðið - 03.08.1985, Side 19
Laugardagur 3. ágúst 1985 19 í annað sinn á árinu: Skuldabréfaútboð Iðnaðarbankans síðan sjálfir sölu þeirra á fjár- salar og Iðnaðarbankinn taka að magnsmarkaðnum, en verðbréfa- sér slíka milligöngu. Vextir hækkuðu í júlí Iðnaðarbankinn gefur nú út nýj- an flokk verðtryggðra skuldabréfa til sölu á verðbréfamarkaði. Hvert skuldabréf er að verðgildi 50 þús- und krónur og er útboðið samtals að upphæð 25 milljónir króna á nafnverði. Skuldabréfin eru til 5 ára með einum eindaga á ári. Bréfin bera 2% vexti p. a. og eru verð- tryggð við lánskjaravísitölu. Raun- vextir bréfanna munu ráðast af framboði og eftirspurn á fjár- magnsmarkaðnum. Þetta er í annað sinn á árinu, sem Iðnaðarbankinn gefur út verð- tryggð skuldabréf. í marsmánuði síðastliðnum gaf Iðnaðarbankinn, fyrstur banka, út sérstakan flokk verðtryggðra skuldabréfa og voru þau til 10 ára. Útgáfa þess flokks hefur gengið vel og hafa bréfin selst jafnóðum og þau hafa verið sett á markaðinn. Iðnaðarbankinn telur nú tíma- bært að auka fjölbreytni og sveigj- anleika í þessari þjónustu og býður nú út þennan nýja skuldabréfa- flokk, sem eins og áður segir er til 5 ára. Skuldabréfin eru látin í skipt- um fyrir verðtryggð skuldabréf sem fyrirtæki eða einstaklingar gefa út. Þeir sem fá slík bréf afhent, annast í júlímánuði hafa orðið nokkrar hækkanir á vöxtum innlánsstofn- ana, sem einkum hafa verið fólgnar í því, að þær stofnanir, sem mest lækkuðu vexti í maímánuði, hafa hækkað þá að nýju til samræmis við vexti hjá þeim, sem þá höfðu gengið skemmra til lækkunar. Hafa þessar vaxtabreytingar náð til flestra innlánsflokka og almennra óverðtryggðra útlána annarra en af- urðalána. Vextir af verðtryggðum útlánum hafa ekki breyst, né heldur vextir Seðalbankans. Helstu vaxtabreytingarnar, sem orðið hafa í mánuðinum, eru sýnd- ar á meðfylgjandi töflu. Kemur þar fram, að þær hafa verið mjög mis- munandi eftir inn- og útlánsflokk- um. Besti mælikvarðinn á heildar- áhrif þessara vaxtabreytinga á kjör inn- og útlána, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra, felst í því að reikna út raunávöxtun fyrir og eftir breytinguna miðað við tilteknar forsendur um verðbólgustig, en niðurstaða þess útreiknings er sem hér segir: Raunávöxtun á ári miðað við 27% verðbólgu: 1. júli 1. ágúst Breyting % % % Heildarinnlán — 2,50 — 2,07 + 0,43 Heildarútlán 4,05 4,63 + 0,58 Vaxtamunur 6,55 6,70 + 0,15 Samkvæmt þessu hefur vaxtabil aukist um 0,15% við þessar breytingar. VAXTABREYTINGAR banka og sparisjóða í júlímánuði (vegið meðaltal) Nafnvextir I n n 1 á n : Fyrir Eftir Breyting Ávísanareikningar 10,0 9,3 + 0,7 Hlaupareikningar 9,7 9,2 + 0,5 3ja mán. uppsagnarreikn 23,2 24,1 + 0,9 6 mán uppsagnarreikn. 27,8 29,8 + 2,0 Sérreikningar 31,0 34,0 + 3,0 Útlán: Víxlar almennir (forv.) 28,3 30,0 + 1,7 Viðskiptavíxlar (forv.) 30,5 31,0 + 0,5 Hlaupareikningar 29,6 31,5 + 1,9 þ.a. grunnvextir (12,7) (13,8) (+1,1) Almenn skuldabréf 30,9 32,0' + 1,1 Viðskiptaskuldabréf 33,1 33,5 + 0,4 Vextir verðtryggðra liða breyttust ekki né vextir almennra spariinn- lána eða vanskilavextir. Ekki urðu heldur breytingar á afurðalána- vöxtum. úxf™ ívtætÍKÍgar Þegar bílar mætast er ekki nóg að annar viki vel út á vegarbrún og hægi ferð. Sá sem á móti kemur verður að gera slikt hið sama en not- færa sér ekki tillitssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km. Saumaðu ekki að pýngjunni SINGER Enn einu sinni spori framar Hvers vegna að sauma að pyngjunni þegar þú getur verið að sauma á Singer Magic sem er létt og þægileg, ótrúlega einföld í notkun og mun ódýrari en sambærilegar vélar. Singer hefur alltaf verið spori framar og jafnhliða tækninýjungum hafa þeir þróað saumavélar sem auðvelt er að læra á og eru einfaldari í notkun en flestar vélar. l* Tæknilegar upplýsingar • Frjáls armur • Zikk-zakk • Overlock • Rafeinda fótstiq • Blindfaldur • Vöfflusaumur • lárétt spóla • Stunqu-zikk-zakk • Tvöfalt overlock •Sjáltvirk hnappaqötun •Styrktarsaumur • Fjöldi nytja og • Beinn saumur •Teyqjusaumur skiautsauma Singer Magic og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af saumaskapnum næstu þrjátíu árin. Við spjöllum saman um útborgun og greiðsluskilmála — og komumst örugglega að samkomulagi. Ml ^ mm jn f'OVW SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910 ~ 812 66

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.