Alþýðublaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. júnl 1989 3 Fréttaskyring Magnús Árn Magnússon Könnun Félagsvísindastofnunar á viðhorfi til opinberrar þjónustu: Að spara eða ekki spara Lítur fólk á stjórnsýsluþáttinn sem stcersta útgjaldalið hins opinbera? Nýlega birti Félagsvísindastofnun Háskólans niöurstööur könnunar á viðhorfum íslendinga til opinberrar þjónustu. Niðurstöðurnar voru á margan hátt athyglisverðar, þó ekki nema fyrir þær sakir hversu mikils misræmis virðist gæta i svörum fólks þegar spurt er annarsvegar um op- inbera geirann almennt, og svo þegar kafað er dýpra í einstaka þætti hans. Flestir vilja spara, en þegar komið er að því hvar megi spara þá má hvergi spara nema í stjórnsýslu. En þáttur henn- ar er bara svo sorglega lítill hluti af heildinni. Ein spurningin hljóðaði svona: Telurðu að opinberi geirinn sé of stór, hæfilega stór eða of lítill? Það er skemmst frá því að segja að yfirgnæfandi meirihluta fannst hann of stór, eða um 70% af þeim sem afstöðu tóku. 25% fannst hann hæfilega stór en einungis 4% fannst hann of lítill. Síðan var fólk spurt um afstöðu sína til breytinga á útgjöldum til málaflokka þeirra sem saman mynda hinn opinbera geira. Þeir málaflokkar voru heil- brigðisþjónustan, sam- göngur, dagvistun barna, skólakerfið, ráðuneyt- in/stjórnsýslan, almanna- tryggingar og þjónusta við aldraða. Þar var nú aldeilis annað uppá teningnum. í flestum þessarra þátta vildi meirihlutinn auka útgjöld eða halda í horfinu en sam- dráttarprósentan náði hvergi tveggja stafa tölu nema í stjórnsýslugeiran- um. Annarskonar niðurstöður Við á Aiþýðublaðinu reiknuðum að gamni út meðaltal niðurstaðnanna og það var á þessa leið: 48,6% vildu auka útgjöld, 37,5% vildu halda í horf- inu en einungis 13,9% vildu draga saman. í þessum útreikningum var þáttur ráðuneyta og stjórnsýslu svo frábrugð- inn hinum þáttunum að hann breytti verulega nið- urstöðum meðaltalsút- reikninga. Þar vildu 68% draga saman 26% halda í horfinu en 4,5% auka út- gjöld. Nú er hlutfall útgjalda til yfirstjórnar 2,36% af heildarútgjöldum ríkisins, og 5-10% hjá minni sveit- arfélögum, þannig að við ákváðum að skoða hversu mikið hlutfall landsmanna vildi skera niður útgjöld til annarra þátta opinbera geirans en stjórnsýslunnar. Þá eru niðurstöðurnar þessar: 55,8% vilja auka útgjöld, 39,4% vilja halda greiðslum í horfinu og ein- ungis um 4,8% vilja draga saman seglin. Hvað er nú orðið um 70 prósentin sem blésu í herlúðra gegn bákn- inu þegar spurningin um „opinbera geirann" var borin upp? Einnig var spurt um hvort fólki fyndust laun opinberra starfsmanna of há, en af þeim sem afstöðu tóku til þess þá fannst 51% þau of lág, 40,4% þau hæfileg og 8,6% þau of há. Þannig að ekki er meirihlutinn hlynntur nið- urskurði á launakostnaði opinbera geirans. Dæmigert misræmi Fyrir svörum um þetta misræmi varð Halldór Jónsson hjá Félagsvísinda- stofnun Háskólans. Hann sagði að þetta væri dæmi- gert þegar spurt væri ann- arsvegar almennt, eins og þegar spurt var um opin- bera geirann í heild sinni, og hins vegar sértækt eins og þegar farið er að kafa niðrí einstaka málaflokka. Þá kemur það uppúr dúrn- um að fólk vill ekkert skera niður nema stjórnsýsluna. Það er verst hvað stjórn- sýslan er sorglega lítill þátt- ur í þessu öllu saman. Ef við segjum að kalli fólksins yrði hlýtt og skorið yrði niður í stjórnsýslunni um t.d. 25%, þá yrði það af heildarútgjöldum ríkisins ekki nema 0,6% niður- skurður. Það skal tekið fram að þegar talað er um heildar- útgjöld ríkisins þá er þar meira inni en „opinberi geirinn“ svokallaði, en þó er hann megnið af heild- inni. Hannes segir ennfrem- ur: „Málið er að fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir hve stjórnsýslan er Iítill þáttur af opinbera geiran- um. Umræðan um stjórn- sýsluþáttinn hefur verið neikvæð uppá síðkasfið og .fólk gerir sér svo háar hug- myndir um þann þáttinn, heldur að þetta sé svo ægi- legt batterý sem að tekur til sín alltof mikið fjármagn en gera sér ekki grein fyrir því að einhver niðurskurð- ur þar, hefur svotil enga þýðingu. Svo þegar spurt er um þjónustu við aldraða, um heilbrigðisþjónustuna og um menntakerfið þá skynja menn þetta miklu sértækar og þetta eru allt jákvæð málefni og þar má ekki skera niður. En þegar spurt er almennt þá lítur fólk á þetta í heild, og þá vex því í augum þessi „stjórnsýsla öll og allt báknið þar og brennivíns- S'ukkið og allt þetta“, þannig að þetta er dæmigerð þver- sögn sem vill koma fram í svona könnunum þegar bæði er spurt svona al- mennt og sértækt". Stjórnsýslan____________ óvinsæl_________________ Niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar eru þá þessar: Fólk vill al- mennt ekki spara í opin- bera geiranum þegar allt kemur til alls, það vill þvert á móti auka hann. Því þó svo að við þurrkuðum gjörsamlega út þann þátt hans sem fólki er hvað mest í nöp við, stjórnunarþátt- inn, þá stæðum við samt eftir með það mikla aukn- ingu á öðrum sviðunt að útrýming stjórnenda yrði sem dropi í hafið. En svo getur verið annað fyrirbæri á ferðinni. Það er það að hugtakið „opinberi geirinn“ sé svona almennt misskilið. Það er að fólk líti einfaldlega ekki á skóla, heilbrigðisþjónustu og annað slíkt sem hluta þess „bákns sem við er að glíma“ og hefur þessa nei- kvæðu ímynd útávið. Það er hinsvegar ráðamönnum umhugsunarefni ef þetta er afstaða fólksins til vinnu- umhverfis þeirra. Telur þú aö opinberi geirinn sé of stór, hæfilega stór eöa of lítill? Afstaðatil breytingaáútgjöldum til einstakra málaflokka. Meðaltal af heilbrigöisþjónustu, sanhgöngum, dagvistun barna, skólakerfi, ráöuneytum/stjórnsýslu, almanna- tryggingum og þjónustu viö aldraða. 100 (% af þeim sem taka afstöðu.) 90 „ 70 G0 50 40 L 30 2U 10 48.6% 37.5 vry-rr-i ■//// % m. m w f/A ’ .• y //, 13.3% m >y& '//// ■'///< m. 777? m-. m í'n-T draga san'isn halda i horfinu auka Afstaöa til breytinga á útgjöldum til allra ofangreindra málaflokkaopinberageirans nema stjórnsýslu. Meðaltal. Afstaðatil breytingaáútgjöldum til ráðuneyta/stórnsýslu. I00 90 L 80 70 60 50 40 30 20 10 (% af þeim sem taka afstöðu.) 68.3%. Y777T, *■■'///} V //,.■ ys/A 'm m y/.y. 26,6% F7777I m V///, '0 //// 4.5% drauga sarfiðn hðJda í horfinu auka

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.