Alþýðublaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. ágúst 1985 3 r Islenskur frétta- maður í Súdan? íslendingum boðið að sœkja um frétta- mannsstarf á vegum Rauða krossins Alþjóðarauðikrossinn i Genf hefur óskað eftir því við nokkur aðildarfélög sín, þar á meðal Rauða kross íslands, að auglýsa laust starf fyrir „fréttamann í Súdan“. Starfið felst í: 1. Samskipti við alþjóðafjöl- miðla og fjölmiðla í Súdan, blöð og tímarit, útvarp og sjónvarp. 2. Aðstoða fréttamenn sem koma til Súdan. 3. Semja og senda fréttaefni til aðalstöðva Rauða krossins í Genf. 4. Aðstoða Rauða krossinn í Súdan við upplýsingastreymi og uppbyggingu fjölmiðlunar í landinu. Leiðrétting Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu var mis- hermt i blaðinu í gær að iðnað- arráðherra hefði sett skilyrði fyrir því að tilnefna fulltrúa í ráðgjafanefnd vegna Mývatns- rannsókna á vegum Náttúru- verndarráðs. Þá gætti og nokkurs misskiln- ings í sömu frétt þar sem sagt var að gjald það sem nú er eyrna- merkt til Mývatnsrannsókna hafi verið það frá því að það var lagt á. Hluti gjaldsins á sér eldri sögu. Þetta mishermi hefur þó ekki áhrif á meginefni fréttarinnar, sem sé að gjaldi þessu hefur nú verið veitt framhjá ríkissjóði og rennur það nú beint til Verkefn- isstjórnar Mývatnsrannsókna. En engu að síður er skylt að hafa það heldur sem sannara reynist og er iðnaðarráðherra hér með beðinn velvirðingar á því sem aflaga fór. Geir 1 ríkisráðherra, en það verður vænt- anlega annað hvort Framleiðsluráð landbúnaðarins eða Stéttarsam- band bænda. Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri stéttarsambandsins, tjáði Alþýðublaðinu í gær að fyrir lægju tilmæli Stéttarsambands bænda til ríkisstjórnarinnar um að hún beitti sér fyrir viðræðum um aukna sölu íslenskra landbúnaðar- afurða til herliðsins. Hákon sagði að aðstaða íslensks landbúnaðar til að anna þessari eftirspurn væri nú allt önnur og betri en hún var fyrir 34 árum og nefndi í því sambandi egg, kjúklinga, svinakjöt og nauta- kjöt, sem hann kvað nú vandalaust að framleiða nægjanlega mikið af til að anna þörfum hersins, þótt verðið kynni að vísu að verða nokk- urt vandamál. Skrifstofa Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8—10 er opin daglega frá kl. 1—5. Sími 29244. hæöir og brýr eru vettvang- ur margra um- feröarslysa. Við slíkar aöstæöur þarf aö draga úr ferö og gæta þess að mætast ekki á versta stað. JU^JFERÐAR Vísitala 1 ágúst 1985. Reyndist hún vera 226,05 stig (desember 1982 = 100). Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (október 1975 = 100) er 3.350 stig. Frá því vísitala byggingarkostn- aðar var síðast reiknuð í júlí 1985, hefur hún hækkað úr 219,95 stigum í 226,05 stig eða um 2,71 °7o, sem jafngildir 38,8% árshækkun. Und- angengna þrjá mánuði hefur vísi- talan hækkað um 9,9%, sem svarar til um 46% árshækkunar. Frá ágúst 1984 til jafnlengdar á þessu ári hef- ur vísitalan hins vegar hækkað um 37,1%. Af 2,77% hækkun vísitölunnar frá júlí til ágúst stafa 1,2% af hækk- un á töxtum útseldrar vinnu hinn 1. ágúst sl. Hækkun á verði sements og steypu olli 0,8% hækkun vísitöl- unnar og ýmsir aðrir efnisliðir jafnt innlendir sem innfluttir ollu um 0,8% hækkun vísitölu. Tekið skal fram, að við uppgjör verðbóta á fjárskuldbindingar sam- kvæmt samningum þar sem kveðið er á um, að þær skuli fylgja vísitölu byggingarkostnaðar, gilda hinar Iögformlegu vísitölur, sem reiknað- ar eru fjórum sinnum á ári eftir verðlagi í júní, september, desem- ber og mars, og taka gildi fyrsta dag næsta mánaðar. Vísitölur fyrir aðra mánuði en hina lögboðnu útreikn- ingsmánuði skipta hér ekki máli. Ráðningartími er minnst 6 mánuóir, frá 1. sept. næstkom- andi, og skilyrði er að viðkom- andi hafi fullt vald á ensku, í töl- uðu og rituðu máli. Fjögurra ára starfsreynsla hið minnsta er einn- ig skilyrði. Umsækjendur verða að láta í té sýnishorn af blaðagreinum og út- varps- og sjónvarpspistlum sem þeir hafa unnið. Umsóknir sendist til skrifstofu Rauða kross íslands, Nóatúni 21, 105 Reykjavík, sími 26722. Sœnsku 1 sami sameiningarflokkurinn, sem lengst er til hægri í sænskum stjórn- málum, yfirgnæfandi meirihluta atkvæða hinna burtfluttu, eða um 80%. Skýringin á þessu mun vera sú að fjöldi tekjuhárra Svía flýr land vegna hárra skatta og má sem dæmi nefna að tenniskappinn frægi, Björn Borg, flutti lögheimili sitt til Monakó fyrir allmörgum árum. Alls munu um 50.000 Svíar vera búsettir erlendis, en af þeim höfðu ekki nema rúmlega 17.000 eða ríf- lega þriðjungur, kært sig inn á kjör- skrá þegar umsóknarfresturinn rann út. Þess má reyndar geta að atkvæði hinna burtfluttu Svía réðu úrslitum í kosningunum 1979. Þegar taln- ingu í Svíþjóð var lokið á kosninga- nóttina höfðu vinstri flokkarnir eins þingsætis meirihluta, en þegar atkvæði burtfluttra voru talin dag- inn eftir, fór þetta eina þingsæti yfir til borgaraflokkanna. Kennarar Eftirfarandi kennarastöður eru lausarvið Hafnar- skóla, Hornafirði: 1. Almenn kennsla 2. Myndmennt, 1/2 staða. 3. Stuðnings- og sérkennsla Góð vinnuaðstaða. Gott íbúðarhúsnæði. Flutn- ingsstyrkur greiddur. Upplýsingarveita skólastjóri í síma97-8148og 97- 8142, yfirkennari í síma 97-8595 og formaður skólanefndar í síma 97-8181. Skólanefnd. m Kynningarfundur Borgarskipulag Reykjavfkur minnir á kynningar- fund á skipulagstillögu Skúlagötusvæðisins, fimmtudaginn 22. ágúst kl. 22.00 (Risinu, Hverfis- götu 105. Eigendum fateigna i hverfinu og íbúum þess er sérstaklega boðið á fundinn. Þjóðskjaiasafn íslands óskar að taka á leigu um 2000 m2 geymsluhús- næði. Nauðsynlegt er að burðarþol gólfs sé ná- lægt 1,5 tonn/m2. Upplýsingar eru veittar í slma 19815. Þjóðskjalasafn íslands. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Stundakennara vantar á hausti komanda í stærð- fræði og efnafræði. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans að Austurbergi 5, sfmi 75600. Skólameistari. Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjóra f. h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, upp- kveðnum 16. þ. m. verða lögtök látin fara fram fyrir vangreiddum opinberum gjöldum álögðum 1985 skv. 98. gr., sbr. 109. og 110 gr. laga nr. 75/1981. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, lif- eyristryggingagjald atvr. skv. 20. gr., slysatrygg- ingagj. atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðsgjald, vinnueftirlitsgjald, sóknargjald, sjúkra- tryggingargjald, gjald i framkvæmdastjóð aldr- aðra, útsvar, aðstöðugjald, atvinnuleysistrygg- ingagjald, iðnlánasjóðsgjald og iðnaðarmála- gjald, sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunar- húsnæði, slysatrygging v/heimilis og eignar- skattsauki. Ennfremur nærúrskurðurinn til hvers konargjald- hækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. Norðurlandasamningi sbr. lög nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöld- um, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, veröa látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Bæjarfógetaembættið í Reykjavík, 16. ágúst 1985. Laust embætti er forseti íslands veitir Frestur til að skila umsóknum um prófessorsembætti I til- raunaeðlisfræöi við Háskólaíslands, sem auglýst varlaust til umsóknar I Lögbirtingablaöi nr. 104/1985, framlengist hér með til 15. september nk. Menntamálaráðuneytið, 15. ágúst 1985. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Stundakennara vantar í dönsku. Upplýsingar í skólanum. Rektor. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júlimánuð 1985, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ. m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. september. Fjármálaráðuneytið, 20. ágúst 1985. Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa I utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu I ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkuTináttu. Eftir þjálfun [ utanrikisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráð- um íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um ald- ur, menntun og fyrri störf, sendist utanrlkisráðu- neytinu, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavík, fyrir 1. september nk. Utanríkisráðuneytið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.