Alþýðublaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. ágúst 1985 3 Æðardúnn hækkar Að undanförnu hefur verö á æö- ardúni farið hækkandi. Lætur nærri að bóndinn fái um kr. 15— 16.000 fyrir hvert kg af fullhreins- uðum og fjaðurtíndum æðardúni. Þjóöverjar eru enn stærstu kaup- endurnir, en þeir gera miklar kröfur um hreinleika dúnsins. Fyrir 15—20 árum voru dún- hreinsunarmál og gæðamat hér á landi í molum. Á þeim tíma var Æðarræktarfélag íslands stofnað og lét það þessi mál strax til sín taka. Árið 1970 voru sett lög um gæðamat á æðardún og árið 1972 gaf landbúnaðarráðuneytið út er- indisbréf fyrir matsmenn á æðar- dúni. í lögunum er kveðið á um að sýna þurfi vottorð frá lögskipuðum dúnmatsmönnum til að fá útflutn- ingsleyfi fyrir æðardún. Nokkrir æðarbændur hreinsa dún sinn sjálfir með góðum ár- angri, en mikill hluti framleiðsl- unnar er þó hreinsaður í Dún- hreinsunarstöð SÍS á Kirkjusandi í Reykjavík. Dúnhreinsunarstöðin var um 1970 flutt frá Akureyri til Reykjavíkur og þá um leið endur- skipulögð og endurbætt mikið. Áð gefnu tilefni skal hér minnt á, að samkvæmt lögum um gæðamat á æðardúni frá 1970 á allur æðar- dúnn sem fluttur er úr landi að vera veginn og metinn af lögskipuðum dúnmatsmönnum. Þá er ráðherra einnig heimilt að láta meta dún sem fer á innlendan markað. Æðardúnninn er verðmikil út- flutningsvara. Því hlýtur það að vera hagur bæði æðarbænda og þeirra sem flytja út dún, að sem allra best sé vandað til meðferðar og hreinsunar á honum og að lögunum um gæðamat sé fylgt, því að skammt getur reynst í sölusamdrátt og verðlækkun ef óorð kemst á vör- una. Það er eindregin krafa Æðar- ræktarfélags íslands til útflytjenda æðardúns að með allan æðardún, sem fluttur er úr landi, verði farið eins og lög segja til um svo að vöru- gæðin verði sem best tryggð. Tómlegt 4 arnar“ og hvað þetta allt er nú kall- að til að slá ryki í augun á fólki á meðan verið er að hirða af því þess- ar fáu krónur sem þáð fékk, koma svo til viðbótar öllu saman. Allt tryggt — nema launin Að sjálfsögðu spila þessar hækk- anir og þær sem ókomnar eru inn í allt vísitölu- og verðtryggingar- farganið. Flest er nefnilega „okur- verð- og vísitölutryggt“ nema laun- in. Ekki mun hagur skuldara lagast við það. Af er það sem áður var þegar sparifjáreigendur voru reyttir inn að skinni, nú hafa skuldarar tekið við því hlutverki. Vandratað- ur virðist hinn gullni meðalvegur. Ef síðan er reynt að draga álykt- anir af ofansögðu, þá geta þær ver- ið þessar: Það virðist skipta harla litlu máli upp á hvað er samið i kjarasamn- ingum, mikið eða lítið. Það er mjög fljótlega hirt til baka með verðlags- hækkunum og pólitískum belli- brögðum. Ef miðað er við þá slæmu stöðu sem þjóðarbúið er í vegna þeirrar fjármálaóreiðu sem ríkt hefur er sáralítil von til þess að kaupmáttur hins almenna launþega aukist í náinni framtíð. „Hirðin“ borgar ekki „versaladýrðina“ Þó gæti réttlátari skipting þess sem til skiptanna er bætt eitthvað úr, en réttlætið á erfitt uppdráttar um þessar mundir. Að sjálfsögðu mun svo koma í hlut hins almenna launamanns að greiða fyrir „Ver- saladýrðina" þrátt fyrir að hann nyti aðeins reyksins og ómsins af veislugleði „hirðarinnar". Ekki mun „hirðin" greiða neitt frekar en forðum á þeim bæ. Tómlegt verður um að litast í veski launamannsins á meðan þær greiðslur eru inntar af hendi. Tími „atkvæðaveiðaranna" er liðinn við höfum einfaldlega ekki þrek til að halda þeim lengur uppi. Magnús Marísson lyeholt 1 Þeir munu því væntanlega ekki hætta við að verja mál Treholts fyr- ir Hæstarétti en þeir höfðu Iátið í veðri vaka að slíkt væri næsta til- gangslaust ef grundvallarmannrétt- inda væri ekki betur gætt en á horfðist þegar skjölin voru gerð upptæk. Tvær bækur eru væntanlegar um mál Treholts. Annars vegar mun hann sjálfur hafa í hyggju að gefa út bók um viðhorf sín til málsins og hins vegar hefur blaðamaður einn að nafni Jo Bech-Karlsen skrifað bók um Treholt sem væntanleg er á markaðinn á næstunni. Móralskur sigur fyrir Arne Treholt. Hvorki lögregla rté saksóknari fá að lesa það sem hann skrifaði hjá sér meðan á réttarhöldunum stóð. 9- ■ Hvað á aðgera við okkur meðan Pabbi og mamma eru í vinnunni? Þing- flokkur Alþýðuflokksins hefur áhyggjur af flótta kvenna frá barnaheimil- unum vegna lágra launa. Alvarlegt ástand í dagvistarmálum — ályktun þingflokks Alþýðuflokksins Þingflokkur Alþýðuflokksins varar við því alvarlega ástandi sem við blasir í dagvistunarmálum barna, sem rekja má að verulegu leyti til mikils vinnuálags og lágra launa fóstra og annars starfsliðs dagvistarheimila. Þingflokkur Alþýðuflokksins skorar á menntamálaráðherra sem fer með yfirstjórn mála er varða dagvistarheimili, að beita sér fyrir viðunandi frambúðarlausn í dag- vistarmálum i samvinnu við borgar- yfirvöld. Minnir þingflokkurinn í því sambandi á kröfu Alþýðu- flokksins um að endurmetin verði láglaunastörfin og kjör láglauna- hópanna í þjóðfélaginu. Jafnframt telur þingflokkur Al- þýðuflokksins að sá flótti sem haf- inn er úr hefðbundnum kvenna- starfsgreinum vegna lágra launa og mikils vinnuálags svo sem í fisk- vinnslu, kennara- og hjúkrunarstétt og nú síðast af dagvistarheimilum geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið og þjóðfélagið í heild, — ef ekki verður brugðizt við í tíma. Þingflokkur Alþýðuflokksins telur brýnt að þegar í stað verði skipuð samstarfsnefnd aðila vinnu- markaðarins og stjórnvalda til að leita viðunandi lausna vegna flótta úr mikilvægum starfsgreinum. Ríkisstjórnin ekki starfinu vaxin —Ályktun þingflokks Alþýðubandalagsins Þingflokkur Alþýóubandalags- ins hélt fund 26. og 27. ágúst. Þar var einkum fjallað um efnahags- og atvinnumál til undirbúnings lands- fundi Alþýðubandalagsins, sem haldinn verður í nóvembermánuði næstkomandi. Á fundinum var einnig rætt um stjórnmálaástandið og í framhaldi af því gerði þing- flokkurinn eftirfarandi ályktun: „Þrjú mál hefur borið hæst I sumar sem öll sýna að ríkisstjórnin er ekki starfi sínu vaxin og að fyrir- ætlanir hennar hafa að engu orðið. 1. Þvi var haldið fram strax sumarið 1983, að ríkisstjórnin hefði þá þeg- ar ráðið niðurlögum verðbólgunn- ar. Niðurstaðan er hins vegar sú að þrátt fyrir svívirðilega lág laun er verðbólgan enn á bilinu 40—50% að mati opinberra stofnana. Á sama tíma eru engar verðbætur greiddar á laun og vandi heimil- anna birtist i tilkynningum um nauðungaruppboð dag frá degi. 2. Innan ríkisstjórnarinnar er háð grimmt stríð um innflutning á hráu kjöti til bandaríska hersins. Sjaldan hefur viðurstyggð hernámsins birst með lágkúrulegri hætti, á sama tíma og herstöðvaframkvæmdir eru meiri en nokkru sinni fyrr. í kjöt- stríðinu kemur glöggt fram það ráðleysi sem virðist ríkjandi innan ríkisstjórnarinnar á flestum svið- um. Ríkisstjórn sem getur ekki leyst innri vandamál eins og kjötstríðið getur ekki leyst stærri vandamál þjóðfélagsins. '3. Atvinnulífið í landinu öllu er á brauðfótum. Sérstaklega á þetta við um sjávarútveginn. Fiskveiðistefn- an hefur ekki náð tilgangi sínum. Heilu byggðarlögin eru ofurseld at- vinnuleysinu á síðasta hluta ársins. Kaup verkafólks í fiski er svo lágt að ekki er unnt að halda þjálfuðu starfsfólki í fiskvinnslu. Þannig er hið lága kaup orðið ein meginorsök þess að ekki tekst að auka þjóðar- framleiðsluna. Sjávarútvegsráð- herra hefur framkvæmt fiskveiði- stefnuna með stífni en ekki sveigj- anleika. Þess vegna mun Alþýðu- bandalagið beita sér fyrir því að Al- þingi taki fiskveiðistefnuna og sjáv- arútvegsmálin í heild til meðferðar strax í haust. Ríkisstjórn sem stuðlar að 40—50% verðbólgu á sama tíma og kauptaxtarnir eru jafnlágir og raun ber vitni, ríkisstjórn sem afhjúpar getuleysi sitt til þess að leysa úr innri vanda, ríkisstjórn sem hefur sýnt að stefna hennar gagnvart grund- vallaratvinnuvegum þjóðarinnar er röng — slík ríkisstjórn á að víkja. Hún er ekki starfi sínu vaxin. Stefna hennar er þjóðinni dýr og háskaleg í bráð og lengd. Borgarráð 1 flokkanna voru þó að engu höfð og viðræðurnar samþykktar með þrem atkvæðum sjálfstæðismanna í ráðinu. í viðræðunefndina voru síðan kjörin þau Magnús L. Sveinsson (D), Ragnar Júlíusson (D), Ingi- björg Rafnar (D), Kristján Bene- diktsson (B) og Sigurjón Pétursson (G). Kosningu útgerðarráðs, sem frestað var í vor, meðan beðið væri eftir skýrslunni sem áður er.getið, var aftur frestað á fundi Borgarráðs í gær, að þessu sinni þangað til nið- urstöður eru komnar úr þeim við- ræðum við ísbjörninn hf. sem framundan eru. Þau krefjast réttra viöbragða ökumanna. Þeir sem að jafnaði aka á vegum meö bundnu slitlagi þurfa tíma til þess að venjast malarvegum og eiga því að aka á hæfilegum hraða. Skilin þar sem malarvegur tekur við af bundnu slitlagi hafa reynst mörgum hættuleg. UUMFERtWt rAd

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.