Alþýðublaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 21. ágúst 1985
RITSTJÓRNARGREIN
■ ■ w m m
Eigi vikja
— þeir þora ekkí að reka ykkur!
Jónas Kristjánsson braut blað i sögu fjöl-
miðla þegar hann — með látum — reif upp
Dagblaðiö fyrir tíu árum. Afleiðingarnar urðu
m. a. þær að íslenzkir fjölmiðlar breyttust til
hins betra. Til varð nýr opinber vettvangur.
Beittir pennar komu fram á sjónarsviðið. Kerf-
ið vibraði.
En hagsmunir náðu yfirhöndinni. Hugsjónir
viku. DV varð til — og tók að veita mönnum
gullpenna. Fyrirtækið varð stórveldi, sem vafa-
laust hefur skilað eigendum sínum þvi sem
þeir gerðu kröfu til. Og samruni Dagblaðsins
og Vísis varð góður fyrir þá, en vondur fyrir fjöl-
miðla og opinbera umræðu.
Dagblaðsævintýrið er saga.
Vaxtarbroddurinn í fjölmiðlaheiminum nú er
Þjóðviljinn. Ekki af því að blaðið sé útbreitt um-
fram önnur dagblöð, heldur vegna þess að það
er vel skrifað og umfram allt vegna þess að það
er óháðara eigendum slnum en önnur blöð
geta státað af.
Þjóðviljinn hefur gagnrýnt flokksforystu Al-
þýðubandalagsins. Hann hefur fjallað opin-
skátt um innanflokksátök þar á bæ og vaxandi
erfiðleika flokksforystunnar í pólitík. Blaðið
hefur gagnrýnt verkalýðsforystu Alþýðubanda-
lagsins og forystu ASÍ, en fram að þessu hefur
slík gagnrýni í Þjóðviljanum ekki talizt til kurt-
eisi og réttra hirðsiða. Blaðið undirforystu nú-
verandi stjórn þremenninganna Árna Berg-
mann, Óskars Guðmundssonar og Össurar
Skarphéðinssonar hefur m. ö. o. brotið af sér
hlekki flokkssnepilsins. Og það hefur gert
meira. Blaðiö hefur sýnt á síðastliðnu hálfu
öðru ári frumkvæði I fréttaöflun og pólitískum
skrifum sem varó til þess að menn voru um
tíma farnir að tala um Þjóðviljann sem einu
stjórnarandstöðuna í landinu.
#• _
I miðstýröum flokki eins og Alþýöubandalag-
ið er fer sjálfstæði af þeirri tegund sem Þjóð-
viljinn tekur sér í taugarnar á flokksforystu og
flokkseigendafélagi — fjöldahreyfingunni á
bak við forystuna. Er hér um að ræða tuttugu
til þrjátlu manna „úrvalssveit“ sem hleypur
skjálfandi upp úr rúminu á morgnana, þegar
blaðið „þeirra" dettur inn um bréfalúguna og
fær vægt taugaáfall í hvert skipti sem þeir lesa
blaðið.
Og svo hringjast þeir á. Spana hver annan
upp, upp allan pýramídann. Rifast og skamm-
ast. Halda fundi og lýsa áhyggjum sínum „af
þróuninni". Næsta stig er samsæriskenninga-
stigið. Þá byrjar flokkseigendafélagið skipu-
lega herferð sem væntanlega gengur út á það
að kenna blaðinu um þverrandi traust manna á
flokknum, enda þótt sömu menn viti mætavel
að skýringarinnará hraklegri útkomu flokksins
í skoðanakönnunum sé að leita í slökum þing-
flokki — hjá slakri forystu.
Staliniskartilhneigingarflokkseigendaféiaga
í fiokkum og samtökum eru af hinu vonda. Og
félög þessi, sem heppilegt væri að hafa í ein-
um flokki sem gæti verið til hægri, eða vinstri
allt eftir atvikum, eiga ekki að skipta sér af
blaðaútgáfu. Áratugalöng afskipti af ritstjórn
dagblaða hafa farið illa með blöðin og komið (
veg fyrir að hér yrðu til blöð á borð við þau sem
þekkt eru erlendis og hægt er að treysta, auk
þess sem fréttamenn hafa liðið fyrir afksipti
af þessu tagi. Ein alvarleg afleiðing þessa
er að hér er rítskoðun, bein og óbein, algengarí
á fjölmiðlum en menn almennt grunar.
Gegn þessu eru þremenningarnir á Þjóðvilj-
anum að berjast. Ekki aðeins fyrir sjálfa sig
sem fagmenn. Þeir eru að berjast fyrir að geta
haldið úti lýðræðislegum fjölmiðli ( vfðasta
skilningi orðsins.
Skutull, málgagn jafnaðarmanna á Vest-
fjörðum, fjallaði um þessa tiiraun Þjóðviljans
fyrir tveimur árum. Niðurstaða Skutuls var
þessi — og erhún enn I fullu giídi: „Skutull Htur
svo á, að rítstjórn Þjóðviljans sé að gera merki-
lega hluti. Ef henni tekst að halda til streitu þv(
verki sem hafið er, ef hún hefur styrk og þor til
að feta sig eftir þeirri braut sem blaðið er inná
og lætur ekki flokkseigendur keyra sig niður,
þá mun blaðið brjóta blað í sögu íslenzkra fjöl-
miðla.“
Niðurstaða þessi og sanngjörn skrif um
Þjóðviljann fóru v(st eitthvað fyrir brjóstið á
nokkrum alþýðuflokksmönnum á Stór-Reykja-
víkursvæðinu, þegar blaðið á slnum tlma barst
að vestan. Þeir voru I flokkseigendafélagi — í
Alþýðuflokknum.
Flaggskip (slenzkradagblaða, Morgunblaðið,
útvörður lýðræðis ( norðri, hefur vfsvitandi
reynt að draga tilraun Þjóðviljans niður á
ómerkilegt plan innanfélagsátaka og með því
tekið afstöðu með flokkseigendafélaginu f Al-
þýðubandalaginu. Af hverju spyrja menn? Svar-
ið er einfalt. Morgunblaðið er Sjálfstæðis-
fiokknum það sem flokkseigendafélagið í Al-
þýðubandalaginu vill að Þjóðviljinn sé því. Og
Morgunblaðinu gremst vitaskuld þegar önnur
blöð gera það sem Morgunblaðið hefði, sem
„blað allra landsmanna“, fyrir löngu átt að gera,
þ. e. rlfa sig frá þröngum flokkshagsmunum og
t. d. brjóta uppá því nýmæli að fjalla af alvöru
um ástandið innan Sjálfstæðisflokksins. SKkt
ereinfaldlegahluti af upplýsingaskyldu Morg-
unblaðsins. Sjálfsögð þjónusta við 45 þúsund
lesendur. Það er fáránlegt að taka minna tillit
til þúsundanna sem lesa blaðið daglega, en 22
þingmanna stjórnmálaflokks.
Dagblöð — stór og smá — eiga fyrst og
fremst að sinna upplýsingaskyldu sinni við
iesendur.Sú skyldaerlangtum þyngri ámetun-
um en þrengstu flokkshagsmunir. Alþýðublað-
ið ætti til dæmis að greina frá þvl og skýra, ef
um innanflokksátök væri að ræða í Alþýðu-
flokknum. Skylda blaðsins væri t. d. að greina
frá þv(, ef Hafnarfjarðarkratarnir, eða stuðn-
ingsmenn Sighvatar Björgvinssonar, efndu til
skipulagðs samblásturs gegn formanni flokks-
ins. Þannig eiga flokksblöð að vera. Óháð því
sem lltill minnihluti flokksforystunnar telur
vera hagsmuni flokka.
Það er þessi hugsun, þessi stlll, sem Þjóð-
viljinn er að berjast fyrir. Þeir sem aðhyllast
frjálsa fjölmiðlun. Þeir sem gera sér grein fyrir
þvf að frjáls fjölmiðlun ereinn af hornsteinum
lýðræðislegrar umræðu, þeir fylgjast grannt
með tilraun Þjóðviljans. Og við erum mörg. í
öllum flokkum. Öllum samtökum.
Við vitum að barátta ritstjórnar Þjóðviljans
skiptir máli. L(ka fyrirokkur. Þess vegna segj-
um við: Eigi vlkja — þeir þora ekki að reka ykk-
ur.
Að spá 4
bía stjórnar verði olíunnar, ef orku-
sparnaðarstefna er í hávegum höfð,
þá er unnt að framleiða næga olíu
handa heimsbyggðinni. Saudi-Ar-
abar eru í örri iðnþróun, það kostar
gífurlega fjármuni og erlendar
skuldir þeirra hafa aukist til muna
síðustu árin. Þeir verða því að fram-
leiða meiri olíu til þess að borga
niður langtíma skuldir, þótt aukin
framleiðsla þýði lækkað olíuverð,
þá verða Saudi-Arabar að hlíta því
til þess að geta borgað af þeim lán-
um sem varið hefur verið til að bera
uppi kostnaðinn af þeirri iðnþróun
sem þar á sér nú stað.
Tölvur
Tölvumál og þróun smátölva er e.
t. v. það svið framtíðarinnar sem al-
menningur lítur til með aukinni
bjartsýni. Cetron vinnur við tölvur
alla daga og allar hans upplýsingar
eru unnar í tölvu. Hann telur að
fljótlega upp úr aldamótum verði
tölvan orðin útbreiddari á heimil-
um Bandaríkjamanna heldur en
sjónvarpið er í dag.
Hann telur hins vegar að þetta
byggist allt á því hversu vel gengur
að tölvuvæða skólana. Hann bend-
ir á að fjörutíu milljörðum dollara
hafi verið varið til útgáfu kennslu-
bóka siðustu 200 árin. Hins vegar sé
áætlað að nota jafn háa upphæð
fram til ársins 1990 til kennslu í fög-
um sem tengjast tölvunotkun. En
hann telur að einungis þriðjungur
þeirra tölva sem börn framtíðarinn-
ar nota verði í skólunum, hitt leggi
foreldrar barnanna til.
í kjölfar almennrar tölvunotkun-
ar telur Cetron að fylgi stórfelldar
þjóðfélagsbreytingar. Fleiri og fleiri
stundi vinnu heima með aðstoð
tölvu. Hann telur að árið 2000 muni
22% vinnufærra manna stunda
vinnu sína heima og tuttugu og
fimm árum síðar verði meira en
helmingur þjóðarinnar heimavinn-
andi við tölvuna. Hins vegar verði
ávallt til ýmis þjónustustörf sem
vinna verði utan heimilis. Einnig
verði óhjákvæmilegt að fólk hittist
augliti til auglits til þess að deila
hugmyndum og spjalla saman.
Hann sér fyrir sér skiptivinnu, og
að markaðnum verði stjórnað í
krafti fjarskipta.
Notað verði sjóvarp, fjölnota-
kaplar, sími og tölva í verslunarvið-
skiptum. Cetron telur ':að um átta
milljónir Bandaríkjamanna verði
starfandi við slíkt um næstu alda-
mót.
En það mun óhjákvæmilega hafa
áhrif á þróun heimilislífsins. Þegar
karlinn og konan vinna bæði reglu-
legan vinnudag heimavið þá muni
skilnuðum fjölga í kjölfarið, jafn-
vel fjórfaldast á við það sem nú er.
Styttri vinnuvika og
aukið jafnrétti
í kjölfar aukinnar tækni telur
Cetron að fylgi stytting vinnuvik-
unnar. Hins vegar muni þeir enn
vinna langan vinnudag, sem hyggj-
ast koma sér áfram — það fólk
muni enn vinna tvö- til þrefalda
vinnu jafnvel eftir að 32 tíma
vinnuvika verður orðin að veru-
leika. Ávallt verði til staðar fólk
haldið framagirni og vinnusemi í
óhófi. Árið 2000 spáir hann að 20
tíma vinnuvika verði orðin stað-
reynd, þannig að það auðveldi
sumu fólki að komast yfir að vinna
á tveim til þrem mismunandi svið-
um. Slíkt verður væntanlega vinnu-
sömum íslendingum til huggunar,
þeir sjá fram á að í stað þess að
þurfa að fjölga stundunum í sólar-
hringnum geti þeir auðveldlega
bætt við sig fjórða og fimmta starf-
inu.
Cetron telur að tölvuvæðingin
muni stuðla að auknu jafnrétti kon-
unnar. Um aldamót komi 85%
beggja foreldra til með að skila
fullri vinnu, meðalheimilið muni
leggja til 40 stunda vinnu á viku,
eiginmaðurinn tuttugu tíma og eig-
inkonan jafn mikið. Þegar slíkt
jafnræði ríki þýði ekkert fyrir eigin-
manninn að koma heim, henda sér
niður í stól og segja: „Elskan, ertu
búin að elda matinn? Ef þú ert búin
að því hvernig væri þá að búa um,
þvo þvottinn og ryksuga?“
Framtíðarkonan mun ekki láta
slíkt viðgangast. Breyting á hlut-
verkum kynjanna heimavið, á skrif-
stofunni og í verksmiðjunum er
óumflýjanleg þegar stór hluti alls
vinnuafls verða konur. Cetron telur
að lægri laun fyrir svonefnd
kvennastörf muni hverfa. Þótt enn
sem komið er sé ástandið þannig
það litið sé á laun kvenna sem bú-
bót, og því færi slík störf hjúkrun-
arfræðingum, kennurum og einka-
riturum lægri laun en körlum, telur
Cetron slíkt tímaskekkju, því konur
sem stundi þessi störf séu ekki síður
fyrirvinnur en karlarnir.
Hann telur að hátækni færi kon-
um jafnrétti. Sú kona sem enn er á
unga aldri og lítur ekki á verkþjálf-
un eða verkmenntun sem sjálfsagð-
an hlut, sé örskot frá atvinnuleys-
inu. Nú dugi ekki lengur að líta á
veröldina þeim augum að bíða skuli
eftir draumaprinsi á hvítum hesti
sem færi stúlkum framtíðina á silf-
urfati. Slíkt boði einungis óham-
ingju. Cetron segir sögu máli sínu
til staðfestingar: „Nú fjölgar kon-
um í sinfóníuhljómsveitum og
ástæðan er sú að þegar sótt er um
starf, þá leika umsækjendur fyrir
dómarana en þeir sjá ekki hver leik-
ur, sá sem leikur betur á hljóðfærið,
— karl eða kona fær starfið.
Hið sama á við um háþróaða
tækni — eðli hennar er jafnréttií*
Lögin 1
ins, heldurhin, að stjórnvöld hafa
horft á þetta með blinda auganu í
þeirri trú, að gin- og klaufaveiki
fyrirfinnist ekki í Bandaríkjun-
um. En slíkt getur breyst og þá
verður að framfylgja lögunum frá
1928 af fullri einbeitni. Hér þarf
alltaf að vera á verði. Gott er að
nú hefur verið rœkilega á það
minnt.
Það skyldu menn svo varast að
túlka varnarsamningana þannig,
að íþeim felist annað og meira en
þar er sagt berum orðum.“
En það eru reyndar fleiri máls-
metandi menn en Þórarinn Þórar-
insson sem eru á þeirri skoðun að
nú beri að setja punkt aftan við
innflutning á hráu kjöti til hers-
ins. Páll A. Pálsson, yfirdýra-
læknir var ekkert feiminn við að
lýsa því yfir í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær að hann væri alfarið á
móti þessum innflutningi.
Orðrétt sagði yfirdýralæknir-
inn:
„Ég er ráðgjafi ríkisstjórnar-
innar í svona málum og ég hef
sagt þeim mitt álit á málinu hvað
eftir annað. Ég lít á mitt starf sem
það að bœgja hœttunnifrá að því
er varðar sjúkdóma og það er allt-
af einhver áhœtta í svona inn-
flutningi. Þess vegna erum við að
taka allt kjöt af ferðamönnum
sem koma til landsins."
Eins og nú standa sakir virðast
það vera ráðherrarnir Geir og Al-
bert sem völdin hafa í þessu máli.
Fram að þessu hafa þeir þó ekki
getað komið sér saman um neina
stefnu í málinu, en aðgerðir þeirra
undanfarnar vikur hafa hins veg-
ar stundum minnt ofurlítið á tvo
stráka í sandkassaleik.
Kannski fer að verða tímabært
að láta íslenska dómstóla skera úr
um það hvaða lög skuli gilda í
landinu. Það er jafnan þrauta-
lendingin þegar tveir deila og ná
ekki sáttum upp á eigin spýtur.
Því skyldi það ekki gilda um ráð-
herra líka?
FRAMUR
AKsrruR
Framúrakstur á vegum úti krefst
kunnáttu og skynsemi. Sá sem
ætlar framúr þarf að gefa ótvírætt
merki um vilja sinn, og hinn
sem á undan ekur þarf að hægja
ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt að
nota. Minnumst þess að mikil
inngjöf leiðir til þess að steinar
takast á loft, og ef hratt er farið
ökum við á þá í loftinu.