Alþýðublaðið - 03.08.1985, Page 20

Alþýðublaðið - 03.08.1985, Page 20
20 Laugardagur 3. ágúst 1985 Sundurliðun á sem tók glldi 1 bensínverði . júlí 1985 Hlutdeild Kr./ltr. í veröi Innkaupsverð 9,04 28,8% Opinber gjöld 18,16 57,8% Dreifingarkostnaður 2,25 7,2% Smásölulaun 0,92 2,9% Verðjöfnunargjald 0,39 1,3% Innkaupajöfnun 0,64 2,0% Samtals 31,40 100,0% Verð á bensíni án opinberra gjalda 13,24 42,2% Þessi sundurliðun olíufélaganna á verði bensíns sýnir glöggt hvaða aðili það er, sem fœr bróðurpart þess gjalds sem bíl- eigendur greiða fyrir eldsneytið. Það er ríkið sem fœr í eigin vasa hvorki meira né minna en tœp 58% af verðinu. EINSTÖK SPARNEYTNI í SPARAKSTURSKEPPNi BIKR OG DV 9.6’85 SIGRAÐIESCORT LASER í SÍNUM FLOKKI. BENSÍNEYÐSLA REYNDIST AÐEINS VERA 4.55 LÍTRAR Á 100 KM. NÆSTU DAGA FÁUM VIÐ NÝJA SENDINGU AF ESCORT LASER, SEM LENGI HEFUR VERIÐ BEÐIÐ EFTIR. ÞAR SEM AÐEINS FÁEINUM BÍLUM ER ÓRÁÐ- STAFAÐ BENDUM VIÐ VIÐ- SKIPTAVINUM OKKAR Á AÐ HAFA SAMBAND VID KRISTÍNU EÐA ÞORBERG í SÖLUDEILD OKKAR STRAX, EF ÞEIR VILJA TRYGGJA SÉR BÍL. SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 685100 Himnaríkis- kötturinn Framhald af bls. 24. snemma klæddur í nýjustu og dýr- ustu kattartísku. Svo koma katta- veitingahúsin, þar sem haldnar verða veislur vegna merkisviðburða í lífi kattarins. Þá þarf læðan eða fressið ekki lengur að bregða sér út í bakgarðinn, breima og mjálma til skapraunar nágrönnunum. Nei, nú verður unnt að halda opinbera trú- lofunarveislu í hátíðarsal kattahót- elsins og koma hjónakornunum saman á tilhlýðilegan hátt með verulegri viðhöfn og gestagangi. Svo verða haldnar skírnarveislur, settir upp ákveðnir kattaskólar (það er víst þegar eitthvað til sem heitir hlýðniskóli fyrir hunda). Verst er að einhvern tíma var sagt að kötturinn væri sjálfstætt dýr og færi sínar eigin leiðir, svo ekki er ljóst á þessari stundu hve lengi lær- dómurinn tollir í litlum kattarhaus. Lærðir kennarar í faginu sýna þó væntanlega góða viðleitni og ósk- andi er að þeim bjóðist betri laun en það opinbera greiðir kennurum þeim er í dag strita og streða við að koma lífslærdómnum í litla barna- kolla. Nú, svo þarf að koma upp sér- stöku fæðingarheimili fyrir læð- urnar, sem eiga von á sér, enn fæð- ast kettlingarnir, krílin litlu, þrátt fyrir ýmsar tilraunir mannfólksins í þá átt að stemma stigu við því. Svo þegar ævidegi hallar þarf að koma lífslúnum ketti fyrir. Það er búið að selja Hafnarbúðir, B-álm- an og sjúkrahús landsins eru full af gömlu mannfólki sem hvergi á ann- ars staðar athvarf. Verður þá vart annað tekið til bragðs en að byggja sérstakt elliheimili fyrir ketti og langlegudeild í tengslum við það. Svo rísa upp útfararstofnanirnar þar sem unnt verður að fá fyrsta flokks þjónustu að amerískum hætti. Virðulegar útfarir þar sem gæludýrið er lagt til hinstu hvíldar i gæludýrakirkjugarðinum, eða kannski brennt og eigandinn getur fengið öskuna með sér heim í þar til gerðum krukkum. Lausn á atvinnu- málunum Má jafnvel sjá fyrir sér í anda iðnað sem sprettur upp í tengslum við alla þessa gæludýraþjónustu. Ef til vill er gæludýraþjónustan lausnin á öðrum brýnum vanda þjóðarinnar, þ. e. hvernig á að losna við allt það fólk sem kemur út á vinnumarkaðinn á komandi árum og ekki eru handbær störf fyrir. Henda burt öllum hugmyndum um stóriðju og lífefnaiðnað, hugbún- aðarframleiðslu og annað þess háttar og skella fólkinu í gæludýra- þjónustuna. Eftirspurnin eftir vinnuafli hlýtur að aukast í kjölfar alls þessa. Þörfin rís fyrir klæða- hönnuði, sérmenntaða í gæludýra- fatnaði — það vantar afgreiðslu- fólk í verslanir sem gæludýrum eru ætlaðar, þjónustufólk á gæludýra- veitingastaðina, fóstrur til að létta oki móðurskyldunnar af blessaðri læðunni, hótelstýrur fyrir kattahót- elin að ógleymdri allri gæludýra- læknisþjónustunni, starfsfólki til að annast aðhlynningu eldri gælu- dýra og svo þeir sem sjá um útfarar- stofnanirnar, gæludýrakirkjugarð- ana og annað sem fylgir. Sálin kisu minnar En í kjölfar alls þessa — var nokkurn tíma minnst á himnaríki fyrir blessaðan köttinn? Þarf ekki líka að koma upp sérstökum trúar- söfnuði sem tekur sérstaklega að sér sálgæslu og himnaríkisdvöl blessaðra gæludýranna okkar. — Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri. Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.