Alþýðublaðið - 03.08.1985, Síða 22

Alþýðublaðið - 03.08.1985, Síða 22
22 Laugardagur 3. ágúst 1985 MARÍANNA FRIÐJÓNSDÓTTIR: konu sem sett er skör lægra en aðrir á margan hátt, bæði af hinu opin- bera og í viðhorfi manna á meðal. Mynd þeirrar konu sem ekki er met- in að verðleikum á einn eða neinn hátt. Verði ekkert aðhafst til þess að réttlætinu verði fullnægt, verði hús- mæðrum íslands ekki færður sá réttur sem öðrum þykir sjálfsagt að búa við, það öryggi — þá má eins blása á það sem verið hefur „lands og lýða ljós í þúsund ár“ Maríanna Friójónsdóttir. „Heima er best!“ En er það svo í raun? t varðar fæðingarorlof — er sú kona sem heima hefur unnið og fæðir barn — minna að standa í því held- ur en konan í næsta húsi? Gf litið er á eitt dæmi þessu til skýringar þá er það svo að heimavinnandi kona með fjögur börn á framfæri fær einungis !4 af fæðingarorlofi, þótt fimmta barnið bætist við. Konan í næsta húsi, sem hefur verið dag- mamma með fjögur börn í pössun fær fullt fæðingarorlof ef hún leggst á sæng. Dagmamma í þessu dæmi telst hafa verið í fullu starfi við gæslu fjögurra barna, en ekki konan sem passar fjögur börnin sín sjálf. Afrakstur ævinnar! Svo hyggst blessuð konan kannske eftir langan starfsdag á heimilinu halda út á vinnumarkaðinn og hvað blasir þá við? — Alger eyðimörk! Margar þeirra hafa litla menntun — þær hafa heldur ekki átt kost á lög- boðinni endurmenntun við sitt hæfi. Þær fara kannske á ótal nám- skeið hjá Námsflokkunum — hressa upp á enskukunnáttuna og vélritunina. Svo er sótt um vinnu með fullri bjartsýni — en hún er úr leik — fallin í verði! Hún á kost á lægst launuðu störfunum; ræst- ingu, fiskvinnu eða að svara í síma. Hvar er þá uppskera allra áranna. Hvar er nú starfsmatið og starfsald- urshækkanirnar. Hún hefur unnið störf í þágu þjóðarinnar allrar ára- tugum saman, störf sem annars staðar færa fólki hækkun á launum með mati á störfum og starfsaldri — það sem henni stendur til boða er framlenging á heimilisstörfunum, sem hún hefur stundað af trú- mennsku í nokkra áratugi en fær samt sama kaup og byrjandinn. Hér fyrst tekur steininn úr. Hvar er rétturinn til þess sem er afrakstur ævistarfs? Svo endar þetta allt með því að hún heldur heim á Ieið á ný og dútlar eitthvað smálegt, strýkur í laumi burt tár vonbrigðanna yfir lífi sem kastað hefur verið á glæ að mati annarra. Nei, „fósturlandsins freyja" er ekki sú kvenímynd sem á afmælis- og tyllidögum er hafin upp á goð- kenndan stall og lýst í mærðarleg- um mansöngvum, hún er ekki sú „móðir, ' kona, meyja“, sem af greidd er með minningargrein í Mogganum. í raun blasir önnur mynd „fóst- urlandsins freyju“ við, mynd þeirr- ar konu, sem stritar og slítur sér út áratugum saman i þágu okkar hinna, án nokkurrar umbunar — án nokkurra réttinda, mynd þeirrar „ . .móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís . .“ Húsfreyjur íslands hafa um aldabil átt undir högg að sækja. Þeirra rétt- ur, þeirra afrakstur hefur verið lof- ið eitt, eins og kemur fram í fyrr- greindum texta, sem sunginn er fyr- ir minni kvenna á hátíðastundum. En ætli konum þessa lands væri ekki kærara annað minni, sem fæl- ist í því að leiðréttur væri hlutur þeirra þannig að þær stæðu jafn- fætis öðrum þjóðfélagsþegnum, fé- lagslega og réttarfarslega. Á síðasta Alþingi var lögð fram tillaga til þingsályktunar, sem kveð- ur á um að gerð verði úttekt á þjóð- hagslegu gildi heimilisstarfa og því hvernig félagslegum réttindum heimavinnandi er háttað. Er svo kveðið á að niðurstöðum og tillög- um til úrbóta verði skilað eigi síðar en 1. janúar á næsta ári. Því miður hlaut tillagan ekki lokaafgreiðslu, önnur og merkari mál sátu fyrir og því verða húsmæður enn að þreyja þorrann og bíða leiðréttinga sinna mála. Nú er ljóst að erfitt er að meta þjóðhagslegt gildi heimilis- starfa og má með sanni segja að slíkt sé í raun ómetanlegt. En hvern- ig er félagslegum rétti heimavinn- andi fólks komið? Lífeyrir — öðrum ætlaður Heimavinnandi fólk hefur ekki að- gang að lífeyrissjóði, eins og aðrir landsmenn er stunda launaða vinnu. Því hafa húsmæður mjög takmörkuð lífeyrisréttindi, einung- is ellistyrk úr almannatryggingum og þykir það ekki há upphæð. Hafi kona unnið úti og verið í lifeyris- sjóði, þá missir hún þann rétt ef hún hverfur til heimilisstarfa, t.d. vegna þess að börn bætast í hópinn. Hafi kona ekki greitt nógu lengi í lífeyrissjóð til að tryggja sér láns- réttindi áður en heim er haldið, fell- ur sá réttur einnig niður. Fyrir ungt fólk sem er að afla sér íbúðarhús- næðis vegur það þungt. Hvað varð- ar eldri kynslóðina þá eru þar í hópi margar konur sem stunduðu lítil sem engin störf utan heimilis heldur eyddu starfsdegi sínum við uppeldi barna og húshald. í þeirra hópi eru tæplega 500 konur utan lífeyris- sjóða, sem koma á eftirlaun á næstu tveimur árum og er því ljóst að þetta snertir all stóran hóp kvenna. Hvað leiðréttingu á þessum málum varðar má benda á áratuga gamalt baráttumál Alþýðuflokks- ins um lífeyrissjóð öllum lands- mönnum til handa. Verður er verkamaðurinn laupa sinna. Störf heimavinnandi fólks er eina vinnuframlagið í þjóðfélaginu sem ekki eru greidd laun fyrir. Það er Ijóst að heimavinnandi konur spara þjóðarbúinu mikil sameiginleg út- gjöld. Þær vinna launalaust starf sem stendur allan sólarhringinn — þessar konur hafa ekki lögskipaðan hvíldartíma, heldur ekki lögskip- aða frídaga — þær fá ekkert sumar- frí — en þær skulu vera til þjónustu reiðubúnar allan sólarhringinn þeg- ar kallið kemur — hvort sem er á nóttu eða degi — hvort sem um er að ræða að seðja hungur þeirra sem heim koma eða að vakna upp oft á nóttu til þess að sinna ungabörn- um. Húsmæðurnar eru á þönum frá morgni til kvölds og í einu skipt- in sem það sést hvað þær eru að gera er — ef þær láta það ógert — þá vantar hreina sokka, mjólk í ís- skápinn og ýmislegt annað. íslenskir karlmenn geta á þessum grunni stundað félagslíf og at- vinnulíf óháð því hvort þeir eiga heimili og börn og hafa heilar her- sveitir huldukvenna heimavið sem sjá um að allt gangi slétt og fellt fyr- ir sig. Heimavinnandi konan innir af hendi störf sem annars staðar í þjóðfélaginu eru metin til launa — sum jafnvel til hárra Iauna, ef þau hafa skilgreinst sem karlastörf. — Þær sinna ráðgjafaþjónustu, hún er dýrt seld úti á hinum frjálsa markaði — þær eru fóstrur, þær fá góða þjálfun í að umgangast fólk með ólíka skapgerð — enginn eigin- maður, sonur eða dóttir hefur sömu lund — þær þurfa að leysa úr sálar- þrautum heimilismanna og sinna kennslustarfi. Slík störf eru talin launanna virði annars staðar í þjóð- félaginu, — þar er verkamaðurinn verður launanna. Svo eru margar húsmæður með eindæmum hagsýnar og nýtnar. Þær prjóna, sauma og baka margar hverjar — það dregur úr innflutn- ingi á tilbúnum fatnaði og dönsku brauði og sparar þjóðarbúinu dýr- mætan gjaldeyri. Þessar konur hafa, ef þær eru með mörg börn á framfæri, oft á tíðum skuldbundið sig til þess að vinna kauplaust í allt að 20 ár, og þær hafa enga umsamda matar- eða kaffitima, það er ekkert verkalýðs- félag sem krefst þess að þær fái lög- boðna 10 tíma hvíld á sólarhring eða geti a.m.k. samið við vinnuveit- andann um átta tímana. í ræðum og riti á hátíðarstundum eru „fóst- urlandsins freyjur" svo lofsungnar og vafðar dýrðarljóma. Það væri nær að synir og dætur þessa lands slepptu slíkum stílbrögðum, brettu upp ermarnar og færu virkilega að sinna af alvöru málefnum heima- vinnandi. Það er oft talað um það að sjálf- stæði konunnar og jafnrétti byggi á fjárhagslegum grunni. Það er rétt. í sumum löndum hefur verið lagt til að konur fái kaup frá hinu opinbera fyrir það að sinna heimilisstörfum. Með tillögu þeirri sem lögð var fyrir Alþingi og áður er vikið að, er verið að krefjast þess að það verði skoð- að með hvaða hætti má taka á mál- efnum heimavinnandi, þannig að húsmæður njóti a.m.k. sömu rétt- inda og aðrir. Þær eiga ekki að þurfa að hafa það á tilfinningunni sí og æ að þær séu með launalausu starfi sínu í raun þurfalingar á eigin heimili. Byggðastefna framtíðar- innar! Það er í tísku að tala um val — allir eiga að hafa val — en frammi fyrir hvaða vali stendur fólk í raun? Kon- an hefur í flestum tilvikum lægri laun en karlinn úti á hinum al- menna vinnumarkaði. Svo þegar börnin bætast í hópinn, þá hefur hún ekki um neitt að velja, hún hef- ur lægri launin — hann verður að vinna fyrir brauðinu — en hún að flytja sig um set og „hætta að vinna“, eins og það er svo smekk- lega orðað. En nú er í reynd komin upp önn- ur og erfiðari staða. Konur í dag þurfa oft hreinlega að velja á milli þess að eiga börn eða halda áfram vinnu utan heimilis. Karlmenn þurfa sjaldnast að spyrja sig slíkra spurninga — en það er líka búið að velja fyrir þá, — en þeir þurfa samt sjaldnast að gera það hreinlega upp við sig hvort þeir eigi að eignast erf- ingja að allri þjóðfélagsdýrðinni. Það fer kannske að verða tima- bært að útvíkka byggðastefnuna svolítið, eins og ýmsir grannar okk- ar eru farnir að leiða hugann að í kjölfar þjóðarfækkunar. Viljum við ísland í byggð yfirhöfuð eftir örfáa mannsaldra? Það verður trú- lega auðvelt ráðamönnum framtíð- arinnar að greiða úr flækjunum í fámenninu. En í alvöru talað er náttúrlega fráleitt að spurning sem þessi rísi, og sé studd svo sterkum rökum leynt og ljóst sem raun ber vitni, að henni verði e.t.v. ekki svar- að nema á einn veg. Konan á ekki frekar en karlinn að þurfa að standa frammi fyrir því að gera upp á milli barns og vinnu — spurningin á ekki að vera hvort, heldur hve- nær? Nú segja kannske sumir að konur geti haldið áfram að vinna utan heimilis þótt þær séu með ung börn! En það vantar dagvistunar rými og oft á tíðum hrekkur varla kaupið fyrir vinnu utan heimilis fyrir dagvistun barnanna ef þau eru mörg. Og margt annað kemur til. Einskis metinn sparnaður Svo á meðan þessar konur „sitja heima" og „gera ekki neitt“ — eins og það er nefnt — þá eru þær að spara fyrir þjóðarbúið með því að gæta barnanna sinna og oft á tiðum einnig að sinna eldri borgurum, þjóðfélagsþegnum, ungum og öldnum sem ella tækju upp dýrmæt pláss á stofnunum, sem ríki og Maríanna Friðjónsdóttir. kostnaðar til heimilisrekstursins. Afgangurinn er í flestum tilvikum svo rýr að ekki tekur því að deila um hvað er mitt og hvað er þitt í því til- viki. Konan vinnur inni á heimilinu og gerir þar með karlinum kleift að vinna fyrir tekjum annars staðar. Þess vegna á hún jafna hlutdeild í tekjum hans. í raun ætti jafnvel að ganga enn lengra og telja öll félags- Ieg réttindi sameign, því auðvitað er um sameiginlegt framlag til þjóðar- búsins að ræða þótt vinnan fari fram á tveimur stöðum í senn. sveitarfélög reka. Þessi beini fjár- hagssparnaður fyrir þjóðarbúið er ekki metinn. Mitt er þitt . . .? Hvað skattamálin varðar þá er það ljóst að það hefur alllengi verið stefna Alþýðuflokksins að leggja niður þennan leiðindaskatt, sem nefnist tekjuskattur og er ekkert orðið annað en mismunaskattur. Þetta lýsir sér m.a. í því misrétti að heimili með eina fyrirvinnu og sömu tekjur hefur borið hærri skatta en heimili með tvær fyrir- vinnur. Þau rök sem haldið hefur verið fram í þeirri umræðu að um sé að ræða skref afturábak með því að samskatta hjón er bara rifrildi um hirðsiði. Ef ekki væri greiddur tekjuskattur af launum félli sá skoðanaágreiningur úr sögunni. Hinsvegar hlýtur að vera unnt að líta á heimilið sem rekstrareiningu og að þau laun sem til þess falla séu sameiginleg. Á flestum heimilum landsmanna er það nú svo, að búið er fyrirfram að ráðstafa öllum tekj- um heimilisins í afborganir af lán- um, í reikninga og mat, auk annars Misvirðing hins opinbera Heimavinnandi konur þarf að tryggja sérstaklega á skattaskýrslu eins og hvert annað húsgagn og er slíkt og þvílíkt bara hrein misvirð- ing. Einnig er það fráleitt að kona sem vinnur heima og verður veik — að hún sé álitin minna veik en allir aðrir — það mætti a.m.k. ætla að svo sé, — hún fær ekki nema !4 af sjúkradagpeningum.' Svo skiptir hið opinbera konum í verðflokka á fleiri sviðum, t.d. hvað

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.