Alþýðublaðið - 23.06.1989, Side 5

Alþýðublaðið - 23.06.1989, Side 5
Föstudagur 23. júní 1989 5 FÖSTUDAGSSPJALL EF INNI ER ÞRÖNGT I morgunljómann hefur það lagt af stað, lýðræðisfólkið úr Al- þýðubandalaginu í Reykjavík og stofnað nýtt félag, Birtingu. Því fylgja líklega góðar óskir óvenju- margra. Andstæðingar þess úr gamla félaginu telja sig trúlega heppna að losna við fólk sem tuð- ar um lýðræði í öðru hverju orði. Svoleiðis gengur ekki í pólitík. Andstæðingar á hægri kantinum telja það ábyggilega til bóta að menn klofni meir í villta vinstr- inu. Svo eru þeir sem senda Birging- arfólki góðar óskir af því að þeir eru þeirrar skoðunar, eins og það, að menn eigi að geta verið í póli- tísku félagi án þess að drepast úr depurð eða þurfa að láta sprengjusérfræðinga yfirfara póstinn sinn. Líklega dreymir Birtingamenn drauminn um stóran, breiðan og umburðarlyndan jafnaðar- mannaflokk, eins og þeir hafa í Skandinavíu. Það er reyndar spurning hvort nokkur íslending- ur fengist til að vera í þannig flokki, þar sem saman væru komnir kratar, framsókn, komm- ar, kvennalisti, samtök herstöðva- andstæðinga, KRON, SÍS, ASÍ, BSRB og verkamannabústaða- kerfið. Nútímalegri formúla að slíkum stórum flokki myndi vafalaust gera kröfur til þess að hann væri óháður öðrum valdapóstum landsins og legðist ekki sjálfkrafa í vörn eða sókn fyrir tilteknar stofnanir, verkalýðsfélög eða at- vinnurekendur. Þeir sem nú hafa tekið hnakk sinn og hest og riðið burt úr þrengslunum í gamla Alþýðu- bandalagsfélaginu hljóta á næst- unni að sýna okkur hverskonar unrræðu og hverskonar pólitík gömlu flokkarnir þoldu ekki að heyra. Það er erfitt að spá, en gaman væri að sjá hressilega tekið á stjórnkerfismálum, enda væri við hæfi að lýðræðiskynslóðin léti lýðræðið til sín taka. Þá hlytu menn að byrja á kosningalögun- um. Fyrir utan það að búa til sér- stök kosningalög fyrir Egil Jóns- son hlýtur að þurfa að huga að jöfnun atkvæðisréttar. í tengslum við þá umræðu myndu menn svo taka eina skorpu um héraðakosningar eða héraða- stjórnir. Einhverja skoðun myndu menn vafalaust hafa á starfshátt- um Alþingis og aðskilnaði lög- gjafar- og framkvæmdavalds, sem æ fleiri átta sig á að er raun- veruleg pólitík. Það hlýtur líka að verða niður- staðan, að auka beri sjálfsákvörð- unarrétt og áhrif fólks á eigið um- hverfi. En um þetta þarf að setja reglur svo lýðræðisástin verði ekki yfirvarp ráðamanna þegar þeir þjóna geðþótta sínum, t.d. við ntannaráðningar. Það var t.d. grátbroslegt að heyra Svavar Gestsson lýsa því að hið „lýðræðislega umhverfi“ hafi ráðið vali hans á nýjum skóla- stjóra í Ölduselsskóla. Án þess að á nokkurn hátt sé tekin afstaða til forsögu þessa máls, virðist einmitt ljóst að Iýðræðislega var ekki staðið að ráðningunni. Aðrir unt- sækjendur fengu ekki tækifæri til að'sýna kennurum og foreldrum á skólasvæðinu hæfni sína eða hug- myndir í skólamálum. Ef þar hefði verið raunverulegt „lýðræð- islegt umhverfi" svo notuð séu orð ráðherrans úr sjónvarpi, hefðu stjórnvöld búið svo um hnútana að fram færi á jafnréttis- grundvelli kynning allra umsækj- enda og síðan tækju opnir fundir kennara og foreldra afstöðu. Það kann vel að vera að ákvörðun ráð- herrans hafi verið skólanum fyrir bestu, en lýðræðið kom á fjórum fótum út úr því máli. Ekki er hægt að skiljast við lýð- ræðið án þess að minnast á að settar verði almennilegar stjórn- sýslureglur sem leystu af hólmi hentistefnu, sem nú ríkir bæði um rétt einstaklinga og starfshætti kerfisins. Þannig ætti t.d. að setja reglur um ýmisskonar réttindi háttsettra embættis- og stjórnmálamanna. Forréttindi og sá hugsunarháttur sem þeim fylgir er frá þjóðum, sem burðast með arfborinn rétt aðals- og yfirstéttarfólks. Slíkt þurfum við ekki að apa eftir. Ef fólk hefur einhverjar sér- þarfir vegna opinberrar atvinnu sinnar á að setja .um það sérstak- ar, strangar reglur, svo þar sé eng- inn eiginn reglusmiður. En allir draumar um fegurra og betra mannlíf byggjast á brauð- inu. Það getur enginn flokkur og það getur engin stjórn látið frjáls- hyggjudrauma sína rætast nema að taka á grunnatvinnuvegunum, landbúnaði og sjávarútvegi. Það má til marks taka um þor og þol- gæði stjórna og stjórnmálahreyf- inga, hvernig tillögur og hug- myndir þær hafa uppi um þróun þessara atvinnugreina, og þar með Iífs og byggðar í Iandinu. Málefni atvinnuveganna nú eru prófsteinn allra stjórnmálaflokka og félaga. Þar greinir á miili þeirra sem vilja vera notalegir málfundaklúbbar og hinna, sem ætla sér völd og áhrif. Svo er bara spurningin hvort það verður endilega drepleiðin- legt að vilja völd. GUÐMUNDUR EINARSSON U HOLDUM VIDISUDUR Fariö verður 24. júní Nú höldum við i suður 1. Lagt af staö frá B.S.Í. kl. 9.30. 2. Kratar í Kópavogi, Garöabæ og Hafnarfirði bætast í hópinn. 3. Helstu áfangastaöir: Kleifarvatn, Krísuvík, Herdís- arvík, þar mun Gunnar Eyjólfsson leikari segja okk- ur frá skáldinu Einari Benediktssyni og flytja Ijóö (slóðir Einars Benediktssonar), Strandarkirkja, nesti snætt i Selvoginum, Fiskeldisstöð í Þorláks- höfn, Eyrarbakki (sjóminjasafn, álpönnuverk- smiöja), rjúmabúiö á Baugsstöðum, Stokkseyri (fjöruferð), Hverageröi (Garöyrkjuskóli ríkisins, sund ef gott veöur verður). 4. Skíðaskálinn i Hveradölum tók frábærlega á móti okkur í síðustu ferö og er tilbúinn aö gera þaö aftur. Þar verður ærleg grillveisla meö öllu tilhey randi og haldið uppi stanslausu fjöri til kl. 22.30. 5. Komið í bæinn um þaö bil kl. 23.00. Miðaverð er kr. 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir börn (matur í skíðaskálanum innifalinn). Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Alþýöuflckksins í síma 29244.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.